Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Rafeindatónlistarbylgjan sem gengið hefur yfir Bretlandseyjar á undan- förnum árum hefur á sér alþjóðlegt yfirbragð, enda er tónlistin saman sett úr ýmsum þáttum ólíkum, allt frá Detroitdiskó í þýskan vélmenna- takt. Á jaðrinum voru þó ýmsir að flétta saman við módernískan takt þjóðlegum hugmyndutn og stemmningum. Ein af bestu plötum síðasta árs var breiðsktfa söngkonunnar Beth Orton, sem hefur mótað nýjan stfl og stefnu með því að bræða saman raftónlist og þjóðlagapopp. Beth Orton steig fyrstu skref- in á tónlistarsviðinu í upp- hafi áratugarins í samfloti við ■■■■■■■■■■■ William Orbit, sem endurreisti síðar Madonnu eins og frægt varð. Þau skip- uðu dúettinn Spill, sem fékkst við þjóð- lega enska tónlist með raf- töktum og hljóðgervlahljómum í endurgerð gamals þjóðlagaslag- ara Johns Martyns. Orton söng sfðar á sólóskífu Orbit og vann eftír Árna Matíhíasron með breska tríóinu Red Snapp- er á fyrstu smáskffum þess. Mesta athygli vakti hún þó fyrir framlag sitt til frægrar frum- raunar Chemical bræðra. Þá var það loks að henni gafst tími til að setja saman eigin sveit, taka upp fyrstu lögin og senda frá sér fyrstu plöturnar. Fyrst kom stuttskifa, þá breiðskífa sem þykir mikil gersemi og eft- ir nokkra smáskífur til kom svo platan sem er kveikja þessarar samantektar, Ccntral Reservat- ion, sem er víða talin með bestu plötum ársins. Á Central Reservation er ein- faldleikinn á hávegum, Orton er spör á tilbúin hljóð og hljóma en leggur þess meiri áherslu á rödd og hefðbundin hljóðfæri. Meðal gesta á skífunni eru Dr. John, Ben Harper og Terry Callier, sem gefa henni sinn sérstaka blæ, enda segir Orton að lögin kalli á gestina, kreljist þess að Dr. John komi að eða Callier, „eins og kröfuhörð börn sem toga grenjandi í pilsið". Trailer Park var vel tekið eins og getið er, en það setti nokkurt strik í reikninginn með Central Reservation að Orton gat lítið fylgt henni eftir fram- an af vegna veikinda, en hún er með arfgengan meltingar- vegssjúkdóm. Þrátt fyrir það hefur hróður hennar farið vtða og sjálfsagt nær hún enn lengra ef marka má undirtektir gagn- rýnenda víða um heim. Ein áhrifamesta hljómsveit síð- ustu ára er bandaríska sveitin Smashing Pumpkins. Síðasta skífa hennar, Adore, kom út fyrir hálfu ' öðru ári og ermargur orðinn lang- eygur eftir nýrri plötu. Nokkrar breytingar hafa orðið á sveitinni sem ætti ekki að koma á óvart í ljósi ævintýralegrar sögu hennar, en bassaleikarinn D’Arcy Wretzky hætti fyrir nokkru og trymbillinn Jimmy Chamberlin, sem rekinn var fyrir fíkniefnasull á sínum tíma, gekk til liðs við sveitina aft- ur. Nýr bassaleikari er Melissa Auf Der Maur. Væntanleg er síðan ný skífa, MACHINA/the Machines of God, sem kemur út í næsta mánuði. Ahugasamir geta hlýtt á lag af plötunni, The Everlasting Gaze, á slóðinni http://the-raft.com/ sneakypeek/ en fyrsta smáskífan, Stand Inside Your Love kemur út um miðjan febrúar. Þeir sem verða á faraldsfæti á næstu vikum geta séð sveitina að störfum því hún hélt í stutta Evrópuferð á fimmtu- dag og leikur meðal annars í Kaup- mannahöfn í kvöld, Munchen á þriðjudag, Mílanó á miðvikudag, Lissabon 15., Madríd 16., París 18., Brussel 19., Manehester 21., Lond- on 22. og Utrecht 24. janúar. Liðsmcnn Smashing Pumpkins á meðan allt lék í lyndi. Ed DMX og DJ Matthew voru meðal gesta á Hjartsláttarkvöldunum. Kjartsláttur áplasti Hjartsláttarkvöldin þekkja margir þótt lítið hafi farið fyrir slíkum kvöldum undanfama mánuði. Þau vom haldin á sunnudagskvöldum og byggðust á því að erlendum gestum, plötusnúðum og tónlistarmönnum, var boðið til leiks í samfloti við íslenska plötuvini. Rétt fyrir jól kom út diskur á vegum UNI:- FORM sem á era lög frá