Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sýning á verkum Gisle Froysland OPNUÐ var sýning á verkum norska listamannsins Gisle Froys- land í sýningarsölum Norræna hússins 5. febrúar sl. Sýningin er liður í dagskrá Norræna hússins BIT! sem er kynning á vaxtar- broddum í norskri list, unnin í sam- vinnu við Bergens Intemationella Teater. Gisle Froysland hefur síðan í upphafí níunda áratugarins unnið með ýmsa tjáningarmiðla. Sem tónlistarmaður fór hann að gera gjörninga og sýna innsetning- ar þar sem tónlist var snar þáttur. Síðar þróaðist þetta í stórar inn- Síðasta sýn- ingarhelgi SIÐASTA sýningarhelgi er á sýn- ingu Elíasar B. Halldórssonar í Sverrissal í Hafnarborg þar sem listamaðurinn sýnir málverk og teikningar. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18 og henni lýk- ur 14. febrúar. setningar eða skúlptúra og hljóð og myndbandsupptökur urðu mikil- vægur hluti verkanna. Nýjustu verk hans eru myndbands- og tölvu-innsetningar, og er umfjöllun- arefnið nútímatækni og samskipti. Áhorfandinn er oft þátttakandi í verkinu, en listamaðurinn nýtir sér Netið, gagnvirkni og fjarstýringar í verkum sínum. Undirtónninn eru mörkin milli manneskju og maskínu á stafrænni öld. Á sýningunni í Norræna húsinu sýnir Gisle fjögur verk, eða fjórar innsetningar: „Globe Village“, „Joystuck“, „The Propellerhead" og „Daymaker" auk myndbandsverka. Gisle Froysland er fæddur 1961 og býr og starfar í Bergen, hann er fjölmenntaður myndlistarmaður, einkum á sviði tölvutækni auk þess að vera tónlistarmaður. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar í heimalandi sínu og verið mjög virkur á sviði tónlistar og mynd- listar. Hann er einnig þátttakandi í leikhópnum Baktruppen sem verð- ur með sýningar í Norræna húsinu á laugardag og sunnudag. Sýningin er opin alla daga, nema mánudaga, frá kl. 12-17 og henni lýkur 12. mars. Peter Máté leikur í Salnum PÍANÓLEIKARINN Peter Máté heldur tónleika sunnudagskvöldið 13. febrdar kl. 20.30 í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs. Á efnis- skránni eru verk eftir Béla Bartók, Misti Þorkelsdóttur, John A. Speight og Franz Liszt. Peter Máté er fæddur 1962 í Ték- kóslóvakíu. Hann lærði hjá Ludmilu Kojanová í Kosice og Valentinu Kameniková við Tónlistarakade- míuna í Prag. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir pianóleik sinn - 1980 í Hradec Královék, 1986 í Vercelli, 1989 f Enna. Peter hefúr starfað á íslandi frá árinu 1990 og er nú kenn- ari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ýmsum sinfón- íuhljómsveitum og tekið þátt í kam- mertónleikum Tríós Reykjavíkur, Tríós Romance og fleiri aðila víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Bartók samdi Sónatínu árið 1915 og notar þjóðlög frá Transylvaníu, en hann ferðaðist mikið um það landsvæði og safnaði saman þjóð- lögum frá fyrri árum. f verkinu lík- ir Bartok eftir sekkjapfputónlist, bjarnardansi og strengjahljómum í stuttum þáttum. Peter Máté píanóleikariheldur tónleika í Salnum sunnudagskvöldið 13. febrúar kl. 20:30 Sónötur eftir Misti Þorkelsdóttur og John Speight eru nýleg verk. Sónata til lífsins var samin 1996 í Boston en Sónatan eftir John Speight varð til að beiðni Peters Máté. Hún er í gömlu formi, í fjór- um þáttum en með nýstárlegu yfír- bragði, samin 1998 og tileinkuð Peter. Fantasía og fúga um BACH Fantasfa og fúga um BACH er upphaflega orgelverk sem Liszt umskrifaði fyrir píanó. Þetta er „leikur“ með 4 nótur - b, a, c og h. Bygging verksins, með fjölbreytni í notkun 12 tóna krómatíkur, sjöunda- og níundahljómum og kontrapunkti, vísar veginn til tón- listar 20. aldar, meðal annars kon- strúktívisma. Les jeux d’eaux de la Villa d’Este og Sursum Corda eru verk úr 3. bók Années de Pélerinage, bæði samin 1877. Það fyrra boðar upp- haf impressjónisma með töfrandi, litríkum leik vatnsins en innblástur verksins er trúarlegur: „Því vatnið, sem ég gef honum, verður í honum að lind, sem streymir fram til eilífs lífs.