Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ SAMEINING 1996 Togaraútgerð Vestfjarða, útgerð, ísafirði Básafell, rækjuverksmiðja, ísafirði Ritur, rækjuverksmiðja, ísafirði Hraðfr.húsið Norðurtanginn, boifiskvinnsla, ísaf. Sléttanes, útgerð, Þingeyri Kambur, bolfiskvinnsla, Flateyri BASAFELLhf NUVERANDI EIGNIR: REKSTUR SKIP tw'- Suðureyri Rækjuverksmiðja á ísafirði Saltfiskvinnsla á Flateyri Frystihús á Suðureyri Sléttanes ÍS, frystítogari Skutull ÍS, frystitogari OrriíS, frystitogari Guðm. Péturs IS, rækjutogari Gyllir íS, línubátur Hafrafell ÍS, Isfisktogari Páll Jónsson ÍS, ísfisktogari q G ísafjörður Flateyri O . Þingeyri 40% í rækjuverksmiðjunni Miðfelli á ísafirði Hlutur í Kambi á Flateyri Hlutur f Fiskvinnslunni íslandssögu á Suðureyri SKIP KVOT1 1996/97: Jónína ÍS, línubátur Jóhannes ívar ÍS, dragn.bátur Styrmir ÍS, línubátur Orri IS, frystitoc jari Guðm. Péturs i ÍS, rækjutogari Um 14.000 þorskígildistonn KVÓTI 1999/2000: Um 5.000 þorskíg.tonn Verulega hefur dregið úr starfsemi Básafells hf. frá sameiningunni 1996 Kvótinn minnkað um 9 þúsund tonn á 4 árum Þegar sex sjávarútvegsfyrirtæki á norðan- verðum Vestfjörðum sameinuðust kringum áramótin 1996-7 gerðu flestir ráð fyrir að í fæðingu væri öflugt fyrirtæki og sáu fram á bjartari framtíð í atvinnumálum á svæðinu. Annað kom hinsvegar á daginn. Rekstur Básafells hefur alla tíð gengið erfíðlega og hefur félagið neyðst til að selja frá sér bæði eignir og kvóta. Helgi Mar Árnason rifjaði upp söffu Básafells frá sameininfflinni. Slæmar horfur á loðnusölu til Japans Tókýó. Morgunblaðið. HORFUR á samningum um sölu á loðnu til Japans eru ekki miklar um þessar mundir og sagði Jón Magnús Kristjánsson hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna í Tókýó í gær að stað- an væri mjög erfið. „Það er lítil eftirspurn og mjög lágt verð,“ sagði Jón Magnús, sem hefur fylgst med loðnumarkaðnum í 12 ár. „Þetta verður mjög lítið á þessu ári og ég hef aldrei séð það jafn svart.“ íslendingar hafa verið að fram- leiða um 20 þúsund tonn af loðnu á ári fyrir Japansmarkað, nema hvað framleidd voru milli átta og níu þús- und tonn árið 1999, sem var sér- staklega erfítt á markaðnum hér í Japan vegna þess hvað loðnan var smá. 1997 og 1998 voru seld um 20 þús- und tonn af loðnu frá íslandi til Jap- ans, 1996 voru það 37 þúsund tonn, 1995 20 þúsund og 1994 nálægt 20 þúsund tonnum. Islendingar hafa voru einir á markaðnum i fjögur ár, en nú er staðan breytt. Eins og markaðurinn er nú má sennilega búast við að ekki náist að selja meira en milli fimm og sex þúsund tonn frá íslandi. Markaðsástandið hér í Japan er nú þannig að það eru litlar birgðir og lágt verð. Síðan er hætta á offramboði þar sem Norð- menn hafa bæði áhuga og getu til að framleiða mikið af loðnu. ------*-+-*------ Lítill afli FISKVEIÐAR hafa brugðist við vesturströnd Bandaríkjanna en gert er ráð fyrir að heildaraflinn verði 27.000 tonn í ár. Um árabil hefur hann verið um 74.000 tonn á ári en fór niður fyrir 36.000 tonn í fyrra. