Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Sfldarævintýrið á Siglufirði. Myndin er líklega tekin 1938. Sigurður Nordal prófessor. Horft til austurs úr Öskjuhlíðinni í Reykjavík. Myndin er tekin þaðan sem Perlan stendur í dag Sveinn Björnsson í Alþingishúsinu við Austurvöll. Myndin er tekin 1941, eftir að Sveinn varð ríkisstjóri á Islandi. Guðmunda Elíasdóttir söngkona. TOFRAR AUGNA- BLIKSINS 100 ár frá fæðingu Vigfúsar Sigur- geirssonar ljósmyndara Páll Isólfsson, organisti og tónskáld. EITTHUNDRAÐ ár voru liðin á fimmtudaginn frá fæðingu Vigfúsar Sigurgeirssonar, Ijósmyndara. Hann fæddist 6. janúar árið 1900 á Stóruvöllum í Bárðardal, sonur hjónanna Sigurgeirs Jónssonar bónda þar, sem síðar var lengi org- anleikari á Akureyri, og Friðriku Tómasdóttur. Vigfús lærði ljósmyndun hjá Hall- grími Einarssyni á Akureyri 1920- 23 og starfrækti ljósmyndastofu í höfuðstað Norðurlands að námi loknu, allt til 1935. Þá hélt hann ut- an; kynnti sér nýjungar í ljósmynda- gerð í Danmörku og Þýskalandi það ár og síðan kvikmyndagerð í Þýska- landi 1936-37. Athygli íÞýskalandi Vigfús sýndi myndir frá íslandi sem vöktu mikla athygli í Þýska- landi og sjá má á dagblöðum frá Hamborg á þessum tíma að sýning sem hann hélt þar í borg fékk tals- verða umfjöllun. I viðtali eftir heim- komuna er Vigfús spurður, hvort slíkar sýningar myndu ekki velqa heppilega athygli á náttúru lands- ins, og svarar: „Jú, svo virðist, ef dæmt er eftir aðsókn á þessari sýn- ingu. Virtust gestimir vera hrifnir af og þykja nýstárleg þau náttúru- fyrirbrigði, sem fram komu á mynd- unum, sérstaklega fossamir, jökl- arnir og hverirnir." Þegar heim kom frá Þýskalandi 1936 settist Vigfús að í Reykjavík og opnaði þar Ijósmyndastofu, sem sonur hans og lærisveinn, Gunnar Geir, rekur enn í dag. Atvinnuljósmyndarinn Vigfús varð hins vegar aldrei svo upp- tekinn af rekstrarlegri hlið ljós- myndunarinnar að hann tapaði næminu fýrir töfmm augnabliksins. Því em margar mynda hans ómet- anlegar heimildir um atvinnuhætti og þróun byggðar og mannlífs á öldinni. Ljósmyndari forsetans Vigfús hóf að mynda fyrir Svein Bjömsson þegar hann varð ríkis- stjóri 1941 og var síðan ljósmyndari embættis forseta fslands, þegar það varð til 1944, allt til dauðadags en Vigfús lést í júní 1984. Gunnar hefur unnið margar myndir föður síns og haldið ljós- myndasýningar um landið. Síðast 1994 á Akureyri, þegar Bragi Ás- geirsson, myndlistarrýnir Morgun- blaðsins, skrifaði meðal annars: „Víst er ég vel kunnur ýmsum myndum Vigfúsar úr blöðum, bók- um og tímaritum, en ég tel að þetta sé í fyrsta skipti sem fram kemur í öllu sínu veldi hvflíkur yfirburða Ijósmyndari hann var. Kæmi mér ekki á óvart þótt þessi sýning eigi eftir að marka tímamót um upphefð Vigfúsar sem eins merkasta ljós- myndara þjóðarinnar á þessari öld.“ Bragi segir ennfremur: „Margur mun verða heillaður af þessum myndum fyrir það eitt hve vel þær lýsa þjóðháttum á tímabilinu, en allt búskaparlag til sveita hefur gjör- breyst á fáeinum áratugum. Hér hefur Vigfús verið skrásetjari sjón- himnunnar með myndavél sinni og mun stórtækari og sannari nokkr- um málaranum. Ekki eru síðri myndir Vigfúsar úr þéttbýliskjörn- um, sjávarsíðunni með sfldarplön- um sem og hvers konar athafnasemi dagsins." Listamaður Vigfús var agaður listamaður, al- inn upp á menningarheimili þar sem tónlist var í hávegum höfð. Hann var annar í röð níu systkina. Vigfús nam ungur píanóleik af fóður sínum og öðram innlendum og erlendum kennuram og var ekki gainall þegar hann var orðinn eftirsóttur undir- leikari einsöngvara og kóra á Akur- eyri. Hann þótti efni í mikinn lista- mann á þessu sviði, en á æskuárum Vigfúsar þótti ekki vænlegt að leggja stund á tónlist sér til lífsvið- urværis og því fór hann til náms í ljósmyndun. Vert er að geta þess að tveir yngri bræður Vigfúsar fetuðu í fótspor hans sfðar og urðu kunnir ljósmyndarar, þeir Eðvarð á Akur- eyri og Hörður í Vestmannaeyjum. Vigfús var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Bertha Þórhallsdótt- ir. Þau giftust 1931 en Bertha lést ári síðar, aðeins 21 árs að aldri. Síð- ari kona Vigfúsar var Valgerður Magnúsdóttir. Þau eignuðust tvö börn, Gunnar Geir ljósmyndara sem áður er nefndur og Berthu hús- freyju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.