Morgunblaðið - 18.01.2000, Side 22

Morgunblaðið - 18.01.2000, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 NEYTENDUR MOR GUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Lyfjafyrirtækin Glaxo Wellcome og SmithKline Beecham tilkynna samruna Verður stærsta lyfja- fyrirtæki í heimi BRESKU lyfjafyrirtækin Glaxo Wellcome PLC og SmithKline Beecham PLC tOkynntu í gær að tekist hefði samkomulag um sam- runa fyrirtækjanna og verður hið sameinaða fyrirtæki stærsta lyfja- fyrirtækið í heimi. Markaðsvirði sameinaða fyrirtækisins er áætlað 114 milljarðar punda, eða um 13.500 milljarðar íslenskra króna, og á heimsmarkaði yrði markaðshlut- deOd þess 7,3%. Viðræður um sam- runa fyrirtækjanna áttu sér stað fyr- ir tveimur árum en þá fóru þær út um þúfur vegna ágreinings um stjórnunarhætti. Talsmenn fyrirtælganna segja að samruninn muni hafa í för með sér sparnað upp á einn milljarð sterl- ingspunda íyrir skatta, eða um 118 milljarða króna. Um 25% af sparnað- inum verður varið til rannsókna og þróunarstarfa. Samanlagður starfs- mannafjöldi fyrirtælqanna er um 107 þúsund manns og hafa talsmenn fyrirtækjanna tilkynnt að starfs- mönnum verði fækkað eitthvað en ekkert hefur verið sagt um hve mörgum verður sagt upp störfum eða hvar niðurskurðurinn verði. Höf- uðstöðvar hins sameinaða lyfjarisa verður í London, en einnig verður fyrirtækið með stjómstöðvar í Bandaríkjunum. James Frost, stjórnarformaður R. Raphael & Sons Sérþekking innan Raphaels kemur FBA vel í sókn erlendis SÉRÞEKKING innan enska einka- bankans R. Raphael & Sons á eftir að nýtast Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins hf. vel í sókn sinni á al- þjóðamarkað, að mati James Frost, stjórnarformanns Raphaels. FBA festi nýlega kaup á öOum hlutabréf- um í bankanum sem voru í eigu Frost og fjölskyldu hans. Frost mun sitja áfram í stjórn bankans en ný stjórn hefur ekki verið skipuð. Frost segir aðdragandann að kaupum FBA á Raphael stuttan. „Það einfaldar málið að sami eig- andi var að öllum hlutabréfum bankans. Forsvarsmenn FBA höfðu samband við mig í byrjun desember og gerðu tilboð í bank- ann. Ég sá að FBA og Raphael gætu átt vel saman vegna þess að þarna gafst tækifæri til að auka þá þjónustu sem Raphael getur veitt, þar sem bankarnir búa hvor um sig yfir ákveðinni sérþekkingu," segir Frost. Fram hefur komið að FBA hyggst auka þjónustu Raphaels með því að bjóða viðskiptavinum MONIANINI Ilámarks gœði, einstakt bragð Kryddlegnir hvítlauksgeirar með öllum mat! Dreifing Heilsa ehf • sími 533 3232 bankans fjármálaþjónustu á Netinu og eignastýringu. „Einkabankaþjónusta fyrir fjár- sterka aðila á sér langa sögu á Bretlandi og starfsfólk R. Raphael & Sons býr yfír sérþekkingu sem er mikilvæg fyrir ÉBA að mínu mati og á eftir að nýtast íslenska bankanum vel í sókn sinni, sérstak- lega hér á Bretlandi,11 segir Frost. Átta starfsmenn veita sveigjanlega þjónustu R. Raphael & Sons er rúmlega 200 ára gamall einkabanki og hefur aðeins verið í eigu tveggja aðila. Frá stofnun og til ársins 1983 var hann í eigu Raphael-fjölskyldunnar og þar til nú í eigu James Frost og fjölskyldu. Bankinn er í Aylesbury, höfuðstað Buckinghamshire, um 30 km vestan við London. Þar starfa nú átta manns og veita fjársterkum aðilum einkabankaþjónustu. „Einkabanki er banki sem býður einstaklingum persónulega þjón- ustu,“ segir Frost í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum fáa við- skiptavini en ég get ekki gefið tölur af neinu tagi upp.“ Frost segir við- skiptavinum þjónað á einstak- lingsbundinn og sveigjanlegan hátt. „Við þekkjum viðskiptavini okkar vel og komum til móts við þá, jafn- vel utan afgreiðslutíma," segir Frost. Athafnamaður ■ stjórnum fjölmargra fyrirtækja Auk þess að gegna starfi stjórn- arformanns Raphaels er Frost einnig stjómarformaður og aðal- framkvæmdastjóri breska olíufé- lagsins Save Group Plc. Aðspurður segist hann ekki hyggjast bæta við sig störfum að sinni. Save Group er ein stærsta bensínstöðvakeðja á Bretlandi, að sögn Frosts, með um 400 bensínstöðvar. Frost situr einn- ig í stjórn fjárfestingarsjóðsins Framlington 1000 Smallest Comp- anies Trust Plc. Hlutabréf Save Group og Framlington eru skráð í Kauphöllinni í London. Auk þess situr Frost í stjórnum minni einka- fynrtækja. I fréttum af kaupum FBA á enska einkabankanum var James Frost m.a. nefndur sem kunnur frumkvöðull í bresku atvinnulífi. Aðspurður segist hann hafa hlotið titilinn frumkvöðull ársins 1993, viðurkenningu sem að sögn Frosts er styrkt af Lundúnablaðinu Times. Þriðja Nettóverslunin verður opnuð á Akranesi Leita að húsnæði á