Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI mest seldu fólksbíla- - L. \ tegundirnar í ilW januar 2000 ^ ári Fjöldi % % 1. Tovota 169 15,3 +1,8 2. Volkswaqen 118 10,6 -29,3 3. Nissan 105 9,5 +6,1 4. Subaru 103 9,3 +83,9 5. Opel 81 7,3 +107,7 6. Mitsubishi 63 5,7 -6,0 7. Hvundai 63 5,7 +162,5 8. Daewoo/SSangy. 61 5,5 +24,5 9. Ford 52 4,7 +173,7 10. Renault 40 3,6 -14,9 11. Honda 30 2,7 +7,1 12. Skoda 27 2,4 +3,8 13. Suzuki 25 2,3 -21,9 14. Daihatsu 20 1,8 +25,0 15. Mazda 19 1,7 +90,0 Aðrar teg. 137 11,9 -30,2 Samtals 1.108 100,0 +7,2 Bifreiða- innflutn. í janúar 1999 og 2000 Innflutningur jókst um 7,2% Innflutningur á bifreiðum í janúar jókst um 7,2% miðað við sama mánuð í fyrra. Samtals vom fluttir inn 1.108 nýir fólksbílar í janúar og var Toyota eins og undanfarið mest selda tegundin. Landssíminn hyggst hýsa upplýsingakerfi LANDSSIMINN hefur tekið ákvörðun um að sníða fjarskipta- kerfi sitt að þörfum kerfisþjónustu- veitna (Application Service Provid- ers, ASP) og bjóða þeim upp á hýsingu hug- og vélbúnaðar í nýju húsnæði í Múlastöð, sem tekið verð- ur sérstaklega til þessara nota. I fréttatilkynningu frá Landssím- anum kemur fram að kerfisþjón- ustuveitur hafi í auknum mæli hasl- að sér völl erlendis og slík fyrirtæki muni verða til hér á landi á næstu mánuðum. Kerfisþjónustuveitur sérhæfa sig í að reka tölvubúnað, hugbúnað og fjarskipti fyrir önnur fyrirtæki, gjarnan fyrir fast verð á mánuði. Forsendur hafa skapazt fyrir ASP-þjónustu af þessu tagi með ört lækkandi fjarskiptakostnaði, auk- inni áherzlu á áreiðanleika tölvu- og upplýsingakerfa og skorti á sér- hæfðu starfsliði til að reka slík kerfi. Eftir því sem fleiri fyrirtæki sækjast eftir þjónustu af þessu tagi má ætla að hún verði hagstæðari kostur. Síminn hefur þegar átt viðræður við nokkur fyrirtæki um lausnir af þessu tagi og mun á næstu vikum kynna frekar fyrir væntanlegum samstarfsaðilum það sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða. Síminn býður kerfisþjónustuveitum upp á traust og áreiðanlegt fjarskiptanet, þar sem þær geta dreift lausnum sínum til viðskiptavina með hagkvæmum hætti. Gert er ráð fyrir að kerfis- þjónustuveitur, sem verða í sam- starfi við Símann, eigi möguleika á að bjóða víðtækar internet- og víð- netslausnir Símans sem hluta af til- boðum sínum til fyrirtækja,“ segir í tilkynningu Landssímans. í Múlastöðinni verður byggð upp öflug miðja fyrir vistun gagna, sem verður beintengd öflugum fjar- skiptakerfum Símans. Boðið verður upp á öruggar lausnir fyrir hýsingu og miðlun gagna, aukinn áreiðan- leika og sveigjanleika. Með þessu skrefi hefur Síminn möguleika á að sjá um stóran hluta af hýsingu tölvu- vinnslu fyrirtækja í landinu. I fyrsta áfanga mun Síminn ekki bjóða slíkar lausnir erlendis en ætlar sér í sam- starfi við fjölþjóðafyrirtækið Equ- ant að bjóða slíkar lausnir um allan heim. ------------------ Sund kaupir hlut FBA í Olíufélaginu SUND ehf. festi í gærmorgun kaup á 5,18% hlut í Olíufélaginu hf. Essó. Fyrir átti Sund ekkert af bréfum í félaginu. Seljandi er Fjárfestingar- banki atvinnulífsins. Aðspurður um ástæðu kaupanna segir Jón Kristjánsson, stjórnarfor- maður Sunds, að Olíufélagið sé góð- ur fjárfestingarkostur og að í félag- inu liggi tækifæri. „Við höfum verið að meta öll félögin í olíugeiranum og teljum Ohufélagið vera vanmetið miðað við hin félögin.