Morgunblaðið - 11.02.2000, Side 28

Morgunblaðið - 11.02.2000, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Kúbumenn segja Elian „umlukinn fyllibyttum“ Havana, Washington. AP, AFP. Austur-Evrópa Emil Constantinescu Rúmeniu- forseti sæmir George Robert- son, framkvæmdastjóra NATO, æðstu orðu landsins, „Rúmeníu- stjörnunni“. Robertson hvetur til umbóta Búkarest. AP. GEORGE Robertson, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, sagði í gær að Búlgaríu og Rúmeníu stæði enn til boða að ganga í NATO en fyrst yrðu ríkin að gera róttækar breyt- ingar á herjum sínum. I ávarpi Robertson á þingi Búlgaríu sagði hann að NATO myndi standa við skuldbindingar sínar í Kosovo og Bosníu og beita sér frekar fyrir friði og hagsæld í Suðaustur-Evrópu. Síðar um daginn hélt hann til Rúmeníu þar sem Emil Constant- inescu forseti sæmdi hann æðstu orðu landsins fyrir að stuðla að „lýðræði, friði og öryggi" í NATO- ríkjunum. Robertson sagði að NATO myndi íhuga frekari stækkun bandalagsins árið 2000 en bætti við að ríkin sem óska eftir inn- göngu yrðu að vera tilbúin að taka „erfiðar ákvarðanir" og ráðstafa nægu fé til umbóta á herjum sín- um; fækka hermönnum, bæta þjálfun þeirra, endurnýja vopna- búrin og koma herjunum í nútíma- legt horf. HATTSETTUR embættismaður á Kúbu krafðist þess í gær að Elian Gonzalez, sex ára flóttadrengur í Bandaríkjunum, yrði fluttur tafarlaust til Kúbu þar sem hann væri „umvafinn fyllibyttum" í Miami þar sem drengur- inn hefur dvalist meðal skyldmenna sinna. Áður hafði New York Times skýrt frá því að tveir afabræður drengsins hefðu verið dæmdir fyrir ölvunarakstur. Ricardo Alarcon, forseti kúbverska þingsins og helsti talsmaður Fidels Castros forseta í deilum Kúbustjómar við Bandaríkin, sagði að dómamir sönnuðu að það væri drengnum ekki fyrir bestu að dvelja hjá frændum sín- um í Miami. „Því sem næst allir sem hann hefúr umgengist hafa verið í fangelsi eða eiga eftir að afplána fang- elsisdóma í Bandaríkjunum ... Elian er umlukinn tveimur fyllibyttum," bætti hann við. Armando Gutierrez, talsmaður ætt- ingja drengsins í Miami, vísaði þessari gagnrýni á bug. „Elian er umiukinn ást Alarcon þekkir ekki orðið ást.“ Elian fannst á þjólbarðaslöngu und- an strönd Flórída 25. nóvember eftir að bátur kúbverskra flóttamanna hafði sokkið. Móðir hans og tíu aðrir drukknuðu. Skyldmenni Elians og fleiri kúbverskir útlagar í Miami vilja halda honum og krefjast þess að orðið verði við þeirri ósk móður hans að hann dvelji í Bandaríkjunum. Stjóm Castr- os hefúr hins vegar skipulagt herferð til stuðnings foður drengsins sem krefst þess að hann verði sendur til Kúbu. Veggspjöld með áletruninni „Björgum Elian“ hafa verið hengd upp í stærstu borgum landsins og mót- mælafundir em haldnir daglega, með tilfinningaþrungnum ræðum, kórsöng og ljóðalestri. Innflytjendayfirvöld í Bandaríkjun- um hafa úrskurðað að senda eigi drenginn tíl Kúbu en ættingjar hans hafa áfrýjað þeim