Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 55 MINNINGAR kjarnaskóli á landsvísu fyrir bíl- greinar og óhætt að fullyrða að sú starfsemi stendur vel undir nafni. Oft er vitnað til kennslunnar og tækninnar í bflgreinum hér í skólan- um sem verðugrar fyrirmyndar í þeim atvinnugreinum sem hún á að þjóna. Þetta er ánægjulegt en varla tilviljun því auðvitað á það sér eðli- legar skýringar eins og í því að þar hefur fagmennska ráðið för, bæði í kennslu og uppbyggingu. Árni Jónsson kom að skólanum þrautreyndur kennari og tók þátt í uppbyggingu bílgreinanna bæði sem kennari og deildarstjóri. Hann tók líka þátt í mótun hins nýja skóla- samfélags á sinn hátt. Hans háttur var Ijúfmennska, prúðmennska og traust í öllum samskiptum. Þessir ákjósanlegu eiginleikar hans hafa líklega vegið þungt í erli hversdags- ins. Eins var Árni þegar kennarar gerðu sér glaðan dag. Þau hjón Árni og Jóna voru gjarnan bæði með okk- ur á góðum stundum. Oft hefur ver- ið um það rætt að efna í söngflokk í skólanum því í kennaraliðinu eru góðir söngmenn. Ami var þar nefndur til sögunnar en þau áform hafa ekki orðið að veruleika. Það er eins og þar stendur: Mennirnir áf- orma en guð ræður. Ekki veit ég hvort stofnanir hafa minni en helst er ég á því að sá andi eða menning sem fylgir hverri stofnun sé ekki síst andi og orðstír þeirra sem áður gengu um ganga. Því viljum við trúa hér í Borgar- holtsskóla þegar við horfum framan í þá mótsögn að okkar ungi skóli skuli svo alltof fljótt sjá á bak einum af frumherjunum. Eiginkonu Árna, Jónu S. Óladótt- ur, sonum þeirra og fjölskyldunni allri færa kennarar í Borgarholts- skóla innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð veri minning Árna Jóns- sonar. F.h. Kennarafélags Borgarholts- skóla, Magnús Ingólfsson. sendum við Jónu, strákunum og öðrum aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Knattspyrnudeild Fylkis, Steinn Halldórsson. Kveðja frá íþróttafélaginu Fylki Við Fylkismenn höfum átt því láni að fagna að félagið hefur ætíð verið miðpunktur í leik og keppni barna og unglinga í hverfmu okkar og áhugi þeirra yngri hefur smitað foreldra, sem ekki hafa komist hjá því að taka þátt í leik og starfi barna sinna innan raða félagsins. Þannig hefur það án efa verið í Fagrabæ 3, á heimili þeirra hjóna Árna Jónssonar, sem lést síðastl. sunnudag 6.2., langt um aldur fram, og Jónu konu hans, innan um hóp af galsafullum strákum sem sjálfsagt hafa aldrei hætt að tala um félagið sitt, Fylki. Enda fór það svo að áhugi þeirra hjóna var vakinn um velferð Fylkis og hafa þau bæði gegnt trúnaðarstörfum í stjórnum pg deildum félagsins gegnum árin. Iþróttafélagið Fylkir þakkar Árna Jónssyni, einum af máttarstólpum félagsins, fyrir sitt óeigingjarna starf fyrir félagið. Án manna eins og Árna og hans fjölskyldu væri Fylkir ekki það trausta félag sem það er í dag. Jónu Sigurbjörgu og sonum og öðrum aðstandendum votta ég dýpstu samúð okkar Fylkismanna. Mengi minning um góðan félaga lifa. Rúnar Geirmundsson, formaður Fylkis. Haustið 1996 stóð nýtt hús hér í Borgarholtinu. Búið var að ráða fólk til starfa og bjóða nemendum skóla- vist. Mótun nýs framhaldsskóla var framundan og ekkert eftir nema að gangsetja. En eins og vél gengur ekki nema hver vélarhlutur sé á sín- um stað og vinni sem hluti af heild er ekki hægt að hefja skólastarf nema menn kunni til verka og vinni vel saman. Verkið var í góðum hönd- um starfsfólksins og méð samstilltu átaki þess fór gangverkið af stað, fyrst í hægagang en síðan með vax- andi krafti og öryggi. í hópi frum- herjanna var Árni Jónsson sem er kvaddur í dag. Hann hafði áður kennt bifvélavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík um margra ára skeið og hafði dýrmæta reynslu af kennslu. Það var mikils virði fyrir skólann að hingað komu menn eins og Árni. Starfsemin naut góðs af kennslur- eynslu og fagþekkingu þeirra í nýst- árlegu samstarfi við aðila atvinnu- lífsins. I glæsilegum húsakynnum skólans var frá upphafi unnið af kostgæfni að því að veita ungum bif- vélavirkjum hina bestu menntun og ýmsar nýjungar teknar upp sem at- hygli hafa vakið. Velgengni skólans er þeim að þakka sem þar unnu frumkvöðulsstörf og höfðu til að bera aðlögunarhæfni og dug til að skapa og innleiða nýjungar. Þar var Árni framarlega í flokki og var falin deildarstjórn í bifvélavirkjun. Fagmennska og dugnaður