Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 20

Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Árni Þorgilsson, formaður HSK og framkvæmdastjóri, ásamt fulltrúum nokkurra styrktaraðila að vefnum og hönnuðum. Héraðssambandið Skarphéðinn hefur opnað vef á Netinu Byggt við heilsugæsl una á Egilsstöðum Bolungar- vík verður heilsubær Bolungarvík - Heilsubærinn Bol- ungarvík á nýrri öld er yfirskrift forvarnaverkefnis sem ýtt verður úr vör með opnunardagskrá í íþróttamiðstöðinni Arbæ í dag. Hér er um að ræða átak þar sem lögð verður áhersla á mann- eldismál, lfkamsrækt, tóbaksvarnir og slysavarnir, sérstök áhersla verður lögð á heilsueflingu á vinnustöðum, þar sem ekki aðeins verður leitast við að koma í veg fyrir heilsutjón, heldur ekki síður að því að bæta heilsu og líðan starfsfólksins. A opnunarhátíðinni sem hefst í íþróttamiðstöðinni Árbæ kl. 13.30 verður fjölbreytt dagskrá þar sem kynntir verða hinir ýmsu mögu- leikar fólks til að stunda líkams- rækt og heilsueflingu. Sérstakur gestur hátíðarinnar verður íþróttaálfurinn Magnús Scheving. Margir viðburðir A næstu mánuðum og allt fram á nýja öld verður síðan öðru hverju efnt til einhverra viðburða, skemmtana og kappleikja til þess að halda fólki við efnið og koma fræðslu til skila. Sérstök framkvæmdanefnd hef- ur unnið að undirbúningi þessa verkefnis í samvinnu við skóla, fé- lagasamtök, fyrirtæki og Bolung- arvíkurbæ, en verkefni þetta er í samræmi við ákveðna heilbrigðis- stefnu sem Alþjóða heilbrigðis- stofnunin hefur barist fyrir um árabil, og hefur stofnunin komið víða af stað samskonar forvarnar- og heilsubæjarverkefnum. Selfossi - Nýr vefur var opnaður í þjónustumiðstöð Héraðssambands- ins Skarphéðins á Selfossi mánu- daginn 7. febrúar að viðstöddum gestum. Það var formaður HSK, Arni Þorgilsson, sem opnaði vefínn og skráði nafn sitt í gestabókina á heimasíðu HSK. Vefurinn var sett- ur upp með stuðningi Ungmenna- félags íslands og nokkurra styrkt- araðila héraðssambandsins. Á hinum nýja vef, sem hefur slóðina www.hsk.is, er að finna upplýsingar um aðildarfélög HSK, lög þess og reglugerðir, stjórn og starfsfólk ásamt fréttum úr starf- inu, af héraðsmótum og annarri starfsemi. Það var Vefur - heima- síðugerð sem setti upp vefinn en Alda Sigurðardóttir myndlistar- kona annaðist útlitshönnun. Meðal frétta fyrsta opnunardag- inn má nefna fréttir frá unglinga- móti í frjálsum íþróttum, af undan- úrslitum í spurningakeppni HSK í útvarpi Suðurlands og frétt frá fjölmennu grunnskólamóti í glímu. Egilsstöðum - Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, undirritaði á miðvikudag á Eg- ilsstöðum samkomulag milli ráðun- eytisins og Heilbrigðisstofnunar Austurlands, f.h. sveitarfélaganna á svæðinu, um að byggja við heilsu- gæslustöðina á Egilsstöðum. Um er að ræða allt að helmings stækkun heilsugæslunnar auk b£l- skýla íyrir tvo sjúkrabíla. Kostnaður við viðbygginguna er áætlaður um 56 milljónir kr., auk búnaðar. Ríkissjóð- ur mun mæta 85% kostnaðar við framkvæmdimar en sveitarfélögin leggja til 15%. Framkvæmdum við viðbygginguna á að ljúka á næsta ári en endanleg verklok verða 2002. Verkið er unnið samkvæmt teikning- um og verklýsingum Manfreðs Vil- hjálmssonar, Verkfræðistofu Austur- lands og Umsjár ehf. Heilbrigðisráðherra sagði undir- búning að framkvæmd þessari lengi hafa verið í bígerð. Hún segir ráðstöf- unina skynsamlega og koma til með að styrkja enn frekar öfluga og sterka heilsugæslu á Egilsstöðum. Ingibjörg kom inn á að eitt ár er síðan heilbrigð- isstofhanir á Austurlandi öllu samein- uðust í Heilbrigðisstofnun Austur- lands. Hún sagði þá sameiningu tilraun sem hefði tekist vel, bæði í framkvæmd og í stjómun. Hún þakk- aði Stefáni Þórarinssyni héraðslækni og Einari Rafni Haraldssyni fram- kvæmdastjóra fyrir góð störf. Ráð- herra sagði góða stjómun auðvelda fjármagn til framkvæmda. Ingibjörg minntist þess að nýlega hafi verið keypt hús fyrir starfandi lækna, bæði á Seyðisfirði og Eskifirði, og einnig hefur verið opnað hjúkrunarheimili á Fáskrúðsfirði. Ráðherra sagði að að- ilar í heilbrigðisþjónustu annars stað- ar á landinu fylgdust bjartsýnir með þessari sameiningu á Austurlandi og sagði það vera mikilvægt að hug- myndavinna og þróun eigi sér stað innan frá eins og í þessu tilfeUi. