Morgunblaðið - 13.01.2000, Side 6

Morgunblaðið - 13.01.2000, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Táp og fjör á Tjörninni Morgunblaðið/Asdís ÞÓTT ekki hafi viðrað sem best á Iandsmenn að und- anfömu birtir öll él upp um síðir og það nýttu þessi tápmiklu börn sér á Reykjavíkurtjörn nú nýverið. Þdtt hitastig hafi ekki verið nema rétt undir frost- marki að undanförnu er ísinn á Tjörninni ákjósanleg- ur vettvangur leikja og vinsæll áningarstaður smá- fólksins. Þessi börn undu glöð við sitt er ljósmyndara Morgunblaðsins bar að og létu kuldann ekkert á sig fá. Inflúensan hefur lagt marga landsmenn í rúmið Skæðari flensa en vanalega Undanfarnar vikur hefur inflúensufaraldur - lagt marga Islendinga í rúmið. Aðstoðar- landlæknir segir flensuna skæðari en und- anfarin ár en erfítt að meta hversu margir hafa veikst. „ÞETTA er virðist vera heldur skæðari flensa en vant er,“ segir Matthías Halldórsson aðstoðarland- læknir. Matthías segir erfitt að meta hversu margir hafi veikst hér á landi vegna þess að margir tali ekki við lækni þó að þeir veikist, fólk telji sig þekkja einkenni flensunnar, sem eru hár hiti, beinverkir, augnverkir, hósti og hálssærindi, og haldi sig því heima til að jafna sig. „Það er reyndar ekki mikið annað að gera en að halda sig heima. In- flúensa er veirusjúkdómur sem lyf virka ekki á. Það eru reyndar úðalyf í þróun sem ekki er enn búið að skrá á Islandi. Þau eru engin töfralyf, en draga úr einkennum. Hins vegar eru þau dýr og verður að gefa í upphafi sýkingar en erfitt getur verið að greina einkenni inflúensu í byrjun frá öðrum veirusjúkdómum.“ I kjölfar flensunnar hefur verið mikið að gera á spítölum og segir Matthías það yfirleitt vera fólk sem er veikt fyrir sem veikist alvarlega af fylgikvillum inflúensunnar. Henni hafa fylgt t.d. lungnabólga, eyma- bólga og ennisholubólga og segir Matthías ráðlegt að þeir sem lengi hafa legið veikir leiti til læknis. Læknar verða að vera vel á verði „Læknar verða líka að vera vel á verði núna vegna þess að inn á milli geta leynst aðrir sjúkdómar sem eru ótengdir flensunni eins og heila- himnubólga. Þegar margir eru veikir er erfitt að sortera út þá sem eru með háan hita af öðrum orsökum." Matthías segir ekkert benda til annars en að spítalar geti sinnt því álagi sem á þeim hefur verið vegna flensunnar. „Við vonum líka að toppnum sé náð nú en það þýðir reyndar ekki að álagið á spítalana minnki strax vegna þess að fylgi- kvillamir koma í kjölfarið." Magni Jónsson, forstöðumaður lyflækningadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir mikið álag hafa verið á lyflækningadeildum síðan flensan greindist í lok nóvember. „Þetta var sérstaklega slæmt yfir áramótin og fyrstu vikuna í janúar og við vitum svo sem ekki hvort að toppnum er náð. Reyndar hefur álagið á starsfólk verið óvenju mikið hér vegna þess að ein deild af þrem- ur er lokuð vegna endurnýjunar á gjörgæslu og því færri rúm en venju- lega.“ Fleiri dauðsföll en ella Aðstoðalandlæknir segir það fylgja inflúensfaraldri sem þessum að fleiri dauðsföll verði en ella. Það sé þó í flestum tilfellum um fólk að ræða sem er verulega veikt fyrir. Magni tekur undir þetta. „Sjúkling- um sem eru með langvinna lungna- sjúkdóma og astma versnar mjög oft í kjölfar flensu og sumir þurfa að leggjast inn. Aldraðir veikjast líka oft illa, en fullfrískt fólk getur einnig fengið lungnabólgur í kjölfar flensu.