Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 49 komin og var þeirra hægri hönd eftir að amma hennar missti heilsuna. Lúðvík var hafsjór af fróðleik. Sumarið 1998 fór Helga Sæunn með afa sínum í ferðalag á æskuslóðir hans á Snæfellsnesi og vakti það at- hygli hennar að hann kunni öll ör- nefni sem fyrir bar á leiðinni og mun fleiri en eru á landakorti. Hann var hógvær maður og höfð- ingi heim að sækja. Synir okkar tveir, sex og átta ára, höfðu mjög gaman af því að heimsækja Lúlla langafa sem tók þeim ávallt fagn- andi. Lúðvíks er sárt saknað og þegar kona mín tilkynnti mér lát hans, sett- ist ég niður með sonum mínum og skýrði út fyrir þeim hvað hafði komið fyrir. I harmi okkar bað ég þá að teikna myndir af því sem nú tæki við. Strákarnir teiknuðu „Lúlla langafa" í kistu og engil sem steig upp af kist- unni til himnaríkis þar sem hann hitti aðra engla og sína kæru eigin- konu. Ég sendi ættingjum og vinum Lúðvíks innilegar samúðarkveðjur um leið og ég þakka liðin kynni við leiðarlok. Þórir Schiöth. Ein af bernskuminningum mínum upp úr 1950, er foreldrar mínir bjuggu í kjallaranum í Skálholti í Olafsvík, hjá hjónunum Víglundi Jónssyni og Kristjönu Tómasdóttur, var að heyra Víglund minnast á, að hann hefði verið að tala við hann Lúðvík, um einhverjar útréttingar fyrir sunnan. A þessum árum var Lúðvík með- eigandi Víglundar í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Hróa h/f. Sá Lúðvík þá að mestu um samskipti við banka og aðrar útréttingar fyrir fyr- irtækið sem gera þurfti í Reykjavík. Um þetta leyti gerðu einnig móð- urbræður mínir, þeir Guðni og Sum- arliði Sumarliðasynir, út vélbátinn Haföldu. Lúðvík var hvatamaður að þeirri útgerð og því að þeir fóru fyrstir manna að nota þorskanet við Breiðafjörð. Þá var ekkert bankaútibú á Snæ- fellsnesi og í Ólafsvík var sparisjóð- urinn opinn tvo daga í viku, tvær klukkustundir í senn, en hafði ekki bolmagn til að þjóna atvinnufyrir- tækjunum, svo allt varð að sækja til Reykjavíkur. Því hefur Lúðvík átt mörg sporin og marga áhyggju- stundina í þágu atvinnulífsins í Ólafsvík. Lúðvík kom víðar við í atvinnu- málum á Snæfellsnesi, hann lagði t.d. gjörva hönd á plóg þegar komið var upp frystihúsi í Grafarnesi við Grundarfjörð um 1940. Upp úr því fór að myndast þar húsaþyrping og byggðarkjami, sem síðar varð hinn blómlegi útgerðarstaður Grundar- fjörður. Eftir góða vertíð upp úr 1950 voru þeir félagar Víglundur og Lúðvík að velta fyrir sér hvernig þeir ættu að ráðstafa þeim arði sem varð af starf- seminni. Ein hugmyndin var, þar sem þeir gátu fengið innflutningsleyfi fyrir fólksbíl, að þeir keyptu saman bíl sem Lúðvík gæti haft fyrir sunnan á vetruna en Víglundur í Ólafsvík á sumrin. Lúðvík hafði ekki bílpróf svo hann lagði til að þeir keyptu heldur efni í bogaskemmu sem kaupa mætti frá Englandi fyrir hagstætt verð og væri heppileg til að geyma og pakka skreið. Og það varð úr að Lúðvík fór í að afla leyfa og kaupa skemmuna „hans Villa“ sem síðan hefur staðið í daln- um inn við Hvalsá. Lúðvík sem alinn var upp í Stykk- ishólmi missti föður sinn þegar hann var á 10. ári. Næstu árin var hann langdvölum hjá Bjarna föðurbróður sínum og Steinunni konu hans í Einarsbúð á Brimilsvöllum og minntist