Morgunblaðið - 28.01.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.01.2000, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Persónusnið- in þjónusta í farsímann WAP-ráðstefna Íslandssíma Morgunblaðið/Golli Á RÁÐSTEFNU sem Íslandssími stóð fyrir á miðvikudag um hvernig fyrirtæki geta nýtt WAP-tæknina, kom fram að nú væri aðeins verið að stíga fyrstu skrefin í átt að nýrri tæknibyltingu. WAP-þjónusta muni margfaldast að magni og gæðum á næstu árum enda sé um að ræða þjónustu sem mun verða sniðin að þörfum hvers og eins notanda. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum síðustu daga hefur hvert ís- lenska fyrirtækið á fætur öðru hafið að bjóða svokallaða WAP-þjónustu, þ.e. netþjónustu fyrir farsíma sem eru til þess búnir að taka við upp- lýsingum af Netinu. Flest fyrirtældn hafa farið hægt af stað með WAP- þjónustu sína, þ.e. bjóða viðskiptavin- um sínum upp á að framkvæma frem- ur fáar en algengar aðgerðir í gegn- um WAP-síma. Smám saman er svo nýjum aðgerðum bætt við. Bo Birk, sérfræðingur hjá Erics- son, sagði á ráðstefnunni að þróun WAP-tækninnar yrði í nokkrum skrefum. Fyrsta skrefið væri það sem verið er að stíga á íslandi og fel- ur í sér einfaldar aðgerðir á borð við birtingu frétta og upplýsinga um verðbréfamarkað auk upplýsinga um bankaviðskipti notandans og flutn- ings tölvupósts í símann. Hann sagði að næstu skref í WAP-þjónustu yrðu að þróa ýmsar lausnir sem nota mætti á þessu formi, allt frá rafræn- um sjálfvirkum greiðslum um fai’sí- mann og upp í staðsetningarkerfi sem segði tii um þjónustu sem hægt er að nálgast í næsta nágrenni við þann stað sem notandinn er staddur á. Birk lagði áherslu á að frumkvæði og breytingastjómun væru lykil- þættir í velgengni WAP-þjónustufyr- irtækis. Persónugerð þjónusta fyrir hvern og einn Ingvar Hjálmarsson, yfirmaður netdeildar Morgunblaðsins, fjallaði um þá þjónustu sem mbl.is hóf nýver- ið að bjóða notendum WAP-síma. Ingvar sagði ljóst að ásamt því að gera frekari upplýsingar aðgengileg- ar á þessu formi yrði í nánustu fram- tíð unnið að því að persónugera þjón- Heildarnæring ustu við hvem notanda fyrir sig þannig að notandinn eigi val um þær upplýsingar sem hann fær á símann. Hann nefndi einnig að sem dæmi um væntanlega viðbót við WAP-þjónustu Morgunblaðsins, yrði innan skamms boðið upp á rauntímaupplýsingar af verðbréfamarkaði og möguleika á að leita að fasteignum á fasteignavef blaðsins. Douglas Turner fjallaði þessu næst um markaðssetningu með WAP en hann er framkvæmdastjóri hjá Rel- evance, sem hefur í samvinnu við Flugleiðir þróað WAP-þjónustuna Iceland Explorer. Markmiðið með þessari þjónustu er að veita þeim WAP-símanotendum sem eru á ferðalagi um ísland, rauntímaupplýs- ingar og tillögur sem sniðnar eru að fyrirfram skilgreindum þörfum eða aðstæðum notandans. Douglas benti á að við síbreytilegar aðstæður, t.d. breytingar á veðri, úreltust upplýs- ingar afar hratt. Því væri viðbúið að rauntímaupplýsingar færu í framtíð- inni fremur um farsíma en stað- bundnar tölvur. Greidslumiðlun um farsímann Jóhann Kristjánsson, netstjóri ísl- andsbanka, kynnti WAP-þjónustu bankans og sagði tæknina henta afar vel til bankaaðgerða. Hann sagði að framundan væri hjá Islandsbanka þróun á greiðslumiðlun um far- símann, það sem kallað er EMPS (El- ectronic Mobile Payment Services) sem muni t.d. gera