Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 51 BIRGIR BRYNJÓLFSSON + Birgir Brynjólfs- son fæddist í Reykjavík 14. maí 1933. Hann lést í Reykjavík 3. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guðný Helgadóttir, f. 11. ágúst 1897, d. 20. júlí 1994 og Bryjólfur Jóhannesson, f. 3. ágúst 1896, d. 8. apr- íl 1975. Systur Birgis eru Kristjana, f. 24. nóvember 1923, maki Bjarni Björns- son, f. 13. júní 1920. Anna Pálína, f. 30. júlí 1927, maki (skildu) Sigfús Daðason, f. 20. maí 1928, d. 12. desember 1996. Helga, f. 1. október 1931, maki Hrafn Tulinius, f. 20. apríl 1931. Fyrri kona Birgis, 17. mars 1967, var Anna Guðrún Jónsdótt- ir, f. í Reykjavík 20. desember 1945, d. 2. febrúar 1979, (þau skildu). Forldrar hennar eru Þórgunnur Ársælsdóttir, f. 2. júlí 1915, d. 6. janúar 1972, og Jón Steingrímsson, f. 27. júlí 1914. Börn Birgis og Önnu Guðrúnar eru Brynja Ósk; f. 4. maí 1967, maki Sveinur ísheim Tummas- son, f. 13. nóvember 1967. Jón, f. 26. ágúst 1968, maki Ásthildur Ágústdóttir, f. 2. janúar 1971. Seinni kona Birgis, 17. maí 1994, (skildu) var Sylvia Lorraine Kjartansson, fædd á Hecla Island í Manitoba 22. októ- ber 1942. Foreldrar hennar voru Krist- jana Grímólfsson, f. 9. nóvember 1907, og Jón Ágúst Kjart- ansson, f. 24. ágúst 1898. Þau eru bæði látin. Synir Birgis og Sylviu eru Justin Þór, f. 9. janúar 1980, og tvíburarnir Stephan Már og Er- ic Sigmar Torfi, f. 10. desember 1985. Fósturbörn Birgis og börn Sylviu eru Bradley John Finnsson, f. 2. jan- úar 1961, Denise Finnsson Hewitt, f. 16. mars 1962, hún á fjóra syni, og Veloy Finnsson Gil- hen, f. 29. aprfl 1964, hún á tvö börn. Birgir lauk prófi frá Verslun- arskóla íslands 1952 og var næsta ár í verslunarskóla í Eng- landi. Eftir það stundaði hann verslunarstörff í Reykjavík, þar til hann fluttist til Winnipeg árið 1970, þar sem hann stundaði einnig verslunarstörf. Hann var ræðismaður Islands í Winnipeg frá 1981 til 1994. Hann fluttist til íslands í árslok 1993 og á seinni árum var hann sjálfstætt starf- andi sendibflstjóri í Reykjavík. Útför Birgis fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Birgir Brynjólfsson hafði fengið ríka sköpunargáfu í vöggugjöf, var eiginlega maður leikhússins, rétt eins og pabbi hans. Hann notaði þessa eiginleika sína í viðskiptum, stundum af skynsemi en stundum ekki af nægilega mikilli varkárni. Hjónaband hans og Sylvíu gekk eins og í risabylgjum; með hæstu öldutoppum og dýpstu dölum. Þau voru glæsilegt par eins og nýstigin út úr ævintýri, og bjuggu yfir töfrum og stíl sem var með því besta sem við áttum að venjast. Hvar sem þau komu, á sínum fyrstu árum, vöktu þau verðskuldaða athygli og allir hefðu viljað vera í þeirra sporum. Viðskiptavit og innsæi Birgis leið oft fyrir ákafa löngun hans til að sigra, jafnvel þar sem engin leið var að ná árangri. Hann skorti í raun götustrákaslægðina sem tíðkast í viðskiptalífmu. Birgir var opinn, heiðarlegur og umhyggjusamur; sem ekki teljast góðir eiginleikar í heimi viðskiptanna, þar sem ákveð- inn skammtur af kænsku er nauð- synlegur, til að ná árangri. Birgir vann