Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 63 Röskva vill sterkt Stúdentaráð HINN 23. febrúar næstkomandi munum við stúdentar kjósa okk- ur fulltrúa í Stúdentaráð og háskólaráð Háskóla íslands. Röskva sækist sem fyrr eftir umboði stúdenta til að leiða hagsmunabaráttu þeirra næsta árið. Um leið er starf Stúdentaráðs und- anfarið starfsár lagt í dóm stúdenta. Það er með gleði sem Röskva kynnir starfið þetta starfsár enda hefur mik- ill árangur náðst á ýms- um sviðum sem hefur bein áhrif á hagsmuni stúdenta. í tölvuátald Stúdentaráðs og Hollvinasamtaka Háskólans söfnuð- ust 50 milljónir í vélbúnaði, hugbún- aði og peningum sem stórbæta tölvukost Háskólans. Stúdentagarð- arnir voru nettengdir með einni full- komnustu netteng- ingu sem völ er á. Nýjai’ tölvur eru komnar í Þjóðarbók- hlöðuna og leysa af hólmi löngu úreltan tölvukost safnsins. Einnig voru settar í gang aðgerðir sem tryggja fleiri lesborð háskólanema á prófa- tíma. Árangur í Lánasjóðnum Röskva hefur sýnt mikinn árangur í lánasjóðsmálum. í vor hækkuðu námslánin auk þess sem frítekjumarkið var hækkað. Hækkanirnar koma í kjöl- far markvissrar og málefnalegrar baráttu Stúdentaráðs. Upphæð lán- anna er þó enn langt frá því að vera viðunandi. Röskva hefur því barist fyrir því að ný framfærslukönnun Þorvarður Tjörvi Ólafsson verði gerð meðal námsmanna sem upphæð námslána byggist á. Sá slagur stendur enn yfir og sækist Röskva eftir umboði nemenda til að klára það mál. Staða nemenda með dyslexiu var tryggð gagnvart Lánasjóðnum og netvæðing sjóðsins er hafin fyrir al- vöi’u. Auk þess hefur Röskva sýnt mikla hörku við að innleiða nútíma- lega viðskiptahætti hjá Lánasjóðn- um og barist fyrir auknu tilliti til fé- lagslegra aðstæðna. Röskva hefur unnið markvisst að því að bæta kennslu og hafði af því tilefni frumkvæði að veglegri ráð- stefnu um kennslumál sem reynist ómetanleg í baráttunni fyrir betri kennslu. Gerðar hafa verið miklar endurbætur á einkunnaheimasíðu Háskólans og tekin upp nemenda- númer sem veita möguleika á próf- númerakerfi í öllum deildum og skorum. Röskva hefur einnig barist fyrir bættri aðstöðu háskólanema, stór- bætt þjónustu við erlenda stúdenta, aukið tengsl stúdenta við atvinnulífið og haldið uppi markvissri andstöðu gegn skólagjöldum við Háskóla Is- lands. Með nýjum og góðum þjónustu- samningum við Háskólann tryggði Röskva að Stúdentaráð getur áfram Kraftmikil Vaka tekur frumkvæðið NÚ hefst í Háskóla Islands einhver skemmtilegasti og mest spennandi tími vetrarins; kosninga- baráttan til Stúdenta- ráðs. Sama hvað fólki kann að þykja um stúd- entapólitíkina sjálfa held ég að flestir hafi gaman að þeim krafti og því lífi sem fyllir ganga háskólans síð- ustu vikumar fyrir kosningarnar. Vaka heldur full af bjartsýni og baráttuþreki út í þennan slag. Við höfum erindi og erum full eft- irvæntingar að kynna fyrir stúdent- um þá uppbyggingu sem við viljum leiða í Stúdentaráði og það nýja líf sem við viljum blása í Háskóla ís- lands. Þrátt fyrir að fjöl- mörgum og mismun- andi hagsmunamálum stúdenta þurfi að sinna af alúð er það samt sem áður ljóst að stúdentar eiga aðeins eitt sameig- inlegt hagsmunamál. Það er staða menntun- ar við Háskóla íslands. Þess vegna leggur Vaka mesta áherslu á að stúdentar og forysta þeirra taki frumkvæði í því að tryggja stöðu Háskóla Islands í heimi þar sem samkeppni fer síharðnandi bæði jnnan lands og utan. Ég er viss um að við, stúdentar við Há- skóla íslands, þurfum að fara að vakna til meðvitundar um að okkar stærstu hagsmunir felast í því að há- Inga Lind Karlsdóttir skólinn sé í fararbroddi menntunar í heiminum. Það er markmið sem allir þurfa að taka þátt í að móta og berj- ast fyrir; stúdentar, háskólafólk og yfirvöld menntamála á Islandi. Vaka vill sjá háskóla sem er eftirsóttur af stúdentum og háskóla sem stúdent- ar, fræðimenn og þjóðin öll eru stolt af. Vaka gefur tóninn Á næstu vikum mun Vaka kynna stefnumál sín og framtíðarsýn. Auk menntamálanna mun Vaka leggja áherslu á úrbætur í lánasjóðsmálum, óháð og trúverðugt Stúdentaráð, já- kvæða uppbyggingu háskólasamfé- lagsins, byggingu háskólatorgs, efl- ingu framhaldsnáms og rannsókna, aukna tengingu við atvinnulífið