Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN UPP MEÐ DÖNSKU, FRÖNSKU, ÞÝSKU OG... ÁRNI Snævarr, fyirverandi fréttaritari RÚV í Kaupmanna- höfn, skrifar grein í Morgunblaðið fimmtu- daginn 20. janúar sl., . þar sem hann tíundar mikilvægi málakunn- áttu fyrir íslendinga, ekki síst ensku- og frönskukunnáttu. Dönskukunnáttu segir hann hins vegar til einskis nýta fyrir ís- lendinga. Helstu rök greinarhöfundar fyrir frönskukunnáttu eru aukin samvinna Evrópuþjóða, atvinnu- tækifæri, viðskiptahagsmunir, tíðar ferðir Flugleiða til Parísar, ágæti franskrar menningar og að Frakk- land sé eftirsótt ferðamannaland. Allt eru þetta gild rök fyrir því að læra frönsku og ekki vil ég draga í efa mikilvægi frönskunnar eða franskrar menningar. Ekki blandast mér heldur hugur um að staðgóð enskukunnátta sé nauðsynleg í okk- ar heimshluta. En rökin eru fráleitt tæmandi þegar meta á mikilvægi tungumálakunnáttu fyrir fslend- inga. í þessu sambandi ber einnig að líta á, hvaða möguleika tungumála- kunnátta gefur til framhaldsnáms á öllum sviðum og ennfremur má aldrei gleymast að tungumálakunn- átta getur skipt sköpum fyrir ís- lendinga í vísindum, ferðaþjónustu, starfi og tómstundum einstakl- inga og fyrir menning- arlegan fjölbreytileika í þjóðfélaginu. Dönsku er ætlað að vera lykill íslendinga að norrænu málsamfé- lagi, en eins og allir vita hafa íslendingar meiri samskipti við Norður- landaþjóðir, jafnt heima sem heiman, en nokkrar aðrar þjóðir heims. Það skýtur því skökku við, að greinar- höfundur skuli van- meta svo hrapallega gildi dönskukunnáttu fyrir Islend- inga. Það er deginum ljósara, að samskipti íslendinga við aðrar þjóð- ir eiga eftir að stóraukast á komandi árum, m.a. með sífellt vaxandi sam- Dönsku er ætlað, segir Auður Hauksdóttir, að ✓ vera lykill Islendinga að norrænu málsamfélagi. vinnu Evrópuþjóða og nýjum at- vinnutækifærum, menningarsam- skiptum og viðskiptahagsmunum í Asíu og öðrum heimsálfum. Þessar breytingar munu kalla á sífellt betri og víðtækari kunnáttu í erlendum málum. Eftir sem áður verður kunn- átta í Norðurlandamálum mikilvæg. Norðurlöndin munu vitaskuld verða á sínum stað, landfræðilega nær en flest önnur lönd og skyldleiki mál- anna og menningarleg tengsl þjóð- anna munu áfram gera íslendinga nánari þeim en öðrum þjóðum - nema svo illa fari að íslendingar dæmi sig úr leik með því að glutra niður dönskunni og glata þar með lyklinum að norrænu málsamfélagi. Slíkt yrði óbætanlegur skaði. Skoð- um þetta því nánar. Danska er lykill að framhaldsnámi Löng hefð er fyrir því að Islend- ingar sæki menntun sína, m.a. há- skólamenntun, til útlanda. Norður- löndin, ekki síst Danmörk, hafa lengi haft sérstöðu sem eftirsóknarverð námslönd. Samkvæmt upplýsingum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna sóttu 2.279 íslenskir námsmenn um lán hjá sjóðnum skólaárið 1996-1997 til náms erlendis og af þeim nutu 1801 fyrirgreiðslu sjóðsins og á þessu háskólaári hafa 2007 náms- menn sótt um lán til sjóðsins. Yfir- litið hér á eftir sýnir fjölda náms- manna í þeim löndum, þar sem flestir íslendingar stunda nám. Tölurnar sýna að rúmlega 40% þeirra sem stunda nám erlendis eru í námi á Norðurlöndum. Öllum má ljóst vera, að fyrir námsmenn skiptir Auður Hauksdóttir Námslönd utan Fjöldi Fjöldi lánþega Fjöldi Norðurlanda umsækjenda 1996-1997 umsækjenda 1996-1997 1999-2000 Bandaríkin 531 438 569 Bretland 208 174 222 Frakkland 48 30 33 ftalía 51 41 38 Kanada 39 27 33 Spánn 31 23 35 Þýskaland 213 165 123 Námsmenn alls 1121 898 1053 Norðurlönd Fjöldi Fjöldi lánþega Fjöldi umsækjenda 1996-1997 umsækjenda 1996-1997 1999-2000 Danmörk 700 545 623 Finnland 18 14 9 Noregur 150 116 109 Svíþjóð 159 119 80 Námsmenn alls . 1027 794 821 kunnátta og fæmi í viðkomandi máli sköpum fyrir árangur í námi. Um þessar mundir vinn ég að rannsókn á tjáskiptahæfni íslenskra náms- manna í framhaldsnámi í Danmörku. Rannsóknin gefur m.a. vísbendingar um, að danskt talmál reynist sumum nemendum erfiður ljár í þúfu, eink- um í upphafi námsins. Við því þarf aðbregðast. íslendingar og aðrir Norður- landabúar njóta sérstöðu við danska háskóla. Allir aðrir útlendingar sem hyggja á háskólanám í Danmörku þiufa að sýna fram á hæfni sína í dönsku með því að gangast undir sérstakt próf í málinu. Prófið reynist mörgum erfitt. íslendingar, sem hafa stúdentspróf í dönsku, hafa allt- af verið undanþegnir kröfunni um próftöku, og hafa getað hafið nám hindrunarlaust til jafns við Dani, standist þeir þau skilyrði sem gerð eru um inntöku í viðkomandi deild. Þetta á meira að segja við um há- skólanám í dönsku sem móðurmáli!!! Ætli íslendingar að verja sérstöðu sína til náms í dönskum háskólum, má hvergi slaka á kröfum um dönskukunnáttu. I sívaxandi sam- keppni er ástæða til að leita leiða til þess að gera dönskukennsluna enn skilvirkari en nú er, þannig að tryggt sé, að dönskukennslan í grunn- og framhaldsskólum skili þeim árangri sem að er stefnt í nám- skrá. Einnig þyrfti að huga betur að því, hvemig hægt er að auðvelda Is- lendingum að nota dönskuna sem lykil að norsku og sænsku. Ekki annað hvort heldur hvort tveggja I grein sinni nefnir Ami Snævarr mikilvægi þess, að Islendingar læri japönsku og kínversku. Undir þetta Comfort“ springdýna i Gæðadýnur! Smáratorgi 1 Holtagöröum v/Hottaveg Skotfunni 13 Noröurtangn3 200 Kópavogi 104 Reykjavlk 108ReykJavik OOOAkuroyrt 510 7000 588 7499 568 7499 462 6662 thermosæng og koddi Glæsileg sæng og koddi á aldamótatilboði! 2.99(1 „Boston sófi .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.