um skeið við blaðið Lögberg/ Heimskringlu. Þar sameinuðust kraftar hans og Tom Oleson sem var ritstjóri blaðsins og það voru bestu dagar Birgis í Nýja íslandi. Skrif hans voru skörp, fyndin, snjöll og gjarnan afar frumleg. Á þessum ár- um þegar við - ásamt Tom og Birgi - vorum að reyna að endurreisa blaðið skein sól blaðsins hvað skærast á seinni árum. Birgir galdraði auglýs- endur upp úr skónum og þeir treystu okkur fyrir peningunum sínum. Við ferðuðumst um Interlakesvæðið milli Manitobavatns og Winnipeg- vatns, um Norður-Dakóta og mætt- um á allar samkomur Þjóðræknisfé- lagsins um Kanada þvert og endilangt. Þetta var hin besta skemmtun, og návist mín við þá gerði miklar kröfur til vitsmuna minna. Minningarorð Birgis í jarð- arförum þekktra íslendinga eru ógleymanleg og orðlögð. Þegar Loma og Terry Tergesen misstu son sinn, Soren, þá spann Birgir sögu- þráð um Tergesen-fjölskylduna, frá afanum og föðurnum til sonarins. Af öðru tilefni, þegar hann var að kynna nýja Fjallkonu, leiddi hann áheyr- endur sína í ýmsar áttir, og lét þá halda að fjölmargar góðar konur hefðu orðið fyrir valinu, áður en hann lyfti hulunni af leyndarmálinu og upplýsti hver hin útvalda var, að lokum. Niðurstaðan kom öllum á óvart eftir þá ferð sem Birgir hafði leitt áheyrendur í; slíkar voru snilld- arræður Birgis. Margt fleira mætti segja um Birgi; um þennan spennandi og tor- ræða mann mætti skrifa heila bók. Hér hefur verið drepið á örfá atriði til að reyna að lýsa því sem ég reyndi í návist hans þegar hann var kjör- ræðismaður okkar fyrir ísland - og vinur minn. Ég minnist þesssa vinar míns hlýj- um huga; sérstaklega man ég eftir faðmlagi okkar þegar við síðast hitt- umst og hétum hvor öðrum ævi- langri vináttu. Líf hans hér í Nýja íslandi var oft erfitt en á engu síður ríkan þátt í því að sá grunnur varð til, sem við nú byggjum á fjölþætt og varanlegt samband Kanada og Is- lands. Neil Bardal, Svartárkoti við Húsavík í Nýja fslandi. Birgir Brynjólfsson var um árabil aðalræðismaður íslands í Sléttu- fylkjum Kanada. Það var ólaunað starf sem engu að síður krafðist ómælds tíma, mikillar aðgæslu og hæfileika til umgengni við fólk af ýmsum stærðum og gerðum. Við sem þá áttum heima í grennd við Birgi og fjölskyldu hans gerðum okkur fulla grein fyrir að hann tók ræðismannsstarfið föstum tökum, gætti sóma þjóðar sinnar í hvívetna og var ólatur við snúningana, svo að ekki sé dýpra í árinni tekið. I hverju máli sýndi hann árvekni og dugnað, en verkefnin voru mörg, og á stór- hátíðum þegar gestakomur vestra frá Islandi bar við hámark hefði mátt ætla að þau hlæðust upp, en ein- hvern veginn tókst Birgi ávallt að leysa hvern vanda tafarlaust, jafnvel þótt fyrir kæmi að honum væri gert að mæta til leiks á tveim eða fleiri stöðum samtímis. Ekki höfðum við áður kynnst manni sem væri Birgi sporröskari og fáa eða enga þekkt- um við sem leystu vanda annarra með sama gleðibragði og hann. Ræðismannsstarfinu gat þó Birg- ir helgað tómstundir einar. Á átt- unda áratug nýliðinnar aldar stofn- uðu þeir Jóhann Sigurðsson innflutningsverslunina Islandia með aðalbækistöðvar