“ Bólusett hefur verið fyrir in- flúensuveirunni hér á landi undan- farin ár og segir Matthías það vænt- anlega helstu skýringu þess að inflúensan hefur ekki lagst jafnt þungt á íslendinga, eins og t.d. Breta. „Það eru yfirleitt um 50.000 bólu- settir hér á landi en ísland hefur ver- ið leiðandi í bólusetningu gegn flensu þó að nú séu t.d. Finnar búnir að ná MorgunblaðiS/Sverrir RANNSAKENDUR mæla frek- ar með því að kvefað fúlk noti nefúða sem minnkar nefrennsli en að það snýti sér. okkur. Við mælum sérstaklega með að fólk eldra en 60 ára sé bólusett sem og þeir sem eru með slæmt ónæmiskerfi eða langvinna sjúk- dóma. Einnig hafa sum fyrirtæki boðið starfsmönnum í bólusetningu til að missa ekki fólk úr vinnu. Samt verður að hafa í huga að það er ekki nema 70-80% vöm í bóluefni þannig að fólk getur veikst þrátt íyrir að það sé sprautað.“ Stökkbreytt inflúensu- veira væntanleg Matthías bendir á að inflúensu- veiran breytir sér eitthvað ár hvert og því sé bóluseting nauðsynlegt ár hvert. „Öðru hvoru kemur upp in- flúensa sem er gjörbreytt en það er einmitt talið að spænska veikin 1918 hafi verið slík flensa." Að sögn Matt- híasar má eiga von á stökkbreyttri inílúensu á næstu árum. Þar sem inflúensa á sér alltaf upp- tök í Asíu og breiðist þaðan út til annarra landa er mögulegt að þróa bóluefni áður en hún breiðist út. Ýmsar vangaveltur hafa verið settar fram til að skýra uppruna inflúensu og segir Matthías þar á meðal þétt- býli í Asíu og þar af leiðandi náið samband manna og dýra jafnvel talið vera orsök þeirra breytinga sem verða á flensunni. Félagsmálaráðherra segir áfram fylgt þeirri stefnu að koma flóttamönnum fyrir úti á landi Koma næsta hóps flóttamanna undirbúin PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra segir að þrátt fyrir að stór hluti þeirra flóttamanna, sem komið hafa til landsins undanfarin ár, hafi flutt á höfuðborgarsvæðið, eftir að hafa búið um skeið í nokkrum sveit- arfélögum á landsbyggðinni, verði áfram fylgt þeirri stefnu að koma flóttamönnum fyrir í sveitarfélög- um. Hann segir að nú standi til að auglýsa eftir sveitarfélögum sem vilji taka við næsta hópi flóttamanna sem komi til landsins. „Það hefur ekki verið ákveðið hvað hann verður stór né hvenær hann kemur en við erum að byrja að undirbúa að auglýsa eftir sveitar- félögum sem kynnu að hafa áhuga,“ sagði félagsmálaráðherra. Hann sagði ekki Ijóst hvaðan þessi hópur flóttamanna kæmi enda hefði AI- þjóða flóttamannastofnunin hönd í bagga með það. Stór hópur flóttamanna hefur flutt á höfuðborgarsvæðið Fram kom í Morgunblaðinu í seinustu viku að rúmlega helmingur þeirra júgóslavnesku flóttamanna, sem komið hafa til landsins undan- farin ár, hefur flutt sig um set á höf- uðborgarsvæðið. Þannig eru aðeins fjórir af þeim 23 júgóslavnesku flóttamönnum sem komu til Blöndu- óss sumarið 1998 eftir en hinir eru fluttir til höfuðborgarsvæðisins. „Það veldur vonbrigðum yfirleitt hvað þjóðflutningar innanlands eru miklir en það er ekkert frekar hægt að kvarta yfir því þó að Júgóslav- arnir fari en aðrii- íbúar,“ segir Páll. Hafa aðlagast vel íslensku þjóðfélagi Aðspurður neitar Páll því að stefna ríkisstjórnarinnar að koma flóttamönnum fyrir í ákveðnum sveitarfélögum á landsbyggðinni hafi brugðist. „Þeir hafa aðlagast ís- lensku þjóðfélagi. Það hefur verið tekið vel á móti þeim hvar sem þeir hafa verið settir niður. Þeim hefur verið auðvelduð lífsbaráttan og séð vel um þá og þeir eru auðvitað frjálsir að því, eins og aðrir borgar- ar að velja sér