Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 33 LISTIR Morgunblaðið/Golli Ulrich kveðst finna mikinn kraft á Islandi og telur sig raunar háðan eldíjallaeyjum. „Þessi kraftur er í jörðinni og loftinu, ekki ósvipað því að vera í návígi við tímasprengju," segir hann. þar sem nútimadans á stefnumót við tónlist eftir vinsæla popptón- listarmenn, myndbandsverk og frumlega ljósahönnun. „Diaghilev vildi alltaf halda fram á við, þróast. Eg byrja á því að horfa til baka, til þeirrar orkuuppsprettu sem felst í ævi og störfum hans, en flyt hana síðan til nútimans og held áfram inn í morgundaginn. Á sama hátt og Diaghilev er ég rekinn áfram af ást og tryggð við starfið." Ulrich kveðst aðspurður ávallt hafa fundið til samkenndar með Diaghilev og þó svo að hann telji fleira ólíkt með þeim en Iíkt, sé gott að hugsa til þess árangurs sem Diaghilev náði, þeirra fórna sem hann þurfti að færa og hversu ein- arðlega hann setti sér og Ballett Russes strangar listrænar kröfur. „Á því tuttugu ára tfmabili sem Diaghilev stýrði Ballett Russes rambaði hann átta sinnum á barmi gjaldþrots, en með undraverðum hætti slapp hann fyrir horn í öll skiptin. Hann glímdi við mikla erf- iðleika frá upphafi starfs síns en náði samt undraverðum árangri og það er því í senn fólgin huggun og hvatning í fordæmi hans. Mér finnst að listamenn mættu taka fleiri áhættur og hafa hugmyndir og sýn að leiðarljósi." Fimm hræðileg ár Ulrich hefur cinnig glímt við erf- iðleika á ferli sínum. Hann stofnaði danslcikhúsið Tanz Forum Köln á sínum tíma, sem vakti mikla at- hygli, en varð að horfa á eftir þessu helsta hugðarefni sínu í gröfina þegar borgaryfirvöld í Köln ákváðu að hætta að styrkja dans- flokkinn. Hann rak leikhúsið um þriggja ára skeið á eigin kostnað og réðst í viðamiklar og metnaðar- fullar uppsetningar, en varð að lok- um að játa sig sigraðan. „Þetta voru fimm hræðileg ár og verk mín á þeim tíma voru eins konar mót- mæli við ákvörðun borgaryfir- valda, full reiði og vonbrigða," seg- ir hann. Um líkt leyti kynntist hann belgíska dansaranum og danshöf- undinum Fabrice Jucquois, sem hjálpaði honum til að sætta sig við orðinn hlut og halda ótrauður áfram. „Hann er mjög tryggur og hefur mikla trú á hæfileikum mín- um og safnaði t.d. peningum frá fjölskyldu sinni til að kaupa réttinn af verkum mínum, búninga og ann- að frá leikhúsinu í Köln,“ segir UI- rich. Jucquois og Ulrich unnu sam- an að þrileiknum og raunar má líta framlag þess fyrrnefnda í mynd- bandaverki sem fléttað er inn í Diaghilev: Goðsagnir. Annar náinn samstarfsmaður Ulrichs hérlendis, Katrín Hall, starfaði í flokki hans um átta ára skeið. „Eg samdi mörg hlutverk fyrir hana og þótti erfitt að missa hana heim til Islands. Katrín hefur hins vegar leitað liðsinnis hjá mér og ég hef alltaf svarað því kalli, hafi ég á annað borð átt þess kost,“ segir hann. Það var hins vegar Svein- björg Alexandersdóttir dansari (nú búsett í Las Vegas) sem fékk Ulrich hingað til lands í upphafi, þegar hann setti upp Blindingsleik árið 1980, við tónlist Jóns Ásgeirssonar. „Það var einsog eldfjall hefði gos- ið,“ segir Ulrich. Hann setti síðan upp eitt vinsælasta dansverk sem sýnt hefur verið hérlendis, Ég dansa við þig..., árið 1987 og hefur verið reglulegur gcstur allar götur síðan. I návígi við tímasprengju „Ég finn mikinn kraft á íslandi og held raunar að ég sé háður eld- fjallaeyjum. Þessi kraftur er í jörð- inni og loftinu, ekki ósvipað því að vera í návígi við tímasprengju. Ég á lítið hús á Kanaríeyjum, þar er hitinn og sandurinn, hér er kuldinn og siyórinn. Ég vinn raunar mjög vel í öfgakenndu umhverfi." Ulrich lofar íslenska dansflokk- inn hástöfum og segir flokkinn hafa tekið örum framförum frá því að hann bar hann fyrst augum fyrir um tuttugu árum. „Frá tæknilegu sjónarmiði og miðað við getu og stíl og gæði vinnunnar, er dansfiokkur- inn mjög góður á alþjóðlegan mæli- kvarða. Það sem er einnig einstakt við flokkinn og setur sterkan svip á hann, eru þær mörgu sterku og fögru konur sem þar er að finna. Þetta einkenni hefúr verið áber- andi frá upphafi eins og Katrín sjálf er gott dæmi um,“ segir hann. Tónlistarmennirnir Daníel Ágúst Haraldsson, söngvari í Gus gus, og Biggi Bix, hafa samið 30-40 mínút- ur af nýrri tónlist fyrir seinni hluta verksins, ásamt því að aðlaga eldri tónlist að sýningunni. Ulrich kveðst mjög ánægður með samstarfið við tónlistarmennina, Daníel Ágúst hafi verið mjög opinn fyrir nýjung- um og þeim hugmyndum sem varp- að var fram og niðurstaðan sé hon- um mjög að skapi. „Þeir hafa samið mjög fallega tónlist og ég held að þeim hafi tekist að brjóta af sér þröngan ramma popptónlistar og farið inn á nýjar slóðir. Lokaverkið sem þeir sömdu kallast Opið, og ég held að það sé mjög viðeigandi og segi margt; um hvernig til tókst.“ Ballettinn er heimili Árið 1998 var fyrsti hluti þrfleiks Ulrichs, Opinberunin, sett upp í Innsbruck í Austurríki og varð vin- sælasta sýning sem dansflokkur inn þar hafði sett upp um margra ára skeið. I kjölfarið bauðst Ulrich að taka að sér stjórn flokksins, sem hann og þáði. „Ég hef starfaði í þrjátíu ár á sviði skapandi danslist- ar og finnst ég einbeittari og frjórri nú en nokkru sinni fyrr. Mér finnst ég líka vera frjálsari. Það frelsi nær til hreyfingarinnar í dansinum og til þess að búa til dans í bestu merkingu þess orðs.“ Hann tekur til starfa þar í sept- ember næst komandi og kveðst hlakka til verkefnisins. Á meðal þess sem bíður hans er vinna við söngleik um austurriska poppsöng- varann Falco, sem lést í bflslysi á eyju í Karíbahafinu fyrir nokkrum misserum. Söngleikurinn kallast Falco hittir Amadeus. „Ég kem mér fyrir í fjöllunum, einhvers staðar fyrir ofan snjólfnu,“ segir Ulrich og hlær. „Ég mun hafa mörg járn í eldinum en ballettinn verður alltaf heimili mitt. Ég hef sett upp óperur og leikrit, en ég horfi með augum danshöfundarins fyrst og fremst.“ KATHARINE HAMNETT EYEWEAR LIN5AIM Laugavegi 8 • 551 4800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.