“ (Jóh 4.14.) Sursum corda er lokaverk bókarinnar, óður til trúar og vonar - „Lyftum hjörtum til himins". Ungverska rapsódían nr. 2 er eitt þekktasta verk Liszts, ekta ung- versk sígaunatónlist fyrir strengja- sveit og cimbalom, og er sögð krefj- ast mikillar fingrafimi og leikgleði. Miðasala Salarins er opin alla virka daga frá kl. 9-16 og tónleika- daga frá kl. 19. Tímarit • FJÓRÐI ái'gangur af Ritmennt ársriti Landsbókasafns Islnds - Há- skólabókasafns er nýkominn út. I rit- inu er um einn tugur greina og frá- sagnarþátta. I fyrstu greininni segir frá um tveggja alda gömlu íslensku handriti sem kom fram fyrir rúmum áratug í smábæ í Þýskalandi þegar skráð var þar gamalt bókasafn. Handritið hef- ur að geyma sögu frá ritunartíma þess sem samin er í stíl fomaldar- sagna. I annarri grein ritsins er rakin saga sr. Þorgeirs Guðmundssonar, en til hans orti Jónas Hallgrímsson ljóðið: „Þegar lauf skrýðir björk/ þegar ljósgul um mörk/ rennur lif- andi kornstanga móða.“ Þorgeir ílentist í Danmörku og dvaldist þar til æviloka. í næstu grein kemur Þor- geir Guðmundsson enn við sögu þar eð hann sá í upphafi um að kaupa bækur handa Möllersku lestrarfélög- unum og senda til Islands. Möllersku lestrarfélögin fyrir presta störfuðu víða um landið um miðja 19. öld. Tvær greinar tengjast listgreinum sem ekki hafa verið áður til umfjöll- unar í Ritmennt. Sagt er frá metnað- arfullri tilraun til að hefja kvik- myndagerð á íslandi, sem heppnaðist þó ekki sem skyldi. í hinni greininni er fjallað um Jón Leifs tónskáld og er athyglinni eink- um beint að aðdáun hans á Beetho- ven. Handrit Jóns hefur verið afhent Landsbókasafni. Kveldúlfur nefnist handskrifað sveitarblað sem gekk milli bæja í Kelduhverfi um síðustu aldamót. Frá því segir í stuttri grein. Þjóðarbókhlaðan setur mikinn svip á umhverfi sitt. Aðalarkitekt hennar lýsir í sérstakri grein mótun hússins og þeirri hugmyndafræði sem lögð var til grundvallar en ekki síst eru myndir látnar tala sínu máli. Ritinu lýkur með þrem stuttum þáttum. Hinn fyrsti er kenndur við grafskriftir og greinir frá óskyldum og kostulegum þætti í prentsögu síð- ustu aldar. Sagt er frá degi dagbók- arinnar 15. október 1998. Og loks er þáttur um grannann í vestri, frásögn af íslenskum menningardögum í Nu- uk í maí 1999. Ritmennt er 160 bls. ogmikið myndskreytt. Ritstjóri er Einar Sig- urðsson en í ritnefnd eru Kristín Bragadóttir, Þorleifur Jónsson og Ögmundur Helgason. I Kolaportinu Sterkustu menn landsins taka slag i Kolaportinu kl. 15:00 í dag föstudag Hjalti Ursus, Magnús Ver gPk og fleiri ætla að lyfta einu tonni ..., Allir veikomnirl! Krafmikill kaupauki í Kelaportinu Alla föstudaga Otrúlegt úrval Odýrt, 0 af vörum einstakt og á göðu verði ævintýri líkast Markaðstorg KOLAPORTIÐ OPIÐ OPIÐ ALLA FÖSTUDAGA OPIÐ LAUGARDAGA SUNNUDAGA 12-18 11-17 Antik Frímerki Austurlensk teppi Asíuvara Kempudót Heimilistæki Geisladiskar Fataefni Snyrtivörur Skartgripir Verkfaeri Leikföng Skófatnaður Myndir Fatnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.