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, og Einar Rafn Haraldsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, undirrita samn- ing um stækkun heilsugæslunnar á Egilsstöðum. Aðalfundur Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæSisins Aðalfundur Ferðamálasamtaka höfuðborgarvæðisins verður haldinn mánudaginn 21. febrúar næstkomandi kl. 20:30 í Gerðarsafni í Kópavogi. Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum samtakanna. Fundarstjóri: Sigurrós Þorgrímsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs. Gestur fundarins: Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða- Landsýnar, sem heldur erindi um Flugfrelsi. Fulltrúar fyrirtækja, sveitarfélaga og einstakl- inga sem eru aðilar að samtökunum eru eindregið hvattir til að mæta á aðalfundinn. m- FERÐAMÁLASAMTÖK HÖFUÐBORGARS V ÆÐISINS Teygðist á „blótinu“ Geitagerði - Föstudaginn 28. jan- úar var haldið þorrablót í Fljótsdal, að Végarði. Það var hið fímmtug- asta í röðinni. Ekki er hægt að segja að veðurguðimir hafi verið okkur hliðhollir það kvöldið. í þann mund er mótsgestir voru á leið á staðinn brast skyndilega á hið versta stórviðri og lentu hinir síð- ustu í mestu hremmingum. Þá gekk ýmsum illa að finna samkomustað- inn og þeir sem voru mjög vinstri- sinnaðir höfnuðu í malarnámunni austan við félagsheimilið, en náðu samt áttum að lokum. Aðra dagaði uppi á vegamótunum og sátu í bfl sfnum í tvo til þijá tíma. Harðsnúið lið björgunarsveitarmanna var í viðbragðsstöðu í húsinu til þess að koma þeim til aðstoðar en varð hvað eftir annað frá að hverfa eftir að hafa rekið nefið út fyrir dymar. Af heimferð er það að segja að um hálftfu um morguninn kom snjóruðningstæki frá Egilsstöðum og var þá orðið ferðaveður svo hljómsveitin hætti að spila en barn- um hafði þá þegar verið lokað og fóm nú flestir til síns heima. Eins og alþjóð veit hefur Fljóts- dalurinn verið nokkuð í sviðsljósinu undanfarið og þar af leiðandi skorti ekki efni í annála og önnur dag- skráratriði, sem tók sig vel út svona í spéspegli, svo sem virkjunarmál, drápur fluttar í konungsgarði að fornum sið og bylting í sveitar- stjóm. Hveijum aðgöngumiða fylgdi happdrættismiði, vatnsréttindi Hóls, með yfirskriftinni „Vatnsrétt- indi á vergangi". Vinningshafi reyndist frúin í Hóli sem þar með öðlast öll lögformleg réttindi lend- unnar. Þorrablót í nútfmastíl er orðið al- dargamall siður á Héraði. Fljóts- dælingar vom nokkuð á eftir ná- grönnum sfnum að taka hann upp, en fyrir daga þorrablótanna voru hins vegar haldnar hér svokallaðar boðssamkomur. Þar var ekki þorra- matur, nóg af honum heima, hins vegar súkkulaði- og kaffiveisla. Mjög var vandað til dagskrár. Meginuppistaðan var leikrit og þar sjaldnast ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur enda fæddir Ieikar- ar hér á öðrum hverjum bæ í þann tíð. Morgunblaðið/Egill Egilsson Starfsfólk Sparisjóðs Önundarfjarðar í heilsurækt. Kennarinn, Pétur Björnsson, er lengsttil vinstri. Flateyri - Nýhafið er námskeið í heilsurækt í Iþróttahúsi Flateyrar. Kennari er Pétur Bjömsson íþrótta- kennari. Pétur, sem áður kenndi heilsurækt við Gmnnskóla Flateyr- ar, en sneri sér síðan að löggæslu- störfum á ísafirði, tók þátttakend- urna engum vettlingatökum í fyrsta tímanum. Tilgangur námskeiðsins er að efla þol og hreysti og hjálpa eilítið til í Leggja inn á heilsu- reikningana baráttunni við aukakílóin. Þátttak- endur lögðu sig alla fram í fyrsta tímanum og oft mátti heyra bældar stunur. Þess ber að geta að hlutfall kvenna er hátt á þessu námskeiði, en sparisjóðsstjórinn sjálfur, Eirík- ur Finnur Greipsson, sem er eini karlmaðurinn á þessu námskeiði enn sem komið er, lét engan bilbug á sér finna og gaf stelpunum hvergi eftir. Sparisjóður Önundarfjarðar stendur vel að baki þátttakendum og styrkir þá til fatakaupa á meðan á námskeiðinu stendur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.