Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Áhrifa- mikið á köflum TOJVLIST L a u g a r d a I s li ö 11 KONSERTUPPFÆRSLA Á AIDU Ilöfundur: Giuseppe Verdi. Stjórnandi: Rico Saccani. Einsöngvarar: Lucia Mazzaria, Larissa Diadkova, Micail Ryssov, Giancarlo Psquetto, Kristján Jó- hannsson, Guðjón Óskarsson, Sig- rún Hjálmtýsdóttir og Þorgeir And- résson. Kór Islcnsku óperunnar, söngskólans í Reykjavík, undir stjórn Garðars Cortes og Karlakór- inn Fóstbræður, undir stjórn Árna Harðarsonar. Fimmtudagurinn 10. febrúar, 2000. ÓPERA, um aldamótin 1600, var fyrst tónsett sem leikrit og voru slík verk ætluð til flutnings á grískum leikverkum, er samkvæmt kenning- um fræðimanna voru talin hafa verið tónuð og dönsuð (samb. kórinn) en ekki töluð fram í kyrrstöðu. Mjög fljótlega breyttist óperan í röð söng- verka og til viðbótar fór hljóðfæra- leikur að skipta máli. Með tilkomu nýjunga í sviðtækni urðu óperusýn- ingar ævintýralegt sjónarspii. Grand-óperan er hápunkturinn í þessu samspili leiks, myndar, hljóð- færaleiks og söngs og er Aida eftir Verdi eitt af glæsilegustu dæmum að þessu tagi. Hvort sem notaðir eru ffl- ar og píramítar, sem sviðsmyndir eða þá að öllu sviðsprjáli er sleppt, held- ur texti og tónlist sínu eitt saman. Konsertuppfærsla Sinfóníuhljóm- sveitar íslands var færð upp sem hálfgildings sviðsverk og bæði bún- ingar hjá Huldu Kristínu Magnús- dóttur og sviðsetning, undir stjóm Roberto Lagana Manoli, féllu í lát- leysi sínu mjög vel að verkinu. Rico Saccani stjómaði flutningi tónlistar, gerði það utanbókar og missti aldrei af neinni innkomu, magnaði upp sterkar stemmningar hjá hljómsveit- inni og söngfólki og verður að kalla slíkt að vera „hljómsveitarstjóri". Forleikurinn var nokkuð vel leik- inn og söngurinn hófst með dúett, eins konar inngangi, á milli Ramfis (Micail Ryssov), æðsta prestsins, sem sunginn var af glæsibrag og Radames (Kristján Jóhannsson) hershöfðingja, en heyra mátti, að Kristján hlífði röddinni, vegna veik- inda, sem var nokkuð áberandi í næsta atriði, Rómönsunni frægu, þ.e. tónlesi og aríunni Celeste Aida ( Himneska Aida), sem Kristján söng ágætlega. í dúettinum Quale insolita á milli Radamesar og Amnerisar ( Larissa Diadkova), dóttur konungs- ins, hefst ástarþríhymingurinn og þegar Aida birtist sér Amneris hvers kyns er og var þessi þáttur vel fluttur ogþeim þremur en Larissa Diadkova var mjög sterk sem Amneris. Guerra-kaflinn, stríðshvötin, var glæsilega fluttm- og þar lék konung- urinn (Guðjón Óskarsson) stórt hlut- verk, er Guðjón söng mjög vel og sömuleiðis var innkoma Þorgeirs Andréssonar áhrifamikil, sem sendi- boða válegra tíðinda. Þá vom karla- kórarnir kraftmiklir, svo að þáttur- inn í heild var mjög áhrifamikill. Einsöngsatriði Aidu, Ritoma vincitor og Úinsana parola var ágæt- lega flutt en eins og söngkonan væri ekki búin að syngja sig upp. Lokaatr- iði fyrsta þáttar hefst á söng hofgyðj- anna, en fyrir þeim fór Sigrún Hjálmtýsdóttir og söng sitt litla hlut- verk af öryggi. Prestakórinn hljóm- aði fallega hjá Fóstbræðmm en í þessum þætti mæddi mest á Ramfis, sem Ryssov söng af glæsibrag. Annar þáttur var opnaður af kvennakór, sem söng fallega en mið- hluti þessa atriðis var ballett, sem var þokkalega dansaður en því miður var kóreografían (Jóhann Freyr