búsetu þar sem þeir kæra sig um. Þeim er ráðstafað fyrsta árið og við borgum undir þá en síðan eru þeir sjálfráða að því hvar þeir setja sig niður,“ sagði hann. Páll sagði að samið hefði verið um að ríkið greiddi sveitarfélögunum ákveðið gjald fyrsta árið frá því að flóttamennirnir komu til landsins en að því ári liðnu féllu greiðslur ríkis- ins niður. Hann sagði að ekki yrðu gerðar neinar breytingar á þessu þrátt fyrir þá þróun að flóttamenn hafa flutt sig um set. „Enda hafa engir farið fyrr en árið er liðið,“ sagði Páll. Undirbúningur vegna tónlistar- húss er vel á veg kominn Tillögur undirbúnings- nefndar líklega lagðar fram í næsta mánuði ÓLAFUR B. Thors, formaður sam- starfsnefndar menntamálaráðu- neytis og Reykjavíkurborgar um byggingu tónlistar- og ráðstefnu- miðstöðvar, segist reikna með því að tillögur nefndarinnar um hvern- ig skipta skuli kostnaði við verkefn- ið muni liggja fyrir í næsta mánuði. I beinu framhaldi af því verði áhugasömum fjárfestum send fag- leg skýrsla um málið svo þeir geti myndað sér skoðun á því. Eitt ár er nú liðið síðan ríkis- stjórnin og Reykjavíkurborg bund- ust fastmælum um að beita sér fyr- ir byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í miðborg Reykjavíkur. í kjölfarið var skipuð undirbúningsnefnd sú, sem Ólafur fer fyrir, og hefur hún síðan unnið að samkomulagi milli ríkis og borg- ar um fjármögnun, framkvæmda- tillögum og kostnaðarskiptingu, auk þess sem hún hefur leitað hugsanlegra rekstraraðila og fjár- festa að hóteli sem á að rísa í tengslum við mannvirkin. Hefur nefndin m.a. leitað ráða hjá erlend- um sérfræðingum og hefur t.d. bandarískt fyrirtæki á sviði hljóð- tækni verið nefndinni innan handar vegna tónlistarhússins. Ölafur segir málið annars þannig statt núna að Reykjavíkurborg sé að ganga frá sínum hugmyndum um það hvar í miðbænum þessi mannvirki verði, og tilheyrandi skipulagstillögum þar um, en litið hefur verið til Faxaskálasvæðisins í þessu sambandi. Þegar tillögur borgarinnar liggi fyrir verði málið kynnt í heild sinni fyrir hugsanlegum fjárfestum og rekstraraðilum, sem t.d. kæmu að hótelinu sem á að rísa í tengslum við tónlistarhúsið. Jafnframt muni undirbúningsnefndin þá útbúa til- lögur sínar um kostnaðarskiptingu á heildarpakkanum. „Málið er þannig í raun og veru komið mjög langt núna en það vant- ar svona lokahnykkinn á það til þess að menn geti skilað því af sér í hendurnar á þeim sem munu síðan byggja þetta,“ segir Ólafur. Ætti ekki að verða erfítt að útvega fé Ólafur segir ekkert fast í hendi með það hvernig mannvirkin verði fjármögnuð eða hvaða fjárfestar taki að sér umræddan hótelrekstur. Þau mál séu ennþá í athugun. Hann telur hins vegar ekki að það verði mjög erfitt að útvega pen- inga í verkefnið þó líklega muni þurfa að borga slíka fjármuni til baka. Væri í því sambandi t.d. hægt að ímynda sér að eitthvert félag stæði að byggingu mannvirkjanna, og legði til það fé sem þyrfti til, en ríki og borg tryggðu síðan að ákveðið fjármagn rynni aftur til við- komandi aðila. Ólafur segir aldrei hafa staðið til að ríki eða borg færu að fjármagna byggingu hótels, til þess þyrftu að fást aðrir fjárfestar. Hins vegar hefðu fjölmargir hótelhaldarar og hótelkeðjur, bæði innanlands og ut- an, sýnt málinu áhuga, væntanlega með það í huga að koma að rekstri hótelsins. Þau mál væru því vel stödd þótt engar formlegar samn- ingaviðræður hafi enn farið fram.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.