Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR11. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vísitala neysluverðs lækkar um 0,3% Ekki tilefni til að endurskoða fyrirliggjandi spár í ljósi lækkunar nú að mati forstjóra Þjóðhagsstofnunar Breytingar á vísitölu neysluverðs frá 1998 VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í febrúarbyrjun 2000 var 194,9 stig og lækkaði um 0,3% frá fyrra mánuði, að því er fram kem- ur í frétt frá Hagstofu íslands. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 5,6% síðastliðna 12 mánuði. Verð á fötum og skóm lækkaði um 8,7% á milli janúar og febrúar en það stafar aðallega af vetrar- útsölum. Verð á mat- og drykkjar- vörum hækkaði um 0,5. Undan- farna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,8% sem jafngildir 3,4% verðbólgu á ári. Útsölur hafa lítil áhrif á verðbólgu fyrir árið í heild Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir lækkun á neysluverðsvísitölu nú ekki gefa tilefni til að endurskoða fyrirliggj- andi spár um verðþróun á árinu. Hann segir þó að lækkunin gefi ákveðnar vonir um að verðbólgan yfir 12 mánaða tímabil kunni að fara lækkandi frá bilinu 5-6% og færast smám saman niður í FRAMVINDA á hlutabréfamark- aði á árinu mun að mati Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins meðal annars ráðast af því að fjárfestar gera ráð fyrir að afkoma fyrir- tækja hafi verið góð í fyrra, en segja megi að verð hlutabréfa nú sé að mörgu leyti háð niðurstöðum uppgjöra, væntingar séu miklar og verði uppgjörin almennt ekki í takt við þær megi vænta verð- lækkunar á markaði. Þetta kemur fram í nýútkominni mánaðar- skýrslu FBA. Afkomuhorfur fremur góðar á þessu ári í skýrslunni segir að afkomu- horfur á þessu ári séu fremur góð- ar. Staðan í efnahagsmálum muni hafa sitt að segja um framhaldið, en hún sé almennt séð góð, þótt 3,5-4%, í samræmi við áætlanir. í morgunfréttum íslandsbanka F&M í gær kemur fram að hækk- un matvara hafi verið meiri síðast- liðinn mánuð en F&M gerðu ráð fyrir og lækkun á fatnaði hafi jafn- framt verið meiri. Sérfræðingar F&M telja að útsöluáhrifin muni ganga til baka á næstu mánuðum þegar nýjar vörur koma í verslanir og að áhrifin hafí því lítil áhrif á verðbólgu fyrir árið í heild. „Hækkun matvöruliðarins er svip- uð og undanfarin tvö ár og því ekki merki um að aukinn launa- kostnaður og ýmsar kostnaðar- hækkanir fyrirtækja hafi enn leitt til mikillar hækkunar matvöru- verðs. Sterkt gengi krónunnar gæti verið ein skýring þessa en áhrifin geta einnig komið fram á lengri tíma,“ segir einnig í morg- unfréttum F&M. Fyrsta lækkun i eitt ár Þórður Friðjónsson bendir á að lækkunin nú séu fyrstu góðu frétt- irnar af verðbólgu í heilt ár en síð- niðurstaða kjarasamninga muni skipta miklu máli. „Góð ávöxtun hlutabréfa að und- anförnu hefur einnig knúið bjartsýni fjárfesta áfram. Eigna- aukning í gegnum hlutabréfamark- aðinn eykur eftirspurn eftir hluta- bréfum, en auk þess hefur góð ávöxtun þau áhrif að fjárfestar verða áfram áhættusæknir. Þá hafa lífeyrissjóðir verið að auka hlutdeild hlutabréfa í eignasöfnum sínum, hlutabréfasjóðir hafa verið að stækka og viðskipti fjármála- fyrirtækja í eigin reikning hafa stóraukist. Allir þessir þættir geta leitt til áframhaldandi hækkana á mark- aði, en rétt er að hafa í huga að sumt af því sem hér er nefnt bygg- ist ekki endilega á verðmati eða rökstuddri skoðun á verði hluta- ast lækkaði vísitala neysluverðs í febrúar í fyrra, um 0,2%. „Það er fagnaðarefni að þetta gerist núna, hins vegar er engan veginn hægt að fullyrða að þetta sé einhver vendipunktur. Lækkunin núna skýrist að verulegu leyti af út- sölum og það sem leiddi til lækk- unar vísitölunnar núna getur leitt til hækkunar hennar í mars,“ segir Þórður. Spár og áætlanir sem gerðar hafa verið