Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 B 27 i ( ( 1 ( ( Morgunbiaðið/Amór Ragnarsson Verðlaunahafar hjá SVFK, þeir sem voru viðstaddir, f.v. Þórhallur Guðjónsson, Arnar Óskarsson, Guðrún Björk Jóhannesdóttir, Ásgeir Einarsson og Birgir Ingibergsson. þeim veiðimanni sem stærstan veiðir sjóbirtinginn á svæðum félagsins. Þórhallur hinn ungi og Arnar Ósk- arsson voru hér jafnir með 13 punda birtinga úr Geirlandsá. Sömu tveir voru jafnir um að hreppa Þórhallsbikarinn sem kennd- ur er við Þórhall Guðjónsson, fyrr- verandi foi-mann félagsins, en bikar- inn er veittur þeim félagsmanni sem veiðir stærsta fískinn í haust- eða sumarveiði í Vestur-Skaftafellssýslu. son fyrir þrjá 5-6 punda úr Reykja- dalsá. Kvennabikarinn er veittur fél- agskonu sem veiðir stærsta fiskinn á svæðum félagsins, að þessu sinni var það Guðrún Jóhannesdóttir fyrir 11,2 punda sjóbirting úr Geirlandsá á spón. Ragnarsbikarinn, til minningar um Ragnar Pétursson, fyrrverandi formann SVFK, gefinn af Jónu Ingi- mundardóttur ekkju hans, er veittur félagsmanni undir 16 ára aldri sem veiðir stærsta fiskinn. Að þessu sinni var það Þórhallur Guðjónsson, sem veiddi 13 punda sjóbirting á spón í Geirlandsá. Hafnarfjarðarbikarinn er veittur FYRSTI lax hins nýja árþúsunds er kominn á land. Raunar kom hann á land þegar á nýársdag. Það kann að vera framandi tilhugsun fyrir ís- lenska stangaveiðimenn, en sums staðar í öðrum löndum gengur laxinn fyrr heldur en hér norður í Dumbs- hafi. A Irlandi eru t.d. nokkrar ár opnaðarl. janúar. í einni þeirra, Drows, veiddist einmitt fyi-sti lax hins nýja árþúsunds. Laxinn var 9 punda hrygna, ný- gengin að sjálfsögðu, dregin á land af Patrick Noonan frá Tipperary. Agn- ið var tveggja tommu Gan-y Dog túpa. Orri Vigfússon formaður NASF fylgdist grannt með gangi mála á Irlandi. Hann er duglegur talsmaður þess að laxi sé sleppt lif- andi í árnar á nýjan leik, en sagði þennan lax hafa verið þann feigasta af öllum feigum. „Það fylgja miklir siðir og venjur þessum fyrsta laxi á Irlandi. Þessi lax átti aldrei mögu- leika. Aðalveitingahúsið á svæðinu er með útsendara sína á hverju strái til að ná fyrsta laxinum. Það er boðið stórfé í hann og hann er síðan mat- reiddur og verðlagður eftir því á veit- ingahúsinu samdægurs. Það veiddist reyndar annar lax þennan dag í Drows, en hann var óvart húkkaður og var sleppt,“ sagði Orri. Stórir birtingar Nokkrir mjög stórir sjóbirtingar veiddust í blálok síðustu vertíðar austur í Skaftafellssýslum, en hljótt fór um þá. Sá stærsti þeirra veiddist við brúna á Hörgsá á Síðu, um 17 punda fiskur, líklega þriðji stærsti birtingur vertíðarinnar. Fiskurinn veiddist á svæði SVFK og sama er að segja um tvo í viðbót, 12 og 13 punda, sem veiddust í smáhyl í sömu á rétt ofan brúar. Á sama tíma veiddist rúmlega 14 punda birtingur og annar rúmlega 11 punda við Bláberja- brekku í Geirlandsá. Veiðir þá stærstu Fjölmargir stangaveiðimenn fara eigin leiðir og sumum gengur betur en öðrum. í hópi þeirra eru jafn- framt menn sem láta lítið á sér bera, stunda íþrótt sína og njóta í hljóði. Einn í þeim hópi er búinn að þraut- læra á Heiðarvatn í Mýrdal. Þar eru ókjör af smásilungi, en þegar líður á sumar er þar einnig sjóbirtingur sem kemur úr Kerlingardalsá og Vatnsá. Það er spennandi bráð og til eru feiknastórir birtingar í vatninu. Stundum hafa bændur fengið þá upp í 18 pund í net, en umræddur veiði- maður fær þar reglulega 13 til 18 punda fiska og er yfirleitt með stærstu stangarveiddu silunga sum- arsins úr Heiðarvatni. Umræddur veiðimaður þekkir tökustaðina og sækir þá flesta á báti. Hann veiðir mest á spón og enga venjulega spæni. Hann hefur safnað krómhringjum sem umlykja Ijósker- in á gömlum Volkswagen bjöllum, klippt úr þeim efnið og fest síðan sig- urnagla og þríkróka. Á þetta veiðir hann svo þá stóru. Keflvíkingar verðlauna Stangaveiðifélag Keflavíkur hélt fyrir nokki-u árshátíð sína og var einn af hápunktum kvöldsins er af- reksmenn af árbökkunum voru heiðraðir. Alls ei-u 9 bikarar og gengu sjö þeirra út. Birgir Ingibergsson hreppti Akra- nesbikarinn sem veittur er fyi-ir stærsta fiskinn á löglegt agn. Um var að ræða 20 punda hæng sem veiddist í Dagmálahyl í Stóru-Laxá á Devon. Flugubikarinn er veittur fyrir stærsta flugulaxinn og hann hreppti Ásgeir Einarsson fyrir 12 punda hrygnu úr Nálarhyl í Stóru-Laxá. Flugan var gul Frances. „Flugumaðurinn" er fyrir flesta flugulaxa í tveggja daga veiðitúr og gripinn hreppti Þorsteinn Marteins- Gieraugnasalan, Laugavegi 65. til að reytast Líkami fyrir lífiö útskýrir á skýran og ein- faldan hátt hvernig hægt er að komast í gott form og eignast líkama fyrir lífiö - þú átt bara eitt eintak. Ég mæli með þessari bók. Magnús Scheving Líkami fyrir lífiö er skilmerkileg og góð bók fyrir þá sem vilja breyta um lífsstíl og koma sér í cjott form i eitt skipti fyrir öll. Jón Ivar Olafsson Einkaþjálfari, Aerobic Sport Athyglisverö bók sem minnir mann á að þaö er þrennt sem skiptir höfuö máli til aö ná árangri í lífinu; skipulag, sjálfsagi og markmiö. Linda Pétursdóttir Líkami fyrir lífiö er auölesin og sérstaklega hvetjandi bók. Ég mæli meö henni fyrir alla sem vilja bæta útlit sitt og heilsu. Guðrún Höskuldsdóttir Einkaþjálfari, Planet Pulse Breyttu hugsun þinni - breyttu líkama þínum - breyttu lífi þínu VAVean\\ ----fyrir--- \H\b W\W PWWVvps oy WUchaet Ö'Orso \2 v\V,ur aö aud\e%uu\ oq V\Vam\e.gum StvJíVv Þetta er öðruvisi bók en gengur og gerist i likamsræktinni. Stillinn er léttur og lipur, málefnið gott og bókin á erindi til allra sem vilja rækta líkama sinn.” Steinþór GuObjartsson Mbl. 23. des. 1999 Fyrsti laxinn kominn á land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.