Morgunblaðið - 28.01.2000, Page 33

Morgunblaðið - 28.01.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 33 LISTIR Morgunblaðið/Golli Yuri og Vadim Fjodorov. Bræður leika á harmoníkur í Salnum RÚSSNESKU tvíburabræðurnlr Yuri og Vadim Fjodorov halda har- moníkutónleika í Salnum laugar- daginn 29. janúar kl. 16. Þeir bræður Yuri og Vadim Fjodorov vöktu athygli hér á landi í júní síðastliðnum er þeir komu fram á landsmóti harmoníku- unnenda á Siglufírði og einnig er þeir héldu tónleika í Salnum. Tónleikarnir á laugardaginn eru um klukkustundar langir án hlés og á efnisskránni eru verk af ýmsum toga sérstaklega valin til að kynna harmoníkuna sem hljóðfæri og þá möguleika sem hún býr yfír. Leiðsögn á Kjarvals- stöðum á laugardag UM HELGINA fellur niður sunnu- Hlynur Hallsson myndlistarmað- dagsleiðsögn á Kjarvalsstöðum. ur verður til viðtals um verk sitt Þess í stað verður leiðsögn um sýn- Veg(g)ir frá kl. 14-17. Verkið er nú í ingarnar „Rauðvik“ og „Veg(g)ir“ vinnslu í miðrými Kjarvalsstaða og laugardaginn 29. janúar kl. 16. lýkur með lokun 3. febrúar nk. Sólstólar, verk eftir Helgu Guðrúnu Helgadóttur, hluti af sýningunni Strandlengjan, 1998. Opið hús hjá Myndhöggv arafélaginu í Reykjavík Opnunarhátíð Ljós brots í Grafarvogi MENNINGARVERKEFNIÐ Ljós- MYNDHÖGGVARAFÉLAGIÐ í Reykjavík verður með opið hús á Nýlendugötu 15 á laugardag frá 14.00 til 18.00. Félagar í myndhöggvarafélaginu í Reykjavík verða með heitt á könn- unni og kleinur með kaffínu í vinnu- sölum og vinnustofum á Nýlendu- götu 15. Myndhöggvararnir ætla að gefa almenningi kost á að fá upp- lýsingar um starf myndhöggvarans og starfsemi félagsins. Anna Eyj- ólfsdóttir er formaður Myndhöggv- arafélags Reykjavíkur. „Fólk veit alltof lítið um starf myndlistai-manna yfirleitt. Þess vegna hefur Myndhöggvarafélagið séð það sem kost að opna félagið fyr- ir almenningi þegar svona gott tæki- færi býðst,“ sagði Anna. „Vegna mikilvægis þess að kynna starfsem- ina út á við gerum við þetta, ekki síst til þess að vera sýnileg og skapa okk- ur verkefni, sem mættu vera fleiri og fjölbreyttari. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík ætlar að gefa út rit í vor sem ætlað er að vera kynningarrit fyrir félagið og félagsmenn og til að kynna starf myndhöggvarans og stefnt að því að ritið verði tilbúið þegar síðasti hluti Strandlengjusýn- ingarinnar verður opnaður í júní í sumar.“ brot er framlag menningarhóps Grafarvogsráðs til Reykjavík -menningarborg Evrópu árið 2000 og samanstendur af átta þemum sem dreifast yfir árið. Laugardaginn 29. janúar verður opnunarhátíð Ljós- brots en þann dag verða þemun „Gamli og nýi tíminn mætast" og „Myndlist og handverk í hávegum höfð“. Opið hús er á Korpúlfsstöðum kl. 13-17 og gefst almenningi þá tækifæri til að koma og skoða hina gömlu byggingu. Dagskrá opnunarhátíðar: 13.40- 14: Fyrirlestur um sögu Korpúlfs- staða og nágrennis. 14-14.30: Hagyrðingakvöld. 14.30-14.45: Afhending verðlauna í ljóðasamkeppni milli 8. bekkja skóla hverfisins. 14.45- 15.15: Hagyrðingakvöld. 15.15- 15.30: Tónlistarskólinn í Grafarvogi. Þjóðlagasveit skólans. 15.45- 16: Fyrirlestur um örnefni á Grafarvogssvæði. 1616-15: Nemendur í Korpuskóla (1. og 2. bekk) sýna dans. 16.15- 16.30: Þjóðdans. Bæði börn og fullorðnir frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Auk þess verður ýmislegt annað um að vera á Korpúlfsstöðum: Skoð- unarferð um Korpúlfsstaði með leið- sögumanni frá anddyri skólans milli kl. 13-17, eftir þörfum. Handverkssýning og sýning á efni sem nemendur frá Borgarholtsskóla og Korpuskóla hafa búið til. Myndband um sögu Korpúlfs- staða verður sýnt kl. 13 og kl. 15. Kort yfir örnefni hverfisins verða til sýnis allan daginn. Kynning á menningarverkefninu Ljósbrot verkefni ársins: Gamli og nýi tíminn mætast, Myndlist og handverk, Heilsa og lífsgæði, íþrótt- ir, Kirkjan, Listin á meðal fólksins, Bókmenntir, Tónlist, leiklist og dans. ----------------- Síðasta sýning-arhelg’i SIÐASTA sýningarhelgi er á sýn- ingu nemenda á þriðja ári grafík- deildar Listaháskóla Islands í sýn-. ingarsal íslenskrar grafíkur. Sýningin er opin föstudag til sunnudags kl. 14-18. REYKJAVÍK og íþróttafélögin í Reykjavík Opnunardagur Menningarborgar 2000 IÞROTTALEIKSKOLI Laugardaginn 29. janúar kl. 14:00*16:00 LAUGARDALSHÖLL íþróttaskóli fyrir böm á aldrinum 3-6 ára Forráðamenn fylgi börnum sínum og séu virkir þátttakendur á meðan þau eru að leik. ijólk I ^er gc *j ~ 09 fyrir þá sem þurfa næringu. LATIBÆR kemur í heimsókn ~ REYKJAVÍK OG UTSALA».*li ÁRMÚLA 24 - SÍMI 5681518 - ÓSEYRI 2 - SÍMI 4625151

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.