Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Yilja að Cresson verði svipt friðhelgi Brusscl. AP. DÓMSYFIRVÖLD í Belgíu hafa óskað eftir því að framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins (ESB) svipti Edith Cresson, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, frið- helgi vegna hneykslismáls sem varð til þess að hún og allir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar sögðu af sér í mars á síðasta ári. Talsmaður framkvæmdastjórnar- innar sagði að lögfræðingar hennar hefðu tekið beiðnina fyrir og myndu svara henni bráðlega. Belgísk yfirvöld vilja yfirheyra Cresson vegna ásakana um að hún hafi hyglað vinum sínum þegar hún sat í framkvæmdastjóminni og fór m.a. með vísindamál. Málið snýst einkum um Réné Berthelot, gamlan vin og tannlækni Cresson, sem hún réð sem sérstakan vísindaráðunaut framkvæmdastjórnarinnar um al- næmi. Óháð rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að Berthelot hefði verið vanhæfur í starfið og fengið 5,5 milljónir belgískra franka Reuters Edith Cresson, fyrrverandi for- sætisráðherra Frakklands og fyrrverandi meðlimur fram- kvæmdastjómar ESB. (tæplega 10 millj. kr.) í laun fyrir störf sem hefðu haft litla sem enga þýðingu fyrir ESB. Frjálsir demókratar í Hessen 1 Þýzkalandi Yilja ekki draga sig út úr stiórn Bcr!fn.,AI>, AFP. FRJALSIR demókratar í þýzka sambandslandinu Hessen létu í gær ekki undan þrýstingi um að hætta stjómarsamstarfi við Kristi- lega demókrata (CDU) í héraðinu, þrátt fyrir tilmæli þar að lútandi frá leiðtoga Frjálsa demókrataf- lokksins (FDP), Wolfgangs Ger- hardt, eftir að Roland Koch, hérað- sleiðtogi CDU og forsætisráðherra í Hessen, viðurkenndi að hafa vís- vitandi farið með rangt mál í tengslum við fjármálahneyksli CDU. Forystumenn FDP sammæltust um það í gær að mæla með því að stjómarsamstarfinu í Hessen yrði hætt, en eftirlétu flokksdeildinni í sambandslandinu að taka ákvörð- un. Og héraðsleiðtogar FDP ákváðu að draga sig ekki út úr stjóminni að sinni. FDP og CDU hafa saman tveggja atkvæða meirihluta á þing- inu í Hessen eftir að Jafnaðar- mannaflokkurinn (SPD) og græn- ingjar töpuðu meirihlutanum í kosningum fyrir réttu ári. Þing- flokkar jafnaðarmanna og græn- ingja hafa krafizt afsagnar Kochs og að kosið verði á ný til héraðs- þingsins. Koch viðurkenndi sl. þriðjudag að hafa vísvitandi sagt rangt til um uppmna 1,5 milljóna marka í kosn- ingasjóði CDU, en þetta fé hjálpaði honum að vinna kosningarnar í fyrra. Það kom í raun af leynilegum bankareikningum í Sviss en ekki lán sem gjaldkeri flokksdeildarinn- ar hefði útvegað, eins og Koch hélt fram í síðasta mánuði. Schröder hvetur til kosninga Gerhard Schröder, kanzlari og leiðtogi SPD, hvatti í gær til þess að kosið yrði á ný í Hessen. I viðtali á sjónvarpsstöðinni N24 gaf Schröd- er sterklega í skyn að FDP myndi tapa trúverðugleika sínum með því að halda stjómarsamstarfinu við CDU áfram. „Ábyrgð FDP í Hess- en er mikil," sagði kanzlarinn. Alun Michael, formaður heimastjórnarinnar í Wales, neyddist til að segja af sér Afsögnin verulegt áfall fyrir Tony Blair London. Daily Tele^raph, AFP. AHLAUP TOLVUÞRJOTA A NETFYRIRTÆKI