um verðbólgu á þessu ári fela í sér að verðbólgan verði innan ársins á bilinu 3,5-4% og á milli ára á bilinu 4-5%. „Það er meiri verðbólga en við eigum að sætta okkur við,“ Segir Þórður sem telur að verðbólgan megi ekki fara yfir 3%. Hann bendir á að undirliggjandi verðbólga sé enn nokkuð mikil. „Það er að segja, sá hraði á verðhækkunum sem mæld- ur er af þeim liðum vísitölunnar sem eru hvað minnst sveiflukennd- ir yfir nokkurra mánaða tímabil. Sveiflur á milli mánaða geta verið skarpar, á milli desember og jan- bréfa. Það þýðir að miklar hreyf- ingar af þessum völdum gera verð hlutabréfa viðkvæmara fyrir slæmum fréttum en ella. Þessir þættir eru því líklegir til að auka sveiflur á markaði,“ segir í skýrslu FBA. Fyrirsjáanlegt lítið framboð af ríkistryggðum skuldabréfum Fram kemur að fyrirsjáanlegt sé að lítið framboð verði af ríkis- tryggðum skuldabréfum á þessu ári. Það ætti að öðru óbreyttu að leiða til lækkunar á ávöxtunar- kröfu sem gerð er til þessara bréfa, að því gefnu að eigendur ríkisskuldabréfa nýti afborganir af bréfunum til endurfjárfestinga í skuldabréfum. Hins vegar séu nokkrir þættir í fjárfestingarumhverfi stærstu úar hækkaði vísitalan um 0,7% og það var óvarlegt að ætla þá að allt væri að fara í bál og brand og á sama hátt er óvarlegt að ætla nú að búið sé að kippa í liðinn öllum vandamálum," segir Þórður. Spá FBA næst raunveru- legri breytingu Spár verðbréfafyrirtækjanna fyrir breytingar á vísitölu neyslu- verðs í febrúarmánuði hljóðuðu ýmist upp á hækkun eða lækkun. Landsbankinn gerði ráð fyrir 0,16% hækkun á milli mánaða, ís- landsbanki F&M gerði ráð fyrir 0,2% hækkun, FBA spáði 0,15% lækkun og Kaupþing spáði óbreyttri vísitölu. Engir af sér- fræðingunum voru sannspáir en spá FBA upp á 0,15% lækkun fjárfesta ríkistryggðra bréfa ekki jákvæðir fyrir innlenda skulda- bréfamarkaðinn. „I fyrsta lagi má nefna að á síð- ustu mánuðum hefur ávöxtunar- krafa ríkisskuldabréfa hreyfst án mikillar þátttöku lífeyrissjóðanna. I öðru lagi er lausafjárstaða inn- lánsstofnana í krónum nú slæm og í þriðja lagi er vöxtur verðbréfa- sjóða ekki eins mikill og áður. Slagkraftur þessara aðila er því ekki sá sami og áður og ljóst að líf- eyrissjóðirnir (með kaupum á bankabréfum og öðrum markaðs- skuldabréfum), ríkissjóður (með uppgreiðslum) og Ibúðalánasjóður (með afborgunum af markaðs- skuldabréfum og kaupum á eldri húsbréfum) munu leika lykilhlut- verk á langtímavaxtamarkaði á næstunni," segir í skýrslunni. komst næst raunverulegri breyt- ingu sem var 0,3% lækkun. Alls staðar var gert ráð fyrir lækkun á fatnaði þar sem útsölur hafa staðið yfir á tímabilinu. Síð- astliðin tvö ár hefur febrúar verið mánuður verðhjöðnunar en í febr- úar árin 1999 og 1998 lækkaði neysluverðsvísitalan um 0,2% frá fyrra mánuði. 1,9% verðbólga í viðskipta- löndunum en 4,4% hér Verðbólgan í EES-ríkjunum frá desember 1998 til desember 1999, mæld á samræmda vísitölu neyslu- verðs, var 1,7% að meðaltali. A sama tímabili var verðbólgan 1,9% í helstu viðskiptalöndum Islend- inga en 4,4% á íslandi, að því er fram kemur í frétt Hagstofunnar. „í þeim löndum þar sem glímt er við svipuð áhyggjuefni og hér á íslandi, þ.e. mikinn hagvöxt og hugsanlega hættu fyrir hagkerfið þar af leiðandi, er verðbólga samt sem áður mun lægri,“ segir Þórð- ur. Þannig er verðbólgan í Banda- ríkjunum um 2%, í Danmörku er hún rétt rúmlega 2%, í Noregi um 1,5%, í Finnlandi er verðbólgan á bilinu 1-1,5% og í Svíþjóð jafnvel undir 1%. „Þetta undirstrikar mikilvægi þess að ná verðbólgu hér á landi niður fyrir 3%. Að öðrum kosti dregur úr raunhæfri samkeppni og ákvarðanir í hagkerfinu fara að miðast við að verðbólga verði við- varandi meiri hér en annars stað- ar. Þetta getur leitt til þess að það verði ekki hægt að ná fram eins miklum hagvexti og