Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR RuXXac hjólatrilla kemst fyrir í smæstu bílum Léttir þér lífið og ? tekur ekkert pláss " UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SUNDABORG 1 SlMI: 568 3300 I www.straumur.is I Aðsendar greinar á Netinu % mbl.is \LL.TAf= £ITTH\Sjt\£) IS/ÝTT~ VISINDI/Getur meðvitundin orðið viðfangsefni raunvísinda? Flókin kerfi, taugar og meðvitund SÉRSTAKAR greinar vísinda eru áberandi áhrifamikilar á ákveðnum tíma- bilum. Dæmin um þetta eru ótal mörg á öllum tímum sögunnar, ekki síst á þessari öld. I upphafi aldarinnar var það án efa kjarneðlisfræðin og skammtakenningin sem voru umsvifamestu vísindagreinamar. Áhrifa þeirra gætti á öllum grundvallarsviðum efnisvísinda. Pað er eðlisfræðin frekar en nokkur önnur vísindagrein sem hefur gert mögulegar þær stórstígu framfar- ir sem hafa átt sér stað á sviði rafeinda- og samskiptatækni. Miklar framfarir á sviði lífvísinda og þá sér í lagi lífeðlis- og lífefnafræði benda sterklega til þess að nú sé að hefjast það tímabil í sögu vísindanna sem mun einkennast, öðru fremur, af auknum skilningi á efnislegum grundvelli meðvitundar og sálarhfs. Um og upp úr miðri öldinni tóku lífefnafræðin og sameindalíf- fræðin örum framförum. Nýr skiln- ingur fékkst á uppbyggingu og starf- semi erfðaefnisins og annarra mikilvægra lífrænna efna. Lífvís- indamenn öðluðust betri og ná- Mmmmmmmmmm kvæmari þekk- ingu á þeim efnaferlum sem grundvallar starfsemi og eig- inleikar lífsins byggjast á. Þetta varðar myndun og flutning orku um lfkamann, geymslu og miðlun erfða, hlutdeild hvata í veigamiklum efnahvörfum svo og rúmfræðilega uppbyggingu og starfsemi flókinna eggjahvítu- sameinda. Jafnvel þó að skilningur manna á Kfsstarfseminni sem slíkri væri nokkuð góður var lengi vel lítið vitað um það hvernig jafn flókin kerfi og lífverur mynduðust. A sjöunda og áttunda áratugnum hófust byltingarkenndar framfarir á sviði þeirra vísindanna sem rannsaka hegðun flókinna kerfa. Spurningar sem leitað hefur verið svars við eru meðal annars: Hvemig myndast þau efniskerfi sem eru einkennandi fyrir eftir Sverri Ólofsson lífið og þá starfsemi sem því fylgir. Um er að ræða eiginleika eins og við- hald eigin uppbyggingar, þrátt fyrir stöðuga víxlverkan við umhverfið og hæfileikann til endursköpunar. I endursköpuninni er mikilvægt að breytingar geti átt sér stað, þ.e. eft- irmyndin getur verið lítið eitt frá- brugðin fyrirmyndinni. Slíkt er for- senda fjölbreytni og þróunar, sem viðheldur því sem betur fer. Efnislegir þættir Kfsstarfseminn- ar eru mikilvægir og áhugaverðir. En hvað um meðvitund og sálarlíf? Geta vísindin einhverntíma náð „mælanlegum" eða „tölulegum" tök- um á því sem lifir og þá sér í lagi þeim þáttum lífsins sem leiða til hugsunar og meðvitundar um eigin tilvist? Ef uppruni og eiginleikar sál- arlífs rekja rætur sínar til eigindar efnisins, þá verður vísindaleg skýr- ing á fyrirbærinu að teljast til áhuga- verðustu og ef til vill merkilegustu viðfangsefna nútíma vísinda. A undanförnum öldum hefur tví- hyggja einkennt afstöðu þorra fólks til efnis og hugsunar. Samkvæmt henni taka hugsun og vitund sér ból- festu í líkamanum en eru annars að miklu leyti óháð uppbyggingu hans og eiginleikum. I raun áh'ta sumir að vitund geti þrifist án tengsla við hinn efnislega veruleika. Líklega má með nokkrum sanni segja að slíkar hug- myndir njóti ekki almenns stuðnings vísindamanna í dag. Eigi að síður er það svo að vísindamenn hafa, þrátt fyrir algengan persónulegan áhuga á vandamálum vitundar, ekki viljað gera vitundina að starfslegu við- fangsefni. Petta kann að breytast á komandi árum og trúlegt er að vís- indalegar rannsóknir á eðli og upp- hafi vitundar muni skipa veglegan sess í heimi raunvísindanna í náinni framtíð. Forsendumar fyrir þessum mögu- leika eru a.m.k. tvenns konar. Ann- ars