í Winnipeg. Varð frami þess fyrirtækis mjög skjótur og hefur hvorki fyrr né síðar sést annað eins magn af íslenskum ullar- vörum í Norður-Ameríku og þegar þeir Jóhann og Birgir dreifðu Ála- fossprjónlesi um Kanada þvert, allar götur frá Nýfundnalandi og vestur á Kyrrahafsströnd. Ekki er við þá fé- laga að sakast fyrir lélegar en vita- skuld ódýrar eftirlíkingar sem purk- unarlausir kaupahéðnar þar vestra, ættlausir með öllu og af alóíslensku þjóðerni, létu gera í massavís af ís- lenskum peysum frá Álafossi og ginntu síðan saklaust fólk til að kaupa varninginn. Þetta var óheiðar- leg samkeppni og lék þá félaga grátt. Um sömu mundir varð Birgir einnig fyrir því mikla áfalli að heilsa hans bilaði allt í einu. Af frábærri karl- mennsku lét hann slíkt þó ekki aftra sér frá vinnu um alllangt skeið, en þar kom að lokum að byrðamar urðu of þungar svo að nú er hann allur. Undir lokin urðu örlögin þessum kappsama manni erfið, en góðar minningar eiga vinir hans og fjöl- skyldunnar um góða daga þegar margt var stai-fað og sól skein í heiði. Vinir hans vestan hafs og austan kveðja hann með virðingu og senda fjölskyldu hans allri hlýjar hugsanir og samúðarkveðjur. Haraldur Bessason. Birgir minn, þú varst alltaf svo hress og kátur. Það er svo tómlegt hér án þín. Það var alltaf gaman þeg- ar þú komst á stöðina. Við töluðum alltaf um daginn og veginn þegar við hittumst. Við hittumst líka stundum hjá Áma og töluðum þá um föður- bróður minn. Ég á eftir að sakna þessara samtala og þín, og þín verð- ur sárt saknað á sendibílastöðinni, sem sér á eftir góðum dreng. Megi guð styrkja Jón, og hin bömin þín, ættingja og vini í sorg- inni. Þínir vinir, Stefán og Aldis. Við sátum tvær .rússnesk vinkona mín og ég, við morgunverðarborðið á nýársdag og vomm að gefa forsjón- inni nýársheit inn í nýja öld. Við ætl- uðum aldrei framar að nota hugtak- ið; „ef ég bara hefði - “ eða; „af hverju gerði ég þetta ekki öðruvísi?" Og nú er aðeins rétt komið fram í febrúar á nýja árinu og ég er búin að kiksa á nýársheitinu. Það gerðist í gær þegar ég frétti lát míns góða vinar, Birgis Brynjólfssonar. Mín fyrsta hugsun var: Ef ég aðeins hefði haft meira samband við hann eftir að hann kom heim aftur eftir margra ára dvöl í Kanada. Ég minnist þess þegar ég sá hann aftur hér heima eftir svo langa fjar- vera. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Þarna var hann Birgir, stórglæsilegur eins og hann alltaf var, samt hafði ég frétt að hann væri nýrisinn upp úr langvarandi veikind- um þar sem honum var vart hugað líf. Ándlit hans var nú markað áram og djúpri reynslu, en slíkt hafði að- eins aukið á glæsileika hans. Samt var eins og einhver þjáning hefði sest að í augum hans, en þannig var það reyndar alltaf, líka þegar hann var ungur og við lékum saman í Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Hann lék Láka, óstýrilátan strákpjakk og ég fékk að vera Árdís, stúlkan að austan, sem hafði það af að eignast ást og aðdáun Láka. Við vorum bæði upprennandi leikarar með okkar fyrstu mikilvægu hlutverk. Og ég hef svo oft hugsað til þess hve heppin ég var