Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 77
morgunblaðið FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 77 Sjónvarpsþáfturinn *Sjáðu hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld Erum orðnir síamstvíburar AU Andrea Róbertsdóttir og Teitur Þorkelsson eru á þönum úti um allan bæ þessa dagana. Vinnutíminn er út- bólginn og dagskráin orðin æði þétt. Stefnumót hér og fundur þar. Brjálað að gera. Astæða þessa umstangs er nýr og ferskur menningar- og dægur- málaþáttur, *Sjáðu, sem hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Þegar blaðamaður mælti sér mót við sjónvarpstvíeykið önnum kafna fyrr í vikunni var auðséð að föstudagurinn örlagaríki nálgaðist óðfluga. Grömsum í draslskúffunni Eftir kurteisar kveðjur sagði Andrea að tími væri kominn á kaffi og tóku Teitur og blaðamaður undir það. Kaffidrykkurinn hefur kannski farið halloka í heilsubylt- ingunni en því fær enginn breytt að fátt skerpir betur einbeitinguna þegar svo liggur við. „Þetta er þáttur sem sýnir fólki fjölmargt sem það hefur ekki séð MYNDBÖND Gamaldags ævintýri Múmían (The Mummy) Æ vintýramynd ★★★ Leikstjóri: Stephen Sommers. Handrit: Stephen Sommers. Aðal- hlutverk: Brendan Frasier, Rachel Weiz, John Hannah. (124 min.). Bandaríkin. Cic-myndbönd. Bönn- uð börnum innan 12 ára. MÚMLAN með Boris Karloff var fyrst gerð árið 1932 þegar Univers- al-kvikmyndaverið sendi frá sér hverja klassísku hrollvekjuna á fæt- ur annari. Drakúla, Frankenstein og varúlfurinn voru öll kvikmynduð á þessum gullaldar- árum hrolivekjunn- ar og hafa þau ver- ið sett í nýjan búning á undan- fömum árum. Eng- an ætti því að undra að múmían fylgdi á eftir. í gömlu myndinni börðust rykugir fræðimenn við óhugnaðinn sem var að reyna að ná saman aftur við ástmey sína, en í út- gáfu Stephen Sommers, sem blandar saman Indiana Jones og Gunga Din, eru það byssuglaðir harðhausar með Brendan Frasier fremstan í flokki. Sommers hefur gaman af því að blanda saman nokkrum kvikmynda- hefðum eins og hin oft misskilda „Deep Rising" sýnir vel fram á. Brellumar em stundum kauðalega gerðar og leikurinn ekki upp á marga físka, Amold Vosloo er eng- inn Boris Karloff. Kevin J. O’Connor stelur auðveldlega senunni sem tækifærissinni af verstu gerð. Fras- ier er hin ágætasta hetja þótt ekki reyni mikið á leikhæfileika hans, en þeir sem viija sjá hvers hann er megnugur ættu að kíkja á „Gods and Monsters". Ætlun Sommers er ekki að gera viðfangsefni sitt að einhveiju meira en það er heldur reynir hann að gera góða afþreyingu sem rennur ' gegnum annað eyrað og út um hitt. Þetta tekst prýðilega hjá honum og þeir sem horfa á myndina með ekki °f miklum væntingum ættu ekki að verða sviknir. Ottó Geir Borg Það er mikið um nýjungar á siónvarps- skjánum þessa dagana. I kvöld birtist á Stöð 2 nýr íslenskur þáttur sem hlotið hefur nafnið *Sjáðu. Skarphéðinn Guðmundsson náði naumlega taki á stjórnendum hans. áður. Baksviðs í leikhúsum, hljóm- sveitir í hljóðverum og listmálara á vinnustofunni. Við ætlum að reyna að velta upp fleiri hliðum á skemmtana- og menningarlífinu en hingað til hef- ur verið gert. Reyna jafnframt að fylgjast með því markverðasta sem er að gerast; hvort sem er að degi, kvöld- eða næturlagi," byrjar Teitur af ákafa. Andrea er hálfnuð með kaffibollann og hann svínvirk- ar: „Við ætlum að sýna áhorfend- um inn í ísskápinn og leyfa þeim að gramsa í draslskúffunni hjá þeim sem eru á vörum manna hverju sinni.