starfs- fólks er sá mannauður sem stofnan- ir og fyrirtæki eiga allt sitt undir. En hitt er ekki síður mikils virði að á vinnustað skapist mannlíf sem gott er að lifa, að þar ríki viðmót gleði og jákvæðra samskipta. Þama lagði Árni sitt af mörkum. Hann hafði til að bera hlýju og mann- gæsku sem við nutum í daglegum samskiptum; eiginleika sem bregða birtu á hversdagslífið. Ekkert er eins hér í húsi. Einn af frumkvöðlum skólastarfsins er horf- inn úr hópnum og við söknum kenn- ara, samstarfsmanns og vinar. Fyrir hönd samferðamanna í Borgarholts- skóla sendi ég fjölskyldu Árna Jóns- sonar innilegar samúðarkveðjur. Eygló Eyjdlfsdóttir. • Fleiri minttingargreinar um Áma Jónsson bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga. Þegar hringt var í mig að kvöldi dagsins sem Ami Jónsson lést setti mig hljóðan. Ami var einstakur maður, sem lét Iftið yfir sér, en var staðfastur og innti þau störf vel af hendi sem hon- um var treyst fyrir. Ami og fjöl- skylda hafa búið í Árbænum frá því að hverfið byggðist og Ami var mik- ill Fylkismaður. Hann átti fimm stráka sem allir taka virkan þátt í félagsstarfí Fylkis og léku allir í yngri flokkum félagsins, bæði í knattspyrnu og handbolta. Árni var í mörg ár í stjórn knattspyrnudeild- ar Fylkis, sem ritari stjórnar enda listaskrifari. Ég vann mikið með Árna og var svo heppinn að fá hann með mér sem fararstjóra í æfingaferð með 3. flokk til Glasgow og gekk sú ferð sérstaklega vel, enda voru aldrei vandamál þegar Árni var með í ferð- um og ráðum. Við Fylkismenn sjáum á eftir ein- um okkar besta stuðningsmanni og Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ ajjdJúi: bzt ííí) IjdjjduiiJ Útfararstofan annast meginhluta allra útfara d höfuSborgarsvæSinu. Þarstarfa nú 15 manns viS útfararþjónustu og kistuframleiSslu. Alúíleg þjónusta sem þyggir á langri rejrnslu * Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR frá Sjónarhóli, Sandgerði, sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, fimmtu- daginn 3. febrúar, verður jarðsungin frá Safnaðarheimilinu, Sandgerði, laugardaginn 12. febrúar kl. 11.00. Anna M. Jónsdóttir, Haukur Guðmundsson, Ásdís Jónsdóttir, Jón B. Sigurðsson, Sigrún J. Jónsdóttir, Hafsteinn Ársælsson, Svanhildur Jónsdóttir, Ragnheiður E. Jónsdóttir, Ingimundur Ingimundarson og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, STEFÁNS G. JÓNSSONAR tæknifræðings, Lönguhlíð 17, Reykjavík. Stella Stefánsdóttir, Jón H. Stefánsson og fjölskyldur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, VERNHARÐUR SIGURGRÍMSSON, Holti, Flóa, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 12. febrúar kl. 13.00. Gyða Guðmundsdóttir, Guðbjörg Vernharðsdóttir, Guðmundur Vernharðsson, Sigríður Helga Sigurðardóttir, Katrín Vernharðsdóttir, Eiríkur Vernharðsson, Herborg Pálsdóttir, Úlfar Guðmundsson, Vernharður Reynir Sigurðsson, Ingibjörg Birgisdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og dóttir, VALGERÐUR EINARSDÓTTIR, Silfurtúni 14c, Garði, verður jarðsungin frá Útskálakirkju laugar- daginn 12. febrúar kl. 14.00. Einar Jónsson, Kristín Richards, Benedikt Jónsson, Sigrún Halldórsdóttir, Eyþór Jónsson, Anna Marta Karlsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Einar Jóhannsson, Sigríður Benediktsdóttir og barnabörn. 0 Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför ÞORSTEINS GUÐJÓNSSONAR, Rauðalæk 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 14G, Landspitala og læknum og hjúkrunar- fólki á lungnadeild Vífilsstaðaspítala. Steingerður Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Gautur Þorsteinsson, Marta Þorvaldsdóttir, Gerður Gautsdóttir, fvar Gautsson, Þorvaldur Gautsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, aðstoð og hlýhug við andlát og útför BJÖRGVINS MAGNÚSSONAR, Keflavíkurgötu 18, Hellissandi. Gfsli Ketilsson, Kristín Herdfs Magnúsdóttir, Sólveig Guðbjörg Eirfksdóttir, Jón Þorsteinn Eiríksson, Kristinn Breiðfjörð Eirfksson, Þórhildur Hinriksdóttir, Þorbjörn Tómasson, Erla Sigurðardóttir, Sigurlaug Sigurfinnsdóttir, Þórður Sigurjónsson. Innilegar þakkir tll þeirra, sem sýndu okkursamúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR FANNEYJAR INGÓLFSDÓTTUR, Ásvallagötu 25, Reykjavík. í Ingólfur Hjaltalín, Kristrún Magnúsdóttir, Gunnar Hjaltalín, Helga R. Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.