og margt fleira. Fyrst og fremst legg ég þó áherslu á að Vaka er reiðubúin til þess að taka hagsmunabaráttu stúd- enta til gagngerrar endurskoðunar með það að markmiði að ná þeim árangri sem stúdentar eiga skilið. Hnfundur skipar efsta sæti á fram- boðslista Vöku til Stúdentaráðskosn- inga 23. febrúar nk. Uppbyggingarátak Vöku Vaka telur mikilvægt að forysta stúdenta sýni fram á að stúdentar eru kraftmikið og jákvætt fólk sem Stúdentaráð Vaka vill bjóða fram krafta sína, segir Inga Lind Karlsdóttir, til þess að leiða jákvæðari og framtakssamari for- ystu stúdenta. getur með samstilltu átaki og bjartsýni haft veruleg og uppbyggi- leg áhrif á umhverfi sitt. Vaka legg- ur áherslu á að stúdentar sýni að þeir komi með opnum hug til samn- inga við háskólayfirvöld og stjórn- völd. Þannig næst árangur. Ekki með óhagganlegum kröfugerðum og háværum slagorðum. Mér finnst forysta stúdenta of gjarnan gefa í skyn að stúdentar séu hjálparlausir og algjörlega upp á aðra komnir. Vaka neitar að taka þátt í skapa þessa ímynd af stúdent- um. Stúdentar við Háskóla íslands eiga mikið erindi til þess að hafa áhrif á háskólasamfélagið og geta með frumkvæði og árvekni náð þeim árangri sem þarf. Við teljum að til þess þurfi nýtt hugarfar, nýtt skipu- lag og markvisst uppbyggingarátak í Stúdentaráði. Vaka vill bjóða fram krafta sína til þess að leiða jákvæð- ari og framtakssamari forystu stúd- enta á næsta ári. Vorfagnaður Urvals-fol verður á Hótel Sögu fimmtudaginn 17. febrúar. Húsið verður opnað kl. 18:30 Skemmtiatriði „Vorboðar , kór eldri borgara í Mosfellsbæ. Stjórnandi: Páll Helgason. írsk þjóðlagasveit frá Tónlistarskóla Seltjarnarness. Óvænt skemmtiatriði. Ferðakynning Spennandi ferðakynning á eyjunni Krít. Kynnir Paolo Turchi fararstjóri. Dansinn „Zorba“. Sigvaldi Þorgilsson kynnir dansinn Zorba og kennir sporin. Happdrætti Veglegir vinningar í boði. Dans Hljómsveit Hjördísar Geirs sér um fjörið. Grískur matseðill Lambakebab m/hrís- grjónum, kartöfluskífum og jógúrtsósu. Suðrænir ávextir m/anís-ís. Kaffi/te Verd 2.600 kr. Aðgöngumiðasala og borðapantanir frá og með mánudeginum 7. febrúar hjá Rebekku og Valdísi, Lágmúla 4, sfmi 585 4000. Skemmtunin hefst kl. 19:00 44 , , ^URVAL-UTSYN Lágmúla 4: sími 585 4000 Stúdentaráð Röskva hefur á liðnu starfsári, segir Þor- varður Tjörvi Ólafsson, skilað háskólastúdent- um miklum árangri. veitt nemendum við Háskólann fjöl- breytta, ókeypis, öfluga og góða þjónustu. Með nýrri heimasíðu hefur Röskva auðveldað aðgengi stúdenta að því sem þar fer fram í Stúdenta- ráði. Inniheldur hún allar helstu upplýsingar um Stúdentaráð og há- skólasamfélagið, auk fundargerða Stúdentaráðs. Stúdentapósturinn hefur verið sendur markvisst til allra stúdenta með helstu upplýsingum um starfsemi Stúdentaráðs. Röskva hefur á liðnu starfsári skilað stúdentum miklum árangri. Framboðslista Röskvu fyrir kosn- ingarnar 23. febrúar skipar fólk úr öllum áttum háskólasamfélagins, fullt af ferskum hugmyndum um hvernig bæta megi háskólasamfélag- ið. Röskva mun kynna ítarlega mál- efnaskrá á næstu dögum. Þar leggur Röskva höfuðáherslu á baráttuna fyrir betri kennslu, betri aðstöðu og betri lánasjóði. Röskva vill sterkt Stúdentaráð fyrir alla háskólanema, sem veitir góða og gjaldírjálsa þjón- ustu og stendur vörð um hagsmuni þeirra jafnt innan skóla sem utan. Höfundur er hagfræðinemi og s kip- ar fyrsta sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs. Dagana 9.-13. febrúar Ny ítölsk matreiðsla Mario Cappatiníni er ítalskur matreíðslumaður sem hefur tiieinkað sér matargerð Toskanahéraðsins setn er án vata þekktasta matar- og vínhérað Italiu. Hann starfaði um margra ára sketð t Sviss, Þýskalandi og Engiandi áður en hann opnaði sinn eigin Toskana veítingastað i hetmaborq sinni Sienna á Italíu. Oagartá 9.-13. tebrúar mun hann gteðja pestí Perlutmar með sínni einstöku matargerð ásamt því að kynnt verður hið margverðlaunaða Toskana vm. Casteilo Banft. Castello Banfi Fyrir mat niunu fulltrúar Banfi á ftaliu hjóða gestum upp á vínsmökkun á Banfi vinum, og með matnum verður svo að sjálfsögðu boðið upp á þessi einstöku eðalvín. Uppsell á faugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.