hann oft á Bjarna og ávallt með hlýju og virð- ingu. Ómmu minni, Guðríði Pétursdótt- ur, var annt um föðurlausa drenginn hann Lúðvík, sem einnig leitaði til þeirra í Félagshúsi í Ólafsvík. Hún naut að sönnu tryggðar hans og art- arsemi þótt ungur væri, eftir að hún missti afa minn frá fimm börnum þeirra árið 1930. M.a. orti Lúðvík fagurt erfiljóð eftir Sumarliða föðurbróður sinn sem ömmu minni þótti ákaflega vænt um. Þannig voru tengslin frá fyrstu tíð einlæg og traust við ættingja hansogvini. Lúðvík var ákaflega agaður mað- ur og beittu þau hjón sig miklum vinnuaga við samningu allra þeirra fræðirita sem eftir þau liggja. Þetta kom eðlilega niður á þeim tíma sem þau höfðu til að sinna sjálfum sér og sínum nánustu. Ég átti hins vegar því láni að fagna að búa í nágrenni við Lúðvík og Helgu, eftir að megin- starfi þeirra lauk og tíminn varð rýmri. Stundirnar í stofunni á Álfaskeið- inu eru mér ógleymanlegar. Einurð, háttvísi og lifandi áhugi íyrir öllu sem viðkom skyldfólki, líf- inu heima í Ólafsvík og á Nesinu öllu, líða seint úr minni. Oft var hugurinn floginn langt aftur fyrir mitt minni og umræðan snerist um fólk og at- burði á fyrri hluta aldarinnar. Þarna var setið við fróðleiksbrunn sem skenkti af rausn. Einhverju sinni hringdi dyrabjallan og Helga fór til dyra. Þegar heyi'ðist til komumanns stóð Lúðvík upp, rétti mér höndina brosandi og sagði: „Nú er kominn maður sem ég þarf að tala við, þakka þér kærlega fyrir komuna, Egill minn.“ Ég segi frá þessu af því hve gott er að umgangast mann sem er hrein- skiptinn og jafn háttprúður og Lúð- vík var. Eftir að Helga dó fórum við frændurnir vestur einn dag á sumri og fram af suður aftur samdægurs. A leiðinni vestur Mýrar og hreppana var hann sífellt að benda mér á kennileiti sem hann þuldi upp nöfnin á fyiirhafnarlaust. Venjulega var komið í Stykkishólm um hádegi og var þá föst regla hjá honum, að bjóða mér í hádegismat á hótelinu. Það var ávallt hátíðarstund að sitja við gluggann og horfa til eyjanna. Þá taldi hann upp fyrir mér nöfnin á eyj- unum og sagði frá lúðuróðrum sem hann fór með Kristjáni föður sínum sem kornungur dregnur. Eftir há- degið var farið að heimsækja æsku- félagana Jóhann Rafnsson og Unni konu hans. Þar gengu þeir aldavin- irnir um hólinn þar sem þeir slitu bamsskónum báðir. Þau Lúðvik og Helga áttu mikið bókasafn sem hann var staðráðinn í að varðveitt yrði á Snæfellsnesi. Nið- urstaðan varð sú að hann færði Bókasafni Ólafsvíkur bækurnar að gjöf og nefndi það Helgusafn en Helga kona hans var fædd og upp- alin í Ólafsvík. Ólsurum er bæði akkur og mikill heiður að þessari gjöf og verði rækt- arsemi hans endurgoldin, mun safn þetta bera byggðarlaginu vænan ávöxt um ókomin ár. Seinustu árin fór hann til Ólafs- víkur á sumrin og dvaldi þá hjá for- eldrum mínum nokkra daga í senn, heimsótti þá vini sína og frændfólk bæði í föður og móðurætt, á sinn skipulagða hátt. Það var einsog hann væri nú að koma aftur til að loka hringnum. Lúðvík átti kjark og starfsþrek at- hafna- og fræðimannsins, sem hann nýtti á þann hátt sem alþjóð er kunn- ugt og seint verður fullþakkað, en hann átti einnig spor í atvinnusögu Snæfellinga sem eigi hefur verið á loft haldið. Hin styrka skaphöfn hans ein- kenndist af festu, háttvísi og trygg- lyndi. Og móðir mín bætir við: „Hand- takið, það var svo þétt og brosið svo hlýtt þegar hann heilsaði og kvaddi.