Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 31 ERLENT Indverskt efnahags- undur Konur orna sér við eld nálægt Nýju Dehli, höfðuðborg Indlands. eftir Jef f rey Sachs The Project Syndicate, HIN lítt þekkta efnahagssaga Ind- lands kann að verða sú þýðingar- mesta fyrir heimshagkerfið á næstu árum. Prátt fyrir að á Indlandi búi um einn milljarður manna - hvorki meira né minna en einn sjötti hluti mann- kyns - og að Indland sé stærsta lýð- ræðisríki heims þá er það yfirleitt ekki á korti þeirra sem rýna í heims- hagkerfið. Þetta getur breyst á næstunni því Indland er komið á skrið. Ef Indland heldur áfram á braut efnahagslegra úrbóta, verður það eitt þeirra hag- kerfa sem á eftir að vaxa hvað hraðast á næstu árum og einn helsti vettvang- ur erlendra fjárfestinga í heiminum. Áhrif Indlands í alþjóðastjómmálum munu líklega aukast í samræmi við efnahagslegan árangur, til hagsældar málstað lýðræðis jafnt sem hinu al- þjóðlega efnahagskerfi. Það er auðvelt að skilja af hverju Indland hefur látið h'tið íyrir sér fara. Þegai- landið fékk sjálfstæði íýrir um hálfri öld kom fyrsti forsætisráðherr- ann, Jawaharlal Nehm, því á braut vemdarstefnu og sósíalisma - þeirra tveggja hagfræðistefna sem hafa leitt til hve mestrar sjálfstortímingar í síð- ari tíð. Fyrir land sem hafði barist gegn breskri heimsyfirráðastefnu í áratugi, virtist hins vegar hvorki vera rétt að snúast til kapítalisma né opna landið fyrir erlendri fjárfestingu. Á meðan á Indlandi vom tekin mik- ilvæg framfaraskref - í vísindum, landbúnaðartækni, og skipulagi lýð- ræðislegra stofnana- starfaði hag- kerfið í marga áratugi undir getu. Það var ekki íyrr en Indland ákvað á miðj- um níunda áratugnum að stefna að frjálsari viðskiptum og markaðsum- bótum að birta tók. Árið 1991 losnaði Indland svo loksins úr hlekkjum mis- heppnaðrar efnahagsstefnu þegar mörkuð var afgerandi stefna í átt að fijálsri verslun og markaðsfrelsi. Á tíunda áratugnum náði Indland fót- festu sem markaðshagkerfi og sam- rana við önnur hagkerfi í heiminum. Vegna fátæktar, margbreytileika og stærðar (jafnvel kosningar í landinu verða að standa yfir í nokkrar vikur til að ná til hundrað milljóna kjósenda) hafa markaðsumbætur verið gerðar hægt og sígandi en jafnframt verið óvenju þrautseigar. Hið gamla og miðstýrða pólitíska kerfi sem byggð- ist upp í kringum Kongressflokk Nehras hrandi um miðjan tíunda ára- tuginn, og veitti veikum fjölflokka- stjómum brautargengi. Þótt ótrúlegt kunni að virðast hefur hver ný ríkis- stjóm stutt stefnuna um hnattvæð- ingu og endurnýjun markaðarins - samstaðan um grandvallarstefnuna í endurbótum er í raun svo mikil að hún ríkir nánast meðal allra flokka. Núverandi ríkisstjóm fékk mikil- vægt umboð frá kjósendum í kosning- unum síðastliðið haust, sem gefur henni nokkur ár til að dýpka og auka endurbætumar enn frekar. Með þessu pólitíska umboði er von til af- drifaríkra umskipta á Indlandi með hröðum hagvexti. Nokkur atriði vinna með Indlandi á þessari leið. 1. Loksins hefur dregið úr mikilli fólksfjölgun (þó ekki nægilega mikið). Hlutfall þjóðai-innar sem er á vinnu- aldri stækkar en hlutfall íbúa á barns- aldri fer minnkandi. Þetta ætti að hækka tekjur á mann til muna. 2. Háværar raddir um almenna menntun auk lýðræðislegs þrýstings era að ryðja úr vegi gömlum félags- legum hindranum gegn menntun stúlkna og lægri stétta. Þetta gæti hleypt af stokkunum stórbrotnum fél- agslegum framförum í átt til aukins hagvaxtar og almennrar velferðar. 