lífskjarabata hér eins og annars staðar," segir Þórður. Aðhaldsaðgerðir hér á landi hafa falist í auknum afgangi á ríkissjóði og hækkun vaxta. Ráðstafanir til að auka framleiðni í hagkerfinu og draga þannig úr þrýstingi á verð- lag eru einnig nauðsynlegar að mati Þórðar. „Umbætur á innri gerð efna- hagslífsins eru mikilvægar. Þættir eins og sala ríkisbanka og samein- ing banka og fjármálastofnana geta stuðlað að aukinni framleiðni og haldið aftur af verðbólgu,“ seg- ir Þórður Friðjónsson. Fjárfesf ingarbanki afvinnulífsins segir góða ávöxtun hlutabréfa að undanförnu hafa knúið bjartsýni fjárfesta áfram Verð hlutabréfa að mörgu leyti háð niðurstöðu uppgjöra Hagnaður Sláturfélags Suðurlands 123 milljónir REKSTRARHAGNAÐUR Slátur- félags Suðurlands svf. á árinu 1999 var 123,1 milljón króna, en var á ár- inu áður 111 milljónir króna. Hagn- aður hefur verið á rekstri félagsins samfellt í 6 ár. Afkoma á árinu er í samræmi við áætlun, en gert hafði verið ráð fyrir svipaðri afkomu og á árinu á undan. Gert er ráð fyrir svip- aðri afkomu á árinu 2000 og árið áð- ur. Rekstrartekjur Sláturfélags Suð- urlands og dótturfélags voru 2.878,6' milljónir króna á árinu 1999, en 2.770,8 milljónir á árinu 1998. Velta samstæðunnar jókst um tæp 4% frá fyrra ári. Rekstrargjöld án afskrifta námu 2.609,2 milljónum króna sam- anborið við 2.519,4 milljónir árið áð- ur sem er tæp 4% aukning milli ára. Afskriftir rekstrarfjármuna voru 124 milljónir króna en 109,2 milljónir árið 1998. Rekstrarhagnaður án fjár- munatekna og fjármagnsgjalda var 145.4 milljónir króna, en var 142,2 milljónir árið áður. Fjármagnsgjöld umfram íjármunatekjur voru 15,2 milljónir króna en á árinu á undan 22.7 milljónir. Efnahagur jókst um 11% Hagnaður af reglulegri starfsemi var 130,2 milljónir króna, en nam 119.5 milljónum króna árið áður. Með sköttum og hagnaði hlutdeild- arfélaga var hagnaður af rekstri Sláturfélags Suðurlands 123,1 milljón króna en 111 milljónir árið áður. Veltufé frá rekstri var á árinu 242.7 milljónir króna en 231,2 millj- ónir árið áður sem er tæp 5% aukn- ing milli ára. I árslok 1999 voru heildareignir Sláturfélags Suðurlands og dóttur- félags 2.247 milljónir króna og höfðu hækkað um 11% frá fyrra ári. Skammtímaskuldir voru 406,5 millj- ónir króna, langtímaskuldir voru 764,3 milljónir og eigið fé 1.076,2 milljónir króna og hafði hækkað um 18% eða 165,2 milljónir. Eiginfjár- hlutfall í lok ársins 1999 var 48% en var 45% á sama tíma árið áður. Veltufjárhlutfall var 1,9 í árslok 1999 en var 1,6 í árslok 1998. Arðsemi eig- infjár var 12% en 13% árið áður. Unnin ársverk á árinu 1999 voru 336 en 327 árið áður. Aðalfundur Sláturfélags Suður- lands verður haldinn föstudaginn 24. mars n.k. kl. 14 á Hótel Selfossi. Stjórn félagsins mun þar leggja til að greiddur verði 10% arður af nafn- verði hluta í B-deild stofnsjóðs og reiknaðir verði 8% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs. iVSIáturfélag Suðurlands hf. W Úr ársreikningi 199S Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 2.878,6 2.770,8 +3,9% Rekstrargjöld 2.609,2 2.519,4 +3,6% Afskriftir 124,0 109,2 +13,6% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -15,2 -22,7 ■33,0% Eiqnarskattur -10,9 -7.8 +39.7% Hagnaður af reglulegri starfsemi 130,2 119,5 +9,0% Haqn. (tap) af rekstri hlutdeildarf. 3,8 -0.7 Hagnaður ársins 123,1 111.0 +10,9% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 2.247.0 2.018.5 +11.3% Eigið fé 1.076,2 911,0 +18,1% Skuldir 1.170,8 1.107,5 +5,7% Skuidir og eigið fé samtals 2.247,0 2.018,5 +11,3% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin fjár 12% 13% Eiginfjárhlutfall 48% 45% Veltufjárhlutfall 1,9 1,6 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 242,7 231,2 +5,0%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.