Morgunblaðið - 18.01.2000, Side 36

Morgunblaðið - 18.01.2000, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Samtímasaga Unga kynslóðin virðist ekki hafa þætti úr íslenskri stjórnmálasögu á hraðbergi. Hún hikar á nöfn- um helstu stjórnmálamanna aldarinnar. En hvers vegna? Gunnar Hersveinn leitaði til sagnfræðinga eftir við- brögðum í tilefni af efa Davíðs Oddssonar um þekkingu ungu kynslóðarinnar á samtímasögu. Söguvitund ungmenna ábótavant? • Spurt var: Hvað er lýðveldi? Ansi margir vissu það ekki. • Er til lítils að kenna börnum sögu- efni sem höfðar ekki til þeirra? Söguvitund merkir tilíínn- ingu fyrir liðnum tíma, nú- tíð og framtíð og vitund um að fyrirbæri mannlífs- ins eru breytingum undirorpin," stendur í nýrri aðalnámskrá grunn- skóla (samfélagsgreinar, bls. 7). „Sagan hefur almennt menntunar- gildi þar sem til hennar er vísað í daglegu lífi og rökræðu um úr- lausnarefni samtímans," stendur í námskránni fyrir framhaldsskóla (bls. 75) og „I sögunámi er leitast við að túlka fortíð, skilja nútíð og mæta og móta framtíð. Þetta hefur verið kallað söguvitund. Nem- andinn mætir fyrri tíðar fólki sem einnig reyndi að móta tilveruna eft- ir forsendum síns tíma. I náminu verður leitað að gerendum sögunn- ar og jafnframt kappkostað að kanna rammann sem hugarfar, lífsbjargarhættir og þjóðskipulag setti þeim og þeir tókust á við.“ (bls. 76). Davíð Oddsson forsætisráðherra efast um söguvitund ungu kynslóð- arinnar í greininni Við áramót í Morgunblaðinu 31/12. Hann skrif- aði: „Ungt fólk hefur stundum í seinni tíð sótt þetta hús (Stjómar- ráðshúsið) heim og ég get ekki neit- að því að það kemur á óvart, hvað jafnvel gervilegt og gáfað fólk úr þeim hópi hefur lítið kynnt sér sögu þeirrar aldar sem nú er að líða. A veggjum hússins hanga myndir af fjölmörgum þeim sem verið hafa í forystu á þessum árum. Það er við- burður ef þetta unga fólk þekkir nokkum þeirra sem á myndum sjást og em þó sumir þeirra aðeins nýlega horfnir úr sínum ábyrgðar- störfum. Hef ég þá trú að kennsla og þekking yngri kynslóðarinnar á síðari tíma sögu þjóðarinnar sé í molum.“ Hann ritar ennfremur: „Saga þjóðarinnar og sameiginleg reynsla hennar er mörgum enn megin- grandvöllurinn og tungan, íslensk- an, haldreipið sem aldrei má bregð- ast. Síðan er annar hópur sem fer stækkandi og ótækt er að halda því fram að þar fari lakari íslendingar en í hinum fyrri. Honum er þessi af- staða framandi. í hans augum er sagan ekki fyrirferðarmikill hluti af nauðsynlegasta veganesti til veg- legra lífskjara." Saga sem skólanámsgrein í nýj- um aðalnámskrám grunn- og fram- haldsskóla hefur einnig verið til umræðu meðal sagnfræðinga sjálfra, t.d. á Gammabrekku (www.akademia.is/saga/gamma- brekka.htm), sem er tölvupóstlisti Sagnfræðingafélags íslands, m.a. um minnkandi vægi sögu í skólum sem birtist í færri einingum í fram- haldsskólum. Leitað var til nokkurra sagn- fræðinga og þeir beðnir um við- brögð við orðum Davíð Oddssonar: „Hef ég þá trú að kennsla og þekk- ing yngri kynslóðarinnar á síðari tíma sögu þjóðarinnar sé í molurn." Og um að gervilegt og gáfað ungt fólk þekki ekki stjórnmálasöguna á íslandi. Hvers vegna ekki? (hafi hann rétt fyrir sér). Helstu kennslubækur í 20. aldar íslandssögu hafa undanfarið verið Uppruni nútímans eftir Gunnar Karlsson og Braga Guðmundsson, og bók eftir Heimi Þorleifsson. Ahyggjuefni sögukennara undan- farið hefur verið fækkun eininga í kjama skóla, oft úr 12 einingum fyrir stúdentspróf í 6 einingar með boði um valeiningar eftir áhuga. skólar/námskeið _________myndmennt_______________ ■ MYND-MÁL myndlistaskóli Málun, teiknun. Undirstöðuatriði og tækni. Byrjendur og framhaldsfólk. Upplýsingar