3. Fjárfestingar í vísindum og tækni á undanfbmum áratugum era nú farnar að skila sér og skapa sterk- an tæknilegan grunn fyrir hagkerfið í Indlandi nútímans. Þrátt fyrir mikla fátækt í sveitahéraðum Indlands hafa byggst upp í borgum víða um land kraftmiklar miðstöðvar fyrir upplýs- ingatækni. Borgir á Indlandi eins og Bangalore, Chennai (áður Madras), Mumbai (áður Bombay) og Hydera- Ef Indland heldur áf ram á braut efna- hagslegra úrbóta, verður það eitt þeirra hagkerfa sem á eftir að vaxa hvað hraðast á næstu árum og einn helsti vettvangur er- lendra fjárfestinga í heiminum. bad era að verða mikilvægir staðir fyrir útflutning hugbúnaðar og vél- búnaðar, vaxtarbroddar fyrir nútíma hagkerfi Indlands. Útflutningur Ind- lands á tölvuhugbúnaði og vélabúnaði hefur rokið upp úr nokkm’ hundruð milljónum dollara fyrir nokkram ár- um upp í fimm milljarða dollara, og gefur fyrirheit um vöxt upp í 30 millj- arða eða meira árið 2005. Á níunda áratugnum var mikill uppgangur í Kína og gera má ráð fyr- ir að á fyrsta áratug nýrrar aldar verði mikill uppgangur í indversku efnahagslífi. Ef samkomulagum end- urbætur festist enn frekar í sessi meðal þjóðarinnar væri hægt að ná tveimur markmiðum. Tvöfóldun tekna gæti átt sér stað á Indlandi á næsta áratug þar sem landsfram- leiðsla á mann gæti raunveralega tvöfaldast til ársins 2010. Þetta krefð- ist þess að vöxtur landsframleiðslu á ári á mann væri um 7%, sem ætti að vera gerlegt ef litið er til þeirra skil- yrða sem hagkerfið á Indlandi býr við. í öðra lagi gæti Indland í fyrsta skipti í sögu landsins komið á kerfi er stuðlaði að almennu læsi og menntun, sem væri önnur mikilvæg samfélags- bót og er raunverulega innan seiling- ar. Þessi tvö markmið krefjast mikill- ar vinnu af hálfu stjómvalda og samfélagsins. Það sem skiptir mestu máli er að allir stjómmálahópar sam- einist um hugmyndina um almenna menntun, en slíka skuldbindingu hef- ur í raun skort um áratuga skeið. Þessu næst verður ífkisstjómin að leiða stórfelldar endurbætur. Sem dæmi ætti ríkisstjórnin að ákveða að einkavæða hið mikla fjarskiptakerfi og hleypa að erlendri fjárfestingu þrátt fyrir þjóðernislegan málflutning ríkisstofnana og verkalýðsfélaga. Einungis með þeim hætti getur Ind- land komið sér upp samskiptakerfi byggt á ljósleiðuram og símalínum sem skotið gæti landinu inn í nútíma upplýsingahagkerfi. Ónnur efnahagsleg úrræði munu verða erfið pólitískt svo sem að draga úr niðurgreiðslum á raforku, en þær grafa undan fjárlögunum og gera sveitahéraðunum erfitt með að fá nýja fjárfesta. (Bændum hefur verið lofað árum saman að fá ódýra raforku - svo ódýra að einkaaðilar í greininni hafa hikað við fara út í nýjar fjárfest- ingar.) Endurbætur á öðrum sviðum - í fjármálum, á vinnumarkaðnum, er- lendum frjórfestingum, á skattkerf- inu - bíða úrlausna. Annað markmið ættu að vera aukin útgjöld ríkisins til rannsókna og þróunar, sérstaklega á sviði heilbrigðis-, landbúnaðar-, um- hverfis- og upplýsingatækni. Þrátt fyrir langvarandi hindranir til endurbóta á sviði stjómmála þá er hugsanlega ranninn upp besti og lík- legasti tíminn fyrir timamót á þessu sviði. I ljósi þess að Indland hefur haft vaxandi hlutverk í heiminum á sviði hátækni og vegna árangursríks ára- tugar í endurbótum hefur Indlandi aukist sjálfstraust. Hin nýja rflds- stjórn hefur umboð kjósenda. Stjóm- völd ganga út frá hagstæðri samsetn- ingu og þróun mannfjölda. Takist Indlandi ekki að brjóta múrinn núna - hvenær þá? Við ættum að fylgjast vel með því þegar hin nýja ríkisstjórn birtir ný fjárlög og stefnumörkun á sviði þróunar á næstu vikum. Þau innihalda hugsanlega góðar fréttir fyrir Indland, og fyrir heim allan. Höfunduriim er prófessor í hagfræði við Harvard-háskóla og stjórnandi alþjóðlegrar þró- unarstofnunar við sama skóla. Disneymaður til bjargar hvelfingunni London. Morgunblaðið . _ # Reuters A einu stærsta og mest áberandi sýningarsvæðinu í Þúsaldarhvelfing- unni í London gefur að líta eftirlíkingu af mannslíkama. Svo stór er eft- irlíkingin að fullvaxið fólk getur gengið upprétt inni í henni. ÞAÐ hefur aldrei ríkt friður um ár- þúsundahvelfinguna í Greenwich. Hún var opnuð á gamlárskvöld með pomp og pragt, sem úr varð einn alls- herjar vandræðagangur, og síðan hefur ríkt um hana hálfgert stríð. Eftir fyrsta mánuðinn var fram- kvæmdastjórinn látinn taka pokann sinn og franskur skemmtanastjóri fluttur inn til að bjarga málunum. Fjölmiðlar hafa verið óvægnir í frásögnum af árþúsundahvelfing- unni. Þeir hafa flutt fréttir af árekstrum milli stjórnenda, helzta gagnrýni þeirra er sú, að stór hluti þess, sem boðið er upp á, sé of leiðin- legur og alltof mikill tími fari í bið- raðir