Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ vitud ér enn eda hvat? Háskólaþing Háskólabíói, laugardaginn 12. febrúar, kl. 10-16.30 Dagskrá 10:00 Salur2 Fundarstjóri: Steinunn Halldórsdóttir, adstodarmadurrektors Tækniskóla íslands, seturþingid. Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík flytur tónlistaratridi. Björn Bjarnason, menntamálarádherra: Hvers vegna háskólaþing? Jón Torfi Jónasson, prófessor vid Háskóla íslands: Framtídháskóla á íslandi í Ijósi sögunnar. Alan Wagner, 0ECD Directorate for Education, Employment, Labourand Social Affairs: Convergence and Competition: Trends and Developments in Tertiary Education among OECD Countries. 13:00 Salur 2. Fyrir hverja eru háskólar? Stjórnandi: Porsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. Kristján Kristjánsson, prófessorvid Háskólann á Akureyri: Hugmyndin ad háskóla. Sigrídur Dúna Kristmundsdóttir, dósent vid Háskóla íslands: Tvö kyn, tvö menntakerfí? Ingi Rúnar Edvardsson, dósent vid Háskólann á Akureyri: Adgangurad ædri menntun óhádstétt, búsetu og aldri. 13:00 Salur3. Eru háskólarítakt vidtímann? Stjómandi: Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla íslands. Gudfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík: Rekstrarform háskóla í framtídinni. RunólfurÁgústsson, rektorSamvinnuháskólans á Bifröst: Frá akademíu til upplýsingasamfélags. Gudmundur Hálfdánarson, dósent vid Háskóla islands: Alþjódavæding háskóla og framtídíslenskrarþjódmenningar. Magnús Bernhardsson, prófessor vid Hofstra University: Samanburdurá kennsluháttum vid íslenskan og erlendan háskóla. 13:00 Salur4. Hvererþýáingháskólafyrirsamfélagid? Stjórnandi: Magnús Jónsson, rektor Landbúnadarháskólans á Hvanneyri. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla islands: Hlutverk listaakademíunnar í íslensku samfélagi og framtídarsýn. Jón Atli Benediktsson, prófessor vid Háskóla íslands: Háskólarannsóknir og þýding þeirra fyrir samfélagid. Kári Stefánsson, forstjóri fslenskrar erfdagreiningar: Hvará adleita þekkingar, nýta hana ogláta hana sídan gleymast? 15:30 Salur2. Pallbordsumrædur- Er þörf á opinberri háskólastefnu? Spyrjendur: Steinunn Halldórsdóttir, adstodarmadurrektors Tækniskóla islands ogSigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamadur. Þátttakendur: Björn Bjarnason, menntamálarádherra, Bjarni Ármannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulffsins, Gudfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfdagreiningar, Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, Berglind Grétarsdóttir, nemandi í Kennaraháskóla íslands. 16:30 Þingslit Háskóla-, rannsókna- og vísindastofnanir verda med kynningar í anddyri Háskólabíós. Þingid er öllum opid - adgangur ókeypis. t M BÍKTAMÁLMÁÐtmEVTID Opinberar framkvæmdir í Japan meiri en í öllum hinum G-7-rrkjunum samanlagt Reuters Börn á leikskóla í Tókýó, höfuðborg Japans. Verður skuldabyrðum ríkisins varpað á herðar þeirra? Sprengja sem valdið getur nýrri efnahagskreppu Tdkýó. AFP. SKRIFRÆÐISSKRÍMSLI, sem þarf enn síður að standa reiknings- skil gerða sinn en var í Sovétríkjun- um á sínum tíma, hefur kaffært Jap- an í steinsteypu, tímasprengju, sem sprungið getur með alvarlegum af- leiðingum, ekki aðeins fyrir Japan, heldur íyrir allt efnahagslífið í heim- inum. Kemur þetta fram í skýrslu japanskra sérfræðinga, sem kynnt var fyrir nokkrum dögum. í skýrslunni segir að ástandið í japönskum ríkisfjármálum sé því að kenna að ekkert lýðræðislegt eftirlit sé með opinberum framkvæmdum í landinu en áætlað er að opinberar skuldir almennt verði komnar í 657.000 milljarða ísl. kr. árið 2005. Samsvarin hagsmunaklíka Er skýrslan var kynnt sögðu þeir Takayoshi Igarashi, prófessor við Hosei-háskóla, og Akio Ogawa, fyrr- verandi