viðskiptavinum kleift að greiða reikninga eða kaupa og selja verðbréf í gegnum símann. Hjalti Þórarinsson, framkvæmda- stjóri hjá Dímoni hugbúnaðarhúsi, bætti um betur og sagði að með þess- ari nýju tækni, WAP-tækninni, væri Netið að færast yfir í símann. Vanda- málið sagði hann þó felast í því að brúa þyrfti bilið á milli hinnar hefð- bundnu HTML-síðu af Netinu og WML-síðunnar í WAP-símunum. Dímon hefur þróað lausn sem Hjalti sagði auðvelda fyrirtækjum að brúa þetta bil og lágmarka stofn- og við- haldskostnað fyrirtækja af þjónust- unni. Lausnin felst í fyrirfram skil- greindri vörpun úr HTML í WML, þ.e. ákveðnum upplýsingum af Net- Frá fjölmennri WAP-ráðstefnu Íslandssíma: Verið að stíga fyrstu skrefin í átt að nýrri tæknibyltingu. inu er varpað á WML-form, sem ger- ir þær aðgengilegar í WAP-símum. Loks greindi Kjartan Pierre Em- ilsson hjá Oz.com frá því að iPulse, hugbúnaður sem Oz hefur þróað í samvinnu við Ericsson, væri fáanleg- ur sem WAP-þjónusta. Hann sagði hugbúnaðinn samhæfa samskipta- þjónustu á milli símkerfa og Netsins þannig að samskipti á mismunandi formum geti farið fram. WAP sé eitt þessara samskiptaforma og því sé iPulse-hugbúnaðurinn til fyrir WAP sem og önnur samskiptaform. Kjartan sagði að honum fyndist staða WAP í dag í raun vera á svipuð- um slóðum og HTML og Netið var fyrir um 6 árum. Þá hafi samskonar ráðstefnur verið haldnar til að kynna fyrirtækjum hvemig þau gætu farið með þjónustu sína á Netið. Ný símatækni í deiglunni Tölvur Ný símatækni, WAP, er í deiglunni og fyrir- tæki keppast við að koma sér upp slíkri þjónustu. Árni Matthíasson sótti ráðstefnu um WAP í París ásamt hundruðum annara. ÞVÍ er spáð að milljarður farsíma að minnsta kosti verði í notkun eftir tvö til þrjú ár. Helmingur af þeim millj- arði síma verður WAP-væddur og sumir ganga svo langt að segja að talmiðlun símans verði nánast auka- geta; hann verði fyrst og fremst upp- lýsinga- og verslunarmiðill. Gefui' augaleið hversu mikla möguleika þetta skapar fyrir símafyrirtæki og símaframleiðendur, en það eru einn- ig gríðarleg sóknarfæri fyrir önnur fyrirtæki. Þó ekki séu nema tvö ár síðan starf hófst við að smíða WAP-staðla, er þegar til viðurkenndur staðall, 1.1, og þeir símar sem fáanlegir eru í dag og verða á næstu mánuðum Jason Aloe Vera 84% Hand & body lotion á sér enga sinn líka. Prófaðu og þú murtl sjá árangur í silkimjúkri húd. • Inniheldur 84% hreint Aloe Vera • Bætt með Jurtate Extract • Róar, mýkir og græðir . • Er ofnæmisprófað og inniheldur rétt pH stig • Inniheldur UV sólarvörn Faest í sérverslunum og apótekum um land allt. styðja þann staðal. Aftur á móti hafa símaframleiðendur ekki komið sér saman um að hvernig símarnir vinna úr gögnunum, en það skiptir litlu svo framarlega sem þeir túlka WAP- staðalinn á sama veg. Notkun á WAP er talsvert frá- brugðin því þegar menn vafra um Netið í einkatölvum. Þannig verður þjónusta að vera betur skilgeind en almennt gerist á Netinu, enda munu þeir sem nýta sér tæknina sækja skýrt afmarkaðar upplýsingar á fyr- irfram ákveðinn stað. Flestir þeir sem kynnt hafa WAP- þjónustu hafa lagt sig eftir því að ná til kaupsýslumanna á faraldsfæti, en WAP-notkun verður ekki útbreidd fyrr en menn taka að þróa þjónustu fyrir almenna notendur. Miðlun vefupplýsinga WAP byggist á miðlun vefupplýs- inga í farsíma með aðstoð hugbúnað- ar sem snýr