Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 37
 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gaf út ritsafn sitt í lifanda lífí Sænski rithöfundurinn Carl Jonas Love Almquist átti rysjótta ævi að sögn Arnar Ólafssonar, varð m.a. að flýja frá skóla- stjórastarfí og gerði stórskuldugur tilraun til að myrða okurlánara sinn með eitri. CARL Jonas Love Almquist (1793- 1865) er talinn með helstu rithöf- Iundum Svía. Hann átti rysjótta ævi. Menntaðist í Uppsölum sem guð- fræðingur, gerðist kennari, heillað- ist af dulspeki 17. aldar mannsins Swedenborgs. Hann gerðist róttæk- ur stjórnarandstæðingur og varð því að hverfa frá skólastjórastarfi 1841, fékkst síðan mest við ritstörf. Hann varð stórskuldugur okurlán- ara, reyndi að myrða hann með eitri, og varð að flýja til Ameríku 1851, dó svo fimmtán árum síðar á heimleið- inni í Bremen. Almquist gaf bæði út einstakar bækur, ritgerðir, skáldsögur o.fl., en auk þess hafði hann þá sérstöðu að gefa út ritsafn sitt í lifanda lífi. Rammi þess er samtal tveggja vina í veiðihöll, þeir bera svo hin ýmsu verk Almquists fram hvor fyrir ann- an. Ritsafnið ber yfirleitt titilinn Þyrnirósarbók., en stundum auk þess: Reikandi hind, Frjálsir hugar- órar... Fyrst komu þrettán bindi á árunum 1833-1840, en fjórtánda. viðbótarbindið birtist flóttaárið 1851. En svo kom ný syrpa undir sama titli, 1.-3. bindi, 1839, 1849 og 1850! Reyndar dregur það svolítið úr ruglinginum að syrpurnar eru að- skildar eftir broti (sú fyrri heitir duodes, en sú síðari imperialoktav). Og frá upphafi var þetta skipulagt sem tvær syrpur, sú seinni með eldri ritum og háleitari. Þetta rit- safnsform hefur m.a. þann kost, að Almquist gat fljótt og vel svarað gagnrýni á rit sín, útlistað þau sjálf- ur, o.fl. Fræðileg heildarútgáfa rita Almquist birtist í 21 þykku bindi uppúr 1920. En á henni byggist ný útgáfa Gidlunds fórlag, sem á ekki að verða eins stór, nú er stærri syrpan að verða útkomin í fimm bindum, En auk þess eru komnar tvær sjálfstæðar skáldsögur, og meginrit höfundar um hverskyns málefni sem á dagskrá voru, Mono- grafi (1845). Fjórða bindi fyrri syrpu Þyrni- rósarbókar er skáldsagan Steina- sörvi drottningar (Drottningens juvelsmycke), en hún er talin helsta verk Almquist. Þetta er meðalstór skáldsaga sem birtist fyrst 1834, og fjallar m.a. um morðið á Gústaf III Svíakonungi 1792. En á framsviði eru ástfangin ungmenni, eins og tíska var í skáldsögum þá og löngum síðar. Hér eru þau tvö af hvoru kyni, og leiðir það til margháttaðs mis- skilnings og afbrýðisemi. En meira ber þó á ungri stúlku, Tintomara, sem oft gengur þó í karlmannsföt- um, og verða því hin fjögur öll ást- fangin af henni/honum. Þessi kynja- ruglingur var einnig vinsæll á þessum tíma, en auk þess er þessi undurfagra persóna tengiliður á margan annan hátt. Með lygilegum hætti hefur hún alveg sloppið við kristilegt uppeldi, og er það dæmi þess hve saklaust náttúrubarn hún er, hún er laundóttir konungs, og leynileg leiksystir yngra hálfbróður síns, prinsins, heimagangur í höll- inni, og stelur þar djásninu sem sag- an heitir eftir, en bara til að móðir hennar, sjúk og blásnauð, geti glatt augu sín við það eina kvöldstund, síðan mistekst reyndar að skila því aftur. Þetta er í orðsins fyllstu merk- ingu rómantísk saga, en fer þó illa. Helstu kostir hennar eru myndræn- ar lýsingar á umhverfi, oft dularfull- ar, því hér er mikið um undirferli og dularbúninga. En helsti gallinn finnst mér vera, að persónur eru einhliða (týpur), og allt tal þeirra sömuleiðis, mikið er um yfirborðs- legar endurtekningar. Satt að segja á ég erfitt með að skilja hve mikið er látið með þessa sögu, og dettur helst í hug orð viturs skálds, í bók- menntafræðum verða til klisjur ekki síður en í skáldskap. Eftir að skáld- saga hefur einu sinni verið úthrópuð sem meistaraverk tímans, eða tím- ans tákn, éta menn það oft gagnrýn- islaust upp hver eftir öðrum öldum saman. Onnur skáldsaga, Columb- ine eða dúfan frá Skáni er samtíma- saga frá Svíþjóð, en Almquist lagði ekki síður fyrir sig fjarlægar slóðir og fyrri tíð, svo sem mjög var þá vinsælt. Þessi samtímasaga er hin væmnasta vella, um stéttaskiptingu og saklausa vændiskonu, líkt og í Leyndardómum Parísar eftir Eug- ene