Tölvuþrjótar, sem hafa hrekkt nokkur þekkt netfyrirtæki í þessari viku, beita aðferð sem felst í því að senda mikið magn upplýsinga inn á vefþjóna fyrirtækjanna, frá mörgum tölvum samtímis. Vefþjónn fórnarlambsins Tölvu er “drekkt" í marklausum fyrirspurnum. Meðan á áhlaupinu stendur er sent allt að einu glgabæti af upplýsingum á sekúndu, sem er jafn mikið magn upplýsinga og margir vefþjónar annast á einni viku. Heiöarlegur viðskiptavinur Umferð uppiýsinga af völdum tölvu- þrjóts hindrar að- gang hans að þjónustu net- fyrirtækisins. Tölvuþrjótur Sendir forrit sem skipar „þrælum“ að senda fómariambi fyrirspumir. Tölvuþrjóturinn hylurslóð sína með þviað skipta sífellt um þræla. „Þrælar“ Tðlvur sem tötvuþrjótur stjómar úr fjariægð, t.d. tölvur óvarinna fyrirtækja sem _ tölvuþrjótur hefur brotist inn í. Töl vuþrj ótarnir enn ófundnir New York. AP, The Washington Post. ALUN Michael, formaður heima- stjórnarinnar í Wales, sagði af sér á miðvikudag en þá lá fyrir velska þinginu tillaga um vantraust á hann og vitað að hún yrði sam- þykkt. Er afsögnin verulegt áfall fyrir breska Verkamannaflokkinn og sérstaklega Tony Blair forsæt- isráðherra. Réð hann því sjálfur, að Michael var skipaður formaður heimastjórnarinnar þótt almenn andstaða væri við það meðal stuðn- ingsmanna Verkamannaflokksins í Wales. Næstum á sama tíma og Michael var að segja af sér, hrósaði Blair honum á hvert reipi í fyrirspurna- tíma á þingi og sagði þá, að hann hefði staðið sig „afar vel“. Þing- menn íhaldsflokksins fengu þá fyrstir fréttina um afsögnina og hrópuðu fram í fyrir Blair: „Hann hefur sagt af sér.“ Virtist þetta koma mjög flatt upp á Blair, sem kom sér hjá því að svara William Hague, leiðtoga Ihaldsflokksins, er hann krafðist þess, að forsætisráðherrann stað- festi fréttina. Talsmaður ríkis- stjórnarinnar hélt því síðar fram, að Michael hefði verið búinn að skýra Blair frá ákvörðun sinni en gaf samt enga skýringu á því, að hann skyldi neita að staðfesta það á þinginu. Óánægja með einræði Blairs Sumir þingmenn telja, að Blair hafi ekki fengið af sér að viður- kenna, að maðurinn, sem hann þröngvaði upp á Verkamannaflokk- inn í Wales, skuli hafa neyðst til að segja af sér. Þar fyrir utan er upp- ákoman áfall fyrir þá stefnu stjórn- arinnar að auka sjálfstæði velska og skoska þingsins. Verkamannaflokkurinn er stærsti flokkurinn í Wales en hefur ekki meirihluta á þinginu, er með 28 af 60 þingsætum. Það, sem varð til þess, að hinir flokkarnir, íhalds- menn, frjálslyndir og velskir þjóð- ernissinnar, lýstu yfir vantrausti á Alun Michael, var, að honum hafði ekki tekist að fá bresku stjórnina til að leggja fram nægilegt fé í því skyni að tryggja á móti framlög frá Evrópusambandinu. í þessu máli kristallaðist hins vegar líka mikil óánægja með, að Blair skyldi í raun hafa neytt Michael upp á þingið og heimastjórnina í óþökk allra. Enginn „vikapiltur“ Verkamannaflokkurinn í Wales hefur nú fylkt sér um Rhodri Morgan, sem hefur nú tekið við af Michael til bráðabirgða, en Blair beitti sér gegn honum á síðasta ári. Er búist við, að skipan hans sem formanns heimastjórnarinnar verði staðfest á næstu dögum. Hefur