gögnum í HTM-síðulýs- ingarmálinu í WML, síðulýsing- armál sem WAP-væddir símar skilja. Til að það sé unnt koma menn sér upp WAP-gátt, innhringibúnaði, sem tekur við beiðnum síma og miðla áfram í WAP-miðlara eða skriftu. Miðlarinn sendir síðufyrirspum til vefþjóns og varpar HTML-síðunni sem berst í WML, sem síminn síðan fær. WAP-gátt getur hver sem er sett upp hafi hann til þess tæknilega getu og þannig gætu til að mynda net- þjónustur sem hægast komið sér upp slíkum búnaði og ýmist framleitt sjálfar efni fyrir símana eða samið við upplýsingaveitur. Þegar þar er inn komið getur viðkomandi síman- otandi síðan sótt sér upplýsingar sem eru sniðnar fyrir síma hans, hvort sem það eru fréttir, íþróttaúr- slit, fjármálaupplýsingar, stjömuspá eða hvaðeina. Ofangreint fellur undir almenna notkun og þá sem verður væntan- lega mest notuð, en WAP-tækni verður eflaust talsvert notuð af fyrir- tækjum, enda geta þau þannig komið sér upp WAP-gátt og -miðlara fyi'ir starfsmenn sína sem geta þá sótt tölvupóst, dagbókarfærslur eða flett upp í nafnaskrá, svo dæmi séu tekin. Reyndar geta fyrirtæki eins notað WAP-gátt og -miðlara annars fyrir- tækis, til að mynda símafyrirtækis, en af öryggisástæðum er vitanlega best að hafa gáttina og miðlarann innan eigin eldveggjar. Segja má að farsímaframleiða- ndinn Nokia hafi náð ákveðnu for- skoti í WAP-málum, því ekki er bara að fyrirtækið setti á almennan mark- að fyrsta WAP-vædda símann, 7110, heldur var það fyrst til að setja á markað WAP-miðlara. Aðrir eru þó ekki langt undan og skammt er í að fyrsti WAP-sími Ericsson, R380, komi á markað ef marka má yfirlýs- ingar fyrirtækisins. Einnig hefur Ericsson sett á markað frumgerð WAP-miðlara og fleiri fyrirtæki reyndar líka, aukinheldur sem vænt- anlegur er ókeypis miðlari sem keyr- ir á Linux. Á síðasta ári hélt Nokia ráðstefnu um WAP-tækni víða í Evrópu, ekki síst til að kynna tæknina fyrir for- riturum og tæknimönnum. Gríðar- legur áhugi á ráðstefnunum/kynn- ingunum varð til þess að haldin var mikil lokaráðstefna í París. Þátttak- endur skiptu hundruðum, sem sýnii' vel hver áhugi manna er fyrir verk- efninu, en það var mál sumra fram- mámanna Nokia á sýningunni að mikill áhugi Frakka stafaði ekki síst af því að WAP væri líklegur arftaki Minitel-upplýsinganets þeirra. Einn helsti ókostur WAP-tækn- innar er að gagnaflutningsgetan er ekki nema 9.600 bitar á sek., en væntanlegir eru nýir staðlar sem eiga eftir að auka þá getu til muna. Önnur kynslóð farsímatækni kallast GPRS og er sérsniðin fyrir þráð- lausa gagnaflutninga. GPRS nær allt að því 114.000 b. á sek. hraða, en í kerfinu eru notendur sítengdir og greiða fyrir gagnamagn. Tilraunir eru svo hafnar með þriðju kynslóðar farsímakerfi sem kallast UMTS og fer í loftið 2002 ef að líkum lætur, en símar fyrir UMTS koma á markað á næsta ári. UMTS byggir á GSM- staðlinum, ATM og IP-pakkaflutn- ingstækni, sem er meðal annars not- uð á Netinu. Gagnaflutningshraði í UMTS er um tveir megabitar á sek- úndu, 2.000.000 bitar á sek., tuttugu sinnum meiri en í GSM-kerfinu. SIM Application Toolkit bar á góma á rástefnunni, en almennt telja menn það bráðabirgðalausn, eins- konar biðleik þai' til WAP-væðingin er almenn, enda er SIM Application Toolkit í eðli sínu takmörkuð þjón- usta og gagnvirkni frumstæð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.