og innritun kl. 15—21 alla daga. Símar 561 1525 og 898 3536. Rúna Gísladóttir, listmálari. tungumál ■ Enskunám í Englandi Bjóðum enskunám við einn virtasta mála- skóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku 18 ára og eldri og viðskiptaensku. Unglingaskóli í júlí og ágúst. Upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdóttir, sfmi 862 6825 eftir kl. 18.00. ■ Þýskunámskeið Germaniu eru hafin. Boðið er upp á bytjendahóp, ljóra framhaldshópa og tvo talhópa. Upplýsingar í símum 551 0705 (kl. 16.30—17.45, símsvari kl. 12—22) og 892 4145. nudd ■ www.nudd.is ýmislegt ■ FULLORÐINSFRÆÐSLAN SCHOOL OF ICELANDIC, GERÐUBERGI 1, 3. hæð R. Að hefjast: UNDIRBÚNINGSNÁM FYRIR INNTÖKUPRÓF í ATVINNU- FLUG f STÆ, EÐL. Námskeið fyrir gmnnskóla og SAM- RÆMDU PRÓFIN í STÆ, DAN, ENS. Námskeið og námsáfangar kl. 1830 eða 20: ENS I, II, II, ENS 102, DAN I, DAN 102, SPÆ 103, FRA 103, ÞÝS 103. Tölv- ugrunnur: kl. 13—14.20. Námsaðstoð fyrir framhaldsskóla í flestum greinum og námskeið og námsaðstoð fyrir háskóla í t.d. STÆ 1A, 1B, 1C, EÐL o.fl. Hrað- námskeiðin 'TCELANDIC" I og II: fyrstu 4 og 6 vikna námskeiðin eftir jól hefjast mán. 31. jan. kl. 9—11.45. (5xviku) eða 18.30-19.50 (3xviku). Skráning s. 557 1155. Stúdentar framtíðarinnar munu örugglega vera með 6 einingar í sagnfræði skráðar í skírteinið sitt. í nýrri aðalnámskrá stendur: „Skólanámsgreinin saga hefur löngum snúist mest um stjómmál þjóða og ríkja enda hefur henni verið ætlað að ala ábyrga þegna sem gætu tekið þátt í lýðræðisþjóð- félagi.“ (bls. 76), og í framhaldi er skrifað að meira verði nú vikið að öðram þáttum mannlífs. Líklegt verður því að teljast að færri ein- ingar í sögu birtist m.a. í minni kennslu í stjómmálasögu. Magnús Þorkelsson Stjórnmál verði gerð áhugaverð „ÞAÐ horfir óneitanlega ankanna- lega við þegar ráðamenn segjast vilja leggja áherslu á sögu, menn- ingu og tungu og gagnrýna skort á slíku, því eins og það horfir við í mörgum skólum, verður sagan í kjama skorin niður um 25- 50%,“ segir Magnús Þorkels- son, sögukennari og aðstoðar- skólameistari í Flensborgar- skólanum í Hafn- arfirði. Hann segir að þegar deilt sé á ástæð- ur þekkingarskorts ungmenna á sögu sé sagt að kennslan sé gamal- dags, úrelt, að kennsluefnið sé gam- aldags eða að læsi fari hrakandi, áhugi á lestri minnkandi og alltént áhugi á að kunna staðreyndir. „Sumt á ekki við en það síðast- nefnda á sérlega vel við hér,“ segir Magnús, „sá hópur sem Davíð hef- ur tilheyrt (og ég reyndar síðar) hefur án efa viljað kunna mikið af nöfnum, ártölum, landafræðiheit- um o.s.frv. Sá hópur var án efa aldrei mjög stór og hefur minnkað.“ Magnús segist ekki vita hvort Ólafur Thors hafi haft svipaða reynslu og Davíð af söguvitund yngri kynslóða, eða hvort um raun- veralega breytingu sé að ræða. „Ef um breytingu er að ræða, þá má spyrja hvort hún sé samfélaginu hættuleg. Ef ekki er um breytingu að ræða, er vandinn ekki í skólun- um. Hins vegar kann að vera að menn vilji breyta þessu,“ segir hann. „Ég held að það sé alveg rétt að ungt fólk hafi ekki sérlega góða þekkingu á stjórnmálamönnunum sem hanga uppi á myndum í Stjóm- arráðinu. Það er slæmt og lýsir ef til vill áhugaleysi þess á stjórnmál- um. I sögukennslu er ekki lögð áhersla á þessa menn og sjálfsagt er hægt að deila um hvort ítarlegri nafnakennsla, tengd myndum, bæt- ir úr. Það er einnig hægt að deila um aðferðir og árangur þeirra. Oft- ast leggja menn áherslu á skilning frekar en utanbókarlærdóm, en það er erfitt að skilja sögulegt ferli ef ekki þekkist fólkið, og ártöl renna saman o.s.frv. Það mætti túlka þessi orð forsætisráðherra sem að- för að skólum, en ég hpld að þetta sé rétt að vissu marki. Ég er aftur á móti er ekkert viss um að staðan sé neitt verri eða betri en hún hefur verið.