“ Hann vill ekki gefa upp kaupverð- ið og segir óráðið hversu lengi Sund muni eiga hlutinn. Frekar býst hann þó við að það verði til langs tíma. Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja, á aðalfundi félagsins Skoða fyrirkomulag launagreiðslna CTÍ> NÝHERJI hf. Eignar- hluti, % 10 stærstu hluthafar 10. febrúar 2000 Hlutafé, nafnverð, kr. 1 Vogunhf. 39.600.000 15,00% 2 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 26.319.817 9,97% 3 Kvoshf. 15.037.317 5,70% 4 Úrvalsbréf 9.099.946 3,45% 5 Lífeyrissjóður Austurlands 8.992.722 3,41% 6 Kaupthing Lux. S.A. 8.700.506 3,30% 7 Hávöxtunarfél. Sjóður 7.282.572 2,76% 8 Vigdís Jónsdóttir 6.400.000 2,42% 9 Fiskveiðahlutafélagið Venus 6.072.000 2,30% 10 íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. 5.776.540 2,19% 10stærstu samtals: 133.281.420 50,50% BENEDIKT Jóhannesson, stjórnar- formaður Nýherja hf., sagði m.a. á aðalfundi fyrirtækisins í gær að árið 1999 hefði verið viðburðaríkt í sögu fyrirtækisins, þar sem rekstrarum- svif jukust, hlutafé var aukið, ákveðið var að reisa nýjar höfuðstöðvar fyrir fyrirtækið og núverandi húsnæði fél- agsins var selt. Hann sagði að gert væri ráð fyrir flutningi í hið nýja hús í apríl næst- komandi. Bygging hinna nýju höfuð- stöðva var fjármögnuð með hluta- fjárútboði og með sölu tveggja bygginga, sem félagið átti, með um 100 milljóna króna söluhagnaði eftir skatta. „Með þessu tvennu móti hef- ur verið hægt að fjármagna húsbygg- inguna til þessa án þess að kæmi til langtímalántöku," sagði Benedikt. Stefna að meiri hagnaði árið 2001 Hann sagði og að þótt ánægjulegt hefði verið að kynna áætlanir um aukinn hagnað væri slíkt vart skynsamlegt, meðal annars vegna væntanlegs kostnaðar við flutning höfuðstöðva í vor. „Hins vegar er það Ijóst að stjómendur róa að því öllum áram að hagnaður árið 2001 verði mun meiri en undanfarin ár, þannig að fyrirtækið staðni ekki á þessu hagnaðarstigi,“ sagði Benedikt. Hann gerði einnig að umtalsefni fyrirkomulag launagreiðslna hjá fyr- irtækinu, og sagði að eftirspum eftir fólki á tölvumarkaðnum hefði verið mjög mikil á liðnum áram og hefði það leitt til launahækkana. „Það er ánægjulegt fyrir fyrirtæki að greiða starfsmönnum góð laun, en það er vissulega áleitin hugsun að ef launahlutfall hefði haldist óbreytt, hefði á árinu náðst það langtíma- mai'kmið, sem stjóm hefur sett sér, að hagnaður eftir skatta verði 6% af tekjum. í ljósi þess að meirihluti starfsmanna er nú í hlutahafahópn- um vaknar sú spurning, hvort ef til vill mætti haga launagreiðslum með öðrum hætti," sagði Benedikt. Hann sagði að það væri þekkt víða í fyrirtækjum með starfsemi svipaða þeirri sem Nýherji rekur að starfs- menn eigi