að ég skyldi fá Birgi sem mót- leikara á þessum tímamótum. Því af öllum þeim góðu leikuram ólöstuð- um sem ég hef leikið með á fjöratíu ára leikferli hef ég aldrei fengið betri mótleik. Ég minnist þess þegar við stóðum baksviðs og biðum eftir að koma inn í nætursenuna í öðram þætti. Á framsýningunni seildist ég í örvæntingu eftir hönd Birgis því mér fannst frumsýningarskjálftinn alveg ætla að yfirbuga mig. Og það var tekið þétt og hlýlega í höndina á ræflinum og um leið fann ég að hans hönd titraði næstum eins ákaft og mín. Og síðan á hverri einustu sýn- ingu eftir þetta héldumst við í hend- ur eins og börn á meðan ljósin komu upp í umræddri nætursenu. Þó var skjálftinn farinn úr handtakinu því við höfðum fengið að upplifa þann mikla sigur sem þetta vinsæla verk Jökuls hafði hlotið. Við stofnuðum lítinn hóp áhuga- samra ungra leikara sem komum saman í heimahúsum og æfðum sen- ur úr klassískum verkum leikbók- menntanna og fengum svo Gísla Halldórsson, leikstjórann í Hart í bak, til að koma og horfa á okkur. Birgir var þar fremstur í flokki, log- andi af áhuga og starfsorku. - Svo hætti hann að leika. Vinnan í leik- húsinu reyndist honum og hans við- kvæma sálarlífi einhvernveginn of- viða. Ég þarf ekki að taka það fram hve sárt það var íyrir okkur vini hans og samstarfsmenn að hafa hann ekki lengur á meðal okkar. Þetta leiklistarbrölt ungu leikar- anna í heimahúsum gerði það að verkum að við komum oft á heimili Brynjólfs Jóhannessonar og Guðnýj- ar, foreldra Birgis. Því Birgir bjó þá enn í heima. Var þar gott að koma. Brynjólfur átti auðvitað aðdáun mína og virðingu fyrii' en aldrei datt mér í hug að þessi fallega og höfðing- lega kona hans væri svona skemmti- leg. Hún Guðný, mamma hans Birg- is, var gimsteinn sem lét það ekkert á sig fá að hafa veinandi Desdemónu undir misþyrmingum Óthellos í fína plusssóffanum í stofunni í Hvassa- leitinu. Fyrir nokkram árum var ég í veislu á heimili Önnu, systur Birgis. Börn Brynjólfs Jóhannessonar héldu þar uppá 100 ára afmæli sem faðir þeirra hefði átt og buðu þar heim í höfðinglega veislu þar sem við hittumst, gömlu vinirnir hans Binna. Þetta var ógleymanleg hátíð. Birgir sem var kominn heim eftir áralanga fjarvera hélt fallega ræðu fyrir hönd systkinanna og bauð okkur velkom- in. Ég gat ekki stillt mig um að hugsa þar sem ég stóð með kampa- vínsglasið og horfði á hann hvað stórkostlegt það væri að fá að leika á móti honum einu sinni enn. Svo frá- bærum leikara sem nú hafði einmitt aldur og glæsileika til að slá í gegn í annað sinn. Og nú brýt ég nýársheit- ið einu sinni enn og segi: Áf hverju gerði ég ekki eitthvað í því þá? Þó ekki hefði verið annað en að vekja upp Heimaleikhúsið okkar - nei, kæri vinur minn. Nú ertu far- inn - hér af okkar leiksviði - eitt veit ég samt að þótt mér tækist ekki að draga þig inn í leikhúsið þessi fáu ár sem þú varst hér hjá okkur eftir heimkomuna frá Kanada og ég eigi mína eftirsjá yfir því að hafa ekki séð til þess að hitta þig oftar og meira, þá varst þú umvafinn kærleika þess fólks sem stóð þér næst. Þú sagðir mér frá Jóni syni þínum og Önnu sem