Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 B 5 fimm valkosta í sósum, þriggja í kart- öflum og þriggja í meðlæti. Sú steik sem ég reyndi var 200 gramma „Al- vöru Suðurríkja-Bourbon Nauta- lund“ sem var ágætlega meðhöndluð og elduð nautasteik með miklu með- læti þótt að ég hafi átt erfitt með að greina „Suðurríkja-Bourbon“-þátt- inn í þessu öllu. Af forréttum má nefna „Kjúkl- inga- og andaspjót“ (950 krónur) sem var vel útilátinn réttur, spjótin grill- uð og borin fram með tveimur sósum, annarri dökkri, sætri í asískum stíl, nokkuð hoi-sin-legri og hinni Ijósari og hlutlausari ásamt salati. Góð sam- setning er daðrar ögn við fusion-eld- húsið. Pað hlýtur einnig að vera hug- myndin á bak við hina „Spænsku Bruscettu". Fátt er nefnilega ítalsk- ara en Bruscetta, grillaða brauðið, sem hægt er að fá í margvíslegum út- færslum þótt sú klassíska kalli á ól- ívuuolíu, hvítlauk og tómata. Mjög áþekka rétti má finna víðs vegar um Miðjarðarhafið, ekki síst í Katalóníu á Spáni þar sem Pan Catalan er oftar en ekki borið fram með mat á veit- ingastöðum. Pessi réttur kom mér hins vegar fyrir sjónir sem hvorki spænskur né ítalskur heldur miklu frekar íslenskt stef við þetta suður- evrópska brauð. Hvítar baguette- sneiðar, skornar langsum, bakaðar með osti, hvítlauk og bætt við fersk- um tómötum auk þess sem salat var borið fram með. Svo sem allt í lagi þótt nafnið hafi kannski verið misvís- andi. „Brasseruð kanína“ (2.950 krónur) hljómaði forvitnilega þótt vissulega hafi runnið á mig tvær grímur er diskurinn kom á borðið. Hún var kannski ekki heil kanínan, en að minnsta kosti hálf. Skammturinn sem sagt yfirþyrmandi stór. Sjálft lgötið hvítt og hlutlaust, fremur mik- ið eldað, og í staðinn dökk, sæt púð- ursykursósan er réð ferðinni hvað bragð varðar. Ágætis hugmynd þótt að mínu mati hefði mátt gera aðeins meira með sjálfa kanínuna. Einfaldari réttir eru einnig í boði, ýmsar pizzm-, samlokur og hamborg- Þingmaður breska íhaldsflokksins Skjdtur sigur Rússa skástur arar. „BBQ-beikonborgari“ (1.190 krónur) var heiðarlegur og fínn ham- borgari þótt BBQ-bragðið hafi verið hlédrægt. Rétt steiktur með miklu og góðu fersku salati, sýrðum gúrk- um, sveppum og kartöflubátum. „Southfork steikarsamloka" (1.890 krónur) olli mér hins vegar miklum vonbrigðum er ég pantaði hana. Grillað baguette-brauð með steiktum sveppum og ferskum tómötum og djúpsteiktum kartöflubátum. 200 gr. nautasteikin er átti að vera uppistað- an og beðið var um léttsteikta var hins vegar óhrjáleg að sjá og nokkuð umfram það að vera gegnumsteikt. Svipstundis var þó boðist til að leið- rétta það er athugasemd var gerð. Með steikarsamlokunni voru svo bornar frám fjórar kaldar sósur, all- ai' vel gerðar. Eldhúsið er skemmtilega hannað- ur staður og mjög líflegur og lifandi, ekki síst í hádeginu. Maturinn er á það heila litið ágætur. Það er ekki boðið upp á flókna matargerð heldur einfalda en yfirleitt bragðgóða mat- argerð í milliflokki í samræmi við verð. Það er þó spurning hvort jafn- yfirgripsmikill matseðill og raun ber vitni gerir að verkum að sérhæfingin við hvern einstakan rétt verður minni. Þjónusta er vinaleg og vel er tekið á móti bömum og þeim boðinn sér- stakur matseðill og litabók til að dunda sér við. Vín á vínseðli eru ekki mörg (tíu rauð og ellefu hvít) en öll ágæt og ekki síst til fyrirmyndar að bjóða flösku af ágætu húsvíni frá Rioja á 2.600 krónur. London. Daily Telegraph. BRESKI Verkamannaflokkurinn hefur gagnrýnt John Maples, sem sæti á í skuggaráðuneyti breska íhaldsflokksins, fyrir að hvetja stjórnvöld til aukmnar varkárni í dómum sínum um árásir Rússa á Tsjetsjeníu. Maples sagði í viðtali við Sky News-sjónvarpsstöðina að besta lausn deilunnar í Tsjetsjeníu væri skjótur sigur Rússa. „Við ættum að vera varkárir í gagnrýni okkar á Rússa því við getum hvort eð er ekki gert neitt,“ sagði hann og kvað Rússa hafa fylgt sinni stefnu fast eftir og því fyrr sem þeir ynnu sigur, því betra. Um eiturefnanotkun uppreisnar- manna sagði Maples, að stríðsátökin í Tsjetsjeníu væru grimmileg og Vesturlönd gætu lítið annað gert en að hvetja Rússa til sátta og gera það sem hægt væri til að lina þjáningar flóttamannanna. Gerald Kaufman, ráðherra Verka- mannaflokksins, sagði ummæli Maples einkennast af hugsunarleysi, sem haft gæti alvarleg áhrif á til- raunir til að binda enda á átökin. Um- mæli Maples væri hægt að skilja þannig að hann sætti sig við notkun efnavopna og teldi, að eina lausnin fælist í hernaði. Sagði Kaufmann, að það væri hvorki í samræmi við stefnu Sameinuðu þjóðanna né Bretlands og ætti því ekki heldur að vera stefna bresks stjórnmálamanns. Breska utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Ýmislegt bendir þó til að sumir ráðherra ríkis- stjómarinnar séu sammála Maples. NAMSAÐSTOÐ við þá sem vilja ná lengra í • grunnskóla • háskóla • framhaldsskóla • flestar námsgreinar Innritun í síma 557 9233 Nemendabiónustan sf. , banf|haHra 10, Mjódd. Mikil talgæði - Frí skráning - Lægri rekstrarkostnaður Bretland....kr. 1 5,47 mínútan * *Verð án viðbótargjalds fyrir innanlandssímtal |É|. Landsnet j http://www.landsnet.is $ Landsnet ehf. Hafnarstræti 15 101 Reykjavík S Sími 562 5050 Fax 562 5066 Klikkuð utsala hefst í dag - opið 12-18 Fleece-peysur S-XXL Verð áður 4.990 Verð nú 2.990 Bretta- og vetrarúlpur barna Verð áður 6.900-8.900 Verð nú 2.990 íþróttagallar m. 2 buxum Verð áður 4.990-5.990 Verð nú 3.990 barna+fullorðinna Hjólabuxur fullorðinna Barna-skór Sketcher-skór st. 36-46 Verð áður 1.990 Verð áður 2.990 Verð áður 6.990 Verð nú 500 Verð nú 500 og 995 Verð nú 3.990 Nike-fatnaður - ný sending - 30% afsláttur Nike - Puma - Fila - Sketchers - Speedo - Color Kids - Five Season s - Kilmanock - Lutha - Adidas - Star Wars. TOPPMERKI A LAGMARKSVERÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.