“ Teitur heldur áfram: „Með öðrum orðum þá verður um- fjöllun okkar með öðru og pers- ónulegra sniði, ekki bara sýnis- hom úr leiksýningum, bíómyndum og frá málverkasýningum heldur reynum við líka að draga upp mynd af þeim sem að baki standa. Kynnast leikurunum og söngvur- unum, fá listmálarann til þess að taka á móti okkur í vinnustofu sinni með málningarslettumar á höndunum." Þátturinn eigi í fáum orðum að sýna alla þá flóra sem lífið hefur að bjóða á hispurslaus- an og ágengan máta en þó án þess að það sé eitthvert markmið út af fyrir sig að ganga fram af fólki og ögra. Stefnt er að því að hinn fimmtán mínútna *Sjáðu, sem framleiddur er af Plúton, verði á dagskrá alla virka daga, strax á undan 19-20 og bestu brotin síðan endurflutt á laugardögum. Hraður og fjölbreyttur þáttur fyrir alla Stíllinn verður að sögn þeirra Teits og Andreu knappur og hrað- ur. Fjölbreytileikinn verði hafður í hávegum og þeim muni ekkert heilagt verða. Aðspurð um það hvort þátturinn eigi sér einhverja fyrirmynd eða samlíkingu svara þau samtaka að svo sé alls ekki. Hér sé á ferðinni nýtt fyrirbrigði í íslensku sjónvarpi, eitthvað alveg ferskt. Markhópinn segja þau heldur engan ákveðinn. Hann eigi ekkert frekar að höfða til ungs fólks þótt þau sjálf séu ung að árum. Fremur sé stefnt að því að höfða til allra aldurshópa á einn eða annan hátt. Þar komi einmitt sterkt inn hversu hraður þátturinn verði, áhorf- andinn hafi ekki tíma til þess að missa áhugann þótt fjallað sé um stundarsakir um eitthvað sem höfði ekki nákvæmlega til þeirra. „Sextán ára áhugamaður um sí- gilda tónlist getur því fundið um- fjöllun um Sinfóníuna í sama þætti og fimmtugur dauðarokksunnandi fær eitthvað við sitt hæfi,“ segir Teitur. „Þar að auki verða engir fastir liðir heldur einfaldlega það sem er ferskt hverju sinni,“ læðir Andrea inn í. Bakgrunnur þeirra Teits og Andreu er nokkuð ólíkur. Teitur er kunnur orðinn fyrir störf sín á fréttastofu Stöðvar 2 en Andreu þekkja flestir sem fyrirsætu fyrst og fremst. Andrea segir sig og Forvitnilegar plötur Reykingar, reykingar Smoke, Smoke, Smoke, that cigar- ette. Living era. London í PLÖTUVERSLUNUM er allt yf- irfullt af alls kyns safndiskum. Hægt er að kaupa sér ýmsar stemmningar eða „þemu“ í tónhst- arformi og fylla heimili sitt af ást, slökun eða stemmningu sjötta áratugar- ins. Þema safn- disksins „Smoke, smoke smoke that cigarette" verður að teljast nokkuð óvenju- legra. Hér er samansafn frábærra laga sem fjalla um reykingar. Sú nautn er lofsungin í fjölda laga og eru síg- arettur, pípur og vindlar í aðalhlut- verki. Þetta era lög frá því á fyrn hluta síðustu aldar þegar allir reyktu og sú iðja var talin holl fyrir sál og llkama. Að sjálfsögðu sömdu dægurlagasmiðir Iög um reykingar sem sum hver nutu mikilla vinsælda. í þá daga var tóbakið rómantískt glamúrfyrirbæri. Hvatt var til reyk- inga og hugsanlegt heilsutjón var lítið rætt. Hollywoodstjömurnar reyktu og meira að segja ópera- söngvarar eins og Caraso létu mynda sig með sígarettu milli tann- anna. Það er skondið að heyra þessi sætu lög í dag, þegar reykingar era tabú og menn neyðast til að reylqa í kústaskápum. Þama era textar um fagrar stúlkur með sígarettur milli fingranna, ástir er brenna upp sem tóbak o.s.frv. Þótt menn séu andstæðingar tób- aksreykinga er alveg hægt að njóta skemmti- legrar reykinga- tónlistar. Á disknum er að finna ein tuttugu og þijú lög. Frægust þeirra era eflaust „Smoke gets in your eyes“ og „Dont smoke in bed“ en þarna eru líka yndisleg- ar óþekktari ball- öður eins og „Two cigarettes in the dark“ með Bing Crosby, er segir frá ástarævintýri í myrkrinu þar sem ekkert lýsir nema