bað fyrir þér þegar þú lást hel- sjúkur í annarri heimsálfu og þú fannst nærvera þess máttar sem beðið var til og reist heill upp frá sjúkrabeði. Nú gengur þú inn á leiksviðið mikla, framfyrir þann föð- ur sem reisir þig við og elskar. Mig langar að geta haldið í höndina þína eins og forðum á hliðarsviðinu ag gefa þér styrk áður en ljósin koma upp og þú gengur inn í nóttina mjúku svo fulla af fyrirheitum þess frelsara sem elskar okkur. Guðrún Ásmundsdóttir. Lífið er fljótt, líkt er það elding semglamparumnótt. Það er ungur og einstaklega lífs- glaður maður sem hendir þessi or,ð skáldsins á lofti og ritar þau í bók, sem ætluð er til minja. Mynd hans sjálfs á sömu síðu bókarinnar segir söguna af lífsgleði, lífsþorsta; augun ljóma af æskufjöri og gáska. En hann dokar við og skrifar: Lífið er fljótt, líkt er það elding ... Þegar við, sem brautskráðumst með Birgi Brynjólfssyni fyrir tæp- um 50 áram úr Verslunarskólanum, rennum augum yfir leiðina okkar frá þeim tíma finnum við að hratt hefur miðað. Eðlislæg viðbrögð Birgis við andstreymi, sem ávallt raggar bátn- um, voru að mæta hverjum andbyr með gleðibrag. Víst virtust tækifær- in doka við hvert horn; Birgir átti til góðra að telja og hófst ungur handa f þá vera að ganga í fótspor hæfileika- ríks föður. Máske var hann á ein- hverjum stigum bjartsýnn um of, tók ekki nægilegt mark á hættuboðum. Leið hans lá vestur um haf og á ár- unum sínum þar reyndist hann mörgum samlöndum mikill velgjörð- armaður. En heim hingað kom hann aftur og byrjaði að nokkra á byrjun- inni á ný. Á áranum í Verslunarskólanum var Birgir í hópi þeirra, sem drógu vagninn í fjölbreyttu félagsstarfi en skólinn hefur ætíð verið þekktur fyr- ir slíkt starf meðal nemenda. Hann var dugmikill og drengilegur innan skólans. Og stopular samverastund- ir síðar vora alla tíð yndislegar, rétt eins og við hefðum skilist við skóla- dyr fáum dögum fyrr. Sorgin við fráfall Birgis Brypjólfs- sonar er djúp og sár. Henni deilum við bekkjarsystkin úr VÍ ’52 með ættingjum hans og vottum þeim ein- læga samúð. Hafi kær vinur hjartans þakkir. Sigurður E. Haraldsson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR GUÐRÚN ELÍASDÓTTIR, lést á Vífilsstöðum að morgni þriðjudagsins 8. febrúar. Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Lilja Ólafsdóttir, Rögnvaldur Haraldsson, Gunnar Jónsson, Kristín Tómasdóttir, Jóakim Tryggvi Andrésson, Sigríður Aðalbjörg Jónsdóttir, Halldór Ingi Andrésson, Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir, Hafsteinn Andrésson, Gunnhildur Margrét Vésteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Gunnar Andrésson, Ragnar Andrésson, Ingibjörg Andrésdóttir, Guðbjörg Andrésdóttir, Hallmundur Andrésson, + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SVAVA EINARSDÓTTIR frá Skriðu, Draumalandi, Stöðvarfirði, lést á heimili sínu þriðjudaginn 1. febrúar. Útför hennar fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju laugardaginn 12. febrúar kl. 14.00. Jarðsett verður (Heydalakirkjugarði. Stefán Magnússon, börn og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.