stjórnarandstaðan í Wales gefið í skyn, að hún muni ekki standa í vegi fyrir því enda líti hún ekki á Morgan sem einhvern „vikapilt rík- isstjórnarinnar". Livingstone áminnir Blair Ken Livingstone, sem berst fyrir því að verða frambjóðandi Verka- mannaflokksins í borgarstjóra- kosningunum í London þvert gegn vilja flokksforystunnar, skoraði í fyrradag á Blair að læra af mistök- unum og reyna ekki að þvinga frambjóðanda upp á kjósendur í höfuðborginni. YFIRVÖLDUM í Bandaríkjunum hefur enn ekki tekist að hafa hendur í hári tölvuþijóta sem hafa valdið trufl- unum á starfsemi netfyrirtækja í vik- unni. Bandarísk lögregla hóf á mið- vikudag skipulega rannsókn á því hver eða hveijir hefðu sent mikið magn upplýsinga inn á vefþjóna nokkurra netfyrirtækja með þeim afleiðingum að þjónusta þeirra varð óaðgengileg fyrir viðskiptavini um tíma Ekki bár- ust fréttir af nýjum hrekkjum tölvu- þijóta í gær en þeir létu síðast til skar- ar skríða gegn nokkrum netfyrir- tækjum á miðvikudag og var það þriðji dagurinn í röð. Þau fyrirtæki sem urðu fyrir barð- inu á þijótunum á miðvikudag voru meðal annars ZDNet, sem er vinsæl fréttaþjónusta á Netinu um tæknimál- efni, og kauphallarþjónustan E-Trade, sem er annað stærsta fyrirtækið á sínu sviði í Bandaríkjunum. Tölvuþijótam- ir höfu fyrr í vikunni m.a. hrekkt fyrir- tækin Yahoo.com, Amazon.com og Buy.com. Ekki er ljóst hvað vakir fyrir tölvu- þijótunum en heyrst hefur að þeir vilji með hrekkjunum sýna hve netfyrir- tæki séu berskjölduð fyrir hríikkjum af þessu tagi og hugsanlega búi áform um að beita fjárkúgun að baki. Þijótamir beita þeirri aðferð að bijótast inn í tölvukerfi fyrirtækja og skipa tölvum þeirra að senda fyrir- spurnir án afláts inn á tiltekna vef- síðu. Aðferðin er þekkt og hafa tölvu- þijótar áður beitt henni en umfang hrekkjanna í þessari viku er mun meira en áður hefur þekkst. Talið er að þrjótamir hafi notað tugi eða hundmð fyrirtækjatölva sem „þræla“ í áhlaupum sínum síðan á mánudag. Aðstoðardómsmálaráðherra Banda- ríkjanna, Eric Holder, sagði í gær að yfirvöld ynnu nú að því að upplýsa málið með fyrirtækjum sem hefðu orðið fyrir því að tölvur þeirra væru notaðar í hrekkjum tölvuþrjóta. Hann sagði að yfirvöld útilokuðu ekki að skipanir þijótanna hefðu borist frá tölvum utan Bandaríkjanna. Hlutabréf í netfyrirtækjum lækk- uðu að jafnaði nokkuð í verði á hluta- bréfamörkuðum í Bandaríkjunum á miðvikudag en hækkuðu aftur í gær. Hlutabréf í Nasdaq-kauphöllinni hækkuðu að jafnaði um 2,4% í við- skiptum í gær. Sá sem verður uppvís að tölvu- glæpum í Bandaríkjunum á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi og sekt sem samsvarar tæplega 18 miHjónum ís- lenskra króna. Líðan mun betri ! „Eftir að hafa notað Naten 1 2 3 í tvo mánuði hef ég tekið eftir að hár mitt og neglureru mun sterkari. Ég finn minna til svengdar og á auðveldara með að vakna á morgnanna. Ég er hressari og i betra andlegu og líkamlegu jafnvægi. Að öllu leyti líður mér mikið betur í dag." Fæst í sérverslunum og apótekum um land allt. ti ‘O •E <0 c fO = ! <1 •sl z ll h- z Fæðubótarefnið sem fólk talar um! NATEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.