blaðamaður, að opinberu framkvæmdirnar hefðu fyrst og fremst verið drifnar áfram að sam- svarinni hagsmunaklíku skriffinna, þingmanna Frjálslynda lýðræðis- flokksins og sumra atvinnurekenda, einkum í byggingariðnaðinum. „Hvað opinberu framkvæmdirnar varðar, voru Sovétríkin miklu lýð- ræðislegri en Japan,“ sagði Ogawa. Upphæðirnar, sem um ræðir, eru vægast sagt yfirgengilegar enda er árlegur kostnaður við opinberar framkvæmdir í Japan meiri en í öll- um hinum G-7-ríkjunum samanlagt, Bandaríkjunum, Pýskalandi, Bret- landi, Frakklandi, Italíu og Kanada. Hann er rúmlega 34.000 milljarðar kr. á ári, fimm sinnum meiri en gert er ráð fyrir í japönsku fjárlögunum. Hitt allt er fjármagnað með ríkisá- byrgðum. Gagnslaus mannvirki Opinberu framkvæmdirnar, sem unnar eru samkvæmt 10 ára áætlun, skýrslu upp á margar þúsundir blaðsíðna, eru aldrei bornar undir þjóðþingið og afleiðingin er þessi: Brýr, sem engin not eru fyrir; hrað- brautir hvert sem litið er (fjórum sinnum meiri en í Bretlandi miðað við nýtanlegt land); þúsund stórar og fullkomnar hafnir; næstum 100 stórar flughafnir og stíflur til að koma í veg fyrir flóð, sem aðeins finnast dæmi um í gömlum annálum. Eftir fimm ár verða ríkisskuldirnar í Japan orðnar tvöföld þjóðarfram- leiðslan. Ogawa sagði, að afleiðingamar gætu orðið óskaplegar, stórkostleg vaxtahækkun, gengishrun og hrun á verðbréfamarkaði. í raun blasti að- eins tvennt við: Miklar skattahækk- anir eða óðaverðbólga. „Sannleikurinn er sá, að Japan er tifandi tímasprengja, sem valdið getur efnahagskreppu um allan heim.“ Almenningur að rumska? Höfundar skýrslunnar segja að hætta sé á að lífeyrissjóðirnir og það sem fólk hefur lagt fyrir til elliára- nna, brenni upp í skuldabálinu. í þeirri skelfilegu mynd sé þó kannski hjálpræðið að finna. „Jafnvel hér í þessu landi sofandi sauða er fólk farið að rumska,“ sagði Ogawa. Var hann þá m.a. að vísa til þess, að nýlega var efnt til allsherj- aratkvæðagreiðslu í Tokushima þar sem hafnað var tillögum um mikla stíflu í Yoshino-fljóti og í borginni Kobe var samþykkt að krefjast þess af ríkisstjórninni og hraðbrautafyr- irtækjunum, að dregið yrði úr mengun í bænum Amagasaki. Sérfræðingarnir og höfundar skýrslunnar leggja til að opinberar framkvæmdir verði skornar niður og það, sem sparist við það notað til að grynnka á skuldunum og bæta velferðarkerfið sem sé „áratugum á eftir því sem gerist í Evrópu“. I fangelsi fyrir pund og únsur London. Morgunbladið. Kaupmaður í Essex á nú á hættu að verða stefnt fyrir dómstól vegna þess að hann vill halda í brezku mælieiningamar pund og únsur. David Stephens, sem rekur verzlun í Leigh-on-Sea í Essex, yrði þá fyrsti kaupmaðurinn sem kærður yrði fyrir að vigta kjöt í pundum og únsum, en ekki kíló- grömmum og grömmum, sem áttu að taka við um áramótin samkvæmt Evrópulöggjöf. David Stephens hefur sagt í fjölmiðlum, að hann muni ekki leggja pundin og únsurnar af; þetta sé réttlætis- og sjálfstæðis- mál og hann sé tilbúinn til þess að fara í fangelsi vegna þessa. Hann segir mikla óánægju meðal kaupmanna og viðskiptamanna þeirra með það að mega ekki nota ensku mælieiningarnar áfram. Stórþjófnaður í Nígeríu? Lagos. AFP. SANI Abacha, hershöfðingi og fyrr- verandi herstjóri í Nígeríu, stal 313 milljörðum ísl. króna af opinberu fé á þeim tíma, hálfu fimmta ári, sem hann var við völd. Olusegun Obasanjo, forseti Níger- íu, skýrði frá þessu í gær en Abacha var við völd frá nóvember 1993 til júní 1998. Sagði Obasanjo, að Abacha-fjölskyldan hefði látið flytja 168 milljarða kr. beint úr ríkissjóði inn á reikninga sína erlendis en yfir hitt hefði hún komist með íolskum verksamningum og með því að heimta ríflegar mútur af erlendum fyrirtækjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.