úrskurði til dóm- stóls í Miami. Dómamir ráða ekki úrslitum í forræðisdeilunni Drengurinn hefur dvalið hjá afa- bróður sínum í Miami, Lazaro Gonz- alez, 49 ára bifvélavirkja sem flúði frá Kúbu fyrir fimmtán ámm. Sakaskrár Flórída-ríkis sýna að hann var að minnsta kosti tvisvar sinnum dæmd- ur fyrir ölvunarakstur á árunum 1991-97. Delfin Gonzalez, 62 ára bróðir hans, hefúr einnig verið dæmdur a.m.k. tvisvar fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Þessir dómar kunna að torvelda skyldmennum Elians að færa sönnur á að þeir getið boðið honum betra líf en faðir hans á Kúbu, að sögn banda- rískra sérfræðinga í forræðismálum. Þeir töldu þó ólíklegt að dómamir myndu ráða úrslitum í forræðisdeil- unni því tilfinningatengsl drengsins við föðurinn og ættingjana í Miami skiptu miklu meira máli. Eftir að New York Times birtí frétt um dómana óskuðu tvær frænk- ur Elians eftir því að fyrirhuguðum fundi þeirra með bandarískum em- bættismönnum yrði aflýst. Þær höfðu óskað eftir fundinum til að af- henda Janet Reno dómsmálaráð- herra og innflytjendayfirvöldum ný gögn um mál Elians. Kaþólska kirkjan á Kúbu sætir gagnrýni Jaime Ortega, erkibiskup Havana og eini kardináli Kúbu, kvartaði yfir því í fyrradag að nokkrir Kúbumenn notuðu mál Elians til að gagnrýna kaþólsku kirkjuna. Ástríðuhitinn vegna þessa máls keyrði úr hófi og gæti kynt undir fordómum og andúð í 9 1 • febrúar til 20. mars 2000 KVÖLDVERÐARTILBOÐ á Hótel Loftleiðum Japanskt hlaðborð 2.400.- kr. pr. mann GISTING og JAPÖNSK stemning á Loftleiðum Gisting fyrir 2 og glæsilegt japanskt hlaðborð 5.000.- kr. pr. mann Gestir okkar á Japanshlaðborði og gistitilboði Hótel Loftleiða eiga möguleika á glæsilegum vinningum eins og: • 5 ferðir til Lundúna fyrir 2 með Flugleiðum > 5 næturgistlngar fyrir 2 á Flugleiðahótell út á landi > 5 kvöldverðarhlaðborð ásamt fordrykk fyrir 2 í Lónínu á Hótel Loftlelðum Borðapantanir í símum 562 7575 og 5050 925 Meðal rétta á hlaðborði eru: Sushi, Nori rúllur, Wasabi, Sashimi, Terieaki, Miso súpa, Djúpsteiktar vorrúllur, Lambakjöt trVbambus, Svlnakjöt, Djúpsteiktar rækjur,Túnfiskur, Eggjaréttir, Loðna ofl. HÖTEL LOFTLEIÐIR. Upplýsíngar í síma.5050 910 - Fax 5050 955 ^jerílNc^ Elian Gonzalez með afabróður sínum, Lazaro Gonzalez, á heimili hins siðarnefnda í Miami í Bandarikjunum. garð kirkjunnar. Ömmur Elians fóru tíl Bandaríkj- anna í síðasta mánuði til að knýja á þarlend yfirvöld um að senda dreng- inn til Kúbu. Þær hittu þá drenginn á heimili bandarískrar nunnu, Jeanne O’Laughlin, rektors Barry-háskóla, sem kvaðst vera hlutlaus í deilunni. Nunnan lýsti því hins vegar yfir eftír fundinn að hún væri nú þeirrar skoðunar að drengurinn ætti að vera áfram í Bandaríkjunum. Síðan hefur hún sætt harðri gagnrýni nær dag- lega í kúbverskum ijölmiðlum. Ortega kvaðst hafa miklar áhyggj- ur af niðrandi ummælum um nunn- una í fjölmiðlunum og sagði að hún væri ekki sá „djöfull“ sem fjölmiðl- amir hefðu lýst