“ „Ef við viljum bæta þetta þá þurfum við að gera stjórnmálin áhugaverð,“ spyr Magnús. „Eins og þau birtast þessu unga fólki, era þau það því miður ekki. Ég held hins vegar að söguþekkinguna þró- um við með því að gefa sögukennur- um færi á að þróa aðferðir sínar upp úr því gamaldags umhverfi sem þeir eru steyptir í en nemend- ur ráða sífellt verr við.“ Anna Agnarsdóttir Of fáum stundum varið í sögu „Ég er sammála forsætisráðherra um að þekking yngri kynslóðarinnar á sögu 20. aldarinnar sé lítil,“ segir Anna Agnarsdóttir,_ dósent í sagn- fræði við Háskóla Islands, en hún var í undirbúningsefnd að nýrri að- alnámskrá íyrir sagnfi-æði. Anna hefur endrum og eins gert skrif- lega þekkingar- könnun á ný- nemum í sagnfræði sem staðfestir þetta. „Árið 1994 spurði ég t.d. hvað lýðveldi væri og það voru ansi margir sem höfðu ekki hugmynd um það. Gátu m.ö.o. ekki skilgreint hugtakið lýð- veldi. Allir mundu eftir að það hefði verið mikil hátíð á Þingvöllum þetta ár en stór hluti þein-a hafði ekki hugmynd um hverju var verið að fagna. Ég held að þekkingin á stjómmálasögu Islendinga á 20. öld hjá þeim sé mjög bágborin og að Davíð Oddsson hafí rétt fyrir sér í því.“ Anna segir of langt um liðið síðan hún kenndi 20. aldar sögu í fram- haldsskóla en hún telur að megin- ástæðan fyrir lítilli þekkingu nem- enda á samtímasögu vera hversu fáum tímum er þar varið til sögu- kennslu. „Þetta ástand fer síst batn- andi með nýju aðalnámskránni. Það má nefna sem dæmi að stúdentar við Menntaskólann í Reykjavík tóku all- ir 12 einingar í sögu en núna verða þær aðeins 6. Reyndar geta þeir val- ið fleiiri einingar en aðalatriðið er að skyldan er minnkuð. Samtímasagan er yfírleitt kennd á síðasta námsári í framhaldsskólum. I MR læra nem- endur t.d. fyrst um heimsstyrjald- imar í sjötta bekk. En nemendum fer ávallt fækkandi eftir því sem ofar dregur í skólastiginu,“ segir hún. Anna segir að ekki sé hægt að kenna kennslubókunum í fram- haldsskólum um, því bækurnar sem kenndar eru, eftir Gunnar Karlsson og Heimi Þorleifsson, nái báðar til a.m.k. ársins 1990. „Ef það á að auka áhuga nemenda á sögu þarf að mínu mati að að útbúa spennandi ítarefni og það ætti að vera auðvelt því um er að ræða 20. aldar sögu,“ segir hún og nefnir að nota megi t.d. frétta- myndir, kvikmyndir og litaglærur, myndskyggnur og jafnvel hljóðefni. „Mér finnst að það eigi að vera gaman að læra sögu í skóla, því saga er í eðli sínu skemmtileg, forvitnileg og áhugaverð. Það er hægt að gera sögutíma mjög skemmtilega með ít- arefni og góðri kennslu,“ segir hún, „og þá leggja nemendur einnig efnið betur á minnið“. Hún nefnir að sögukennarar í framhaldsskólum séu undantekn- ingarlítið sagnfræðingar að mennt, en kennarar í grunnskólum hafa hins vegar ekki endilega neina sér- þekkingu í sögu. Þar er hætta á að börn læri sögu hjá kennara sem hef- ur ekki valið sagnfræði sem kjörsvið í kennaraháskóla, og fínnist hún leiðinleg. „Þess vegna er símenntun og endurmenntun kennara í skóla- kerfinu mjög mikilvæg fyrir þjóð- félagið,“ segir Anna. Hún segir að nýja aðalnámskráin kalli á nýjar kennslubækur og kennsluaðferðir, því nú eigi að kenna íslandssögu og mannkynssögu saman. Það telur hún gott tækifæri til að gera íslandssögu enn áhugaverðari. Anna segist ekki sérlega bjartsýn á framtíðina. „Háskóli Islands hefur ekki einu sinni fé til að ráða lektor til að kenna stjórnmálasögu 20. aldar, þ.e.a.s. sérfræðing á því sviði sem hefði það hlutverk að kenna fram- haldsskólakennurum framtíðarinn- ar samtímasöguna.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.