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um ástæður aflahrunsins en segja þær sennilega vera af náttúrunnar völdum. I því sambandi er bent á breytingar á ástandi hafsins, litla aukningu á stofnstærðum og fimm heita E1 Nino-strauma síðan 1982. Margar fisktegundir þurfi langan tíma til að ná kynþroska og því taki uppbygging stofna langan tíma. EIN stærsta sameining sjávarút- vegsfyrirtækja á Vestfjörðum, og jafnvel hérlendis, varð í árslok 1996 þegar fjögur fyrirtæki á ísafirði og Þingeyri; Togaraútgerð ísafjarðar, rælq'uverksmiðjumar Básafell og Ritur og útgerðarfélagið Sléttanes, sameinuðust undir nafni Básafells hf. í upphafi ársins 1997 bættust tvö fyr- irtæki í hópinn, Kambur hf. á Flateyri og Hraðfrystihúsið Norðurtanginn hf. á ísafirði. Hið sameinaða fyrirtæki var með kvóta upp á tæp 14.000 þorskígildi og var nærri helmingur heildarkvótans í rækju. Básafell var þannig með stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, gerði út vel útbúinn skipa- flota, rak fullkomna saltfiskvinnslu á Flateyri, rækjuverksmiðju á Isafirði og frystingu á Suðureyri. Fyrirtækin sem á sínum tíma mynduðu Básafell gerðu samtals út 10 skip, þau Guðmund Péturs ÍS, Hafrafejl IS, Pál Jónsson ÍS, Gylli ÍS, Jónínu ÍS, Jóhannes ívar IS.Styrmi ÍS og frystiskipin Sléttanes ÍS, Skut- ul ÍS og Orra IS. Erfiðleikar strax í upphafi Byrjunarörðugleikar í rekstri Básafells voru strax meiri og annars eðlis en margir áttu von á í upphafi og kostuðu fyrirtækið meiri fjármuni en nokkum óraði fyrir. Fljótlega eftir sameininguna fór mjög að draga úr rækjuveiðum á ís- landsmiðum en stærsti hluti starf- semi Básafells var í rækjuvinnslu. Fjárfest hafði verið í dýrum og fúll- komnum búnaði til vinnslunnar, auk þess sem ráðist var í umfangsmiklar endurbætur á rækjuskipunum Skutli ÍS og Orra ÍS. Til að vega á móti rekstrartapi seldi Básafell jafnan aflaheimildir eða skip á hverju ári og gat þannig sýnt fram á söluhagnað í afkomutölum sínum. Félagið var hinsvegar á sama tíma að tapa gríðar- legum fjármunum á rekstrinum og skuldimar hlóðust upp. Um mitt síðasta ár námu heildar- skuldir Básafells um 6,2 milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að í lok árs 1996 námu heildarskuldir fé- lagsins um 4,9 milljörðum króna. Svanur Guðmundsson kom að rekstri félagsins í júní á síðasta ári og á stjómarfundi í lok mánaðarins var ákveðið að selja eignir fyrir einn og hálfan milljarð króna. Frystitogarinn Sléttanes IS var seldur Ingimundi hf. og Látrum hf. í júlíbyrjun, ásamt rúmlega 2.000 þorskígildistonna kvóta. Hluti af sölunni var greiddur með rækjukvóta á Flæmingjagrunni. Básafell átti þá eftir tvö nýuppgerð rækjuskip, Skutul ÍS og Orra ÍS. Fyrirtækið gerði auk þess út línu- skipið Gylli IS, rækjutogarann Guð- mund Péturs ÍS, nóta- og línuskipið Júlla Dan IS, snurvoðabátinn Súg- firðing ÍS, auk þess sem félagið átti helmingshlut í snurvoðabátnum Bjarma BA. Guðmundur Kristjánsson tekur völdin Guðmundur Kristjánsson, útgerð- armaður frá Rifi, tók við stjómar- taumunum í lok júlímánaðar á síðasta ári þegar hann keypti 28,53% hlut Kers ehf. og íshafs hf. í Básafelli. Fyrir átti Guðmundur um 7,6% hluta- Qár og varð hann með kaupunum langstærsti hluthafi í Básafelli með 36,13% hlut í félaginu. Ætla má að aflaheimildir Básafells um þetta leyti hafi numið um 7.000 þorskígildistonn- um. Samtals var nafnvirði hlutafjárins sem Guðmundur keypti af Keri ehf. og íshafi um 216.644.657 krónur en kaupverð var ekki gefið upp. Gengi hlutabréfa í Básafelli á Verðbréfa- þingi íslands um það leyti sem kaupin fóru fram var 1,73 og miðað við það var verðmæti þess hlutafjár sem skipti um