Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ‘Scbzújzla* Sími 567 3131 - Fax 587 0889 Nissan Patrol SLX Árg. 1993. Ekinn 170 þ.km. Tilbúinn á hvaða fjall sem er, 44" dekk á felgum, 38" dekk á felgum, auka millikassi, 4 tonna spil, loftdæla og -kútur, auka rafkerfi, fjarstýrt leitarljós, 6 Ijóskastarar, ferðakassi, CB-talstöð og Gufunes, loftdemparar með dælu, lækkuð drifhlutföll. Allur gegnumtekinn - topp ástand, leiðtogi á fjöllum. Verð kr. 2.900. þús. Vantar flestar gerðir bifreiða á skrá, mikil sala - o.fl. verð Flensborgarskóli í Hafnarfírði Nýtt upplýsinga- kerfi tekið í notkun NÝTT upplýsingakerfi var formlega tekið í notkun 6. janúar sl. í Flens- borgarskólanum í Hafnarfirði. Kerf- ið, sem er orðið til fyrir frumkvæði þeirra sem héldu upp á 20 ára stúd- entsafmæli vorið 1998, byggist á mjög öflugu flutningskerfi innan- húss sem utan. Undirbúningsvinna hófst þegar sumarið 1998 og stóð út það ár og fram á vorið 1999. Sumarið 1999 hófst svo vinna við lagnirnar og var verið að setja upp kerfið fram eftir hausti 1999 og prófa það. Nú er svo komið að í hvert rými skólans liggja tölvulagnir og er sama hvar menn eru í húsinu, alls staðar komast þeir inn á Netið gegnum öfluga bandbreiða tengingu hjá Landssímanum. Gríðarlega öfl- ugur netþjónn stýrir kerfinu en honum tengjast svo aðrir minni. í allri vinnuaðstöðu kennara eru tölv- ur og í hverri kennslustofu er hægt - - _ \ * l. <» Fjanén ---------------------------------« L U T I 60 kennslustunda nám fyrir þá sem vilja öðlast góða tölvukunnáttu en vilja/geta ekki sótt hefðbundin námskeið. Windows umhverfið Farið er yfir helstu hluta á skjá Windows umhverfisins, nemendum kennt að vinna í gluggaumhverfi og aðlaga það að eigin þörfum. Nemendum er kennd skjalaumsjón og góð skipulagning gagna. Word ritvinnslan Kennd er notkun grunnatriða í ritvinnslu. Farið er yfir helstu atriði ritvinnslu, inndrátt, dálka, töflur, myndir og uppsetningu á texta. Excel töflureiknirinn Kennd eru grunnatriði töflureiknis. Farið er yfir helstu notkunarmöguleika töflureiknis t.d. gerð formúla, útlitsaðgerðir og útprentanir. Internetið og tölvupóstur Möguleikar Internetsins kynntir. Farið er yfir uppbyggingu netsins og hvað þarf til að tengjast því. Helstu forrit til að hafa samskipti við netið og notagildi þess. 2. H L U T I í Fjarnámi 2 er boðið upp á stök námskeið. Nemendur geta valið milli Word framhald, Excel framhald eða PowerPoint. Hvert þeirra samsvarar40 kennslustunda námi. Word ritvinnslan Lögð er áhersla á að kenna ýmsar sjálfvirkar aðgerðir sem forritið býður upp á auk þess sem farið er í töflugerð, dálka, notkun myndefnis, formbréf, snið, sniðmát og teiknuð form. Excel töflureiknirinn Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa kynnst mörgum af möguleikum Excel og geta valið og metið flestar þær aðferðir sem til greina koma við reikningslega úrlausn og uppbyggingu verkefna. PowerPoint Nemendur læra að búa til kynningarefni með hjálp forritisins PowerPoint bæði til að prenta út og nota sem glærusýningu. Nánari