til að sjá það, sem þó er vert að skoða. Fólk hinsvegar lætur þó yfirleitt vel af heimsókn sinni og skoðana- kannanii- sýna, að allt að 80% gest- anna er sátt við sinn hlut. En samt hefur fjöldinn látið á sér standa. Þau boð höfðu verið látin út ganga, að for- ráðamenn reiknuðu með 12 milljón- um gesta þetta árið, en þegar leið á janúar, fóra kostunaraðilar, þar sem fremstir fara British Airways, Ford, Boots, Mars og BSkyB, að ókyrrast vegna neikvæðs umtals og fárra gesta. Og um mánaðamótin, þegar gestatalan stóð aðeins í 350 þúsund manns og stjórnin þurfti að leita eftir 60 milljóna punda rekstrarláni, tóku þeir af skarið; framkvæmdastjóran- um, Jennie Page, var fórnað. I hennar stað var fenginn 34 ára Frakki, Pieire-Yves Gerbau, sem hefur það sér til ágætis að hafa unnið hjá Disneylandi í París og verið í hópi, sem bjargaði því frá því að fara í vaskinn, þótt fregnum af framtaki hans þar beri ekki alveg saman. En allt um það er Gerbau mættur til leiks í Greenwich. Hann sagði í samtölum við fjölmiðla, að ætlunin væri alls ekki að breyta árþúsunda- hvelfingunni í einhvern allsherjai- skemmtigarð. Til þess væri hún alltof merkilegur vegvísir inn í 21. öldina. En eitt og annað mætti þó færa til betri vegar og aðalmálið væri að gera árþúsundahvelfinguna spennandi í augum almennings. Hann væri sann- færður um að hún ætti eftir að slá allt annað út á árinu. Fyrsta verk Gerbau var að færa yfirmann fjölmiðladeild- arinnar, Gez Sagar, til í starfi. Meðan öll lætin um framkvæmda- stjóraskiptin hafa gengið yfir, hefur aðsókn farið vaxandi og fyrstu vik- una í febráar komu 105 þúsund manns. Reyndar era í þeim hópi 17 þúsund skólaböm, sem greiða ekki aðgangseyri, en aukning er þetta engu að síður. Talið er að aðgangs- eyri tíu milljóna manna þurfi til þess að reksturinn á árinu standi undir sér. Árþúsundahvelfingin, þetta tákn Breta um eigið ágæti, hefur átt undir högg að sækja allai' götur síðan 1994, þegar John Major, þá forsætisráð- herra, fól sinni hægri hönd Michael Heseltine að breyta hugmyndinni um árþúsundahvelfingu í raunveraleika. Stjórnarandstaðan sem þá var, Verkamannaflokkurinn átti vart orð til að lýsa hneykslan sinni á fyrir- brigðinu. En svo komst Verka- mannaílokkurinn til valda; Tony Blair tók árþúsundahvelfinguna upp á arma sína og fól sínum góða vini Peter Mandelson að annast hana. Mandelson ákvað að hafa Heseltine áfram um borð til þess að tryggja pólitískan frið um framkvæmdina. Svo var byggt og byggt og því meira sem sást af byggingunni þeim mun fæmi sögum fór af því, hvað hún ætti að hýsa. En loks kom það líka í Ijós; þarna átti allur heimurinn að fá að sjá, hver Bretinn er, hvað hann gerir og hvar hann býr. Til þess kostuðu menn 758 milljónum punda, sem fjölmargar raddir sögðu reyndar bet- ur komnar annars staðar en í þessu tröllvaxna minnismerki hégómans. Og pólitfldn er auðvitað með í spil- inu. Tony Blair hefur áhyggjur af því að vandræðin vegna árþúsundahvelf- ingarinnar muni bitna á Verka- mannaflokknum í kosningunum á næsta ári. William Hague, fonnaður Ihaldsflokksins, hefur orðað það svo, að með hvelfinguna sé eins og Verka- mannaflokkinn. Hún sé glæsileikinn uppmálaður að utan, en svikin loforð í hverju homi inni fyrir. Sex vilja kaupa húsið Ái-þúsundahvelfingunni er ekki tjaldað til einnar nætur, en sýning- arnar inni eiga bara að standa út árið. Þá verður húsið selt. Tilboð hafa ver- ið opnuð og viðræður við aðila eru komnar í gang. Þeim er ætlað að leiða til þess að tveimur, þremur verði gert að útfæra sínar hugmyndir nánar. Sagt er að menn reikni með að fá um 100 milljónir punda fyrir bygg- inguna. Þeir sem vilja kaupa árþúsunda- hvelfinguna ætla að gera hana að miðpunkti framtíðarborgar, aðrir vilja laga það sem fyrir er og bæta síðan við alvöru kauphöll, enn aðrir vilja breyta henni í einhvers konar fjölmiðlamiðstöð eða alþjóðlega kaupstefnu- og menningarhöll. Svo era þeir sem vilja gera hana að við- skiptamiðstöð og lestina í upptaln- ingunni reka þeir, sem vilja breyta henni í íþróttahöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.