Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 61 UMRÆÐAN Opið og ókeypis sjónvarp er staðreynd NÚ í byrjun nýrrar aldar er mikið rætt um ný sóknarfæri í margmiðl- un hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Sími, sjónvarp og tölvur eru sagðar renna saman í eitt tæki á allra næstu misserum. Mig langar að staldra hér eilítið við og slá því hér fram að síðustu tvö ár hafa verið ein þau allra áhrifa- best að halda sig við þær formúlur sem virka, og ekki sífellt vera að reyna að finna upp hjólið. Það má með sanni segja að hér var á ferðinni aldeilis nýtt hugtak í íslensku sjónvarpi. Eitthvað sem var ókeypis, og því góður kostur fyr- ir áhorfendur. Það er nefnilega svo einfalt að ef þú hefur áhorf, geturðu selt auglýsingar. Enda er nú svo komið að opið sjónvarp er hvarvetna að ryðja sér til rúms í Evrópu með miklum hraða á kostnað áskriftarsjónvarps, og því gaman að hafa ver- ið frumkvöðull í þess- ari ört vaxandi þróun. Án tilkomu þessarar stöðvar hefðu ekki komið fram á sjónar- sviðið nýjar hugmynd- ir í dagskrárgerð, svo- lítið öðruvísi og djarfari þættir eins og Hausverkur um helgar sem að mínu mati breytti innlendri dagskrárgerð mik- ið, enda um hráan þátt að ræða. Ungir kvikmyndagerðarmenn og konur komu að máli við okkur og lögðu fram ýmsar góðar hug- myndir, sem að lokum komust margar í loftið. Aðrar bíða betri tíma. Þar sem stöðin var seld nýjum aðilum á síðasta ári, langar mig að þakka þeim sem komu að stöðinni í upphafi og töldust því frumkvöðlar, og eiga allar mínar bestu þakkir skildar. Þau eru: Sólveig, Hjörtur, Böðvar, Birg- ir Ragnar, Róbert, Jó- hann, Helgi, Hlín, Unndís, Vala Matt, Bubbi, Gummi, Valli Sport, Siggi Hlö og Kári. Auk þess eftirtaldir aðilar: Fínn miðill, Útvarpsréttarnefnd, starfs- menn Landssímans, Póst & fjarsk- iptastofnun auk allra vina og vel- unnara sem studdu stöðina frá upphafi. Öpið og ókeypis er staðreynd í ís- lensku sjónvarpi í dag. Stafræna byltingin heldur innreið sína á næst- unni, og verulegar tækniframfarir eru framundan. Ég hef ákveðið að taka þeirri áskorun að stýra nýrri sjónvarpsstöð inn í nýja öld, og mun Stöð 1 hefja formlega starfsemi á næstu mánuðum. Ég lofa áhorfendum nýjungum í sjónvarpi, góðri dagskrá sem höfð- ar til flestra, auk tenginga við nýj- ar tækniframfarir. Við sjáumst á Stöð 1. Höfundur er Sjónvarpsstjóri Stöðvar 1. Hólmgeir Baldursson Sjónvarp Ég hef ákveðið að taka þeirri áskorun að stýra nýrri sjónvarpsstöð inn í nýja öld, segir Hdlm- geir Baldursson, og mun Stöð 1 hefja form- lega starfsemi á næstu mánuðum. mestu í sögu sjónvarps á íslandi. Þetta er merk staðreynd vegna þess að ekki er langt síðan að stórhuga menn einsettu sér það að reka áskriftarsjónvarp hér á landi í sam- keppni við íslenska útvarpsfélagið hf., sem á sínum tíma braut blað í sögu sjónvarps á íslandi með til- komu sinni á markaðinn. Leitast var við að hefja öfluga samkeppni á sviði áskriftarsjónvarps hér á landi, þar sem sú tegund miðlunar var hvað mest í sókn í Evrópu um það leyti. Flestir þekkja sögu Stöðvar 3, hún endaði með slæmum skelli, þar sem hver silkihúfan á fætur annarri settist í sjónvarpsstjórastólinn og reyndi af veikum mætti að reka eitt vandmeðfarnasta tæki sem hægt er að setjast undir stýri á, eitt stykki sjónvarpsstöð. Enda voru skilaboð Jóns Ólafssonar þessi: Ekki reyna þetta aftur, eða það fer eins fyrir ykkur. Þetta var landslagið þegar ég stofnaði Skjá 1 á sínum tíma. Baráttan þótti vonlaus frá upphafi, enda töldu bankastjórar íslands- banka mig endanlega hafa tapað síð- ustu áttunum, og réttast væri að gleyma þessu öllu saman. Þegar stóru strákarnir gætu þetta ekki með sínar 500 milljónir, ætti ég ekki séns. Staðreyndin er önnur, Skjár 1 gekk vel í heilt ár áður en stöðin var seld, og henni síðan breytt. Líklega til að höfða til yngri áhorfenda, enda ungir menn við stjómvölinn. Hvort það var nú góð hugmynd eður ei, er ekki mitt að svara, en mér finnst oft Skiptu honum hiklaust út ef hann er flöskuháls fyrir upplýsingastreymið í fyrirtækinu Dell PowerEdge netþjónar henta öllum stæröum fyrirtækja og eru sérlega sveigjanlegir að hvers kyns sérþörfum. Netþjónn frá Dell og BackOffice hugbúnaöur frá Microsoft stýra upplýsinga- flæði í fyrirtækinu, hópvinnukerfum, tölvupósti / / og vista heimasíðuna. / / / / / / Hafðu samband og gerðu hagstæðan heildar- samning um netpjón, hugbúnað, uppsetningu og rekstrarpjónustu. EJS hf. 4. 563 3000 4. www.ejs.is 4. Grensásvegi 10 + 108 Reykjavlk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.