upplýsingar í síma 568 5010 HCerhfied Solution Provider RAFIÐNAÐARSKÓLINN Skeifan 11 b • Sími 568 5010 • Fax 581 2420 skoli@raf.is • www.raf.is að tengja nokkrar tölvur við Netið, hvort heldur sem er til að sýna kennslugögn af neti skólans, láta vinna verkefni eða fara um verald- arvefinn. í skólanum er opið tölvu- ver, tvær 24 véla kennslustofur fyrir tölvukennslu og námskeiðahald. I skólanum er nú liðlega tölva á hverja fimm nemendur hans. Allir hafa þeir eigin lykilorð og netsvæði hjá skólanum, sér að kostnaðar- lausu. Fyrir hendi eru jafnframt nýjustu gerðir hugbúnaðar. Þrátt fyrir að nú sé kerfið tekið í notkun þá er það aðeins áfangi. Hafin er vinna við þróun náms- efnis og annars sem nýtist í kennslu og til að þjónusta þá sem til skólans viljaleita. Landssíminn sá um lagnavinnu, Opin kerfi um vélbúnað og bæði fyr- irtækin um tæknilega ráðgjöf. Þau ásamt Sparisjóðnum og Hafnar- fjarðarbæ, menntamálaráðuneytinu og SÍF hafa lagt fram fé. Með þessu verkefni leggja margir hönd á plóginn við að efla skólastarf í Flensborgarskólanum, en þetta nýja upplýsingakerfi mun gjörbylta möguleikum nemenda við upplýs- ingaöflun, miðlun og nám. Fyrirtækin fá aðgang að þessari upplýsingaveitu og geta þannig kynnt starfsemi sína. Skólinn og fyrirtækin taka upp samstarf á ýms- um sviðum. Þetta eflir samstarf skóla og atvinnulífs og er hér verið að stíga ný skref. Skólinn getur því boðið ýmsa þjónustu og fyrirtækin líka, s.s. námskeið, upplýsingar, vettvangsferðir o.fl. Þá er skólinn orðinn kjörinn vettvangur fyrir ráð- stefnur og fundi. Það er Flensborgarskólanum ákaflega mikilvægt að finna þann hlýhug sem fylgir þessu glæsilega framtaki 20 ára stúdenta og rausn- arlegri þátttöku fyrirtækja og stofn- ana. Hún verður til þess að tryggja skólanum möguleika á að þróa strax kennsluhætti og námsaðferðir þar sem bestu kostir gamalla hefða og nútíma kennslutækni verða nýttir nemendum til hagsbóta. --------------------- Námskeið í skjala- stjórnun NÁMSKEIÐ Skipulags og skjala ehf. Skjalastjórnun 2; skjöl í gæða- umhverfi verður endurtekið í febr- úar vegna mikillar eftirspurnar, segir í fréttatilkynningu. Námskeiðið Skjalastjórnun 2; skjöl í gæðaumhverfi (haldið 14. og 15. febrúar) fer í tengsl skjala- stjórnunar og gæðastjórnunar og hvernig þessar tvær greinar geta saman tryggt betri skjalameðferð á vinnustað. Rætt verður um ástralskan staðal um skjalastjórn- un og val á skjalastjórnunarhug- búnaði. Skjalastjórnun tölvupósts er sérstakt viðfangsefni og verk- lagsreglur um tölvupóst eru kynntar á námskeiðinu. Sýnt er stjórnunarmyndband sem fjallar um meðferð tölvupósts á vinnu- stað. Námskeiðsgjald er 20.000 kr. Hádegisverður ásamt kaffi báða dagana er innifalinn í námskeiðs- gjaldi. Námskeiðsskráning er hjá Skipulagi og skjölum ehf. ♦ ♦ ♦ Jólatrésöfnim í Garðabæ HJÁLPARSVEIT skáta í Garðabæ tekur að sér að safna saman jóla- trjám í Garðabæ í dag, sunnudaginn 9. janúar. Garðbæingar ei-u beðnir um að koma trjánum út fyrir lóðamörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.