Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 A - UMRÆÐAN Lofum landinu okkar að njóta góðærisins ÖLL vitum við að fsland er fremur harð- býlt og sumrin hér stutt og svöl. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur ábúendur landsins að hlúa að því eins og góðum bú- manni sæmir þegar efni leyfa. Á nýrri öld 'ér blússandi gangur í öllum framkvæmdum og atvinnulífi, tekjur bæði einstaklinga og ríkis og sveitarfélaga stóraukast, það er við- urkennd staðreynd. Þess vegna þurfum við nú að taka okkur tak og veita meira fé til áburðar- kaupa til handa landinu okkar hrjóstruga og bæta svolítið ásýnd þess og vörn gegn uppblæstri og eyðingu. íslendingar hafa nú í 26 ár átt og rekið, við góðan orðstír, land- græðsluflugvélina Pál Sveinsson, sem dreift hefur þúsundum tonna af áburði og fræjum á uppblásin landsvæði og bætt verulega gróð- urfar á tilteknum en afmörkuðum svæðum íslands. Nú er svo komið um rekstur þessa afkastamikla flugkosts, að hann fær hvergi nærri nægan áburð til að dreifa yfir sumarið. Ef ekki verð- ur þar á breyting, verður hann verkefnis- laus og honum þá lagt mjög fljótlega, þá verð- ur engin landgræðsluflugvél til í landinu lengur. Douglasinn Páll Sveinsson TF- NPK, áður TF-ISH, er harla merki- leg í íslenskri flugsögu, þjónaði í 27 ár sem farþegaflugvél hjá Flugfé- lagi íslands og frá 1983 við land- græðslustörf á sumrin í 26 ár, eða í alls 53 ár. Flugvélin sem komin er vel á sextugsaldurinn er í mjög góðu lagi og viðhaldið nú hjá valinkunn- um fyrrverandi flugvirkjum hjá Flugleiðum sem þekkja þristinn út Landgræðsla Flugmönnum, sem gefíð hafa vinnu sína við flug á Páli Sveinssyni frá 1973, finnst það starf heldur lítils metið, segir Jdn Karl Snorrason, ef ekki verður settur ein- hver skildingur í land- græðsluflugið. og inn, þeim Bóa og Benna, Gunnari Valgeirssyni og Benedikt Sigurðs- syni. Vélin gæti því flogið 3-4 sinn- um meira landgræðsluflug en gert er nú vegna fjárskorts við kaup á áburði. Rekstrarkostnaður flugvél- arinnar er ákveðinn fastakostnaður vegna skoðana, varahluta og trygg- inga, sama hversu mikið eða lítið hún flýgur. Ef ekki kæmi til áburðardreifing fyrir Landsvirkjun á Auðkúluheiði hvert sumar, væri ekki grundvöllur fyrir rekstri Páls Sveinssonar þar eð Landgræðslan sjálf hefur valið að setja það takmarkaða magn af áburði sem hún getur keypt af fjár- lögum, til bænda, en þeir fá vinnu við að dreifa fræi og áburði á landi þar sem því verður við komið. Önn- ur svæði sem borið var á hvert sum- ar úr landgræðsluflugvélum eftir þjóðargjöfina 1974 fá bara að skrælna og blása upp. Flugmönn- um, sem gefið hafa vinnu sína við flug á Páli Sveinssyni frá 1973, finnst það starf þeirra heldur lítils metið, ef ekki verður settur einhver skildingur í landgræðsluflugið svo að halda megi áfram að hefta upp- blástur og sandfok, að rækta megi áfram þar sem frá var horfið. Auð- vitað þarf að halda áburðargjöf við þar sem gróður var kominn af stað, þar til hann verður sjálfbær. Mörg landsvæði bera enn merki um land- græðsluflugið og árangur þess. Ég r Jón Karl Snorrason Netið í viðskiptum 36 síðna blaðauki í Morgunblaðinu á morgun og sérvefur á mbl.is 010< 1011 ^0101010 01010101 ^mbl.is —ALLTAT^ G/T-TH\SA& NÝT~1 Páll Sveinsson í flugtaki frá Gunnarsholtsflugvelli. fullyrði það hér, að flugmenn flugfé- laganna eru enn tilbúnir að halda því áfram, eins og verið hefur, ef meira fjármagn fæst til þess að árangur sjáist. Árangurinn eru þeirra laun. Auk þess ber okkur, íslenskri þjóð, að halda upp á svo góðan og gegnan grip sem Douglasinn Páll Sveinsson er. Gamlir hlutir eru margfalt skemmtilegri, ef þeir koma að lifandi gagni, en dauðir á safni. Ég skora því hér með á Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra, ríkisstjórn