eigendur við samninginn um 374,8 milljónir króna, en ljóst var að greitt var hærra verð fyrir hluta- bréfin. Guðmundur tók við stöðu framkvæmdastjóra Básafells hf. um miðjan ágúst sl. og hóf stjóm félags- ins strax að selja eignir í því skyni að lækka skuldir félagsins og bæta rekstur þess. í lok nóvember á síðasta ári var niðurstaða rekstrarreiknings Bása- fells á Isafirði fyrir reikningsárið frá byrjun september 1998 til ágústloka sl. um 954 milljóna króna tap. Þar af var tap af reglulegri starfsemi 674 milljónir króna. Afkoma Básafells var þannig einhver sú lélegasta sem sést hefur í sjávarútvegi síðustu ár. Rækjuverksmiðja og frysti- geymsla Básafells var seld í lok októ- ber sl. til nýs félags, Miðfells, sem er í eigu Básafells, Hraðfrystihússins- Gunnvarar hf., Þormóðs ramma- Sæbergs hf. og fleiri aðOa. Eignimai’ vora seldar á samtals um 185 mUIjón- ir króna. Hlutafé Miðfells er 60 mOlj- ónir króna og eiga Hraðfrystihúsið- Gunnvör hf. og BásafeU hf. hvort um sig 40% hlut í félaginu og Þormóður rammi-Sæberg hf. 20%. Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. hefur auk þess keypt varanlegar aflaheim- Odir af Básafelli fyrir allt að 800 millj- ónir króna eða á annað þúsund þorsk- ígildistonn. Það er nánast eini kvótinn sem seldur hefur verið frá félaginu eftir að Guðmundur Kristjánsson tók við stjómartaumunum en Básafell hefúr í dag yfir að ráða um 5.000 þorskígUdistonna kvóta. Þá hefur nóta- og línuskipið Júlli Dan ÍS verið selt, sem og snurvoða- báturinn Súgfirðingur ÍS. Bæði skip- in vom seld með litlum aflaheimOd- um. Stefnt er að því að fækka enn frekar í flota félagsins. Þá hefur Bása- fell einnig selt töluvert af fasteignum á Isafirði, m.a. gömul fiskvinnsluhús. Eignir og rekstur á Flateyri og Suðureyri seldur Stjóm BásafeUs hf. ákvað á síðari hluta síðasta árs að hætta starfsemi á Flateyri og Suðureyri í lok ársins og sagði öllu starfsfólki sínu á þessum stöðum upp störfum. Á stjómarfundi BásafeUs hf. hinn 26. nóvember sl. var Guðmundi Kristjánssyni fi-am- kvæmdastjóra falið að taka upp við- ræður við heimamenn á ísafirði, Flat- eyri og Suðureyri með það að markmiði að stokka upp rekstm' BásafeUs hf. með þátttöku heima- manna. í desemberbyrjun náðist sam- komulag milli stjórnar Básafells hf. og heimamanna á Suðureyri um yfír- töku á rekstri félagsins á staðnum. Uppsagnir á Suðureyri vom dregnar tU baka og náðu heimamenn sam- komulagi við stjóm Básafells um að taka yfir rekstur félagsins á staðnum. Stofnað var nýtt félag, Fiskvinnslan íslandssaga, sem keypti eignir Bása- fells á Suðureyri, meðal annars fisk- vinnsluhús með tUheyrandi tækjum. Flateyringar stofnuðu einnig félag, Kamb, sem keypti rekstur Básafells á staðnum í byrjun desember en salt- fiskvinnsla Básafells hafði einkum farið fram á Flateyri auk lítilsháttar flakafrystingar. Básafell á hlut í báð- um þessum fyiTrtækjum. www.nordiobb.net Sumarvinna __________á \ o r ð u r 3 ö n d u m Límsóknarfresitir rennur út 1. HtClYS Noregtát • Færevjar • f innfand • Ajandseyjðr • Oanmörk * Graenland • Svíþjúö * Einnig: Austjobb - Ævintýri í Austurvegi, ww w.eastjob.net Umsáknarfrestrj.r tU 15. mars. Nárérí upplvsingar: wtá '■ r- (t y r æ n a f é í ci g i ð I 101 Re xjk j a i> í k s í m i 5 5 1 016 5 ■ jnúrdiobb% novden
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.