Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF0691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Börn reykinga- Jfólks lögð í einelti DÆMI eru um að börn foreldra sem reykja verði fyrir einelti frá skólafé- lögum sínum. Að sögn Guðlaugar B. Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Reykjavíkur, hefur fólk sem sótt hefur kvöldnám- skeið félagsins til að hætta að reykja haft orð á þessu í vetur, einkum þó eftir áramót. „Börn þessa fólks kvarta undan einelti í skóla, þeim er strítt vegna tóbakslyktar af fötum og skóladóti," segir Guðlaug. v Húnsegirforeldranefnaþettasem eina ástæðu þess að hætta að reykja, hvatning bama sé vel þekkt í þeim efnum en í kjölfar eineltis geti sú hvatning beinlínis breyst í þrýsting. Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands. Gefur kost á sér til endur- kjörs ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér til end- urkjörs. Yfirlýsing forsetans fer hér á eftir: „Kjörtímabili forseta Islands lýkur í júlí á þessu ári. Eg hef ákveðið að gefa kost á mér til að gegna embætti forseta ís- lands á því kjörtímabili sem hefst 1. ágúst árið 2000. Ég þakka landsmönnum samstarf, hlýhug og stuðning á því kjör- tímabili sem senn er á enda.“ LI og Islensk erfðagreining leita samkomulags Sáttafundur lækna og IE í næstu viku um.“ ÍSLENSK erfðagreining (ÍE) og Læknafélag íslands (LÍ) ætla að leita leiða til að reyna að ná sáttum vegna ágreinings um söfnun sjúkraskrár- upplýsinga í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Hópur lækna hefur lýst sig andvígan því að upplýsingar verði afhentar í grunninn nema að fengnu samþykki sjúklinga. Forsvarsmenn Læknafélagsins og ÍE hafa að undanfömu ræðst við óformlega til að undirbúa formlegar viðræður um þessi álitamál og hefur verið ákveðið að halda íyrsta sátta- fundinn í næstu viku. Forsvarsmenn ÍE taka vel hug- myndum um „opið samþykki" Sigurbjöm Sveinsson, formaður LÍ, hefur lýst því yfir að lausnin felist hugsanlega í að leitað verði eins kon- ar opins samþykkis sjúklinga um að upplýsingar um þá megi nota í rann- sóknarskyni og setja í gagnagrunn- inn, þótt samþykkið sé ekki takmark- að við eina ákveðna rannsókn. Kristján Erlendsson, læknir og for- stöðumaður samskiptasviðs ÍE, tekur þessum hugmyndum vel og segir að ÍE vilji gjaman taka ábendingum sem leitt geti til sátta. Kristján sagði mjög mikilvægt að náð yrði einhverri sátt um þessi mál og fyrirtækið teldi alls ekki útilokað að það mætti takast. Aðspurður hvort þessi leið sé fram- kvæmanleg sagði Kristján: „Ef allir leggjast á eitt og það næst góð sam- staða um að vinna að þessu sameigin- lega, þá tel ég að þetta sé ekki al- gerlega óframkvæmanlegt. Við viljum skoða það. Þótt lögin geri ekki ráð fyrir þessu viljum við ekki skella skollaeymm við góðum hugmynd- Að sögn Sigurbjörns Sveinssonar hefur stjóm LI tekið um það ákvörð- un að hún sé tilbúin til formlegra við- ræðna um álitamálin við sérleyfishafa gagnagrannsins. Aðspurður hvemig standa mætti að öflun opins samþykkis sagðist Sig- urbjöm ekki geta útfært það á þessu stigi. „Það er hlutur sem við þurfum að sættast á og það þarf að falla að gildandi lögum,“ sagði hann. ■ „Mjög mikilvægt/11 Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Unnið af krafti við snjó- flóðagarð Neskaupstað. Morgunblaðið. FRAMKVÆMDIR við snjóflóða- garðinn ofan við miðbæinn í Nes- kaupstað ganga vel og hefur tíð- arfarið það sem af er vetri gert verktökunum kleift að vinna nán- ast samfellt frá því að vinna hófst í haust. Áætlað er að verkinu við garð- inn og keilurnar ofan við hann verði lokið um mánaðamótin sept- ember-október í haust. Það er verktakafyrirtækið Ármannsfell sem annast framkvæmdir við snjóflóðavarnirnar. Átak í landgræðslu til kolefnabindingar Arangur meiri en reiknað var með RANNSÓKNIR á bindingu kolefna sýna að markmið ríkisstjórnarinn- ar með sérstöku átaki í land- græðslu og skógrækt til að binda koltvísýring hefur skilað tilætluð- um árangri. Jafnframt er ljóst að hér eru meiri möguleikar til að nýta uppgræðslu lands til að binda kol- efni en víðast hvar annars staðar. Unnt er að nota landgræðslu og skógrækt til að draga úr gróður- húsalofttegundum, kolefni bindast í jarðvegi og gróðri. Ríkisstjórnin setti sér það markmið að auka bindingu koltvísýrings um 100 þús- und tonn á ári, miðað við árið 1990. Til þess að tryggja að þetta markmið næðist veitti stjórnin 450 milljónum króna til sérstaks land- græðslu- og skógræktarátaks. Rannsóknir starfshóps sem starfar á vegum nokkurra vísindastofnana hafa staðfest að þetta markmið hef- ur nú náðst og að árangurinn hafi í raun verið mun meiri en áætlað var. Góðar aðstæður Jafnframt hefur komið fram að aðstæður á Islandi eru þannig að talið er hagkvæmt og gott að nota uppgræðslu til að binda koltvísýr- ing og vega þannig á móti losun þessara efna út í andrúmsloftið. Sérstaða íslands felst í því hvað hér er mikið af ógrónu landi en jafn- framt næg úrkoma til þess að auð- velt sé að græða það upp. Þessar aðstæður eru að sögn Andrésar Arnalds, fagmálastjóra Land- græðslunnar, mjög óvenjulegar, nánast einsdæmi í heiminum. Þar við bætist að jarðvegsgerðin, ís- lenska eldfjallajörðin, getur safnað mun hraðar í sig kolefnum en nokk- ur annar þurrlendisjarðvegur. Andrés segir að stórátak í land- græðslu og skógrækt kæmi sér ekki einungis vel til að binda kol- efni heldur myndi það auka frjó- semi landsins, gera landbúnað hag- kvæmari og styrkja byggðir. ■ Miklir möguleikar/42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.