þeim listamönnum sem þátt tóku í Hjartsláttar- kvöldunum. Snorri Sturluson var einn aðstand- enda Hjartsláttarkvöldanna og rifjar það upp að þau hafi byrjað í mars 1998 að undirlagi Bjarkar, Gus Gus og hans. „Við Stephan Stephan- son og Alfred More héldum nokkuð reglulega junglekvöld sem kölluðust elfL9. Eftir að þau runnu sitt skeið langaði okkur að gera meira og þeg- ar Björk slóst í hópinn small allt skyndilega saman og fyrsta kvöldið var haldið með stuttum fyrirvara." Snorri segir að hugmyndafræðin á bak við kvöldin hafi meðal annars falist í því að halda þau á sunnudög- um, enda áttu ekki að vera dæmi- gerð fyllirískvöld, frekar að fólk kæmi til að hlusta. Einnig var vísvit- andi mörkuð sú stefna að binda sig ekki við neinar tónlistarstefnur, láta allt vaða. „Okkur langaði að fá hing- að erlenda tónlistarmenn úr fremstu röð þeirra sem vora að gera eitthvað nýtt og skapandi; ekki frægustu heldur ferskustu. Stundum tókum við inn fólk sem við ekki þekktum og vissum lítið hvað var að gera og það var ekkert síðra,“ segir Snorri en ís- lenskir tónlistarmenn komu einnig við sögu, Stephan spilaði mikið, Björk einu sinni, Snorri sjálfur einn- ig, Arni E., Margeir, Þórhallur Skúlason, Tríó Alfred More spilaði einu sinni og Einar Örn Benedikts- son stóð við plötuspilarann eitt kvöld og spilaði pönk af sjötommum úr einkasafni sínu. Snorri segir að hugmynd að plötu hafi kviknaði fyrir tæpu ári og þá hafi þau leitað til allra þeirra sem höfðu komið hingað og spurt hvort þeir vildu leggja til lög. „Það tóku allir þessu mjög vel og við eram með lög frá öllum nema Grindverki, en það komst ekki á diskinn. Helming- urinn hefur aldrei komið út áður og tvö lög vora búin sérstaklega til fyrir útgáfuna, lag Die, Skitx og Rhetna, sem hafa reyndar aldrei starfað sam- an áður, og Tríó Alfred More setti líka saman lag, sem er eina lagið sem það hefur gefið út.“ Snorri segir að Hjartsláttur hafi verið heldur hægur undanfarið vegna anna aðstandenda við annað, „en við höldum vonandi áfram þegar menn hafa meiri tíma og erum reyndar að vinna að því að fá Jimi Tenor hingað í næsta mánuði“. UNLFORM gefur út plötuna út í Evrópu allri, en Intergroove er dreifir. Á henni era lög með J-Walk, Fiinf Sterne „Deluxe“, DMX Krew, Gus Gus, Björk, Mike Paradinas, Sanasol, Q Burns Abstract Message, Rune Lindbæk, Die, Skitz & Rhetna, Morpheus vs. The Bassbin Twins, State of Bengal, DJ Mike Dred, 4E og The Alfred More Trio. Noel Gallagher leggur síð- ustu hönd á breiðskífu Oas- is sem kemur út í næsta mánuði. Oasis fetar í fótspor Bítlanna í vali yfir bestu rokksveitir síðustu ára og áratuga í Bret- landi hefur eðlilega nokkuð borið á bresku sveitinni Oasis, sem hefur enda slegið flest sölu- og aðsóknarmct í hcima- landinu og gengið býsna vel annars staðar. Segja má að þeir Oasis-bræður séu nánast einir eftir í sveitinni sem stendur, en aðrar breytingar hafa og orðið á ltögurn þeirra því fyrir skemmstu sagði Alan McGee skilið við Creation- útgáfuna, sem gefið hefur út plötur Oasis til þessa. Svar Gallagher-bræðra var að stofna eigin útgáfu, Big Broth- er, sem gefur út næstu plötu sveitarinnar, Standing on the Shoulder of Giants, 29. febr- úar næstkomandi. Noel Gallagher á öll lög á plötunni utan eitt sem Liam bróðir hans leggur til. Út- gáfan bytjar á Standing on the Shoulder of Giants, en hyggst einnig fá til liðs við sig aðrar hljómsveitir, enda fer Noel Gallagher ekki leynt með það að hann hefur Apple útgáfu Bítlanna sem fyrirmynd og er þá væntanlcga búinn að gleyma hversu illa fór fyrir því fyrirtæki. Fyrsta smáskffa af plötunni nýju er aðgengileg þeim sem vilja á Netinu á: http:// www.nme.com/nevvs- desk/19991223122702.html.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.