“ Egill Þórðarson. Samleiðis fórum við urðir og engin en áðum í hóp yfir nætur. - Margur er drengur úr göngunni genginn og getur ei komist á fætur. (StG.St) Einn af öðrum hverfa þeir á braut gömlu félagarnir sem sett hafa svip sinn á félagið okkar um áratuga- skeið. Sæti þeirra er vandfyllt og menningararfurinn sem þeir skilja eftir sig er dýrmætur. Lúðvík Kristjánsson rithöfundur hefur nú lokið göngu sinni meðal okkar hér á jörð. Hann var Snæfellingur í marga ættliði, fæddur í Stykkishólmi 2. september 1911, sonur hjónanna Kristjáns Ólafssonar frá Jaðri í Ólafsvík og Súsönnu Einarsdóttur. Lúðvík gekk í barnaskóla í Stykkis- hólmi og sýndi þá strax sérstaka námshæfileika. Hann ákvað að ganga menntaveginn þrátt fyrir erfiðan fjárhag. Til að afla sér fjár fór hann 15 ára gamall til Isafjarðar og réð sig þar á skútu. Stundaði svo nám við Flensborg á vetrum en sótti sjó á sumrin. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Flensborg árið 1929. Vetur- inn 1929-30 kenndi hann í Fróðár- hreppi. Kennaraprófi lauk hann árið 1932 og stundaði síðar nám við Há- skóla íslands. Á námsárum sínum hóf Lúðvík fræðistörf. Fékkst hann þá við söfn- un örnefna á Snæfellsnesi og skrifaði auk þess margar greinar um Snæ- fellnes. Lúðvík er nú löngu landsþekktur rithöfundur. Eftir hann liggja mörg og merk skrif, einkum um sögu lands og þjóðar. Má þar sérstaklega nefna bækurnar íslenskir sjávarhættir, sem komu út á árunum 1980-86. Það er fimm binda verk í stóru broti, hátt á 5. hundrað blaðsíður og er ómetan- legur fróðleikur um fyrri tíma fisk- veiðar við Island og allt sem að sjáv- arnytjum lýtur. Lúðvík var sæmdur heiðursdokt- orsgráðu Háskóla íslands árið 1981. Kona Lúðvíks var Helga Jóns- dóttir Proppé, hún lést 1. apríl 1989. Þau eignuðust þrjú börn, Vénýju, Véstein og Arngeir. Lúðvík var alla tíð mikill Snæfell- ingur. Hann var einn af stofnendum Félags Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík og varaformaður í fyrstu stjóm þess og var virkur í þeim fél- agskap alla tíð. Hann var lengi í stjórn FSH, tók þátt í störfum og samkomum þess og skrifaði greinar í Snæfelling. Á síðastliðnu hausti átti Félag Snæfellinga og Hnappdæla 60 ára afmæli. Þá birtist í afmælisriti Snæ- fellings viðtal við Lúðvík þar sem hann greindi frá mörgu frá fyrri tíma og sagði frá fyrstu starfsárum fél- agsins. Lúðvík var þá einn eftirlif- andi úr fyrstu stjórn FSH og heið- ursfélagi. Á afmælisfagnaði FSH 6. nóvember í haust var honum veitt gullmerki félagsins. Við það tæki- færi hélt hann ræðu. Vakti það at- hygli og aðdáun manna hversu minn- ugur og greinargóður hann var og hversu vel honum fórust orð um samstarfsmenn sína í félagsmálum. Lúðvík var einstakur fræðimaður og nýtti hæfileika sína til að miðla fróðleik til hins síðasta. Ailt líf verður gengt, meðan hugur og hönd og hjarta er fært til að vinna. Og gröfin er ljúf fyrir geiglausa önd, og gott er að deyja til sinna. (SLG.SU Félagar Lúðvíks í Félagi Snæfell- inga og Hnappdæla í Reykjavík vilja nú að leiðarlokum þakka honum fyr- ir liðnar samverustundir og biðja honum