Hann tók þó fram að hann væri þeirrar skoðunar að nunn- an hefði ekki átt að taka afstöðu í deilunni. Tengsl kirkjunnar og kommúnista- stjómarinnar hafa batnað á síðustu árum. Stjómin afnam lögbundið trú- ieysi snemma á síðasta áratug og tók á mótí Jóhannesi Páli páfa í sögulegri heimsókn hans til landsins 1998. Önnur amman kærð Afabróðir drengsins hefur kært aðra ömmu hans tíl lögreglunnar og sakað hana um að hafa misnotað hann á heimili nunnunnar í síðasta mánuði. Kæran á rætur sínar að rekja til sjón- varpsviðtals þar sem amman kvaðst hafa bitíð í tungu drengsins og opnað buxnaklauf hans til að skoða kynfærin. OSE-ræða sniðgengin Vín, Kaupmannahöfn. AFP, AP. FRANSKIR og belgískir stjómarer- indrekar sniðgengu ræðu austurríska utanríkisráðherrans, Benitu Ferr- ero-Waldner, í höfuðstöðvum Örygg- is- og samvmnustofnun- ar Evrópu, ÖSE, í Vín í gær, en Austurríki er nýtekið við formennsk- unni í stofnuninni. „Þetta er aðferð til að láta í ljósi hve ósáttir við erum við þátttöku hins umdeilda Frelsisflokks í austurrísku ríkisstjóm- inni,“ hefur AFP eftir ónafngreindum meðlimi frönsku sendine&dar- innar. Ferrero-Waldner, sem kemur úr Þjóðarflokkn- um og var aðstoðaratan- ríkisráðherra í ráðherra- tíð Wolfgangs Schússels, leiðtoga flokksins og kanzlara nýju stjómarinnar, gerði h'tíð úr þýðingu þess að sendiherrar Frakklands, Belgíu og Andorra skyldu hafa verið fjarverandi er hún fluttí ræðu sína. „Ég sé enga ástæðu tíl að h'ta á þetta sem vantraustsyfirlýsingu," sagði hún á blaðamannafundi. „Hver sá sem veikir okkur mun veikja stofnun- ina í heild sinni,“ sagði hún. „Haukar“ og „dúfur“ Athygli vaktí í Kaupmannahöfn í gær að Poul Nymp Rasmussen for- sætisráðherra hefði kallað saman ut- anrfldsmálanefnd þingsins tfl skyndi- fundar um stefnu Evrópu- sambandsins gagnvart Austurrfld. Danska sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá því að Nymp Rasmussen hefði hringt í meðlimi nefiidarinnar til að upp- lýsa þá um áríðandi dagskrá fundarins, sem snerist um hvort herða skuli á tvíhiiða refsiað- gerðum ESB-ríkjanna 14 gegn Austurríki. Onefnt ESB-rfld mun hafa farið fram á að refsiaðgerðimar verði þyngdar, en danski for- sætisráðherrann getur ekki tekið ákvörðun um þátttöku Danmerkur í slíku nema ráðfæra sig fyrst við utanrflrismála- nefndina. Rfldsstjómir nokk- urra ESB-landa, sem hafa verið mest áfram um að taka hart á Austurrfld vegna rfldsstjómarþátttöku Frelsis- flokksins, munu einnig vilja svipta Austurríld formennskunni í ÖSE, að því er Ekstra Bladet hafði í gær eftir ónaihgreindum heimildarmönnum. Slík krafa myndi, að sögn blaðs- ins, rjúfa samstöðu ESB-ríkjanna varðandi afstöðuna til Austurrflds og kljúfa rfldn 14 í „hauka“ - fyrir þeim færa Frakkland, Belgía og Portúgal - og „dúfur“, sem þætti j þegar nógu langt gengið, en til þessa hóps teldust m.a. Danmörk, Bretland og Grikkland. Benita Ferrero- Waldner

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.