sígarettuglóðir elskendanna. Ekki má gleyma kántrýslöguram eins og „Cigarett- es, whiskey and wild, wild women“ þar sem sígarettur og ólifnaður era lofsungin af skrækróma kúrekum. Þeir sem ætla að hætta að reykja ættu að forðast þennan disk því ljúf stemmningin kallar á hlustandann að kveikja sér í tóbaki, halla sér aft- ur og njóta reykkófsins. Hvað tón- listina varðar er þetta svo sem ekk- ert ægilega merkileg safnplata en hugmyndin er fyndin og þessi disk- ur er vinur kúgaðra reykingamanna. Ragnar Kjartansson Morgunblaðið/Þorkell Teit þrátt fyrir það vera fína blöndu. Þau komi vissulega úr ólíkum áttum en mætist á miðri leið í *Sjáðu og smelli glimrandi vel saman, hafi breyst í nokkurs konar síamstvíbura á liðnum vik- um. Teitur er henni sammála: „Ég held að það sé nokkuð augljóst af hverju okkur tveimur var stefnt saman og við ætlum að nýta okkur þessar andstæður til fulls, tvinna saman hina ólíku þræði. Verða góðir og spennandi hlutir ekki oft- ast til á landamæranum, þar sem andstæðumar mætast, ólíkir menningarheimar og lífssýn, allt á suðupunktinum?" Þau benda jafn- framt á að allir þeir sem komi að þættinum með einum eða öðrum hætti, allt *Sjáðu-gengið, leggi sitt af mörkum þannig að útkoman geti ekki orðið annað en fjölbreytt. Unga fólkinu treyst Nú víkur spjallinu að þeim hræringum sem hafa átt sér stað í hinum íslenska fjölmiðlaheimi og blaðamaður veltur vöngum yfir því hvort áþreifanleg kynslóðaskipti séu að eiga sér stað. Þau segjast nokkuð viss um að svo sé. Það ein- skorðist þó ekki við fjölmiðla held- ur nái einnig til margra annarra geira þjóðlífsins. Að verið sé að leggja aukið traust á ungt fólk og þá krafta sem það hefur fram að færa. „Það er magnað að sjá hvernig ungt fólk streymir fram á atvinnumarkaðinn og stekkur upp metorðastigann. Þetta má skýra að mörgu leyti með örri tækniþró- un, betri menntun. Ég held t.d. að margir eldri framkvæmdamenn og stjórnendur fyrirtækja horfi á Árna Þór Vigfússon, sjónvarps- stjóra Skjás eins, með blöndu af ótta og öfund. Sú stöð er líka um margt ábyrg fyrir þessum hrær- ingum, virðist hafa ýtt hressilega við öðrum fjölmiðlum." Teljum niður mínúturnar * „Við eram bæði spennt og til- búinn í slaginn," segir Andrea. Teitur bætir við: „Skrekkurinn fer samt minnkandi. Hann var mestur þegar þátturinn var frekar í orði en á borði. Núna eftir að við höf- um fært margar hugmyndanna í framkvæmd er öryggið orðið meira.“ Síamstvíburamir geð- þekku viðurkenna þó að þeir séu famir að telja niður mínúturnar fram að augnablikinu sem þau fyrst fara í loftið. ^ -----TH F RAPI Of I UCRK IIA- LÚKRETÍA SVÍVIRT B E N j A M1N B RITT E N „LISTRÆNN SIGURI OPERUNNla „Frumsýningin á Lúkretíu markar tímamót í óperu- flutningi á íslandi. Hvereinasti þáttur sýningarinnar var fullkomlega fagmannlegur og heildarsvipurinn stílhreinn og óhemju sterkur." Bergþóra Jónsdóttir, Mbl. Bodo Igesz hefur „tekist að skapa sterka sýningu með magnaðri stígandi. [...] Gerrit Schuil [hélt] utan um allt saman með glæsibrag. “ Jónas Sen, D. V. „Með þessari sýningu hefur ný yfirstjórn íslensku óperunnar markað sér metnaðarfulla stefnu sem íslenskir óperuunnendur eiga vonandi eftir að láta sér vel líka.“ Gunnsteinn Ólafsson, RÚV. Aðeins þessar sýningar: 3. sýning fös. 11. feb. kl. 20.00 4. sýning sun. 13. feb. kl. 20.00 5. sýning fös. 18. feb. kl. 20.00 6. sýning lau. 19. feb. kl. 20.00 7. sýning fös. 25. feb. kl. 20.00 8. sýning lau. 26. feb. kl. 20.00 MiAasala ■ síma 511 4200 ||jjSLÉNSKA ÓPERAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.