blessunar í nýjum heimkynn- um. Börnum hans, fjölskyldu og öðr- um ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Emilia Guðmundsdóttir, formaður FSH. Allra bíða feigðarföllin, foma Hel sér markarviðu. (Fomólfur.) Þessar ljóðlínur flugu mér í hug þegar mér vai' tjáð að dr. Lúðvík Kristjánsson væri við dauðans dyr. Ég hitti hann heilan á húfi um síð- ustu áramót. Hvergi mátti greina að hann væri nokkuð farinn að fella af andlega þrátt fyrir háan aldur. Minnið var óbilandi og áhuginn á því sem var að gerast í heimi fræðanna sá sami og áður þó að greina mætti að líkaminn væri farinn að láta und- an fargi áranna. Hann var að því leyti eins og fleygur fugl í hrörlegu hreiðri. Mér kom síst í hug að þetta yrðu síðustu samfimdir okkar. Ekki veit ég hvað honum bjó í huga þegar hann fylgdi mér til dyra og kvaddi mig innvirðulegar en nokkru sinni fyrr. Áratuga kynni okkar urðu að gró- inni vináttu. Ég var tíður gestur á heimili Lúðvíks og Helgu konu hans. Þau voru einkar góð heim að sækja. Mér fannst dvölin hjá þeim líkust því sem ég væri sestur hjá Sögu við Sökkvabekk svo margfróð voru þau bæði um menn og málefni forn og ný. Ég ætla að ég hafi ekki í annan tíma lært meira um hið daglega líf horf- inna kynslóða en í ferð um Snæfells- nes með þeim hjónum. Nesið var æskustöðvar þeirra og það mátti næstum því segja að þau þekktu sögu hverrar þúfu. Meðan á ferðinni stóð skartaði Snæfellsnes sínu feg- ursta. Það kom ekki einu sinni skýja- drag á jökulinn meðan við vorum í ferðinni. Dritvík, Lóndrangar, Þúfu- bjarg, Arnarstapi, Breiðavík og Staðastaður blöstu við augum. Þar eru heimar horfins tíma, hundraða ára falin í grundu, orti afabróðir hans og hvert sem litið var virtist landið fullt af lífi og yndi, lá og straumar og vötnin bláu. (Fomólfur.) Á sviði íslenskra fræða var dr. Lúðvík Kristjánsson einn af afreks- mönnum þessarar aldar. Enda þótt hann ætti á brattann að sækja að afla sér menntunar sigraði „fýsnin til fróðleiks og skrifta“ allar torfærur. Hér verða ekki talin upp öll verk hans, en þeim er það sameiginlegt að verða um ókomna tíma sá grunnur sem rannsóknir síðari tíma munu hafa hitann úr. Lúðvík var manna ódeigastur við að leita uppi þau mið þar sem heimildir var að finna sem ekki voru í alfaraleið. Fyrir bragðið bjargaði hann frá gleymsku og glöt- un mörgu þvi sem annars hefði sokk- ið í tímans Stórasjó. Hann gat því gert ljóðlínur afabróður síns að sín- um þegar hann kvað: Kyrrlát önn skal klungrin erja kafa til alls, þótt djúpt sé að grafa. Þannig var verklag Lúðvíks. Það björgunarstarf sem hann vann með ritun íslenskra sjávarhátta verður seint ofmetið, og svo var raunar um flest hans verk þó að Sjávarhættina beri hæst, enda óvíst að nokkurt áþekkt verk sé að finna á plánetu þeirri sem við byggjum. Nú þegar hann er allur er okkur sem eftir lifum og höfum setið undir árum á fleytum íslenskra fræða efst í huga þakklætið fyrir að mega búa að því sem hann hefir markað og dregið í land á langri ævi handa óbomum kynslóðum, en við sem nutum vin- áttu hans og trygglyndis minnumst hans ekki síður með eftirsjá hins missta. Aðalgeir Kristjánsson. Ungur að árum kynntist ég Lúð- vík, þegar hann kom í heimsókn til foreldra minna, en faðir minn Jón Magnússon