kauprétt á hlutabréfum. „Nú síðast bárast af því fréttir að fyrirtækið SAP, en Nýherji selur einmitt fjárhagskerfi frá því fyrir- tæki, hefði tekið upp slíka samninga til þess að tryggja betur að það héldi lykilstarfsmönnum. Stjórn Nýherja hefur nú ákveðið að skoða það vandlega hvort heppi- legt kunni að vera að fyrirtækið taki upp einhverja samninga af þessu tagi. I því gætu legið sameiginlegir hagsmunir starfsmanna og eigenda að launakostnaður yrði ekki óheyri- Morgunblaðið/Ásdís Útrás til Norðurlanda og alhliða þjónusta við fyrirtæki og stofnanir eru framtíðarmöguleikar til skoð- unar hjá Nýherja, segir Benedikt Jóhannesson stjórnarformaður. lega hár en starfsmenn nytu þess að hlutabréf hækkuðu í verði. Eitt af því sem kanna þarf í þessu sambandi er skattahlið þessara mála og mikilvægt að ákvarðanir séu ekki teknar nema að vandlega yfirveguðu máli þannig að bæði starfsmenn og fyrirtækið viti stöðu sína áður en gengið er til slíkra samninga.“ Samruni fyrirtækja í ólikum geirum framtiðarmöguieiki Benedikt vék einnig máli sínu að nýjum tækifærum í rekstri Nýherja, sem stöðugt væri leitað að. „Sem möguleika má nefna útrás til Norð- urlanda, sem hefur verið í athugun síðastliðið ár, og einnig að Nýherji taki að sér alhliða þjónustu við fyrir- tæki og stofnanir, sjái hreinlega um allan þeirra tölvurekstur frá degi til dags,“ sagði Benedikt meðal annars. Hann sagði einnig að í framtíðinni gætu komið upp möguleikar sem tengdust samrana við önnur fyrir- tæki, jafnvel í greinum sem í dag telj- ast óskyldar. „Möguleikarnir tak- markast fyrst og fremst af þeim hömlum sem menn setja á eigin hugsun," sagði Benedikt. Söluhagnaður hafði mikil áhrif á afkomu Frosti Sigurjónsson, forstjóri Nýherja, kynnti ársreikning Nýheija hf. fyrir aðalfundinum. I máli Frosta kom m.a. fram að velta síðasta árs hefði numið 3.514 milljón- um króna með umboðssölulaunum, en 3.232 milljónum króna án umboðs- sölulauna og jókst hún um 15%. Rekstrargjöld námu 3.049 milljónum króna og jukust þau um 14% milli ára. Hann sagði einnig að launaliður væri orðinn 24% af veltu fyrirtækis- ins eða 774 milljónir, og jókst launa- kostnaður um 34% milli ára. Var það bæði vegna launahækkana og vegna fjölgunar starfsmanna. Rekstrarhagnaður ársins fyrir fjármagnsliði var 182 milljónir króna og jókst um 19%, hagnaður af reglu- legri starfsemi fyrir skatta var 173 milljónir sem jafngildir 5,4% af veltu. Hagnaður eftir skatta var 112 millj- ónir króna. „Óregiulegir liðir eftir skatta hafa oft haft mikil áhrif á afkomu fyrir- tækisins. Á síðasta ári var söluhagn- aður eigna 91 milljón króna eftir skatt. Einnig voru seld hlutabréf í Fjarhönnun á árinu og var söluhagn- aður um tvær milljónir,“ sagði Frosti. Með 5,7 milljóna króna áhrif- um hlutdeildarfélags var hagnaður ársins því 210,3 milljónir króna. Á fundinum var samþykkt tillaga um greiðslu 13% arðs. Stjórn og varastjórn voru endurkjörnar. Vinnslustöðin hf. o g Gandí ehf. ræða samruna STJÓRN Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum samþykkti á fundi í fyrradag að hefja viðræð- ur við eigendur Gandí ehf. í Vest- mannaeyjum um samruna félag- anna. Gandí ehf. á og gerir út línubátinn Gandí VE, auk neta- og snurvoðabátsins Guðjóns VE sem verið hefur til sölu. Afla- heimildir Gandí ehf. er um 1.100 þorskígildistonn, aðallega bolfiskur, en einnig umtalsverðar aflaheimildir í flatfiski. Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar, sagði í samtali við Morg- unblaðið að ekki væri endanlega frágengið hver hlutur Gandí yrði í Vinnslustöðinni en samrunaferl- inu ætti að verða að fullu lokið í maí næstkomandi. Hann sagði að með samrunanum væri Vinnslu- stöðin fyrst og fremst að styrkja sig í bolfiskinum. „Þetta er útgerð sem er með til þess að gera góðan kvóta og ný- legt og gott skip, en þetta eru þeir þættir sem við höfum áhuga á,“ sagði Sigurgeir. Nýtt stjórnskipulag Vinnslustöðvarinnar Stjórn Vinnslustöðvarinnar samþykkti á fundi sínum einnig nýtt stjórnskipulag fyrir félagið. Sigurgeir B. Kristgeirsson er framkvæmdastjóri og annast fjármál félagsins. Stefán Frið- riksson er nýr aðstoðarfram- kvæmdastjóri og hefur yfirum- sjón með daglegum rekstri félagsins, þ.e. útgerð, landvinnslu og fiskimjölsbræðslu. Hann var áður útgerðarstjóri félagsins. Þorsteinn Magnússon er nýr framleiðslustjóri. Hann var áður vinnslustjóri. Guðni Guðnason er nýr útgerðarstjóri. Hann hafði áður umsjón með viðhaldi skipa félagsins. Sigurður Friðbjörns- son er áfram verksmiðjustjóri. Þessir fimm yfirmenn Vinnslu- stöðvarinnar skipa nýja fram- kvæmdastjórn félagsins. Tapi snúið í hagnað hjá Umbúðamiðluninni UMBUÐAMIÐLUN hf. skilaði 1,2 milljóna króna hagnaði á árinu 1999, miðað við 42,8 milljóna króna tap ár- ið 1998, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Á hluthafafundi Umbúðamiðlunar í lok síðasta árs var samþykkt að lækka hlutafé félagsins um 30% til jöfnunar á uppsöfnuðu tapi. Jafn- framt var stjórn félagsins veitt heim- ild til að hækka hlutafé félagsins með áskrift nýrra hluta að fjárhæð 50 milljónir króna. Stjóm Umbúðamiðl- unar hefur nú samþykkt að nýta sér þessa heimild. Umbúðamiðlun hf. var stofnuð ár- ið 1996 og sérhæfir sig í eignarhaldi og útleigu á fiskkerum. Félagið er í eigu 18 starfandi fiskmarkaða í land- inu. Helstu viðskiptavinir félagsins eru fiskmarkaðir og viðskiptavinir þeirra, einstaka útgerðir, fiskverk- endm’ og fleiri. Alls á félagið um 20.000 fiskker og áformað er að auka við keraeign fél- agsins á þessu ári. Auk þess að vera í útleigu í íslenskum sjávarútvegi eru ker félagsins í útleigu m.a. í Noregi og Þýskalandi. Samkvæmt rekstrarreikningi fél- agsins fyiir árið 1999, námu rekstr- artekjur ársins 108,1 milljón króna en voru 58,1 milljón árið áður. Rekstrargjöld án afskrifta námu 48,9 milljónum en voru 52,4 milljónir árið áður. Heildareignir félagsins námu 187,2 milljónum króna í árslok. Skuldir félagsins í árslok vora 156,8 milljónir króna. Eigið fé var í árslok 30,4 milljónir sem svarar til 16,2% eiginfjárhlutfalls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.