Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ KmvBrsht nudtí... lifnoðarhótt. I gegnum órtiúsundir hcfa þeir þróoð mjög fullkomnar oðferðir tií eflingor líknmo og heilsu. ...og QDlbíButt nudd ryrir öGtri heiisu • Kínverskt nudd • llmolíunudd • Svæðonudd • Tuina nudd • Slökunarnudd • Sjúkranudd • Klassískt nudd • Sogæðanudd Við bjóðum einnig upp ó fjölbreyttor oðferðir til grenningor sem saman ! stuðla að mjög góðum órangri í boróttunni við aukokílóin og oppelsínuhúð. * Kínversk Eldhúsið Þeim hefur fjölgað mjög veitingastöðunum í Kringlunni upp á síðkastið. Steingrímur Sigurgeirsson heimsótti Eldhúsið og gladd- ist yfír því að hægt sé að sækja veitingahús í þessum borgarhluta. KRINGLAN hefur til þessa ekki verið nein háborg matargerðarínnar, enda kannski ekki byggð í þeim til- gangi. Gestum hefur staðið til boða úrval skyndibitastaða og kaffihúsa en að Hard Rock Café undanskildu var lengi vel ekki starfræktur neinn „veitingastaður“ í verslunarmiðstöð- inni ef það orð er notað í svipaðri merkingu og hugtakið „restaurant". Eftir stækkun Kringlunnar í lok síðasta árs hefur þó orðið nokkur breyting á og öll veitingaaðstaða batnað til muna. Meðal þeirra nýju staða er opnaðir hafa verið í nýbyggingu Kiinglunnar er Eldhúsið. Það fer ekki mikið fvrir Eldhúsinu, sem er í suðvesturhluta veitingasvæðisins. Olíkt öðrum mat- stöðum á svæðinu er Eldhúsið ekki á Opið hús í dag í Brautarholti 20 frá klukkan 13-17 Mm’i^ÍÆÚéiMá I svara spurningum þínum veita upplýsingar. Snyrtifræðingar kynna þessar einstöku og áhrifaríku frönsku snyrtivörur. ij Síðasti dagur tilboða! ■ m ■% Morgunblaðið/Ásdís opnu svæði heldur í lokuðu rými, lítill heimur út af fyrir sig. Þegar inn er komið leynir staðurinn á sér. Þrátt fyrir að sætafjöldi sé þó nokkur hef- ur maður ekki á tilfinningunni að vera í stórum geimi þar sem Eldhús- ið skiptist upp í nokkur svæði og palla, sem hvert hefur sín sérkenni. Það er hægt að sitja á opnu og björtu svæði þar sem mikið er um líf og mjög hátt er til lofts og voldugir loft- ræstingarstokkarnh' renna inn í hönnunina með góðum árangri. En einnig er hægt að velja sér stað á smærra svæði í afmörkuðum básum þar sem lægra er til lofts og stemmn- ingin verður nánari. Eldhúsið sjálft er opið og nær að hluta inn í salinn þannig að hægt er að fylgjast með þeim athöfnum sem þar fara fram að mestu leyti. Borð eru dúkalaus og borðbúnað- ur einfaldur en smekklegur. í þau skipti sem ég hef heimsótt Eldhúsið í hádeginu hefur verið mik- ið líf og mikið um að vera. í hádeginu er boðið upp á hádegis- verðarhlaðborð á sanngjörnu verði, 950 krónur. Þar er hægt að byrja á súpu en síðan velja úr pastaréttum, pizzum og setja saman sitt eigið sal- at. Súpur hafa yfirleitt verið ágætar og sama má segja um salatið. Auk góðs græns salats er hægt að fá sér þurrkaða tómata, kryddlegið ítalskt grænmeti og nýbakað brauð. í það minnsta hefur mér tekist að ná sam- setningu sem ég er vel sáttur við. Pizzur hafa verið hefðbundnar og skammlausar en pastaréttirnir ekki heillað. Þeir sem ég hef reynt hafa yf- irleitt verið bragðdaufir og ofeldaðir. Að auki eru síðan nokkrir réttir til viðbótar af sérseðli í boði í hádeginu en það er síðan á kvöldin sem aðal- matseðill Eldhússins kemst í gagnið. Hann er þykk bók og litskrúðug þar sem auglýsingar og myndskreyting- ar er að finna í bland við upptalningu á þeim mat og drykk sem í boði er. Hann spannar rúmlega tuttugu síður og er hægara sagt en gert að fá fljót- lega yfirsýn yfir það sem í boði er þrátt fyrir skýrt afmarkaða kafla (forréttir, pizzur, steikur o.s.frv.). Ekki vantar úrvalið en ég velti fyrir mér hvort það nálgist ekki þau mörk að vera of mikið. Ef maður er t.d. í steikarhugleiðingum er á einni síðu að finna átta mismunandi steikur, sem hverja um sig er hægt að fá 200, 300 eða 400 gramma auk þess sem einnig verður að taka afstöðu til KfnversH leiHfimi Hugræn tcygjuleikfimi frð Kínn er blanda af nútíma leikfimi og heffibundinni kínverskri leiklimi sem á sér aldaoamla sögu. Hún eflir bæfli líkamlegt og andlegt heilbrígfii. Hún einkennist al alslöppuflum og mjúkum hreyfingum sem pjálfa I senn llkama ng huga. • Veitir sveigjanleika með óþvinguðum hreyfingum • Vinnur gegn mörgum algengum kvillum • Góí áhríf á miðtaugakerfið, öndun og meltingu • Eykut blóðstreymi um háræðanetið • Losar um uppsafnaða spcnnu • Losar um stirö liöomát • Dregur úr vöðvahálgu • Styrkit hjartað Kínversh iieilsulínd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.