frá Stykkishólmi og hann voru æskuvinir. Mér er það minnisstætt að þeir ræddu oft um gamla daga í Hólminum. Ekki óraði mig fyrir þá, að ég ætti eftir að vinna í áratugi með Lúðvík að gerð hins mikla ritverks hans um líf og störf ís- lenzkra sjómanna. Með þessu mikla ritverki bjargaði hann ómetanlegri vitneskju um sjósókn Islendinga frá upphafi og fram að þilskipunum. Fimm bindin „íslenskir sjávarhætt- ir“ er einstakt sinnar tegundar í heiminum, en engar aðrar þjóðir eiga sambærilegt ritverk. í marga áratugi safnaði Lúðvík heimildum og ræddi við ótal menn og konur vítt og breitt um landið, sem þekktu vel til tíma áraskipanna. Lúðvík var nákvæmur vísinda- maður og hafði sérlega gott lag á að fá gamla fólkið til að segja frá og rifja upp nær gleymd vinnubrögð og atburði sem tengdust sjósókninni. Við fórum margar ferðir um allt land þangað sem einhvem fróðleik var að fá, og margar af þessum fer'ð- um voru miklar slark- og háskaferðir til afskekktra staða. Oft var farið í lé- legum bflum og opnum trillum, en í ákafanum að ná í fróðleik, komst kuldi og bleyta ekki að í huga Lúð- víks. Afköst hans voru með ólíkindum og hann vann jafnan langt fram á nætur, en ósjaldan hringdi hann í mig eftir miðnætti, til að ræða frekar um þau atriði sem hann var þá að vinna úr. Ekki má gleyma samvinnu þeirra hjóna Lúðvíks og Helgu Proppe konu hans, því hún var hans hægri hönd við gagnasöfnun og skipulag á öllum heimildum. Það var ekki svo lítið álag á Helgu, þegar við Lúðvík drógum stundum stórlúður og annan fisk inn í eldhús og gerðum að á eldhúsborðinu, til að hægt væri að teikna upp vinnubrögðin og hvemig skipting fiskjarins var í hin- um ýmsu landshlutum. Það mætti skrifa heila bók um vinnuna við íslensku sjávarhættina, og það gerir áreiðanlega einhver síð- ar. Eftir Lúðvík liggja einnig margar aðrar bækur, ritgerðir og greinar í blöð og tímarit. Ævistarf hans er mikið að vöxtum og íslenzku þjóðinni mikils virði að hafa eignazt svoná mann sem bjargaði slíkum menning- arverðmætum frá glötun. Við meg- um ekki gleyma fortíðinni og því sem forfeður okkar byggðu upp komandi kynslóðum til handa, þetta var kjarninn sem framtíð okkar nærist á. Ég á Lúðvík mikið að þakka og mikinn lærdóm fékk ég af samvinn- unni við hann, og mikill heiður féll mér í skaut að gera skýringateikn- ingar í ritverkið „íslenzkir sjávar- hættir". Fram undir það síðasta fylgdist Lúðvík með því sem ég er að gera varðandi heimildamyndir um allar þekktar gerðir áraskipanna og hvatti mig áfram við það verk. Um leið og ég og kona mín kveðj- um okkar góða vin Lúðvík Kristjáns- son vottum við börnum hans og öðr- um aðstandendum okkar innilegustu samúð. Bjarni Jónsson listmálari. Við fráfall dr. Lúðvíks Kristjáns- sonar rifjast það upp, að sú var tíðin, þegar leið mín lá æði oft suður á Álfaskeið í Hafnarfirði. Það hófst kvöld eitt haustið 1963. Við Lúðvík höfðum kynnzt í gamla safnahúsinu, þai’ sem við vorum tíðir gestir. í þá daga reyktum við báðir og þurftum því alltaf öðru hvoru að bregða okkur niður í anddyii hins virðulega húss. Þar mátti reykja. Eftir á að hyggja sé ég, að einmitt þarna hef ég fyrst kynnzt mörgum merkum samferða- SJÁNÆSTU SÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.