Sue eða sumum sögum Dickens, svo vitnað sé til samtímabókmennta sem ýmsir lesenda þekkja. Satt að segja er erfitt að gera upp við sig hvort þessum höfundum var alvara, eða þeir voru bara að vinna fyrir sér með því að þjóna afleitum smekk samtímans. Ritgerðir Almquists Ritgerðir Almquists þykja mér stórum merkilegri, það sem ég hefi séð. Þær eru einnig gjaman í formi samtals vinanna tveggja. Og þetta eru merkilegar pælingar. Einna fyr- irferðarmest er Almquist Mono- grafi, þar sem fjallað er vítt og breitt um kirkjumál, stjórnmál og skáldskap. A.m.k. hvað hið síðast- talda varðar er greinilegt að Alm- quist hefur lesið þýska hughyggju- spekinga samtímans, svo sem Fichte og væntanlega Hegel, þetta eru nokkuð loftkenndar hugleiðing- ar um þróun stig af stigi, þar sem hið nýja er afneitun hins gamla, eðli frásagnar er andstætt eðli leikrita, en ljóð eru samspil beggja þessara forma, o.fl. mætti telja. Þar er margt merkilegt, t.d. segir hann að fornfræg eining leikrits merki hvorki að það skuli gerast á einum stað né samfelldum tíma, heldur stefna að samræmingu eðlisþátta skapgerðar meginpersónu, líkt og annað líf sé takmark þessa í trúar- brögðum. Þannig séu leikrit í eðli sínu trúarleg, en skáldsögur (Epik) heiðin, því í margbreytileika þeirra öðlist jafnvel náttúran líf og pers- ónuleika. Merkilegt er að til að boða hlutlæga frásögn í skáldsögum, not- ar hann nánast sömu líkingu og Flaubert varð frægur fyrir síðar; að í skáldsögu sé höfundur líkt og guð í náttúrunni, alstaðar nálægur og virkur, en aldrei sjáist hann né heyrist. Ljóðleikur Almquist, Don Ramido, segir frá syni Don Juan, sem gefst upp á ástinni, því allar unnustur hans reynast vera hálf- systur hans. Samtalið „Listin að ljúka leikritum" frá 1835 tekur fyrir aðfinnslu á þeim ljóðleik, að lokin séu þokukennd. En Almpuist svarar því hér til, að þannig sé lífið sjálft, hitt einkenni léleg listaverk, að allt gangi upp og sé ljóst, það séu rit: gerðir, dulbúnar sem skáldverk. I öðru riti „Om poesi och politik “ rek- ur hann að skáldrit verði lítilfjör- legt, sé það látið þjóna tilgangi utan sín, hversu góður sem sá tilgangur þyki. Það verði að sameina mismun- andi eðlisþætti ritsins um innra markmið þess, aðeins þannig geti það haft pólitísk áhrif, þ.e. þau að birta sálarlíf fólksins í landinu. Ekki er hér rúm til að rekja fleira úr þessu athyglisverða ritsafni, en það þyrfti að koma a.m.k. á opinber bókasöfn á íslandi. -----«-•----- Asmundur S Asmunds- son í Gallerí oneoone ÁSMUNDUR Ásmundsson heldur sýninguna Video ergo sum í Gall- eríi One o one og hefst hún laug- ardaginn 12. febrúar og stendur til 12. mars. Segir í tilkynningu að sýningin sé meinhæðinn út- úrsnúningur á einum af betri gullmolum gríska heimspekings- ins Platúns, cogito ergo sum. Opnunartími gallerísins er frá kl. 12 til 19 virka daga og 12 til 16 laugardaga. Nýr geisladiskur • JAPIS hefur tekið í dreifingu geisladisk með leikritinu „The Sea-king’s daughter" eftir orkneyska skáldið George Mackay Brown. Diskurinn er Berg(jot gefinn út í Skot- Arnalds landi af Saltire Society en íslenska leikkonan Berg- Ijót Arnalds fer með aðalhlutverkið. Leikritið gerist árið 1290 og fjallar um sjö ára stúlku, dóttur Eiríks 2, konungs yfir Noregi, en þrátt fyrir ungan aldur átti að krýna hana drottningu yfir Skotlandi. Þá var ákveðið að sameina Skotland og England með því að gifta hana Eng- landsprinsi. Á leiðinni frá Noregi til Englands fékk hún lungnabólgu og dó. Verkið gerist á ferð drottningar til Englands. Um borð í skipinu upp- lifir litla stúlkan frelsið í fyrsta sinn og lætur sig dreyma um að losna undan skyldum sínum við hirðina og lifa fábrotnu lífi. Dóttir sjávarkonungsins var áður flutt á Endinborgarhátíðinni 1993 en Bergljót Arnalds fór einnig með að- alhlutverkið í þeirri uppfærslu. Disknum vcrður dreift í allar helstu bókaverslanir og mun kosta 1.990 kr. útúrbúð. Bergljót Arnalds Vitinn Rás 1 • Kl. 19.00 www.ruv.is/vitinn FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 37 I L Útsölulo GötumarkaSsstemmning frá föstudegi til sunnudags. Allar verslanir opnar. I 3 Þ H R S E M fn J R R T H Ð 5 LIE R PPLÝ5IHBRSÍMI 58B 7788 SKHIFSTOFUSfMI 568 921
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.