og raunar sveitarstjórnir út um land að leggja nú í góðærinu fé til uppgræðslu og stuðla þar með að fallegra umhverfi á nýrri öld og stuðla um leið að varðveislu þess gamla, vinalega og trausta vinnu- hests sem gæti unnið landinu okkar mikið gagn um ókomin ár. Ég tæki sérstaklega ofan fyrir landbúnaðar- ráðherra, ef hann tryggði nú land- græðslufluginu dágóða upphæð til næstu fjögurra ára svo eftir væri tekið. Örugg vitneskja um sumarkomu yrði þá áfram hinn fasti punktur í tilverunni þegar ómurinn frá Páli Sveinssyni fyllti loftið í júní. Höfundur er áhugamaður um gamlar flugvélar og landgræðslu. V erðbr éfasalar þyrla ryki TVEIR starfsmenn verðbréfafyrirtækj a andmæltu í Morgun- blaðinu 9.2. sl. grein minni í sama blaði frá 5.2. sl. um verðlagn- ingu annars þeirra á útgerðarfyrirtækinu Samherja. Þeir saka mig m.a. um að halda að keyptur kvóti sé ókeypis. Seint held ég þeim myndi ganga að finna þeirri skoðun stað í skrifum mínum. Það munu hinsvegar þykja nokkur tíðindi hvernig þeir rök- styðja óbeina verð- lagningu verðbréfafyrirtækjanna á kvóta útgerðarfyrirtækja. Þeir fé- lagar setja á mikla tölu um áhrif skattlagningar á söluhagnaði ein- staklinga á upplausnarverð fyrir- tækja rétt eins og skattlagning hugsanlegs söluhagnaðar Þor- steins Vilhjálmssonar seldi hann kvóta yrði önnur en hugsanleg skattlagning af söluhagnaði vegna hlutabréfasölu. Þá gera þeir nokk- urt mál úr þeirri staðreynd að hluti af veiðiheimildum Samherja er utan íslensku lögsögunnar. Megninu af þessum heimildum hefur íslenska þjóðin fengið út- hlutað í alþjóðasamningum. Sjáv- arútvegsráðuneytið úthlutar svo áfram til Samherja, rétt eins og um innlendan kvóta væri að ræða. Norsk-íslenska síldin er gott dæmi. Á sínum tíma vildu margir áhrifamenn að íslenska ríkið seldi þær heimildir á uppboði til ís- lenskra útvegsmanna. Engin rök eru því til að ætla að aðgangur að nýtingu þessara heimilda verði ókeypis þegar farið verður að taka gjald fyrir aðgang að auðlindum sjávar. Eftir stendur því ómót- mælt, að Þorsteinn Vilhelmsson seldi Samherjahlut sinn langt und- ir upplausnarverði fyrirtækisins, þ.e.a.s. langt undir því verði sem markaðurinn virðist setja á hreina eign Samherja í kvóta, skipum og húsum. I útlöndum er það gróða- vegur flinkra fjármálamanna að finna fyrirtæki sem eru meira virði í pörtum en í heilu lagi. Það ætti ekki að þurfa að kenna þeim félög- um þá einföldu staðreynd í að- sendri grein í Morg- unblaðinu. Munur upplausnar- virðis Samherja og markaðsvirðis fyrir- tækisins á sér efalítið margar skýringar. Samskonar munur kemur einnig fram þegar aðrar kennitöl- ur og önnur sjávarút- vegsfyrirtæki eru skoðuð. Ég tel að veigamesta skýringin á þessum mun sé að varkárir fjárfestar, t.d. Kaupþing, Gaum- ur og Skel, hafa í huga þegar þeir kaupa hluti í þessum félögum, að yfirgnæfandi líkur eru til að út- gerðarfyrirtækjum verði gert að Kvótakerfið Eftir stendur því ómótmælt, segir Þóróif- ur Matthíasson, að Þorsteinn Vilhelmsson seldi Samherjahlut sinn langt undir upplausnarverði fyrirtækisins. greiða fyrir aðgang að sjávarauð- lindinni í náinni framtíð. Það er mikið fagnaðarefni að fagfjárfestar sýni fyrirhyggju. Þeim félögum virðist það nokkur raun að sparifjáreigendur og með- limir lífeyrissjóða úti í bæ reyni að skilja verðlagningu verðbréfafyrir- tækja á markaðsverðbréfum og enda grein sína slagorðakennt á að slengja fram að þjóðin þurfi fleiri athafnamenn og færri illa rök- studdar greinar. Það er vissulega freistandi að svara skætingi í sömu mynt. Undan þeirri freist- ingu verður ekki látið. Höfundur er dósent ihagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Iláskóla fslands. Þórólfur Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.