höfuðborgarsvæðinu Þriðja Nettó-verslunin verður opn- uð á Akranesi í byrjun apríl. Versl- unin verður til húsa á Kalmansvöll- um, í 800 fermetra húsnæði, og verður hún rekin með sama sniði og þær tvær Nettó-verslanir sem fyrir eru, í Reykjavík og á Akur- eyri. Sigmundur Ófeigsson, fram- kvæmdasljóri Matbæjar ehf., segir líklegt að Akranes verði miðstöð verslunar og þjónustu fyrir Vest- urland, þar sé mikill uppgangur og fólksíjölgun. Þegar hann er spurð- ur hvort áformað sé að opna fleiri Nettóverslanir á þessu ári segir hann að það geti vel verið, þeir fylgist vel með húsnæði sem Iosni og séu með augun opin. „Við erum alltaf að leita að hús- næði á höfuðborgarsvæðinu en það hefur gengið illa. Ef við fáum hent- ugt húsnæði þar höfum við fullan hug á að þjóna því svæði betur." Nýtt Krydduð hjörtu KARTÖFLUVERKSMIÐJA Þykkvabæjar hefur sett á markað nýja tegund af nasli. Um er að ræða smáhjörtu, annars vegar með salti og pipar og hins vegar með osti og lauk. Þau eru seld í flestum sölu- tumum og matvöruverslunum. Tannkrem NÝTT á markað er „Góða nótt tannkrem" sem inniheldur jurtir sem eiga að hafa róandi áhrif á fólk þannig að auðveldara verði að sofna. Einnig má fá tannkrem sem hjálpar fólki að hætta að reykja, „Nikodent“. B. Magnússon flytur tannkremin inn en þau eru fáanleg í flestum apótekum á öllu landinu. Vor- og sumarlisti Vor- og sumar- listinn er kom- inn út hjá Freemans. f fréttatilkynn- ingu frá Freemans kemur fram að nú sé hægt að kaupa á létt- greiðslum og nota greiðslukort. Þá er símaþjónusta Freemans opin alla daga vikunnar frá klukkan 9- 22. Listann er hægt að nálgast hjá Freemans í Hafnarfirði og í bóka- búðum landsins. Listinn kostar 400 krónur. Skóhirðuefni MAX er nafnið á nýju skóhirðuefni, en í einni og sömu yfirferðinni er skóáburðurinn borinn á, pússað yf- ir og fægt. í fréttatilkynningu frá Besta ehf. sem sér um innflutning á skópúð- unum kemur fram að skóhirðuefnið smiti ekki og Max-púðarnir fást í svörtu, brúnu og litlausu. Auk þess eru sérstakir púðar íyrir vax- og olíuborna skó og rú- skinnskó. Púðarnir eru nú þegar fáanlegir í nokkrum stórmörkuðum og er út- söluverð um 360 kr. Silfurmunir GULLSMIÐIRNIR Dóra og Lára í Reykjavík hafa tekið saman höndum og hafið smíð á skartgrip- um undir merkinu Vikivaki-skart. Nú eru komnir á markað nýir munir, m.a. englar sem gerðir eru með miðaldarsilfurmunstur að fyr- irmynd. Væntanlegir eru fleiri munir, t.a.m. sem tengjast land- náminu. Slankufít- hylki f SFARM hefur hafið sölu á Slanku- fit-hylkjum sem ætluð eru fólki sem vill grenna sig. Hylkin innihalda m.a. guarduft, amínósýrur og víta- mín, en guarduft er náttúruafurð sem hefur mjög háan þanstuðul og ef í umhverfi þess er nægjanlegt magn vatns, kemur það í veg íyrir hungurtilfinningu, segir í fréttatil- kynningu. Slankufit fæst í apótek- um og heilsuverslunum þar sem ítarlegur bæklingur liggur frammi. Athuga- semd vegna millilanda- símtala FRAMKVÆMDASTJÓRI Landsnets, Stefán Snorri Stef- ánsson, hefur óskað eftir því að koma eftirfarandi athugasemd á framfæri vegna greinar um millilandasímtöl sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag: „Þar er sagt að símtöl gegn- um Landsnet ehf. fari eingöngu yfir Netið og að sé frekar óstöð- ug leið. Hið rétta er að Lands- net ehf. nýtir sér eingöngu þann örlitla hluta Netsins sem tengir ísland við Bandaríkin yfir Atlantshafið, restin fer gegnum hefðbundin símafélög. Sú lína hefur mjög mikla flutningsgetu og álag er langt undir hættu- mörkum. Hætta á truflunum á henni er því óveruleg eins og málum er háttað í dag. Þessi leið er einfaldlega mun ódýrari en að vera með sérstaka leigulínu út. Kostnaður leigulína til út- landa fer ört minnkandi og þeg- ar þörf er á munum við leigja gagnalínu til Bandaríkjanna án þess að hækka verð til við- skiptavina okkar. Við notum nýjustu tækni sem byggist á því að nýta bandbreidd héðan frá Islandi betur en áður hefur ver- ið gert og án þess að það komi niður á gæðum símtalanna. Strax í New York er farið gegn- um hefðbundið símafélag, þar sem við njótum afar góðra kjara sem viðskiptavinir njóta jafn- framt góðs af og erum við á viss- an hátt með þessu að brjóta nið- ur landamæramúra. Hluti skýr- ingarinnar hvers vegna við erum með lág símgjöld er sú leið sem við förum, tæknin sem við notum ásamt því að við veljum bandarískt símafélag en þar eru símgjöld ein þau lægstu í ver- öldinni. Hætta á rekstrartrufl- unum þessa leið er óveruleg, enda ber ört vaxandi fjöldi við- skiptavina okkar og frábærar viðtökur þeirra vitni um það.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.