vegar stórkostlegar framfarir í skilningi vísindanna á hátterni flók- inna óKnulegra kerfa. Hér er um að ræða kerfi sem hegða sér allt öðru- vísi en einstakir frumþættir þeÚTa. Með öðrum orðum, heildar eigind kerfisins sldlst ekki með því að leggja saman eiginleika einstakra þátta þess. Hins vegar er um að ræða þróun líkana og kenninga sem lýsa hátterni mikils fjölda samtengdra ferla eins og þeir þekkjast í tauga- kerfinu og öðrum flóknum, náttúru- legum og tilbúnum, stjórn- og greini- kerfum. Á undanförnum árum hafa stífar tilraunir verið gerðar til að sameina skilning okkar á flóknum ólínulegum kerfum og safni samtengdra og víxl- verkandi ferla, sem talið er að Kggi til grundvallar ýmsum vitrænum hæfi- leikum taugakerfisins. Eiginleikar og hátterni stórs og samtengds taug- anets eru allt aðrir en eiginleikar Kt- illa undireininga heildar kerfisins. Það er einmitt þessi eigindabreyting, ásamt ófyrirsegjanlegum hæfileik- um sem kerfið getur öðlast, þegar það þróast í tíma og rúmi, sem við getum bundið sérstaklega miklar vonir við í viðleitni okkar til að skilja tilkomu meðvitundar og annarra vit- rænna hæfileika. Einföldustu einkenni meðvitundar eru hæfileikinn til að læra, skipu- leggja, draga ályktanir og að geta klárað sig af óvæntum og áður óþekktum aðstæðum. Vísindamenn hafa nú þegar þróað flókin tauganet sem búa yfir ýmsum af þessum hæfi- leikum. Það sem greinir tauganet fyrst og fremst frá venjulegum tölv- um er að þau læra á grundvelli þeirra „skynhrifa" sem þau verða fyrir í stað þess að vera forrituð. Tauganet- in byggja upp innra mynstur sem greypir þá mynd sem það gerir sér af umhverfinu. Með notkun þessa mynsturs tekst tauganetinu iðulega að „bregðast rétt“ við skynhrifum sem það hefur ekki kynnst áður. Nokkrir af þessum og öðrum eigin- leikum tauganeta eru einkennandi fyrir vitræn kerfi sem byggja við- brögð sín á meðvituðu háttemi. Engum dettur í hug að kenningin sem skýrir meðvitund og vitsmunalíf liggi fyrir. Langt því frá. Hins vegar er trúlegt að fyrstu sporin í áttina að framtíðar skilningi á sjálsmeðvitund og sálarlífi hafi nú þegar verið tekin. Hér hefur einungis verið rætt um al- menna og spennandi framtíðar- möguleika vísinda, sem eru enn í deiglunni. Ymis atriði þessara mögu- leika verða rædd nánar hér á síðunni fljótlega. ■ ■ ■ Skrifstofu og tölvuwám Eg ha fði unnið við vaklavinnu í fimm ár og langaði að breyta til. Eg fór í skrifstofu- og tölvunám hjá NTV og var námið mjög markvisst og skemmtilegt. Út á þetta nám fékk ég skrifstofustarfhjáVélorku. Eg er mjög ánægð með vinnuna og hugsa oft með hjýhug lil skólans. Guðny Óladótttr Skitfstofi istulko ■Tölvubókhald Verslunarreikningur ■ Sölutækni og þjónusta Mannleg saniskipti Bókhald ■ Almennt um tölvur - Windows - Word - Excel - Power Point - Internetið frá A-Ö - Starfsþjálfun Tilvalið námskeið fyrir fólk á leiðinni út á vinnumarkaðinn eða þá sem vilja styrkja stöðu sína með aukinni menntun. Námið er i 92 klst. Boðið er upp á bæði dag- og kvöldnámskeið. ntv Nýi töivu- & viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirói - Slmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hlíðasmári 9 - 200 Kópavogi - Slmi: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasfða: www.ntv.is Það er hvergi jafnmikiðyíjör í Yinnunni _ rr i r_j LiUu við á Hard Rock milli 15 og 17 á mánudaainn eða 17 oa ly á miðvikudaai oa sKreyttu umsókn. Ekki i sima lakkl Leitum líka að starfsfólki sem vann hjá okkur i "otd days” oa lanaar að "kíkja" i vinnuna í nokkra tíma á da$ lit krydda tilveruna Hjá okkur færðu: Frábært umhyerfi Gejajaða lóntist s.emmtileaa aesti töou ö Sk'________ Góða aðstö* Sveiajanteaan vinnutíma Tóntrstarvioburði sem þú sérð hyerai annars staðar Ptús það að vinna með irábæru fólki það peace Mritfiout ttíe quiet!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.