Alþýðublaðið - 08.01.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.01.1921, Blaðsíða 1
ö-eflö j&t m£ A.lþýduflolclcmu]£. 1921 Laugardaginn 8, janúar. 5. tölubl. jKosningar á JsafirM. Verkamenn sigra. Frá ísafirði barst blaðinu í gær avohljóðandi símskeyti: Verkamenn stgruðu við kosn- ingarnar í dag. Verkamannalistinn, sem var B- listi, fékk 185 atkvæði og kom að "tveim mönnum: Magnúsi Ólafssyni •jprentara og Jóni H. Sigmunds- syni trésmið. A-listinn (brennivfnslistinn) fékk 163 atkvæði og kom að einum ¦mann': Eiríki Kjerulf lækni. Clistinn (vinstrimanna) fékk 80 atkvæði, en kom engum að. Efst- «or á þeim lista var Sigurður Jóns- son skólastjóri. Ónýt atkvæði voru I20(!). Alls voru greidd hálft sjötta ttundrað atkvæði. jfhrif vfnbannsins. Altaf klingir það við bjá and- foanningum, að aðflutningsbannið hafi ekkert gagn gert, að það hafi nntklu frekar gert ógagn, með því að koma siðspillandi hugsunarhætti inn hjá almenningi. Þessar fullyrðingar væru all óá- litlegar fyrir bannið, ef þær væru Á nokkrum rökum bygðar. Ef það •væri rétt, að bannið ætti sök á fiugsunarhætti þeim, sem á að «vera orðinn svo mjög ríkjandi meðal manna. En þær eru eðlilega ekkert ttetaa illkvitnislegar getsakir óhlut- vandra og eigingjarnra manna, sem ekki skirrast við að nota tivaða meðal sem er, til þass að vinna illum málstað fylgi, ef unt væri. Þeir sem veitt hafa alþýðufólki athygli fyrir og eftir aðflutnings- fcannið sjá fljótt, að bmnið eitt hefir haft stórkostlegar bætur í för með sér. Fátækir verkamenn, sem áð- ur eyddu svo að segja hverjum eyri í áfengi, eyða nú engu í slíka hluti, heldur nota þeir fé sitt til þess að fæáa og klæða fjöl- skyldu sína. Út um sveitir og í kaupstöðum víða um !and er drykkjuskapur horfina, nema þá helzt á þeim st'öðum þar sem gróðasjúkir menn hafa sezt að, til þess aö reka lyfjaverzíun. Sparisjóðsinnstæður almennings hafa margfaldast síðan bannið komst á, og má vafalaust þgkka því drjúgan skerf af þeirri aukn- ingu. Það iiggur Ifka í hlutarins eðli, að almenningur er ekki að leggja á sig erfiði til þess að drekka frá sér vitið, það eru aðeins einstakir ólánsmenn og iðjuleysingjar sem leggja sífkt fyrir sig að staðaldri. Og ýmsir stefnulitlir unglingar leiðast af rangli út í það að fá sér sopa, vegna þess hve létt er tekið á þvf, þó þeir spilii ró manna og heimski sjálfa sig — með öðr- um orðum vegna þess, að lögregl- an í iandinu er verri en ekki neitt, og þó höfuðin — lögreglu- stjórarnir — duglausastir. Þetta má ekki svo til ganga. Stjórnin, sem á að Hta eftir þvf, að lögutn landsins sé framfylgt af umboðs- mönnum sinum, á að krefjast þess, að þeir standi annað hvort eins og heiðrirðum mönnum sæmir í stöðu sinni, eða þá að reka þá frá embættuuum. Þjóðin kreíst þess, að embættismennirnir — þjónar hennar — geri skyldu sfna, hvort sem þeim Síkar betur eða ver. Dugiaus vesalmenni hafa ekk- ert að gera i embættum. Og gagns- laus yfirvöld eru verri en engin yfirvöld.. Talandi vottur um það, að að- flutningsbannið er þjóðinni til bless- unar, eru hagskýrslunnar. Saka- málum hefir fækkað sem hér segir; Þau eru 1904—06 72, 1907—09 82, 1910—12 82, 1913—15 58 og 1916—18 aðeins 41. Éru með öðrum orðum helmingi færri 1916" —18 en 1910—12 Vafalaust má þakka banninu þetta að nokkru leyti, en þó er fækkun almennra lögreglumála enn þá betri sönnun. Almenn lögreglumál koma fyrir árin 1904—06 898, 1907—09910, 1910—12 594, 1913—15 660 og að eins 491 árin 1916—18. Meira en helmingur máianna 1916—18 koma fyrir hér í Reykjavík. Næst- ur er ísafjörður og þá Vestmanna- eyjar. En í Þingeyjarsýslu, Stranda* sýsia og Skaftafellssýslu hefir ekk- ert slfkt mál komið fyrir. Menn athugi það, að höfuðstað- urinn, sem að ýmsra dómi hefir bezta aðstöðu eins og nú er á- statt til þess að selja vín ólög- lega, er efstur á blaði með laga- brottn og næstur kemur ísafjörð- ur, sem kunnugt er um að hefir haft óvenju receptaliðugum lækni á að skipa, og Vestmannaeyjar, sem margir þekkja, eru næstar. Væri nú gerð gangskör að þvf, af hendi lögreglunnar, að uppræta þann ósóma, sem á sér stað bæði hér og víðar, og ef landsstjórnin hefði vit á því, að ganga ekki á undan með illu fordæmi (sbr. 500 lítra innfiutningsleyfið, sem áður hefir verið bent á i Alþbl.), þá er mjög sénnilegt, að lögreglumál- unum fækkaði enn meira. En þetta verður aldrei gert fyr en bannmenn taka til sinna ráða og gerast starfandi menn á því sviði að fylgja fram bannlögunum og auka þekkingu almennings á málinu frá öllum hliðum. Þetta er mjög auðvelt, ef æðstu menn Góð- tempiarareglunnar kasta frá sér þeirri hálfvelgju og hugsunarleysi, sem alt of mjög hefir ríkt meðal þeirra að þessu. Ef þeir væru f sannleika trúir þvf starfi, sem þeiin hefir verið trúað fyrir, mundi þá ekki skorta stuðning til fram- kvæmda. Ingólfur Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.