Björgvinsson) ekki sannfærandi. Einn eftirtektarverðasti þáttur óper- unnar er átökin á milli Amneris og Adu og var söngur þeirra Diadkovu og Mazzariu glæsilega mótaður, þar sem Amneris notfærir sér yfirburða stöðu sína en bíður jafnframt ósigur gagnvart mætti ástarinnar. Einn frægasti þáttur óperunnar er Grand finale II, sem er kallaður sig- urmarsinn, en er í raun fjóskiptur; hylling Isisar og konungs Egypta, marsinn frægi, Sigurkórinn en í þeim kafla er Radames hylltur og fangar leiddir fram, ásamt konungi Eþíópíu, föður Aidu, Amonasro, er var glæsi- lega sunginn af Giancarlo Pasquetto. Eftir að Radames hefur beðið föng- um griða endar þessi þáttur á stór- M-2000 Laugardagur 12. febrúar AIDA Stærsta framtak Sinfóníunnar á þessu starfsári er sviðsetning á meistaraverki Verdis, óperunni Aidu í Laugardalshöll. Meðal ein- söngvara eru Kristján Jóhanns- son, Larissa Diadkova og Guðjón Óskarsson. Með hljómsveitinni koma fram Kór íslensku óperunn- ar og dansarar úr Listdansskóla íslands. Sýningin hefst á laugar- dag kl. 16. Vefslóð www.sinfonis.is Sjénþing Önnu Líndal Menningarmiðstöðin Gerðu- bergi býður gestum á Sjónþing um list Önnu Líndal. Stjómandi er Jórunn Sigurðardóttir. Sjálft þingið hefst kl. 13:30 og yfirlits- sýning á verkum Önnu kl. 16. Vef- slóð www.rvk.is/gerduberg. Lögbergstofa 101 kl. 15 Þar til yfírvöldin skilja okkur að eftir Kari Hestmhamar, Noregi (P’rix Europa 1999) Utvarpsþáttasamkeppni Út- varps 2000-02-07 Verðlaunaþáttur fluttur. Út- varp framtíðarinnar, pallborðs- umræður Forskot á sæluna Kringlan kl 14. Óvæntir bólfé- lagar kynna fyrsta stefnumótið. Óvæntir bólfélagar munu skjóta upp kollinum í hverjum mánuði það sem eftir lifir menn- ingarársins en fyrsta stefnumótið, sem haldið verður á Hótel Borg laugardaginn 18.2. verður kynnt á viðburðasviði Menningarborgar- innar í Kringlunni. Fólki býðst að 'taka þátt í svokallaðri Telefóníu og nýta þar með GSM-símana sína til listrænnar sköpunar. „Forskot á sæluna" verður, sett á svið á sama tíma hverjum laugardegi þegar gestum og gangandi njóta sýnishorna af völdum viðburðum næstu daga. Morgunblaðið/Þorkell Kristján Jóhannsson söngvari og hljómsveitarstjórinn, Rico Saccani, þakka fyrir sig að sýningu lokinni. Fjöldi fólks var við flutninginn í Laugardalshöll. brotnum samsöng einsöngvara og kóra, sem var að öllu leyti glæsilega fluttur undir magnaðri stjóm Saccani. Annar þáttur hefst á bæn presta og hofgyðja en þar á eftir syngur Aida rómönsuna, O cieli azzurri og var Lucia Mazzaria þar í essinu sínu og söng þessa aríu af glæsibrag. Dúett Adu og föður hennar Amon- asro var frábærlega sunginn, einkum af Pesquetto, er fór á kostum í þess- um áhrifamikla kafla, þar sem tog- streita Adu er skyldan við foðurland hennar og ástartrúnaður hennar gagnvart Radamesi. Dúett Rada- mesar og Aidu er í raun vendipun- ktur ópemnnar og þar lætur Rada- mes undan og er staðinn að foðurlandssvikum og svikum við hina helgu guði. Þetta er einn áhrifamesti þáttur ópemnnar og var hann vel fluttur, þó greinilegt væri að Kri- stján væri ekki í sínu besta formi. Annar tilfinningaþrunginn áta- ksþáttur var dúettinn á milli Amner- isar og Radamesar, þar sem hún reynir að vinna ástir Radamesar, sem vísar henni á bug. Þessi þáttur var hreint glæsilega sunginn af Diad- kovu Dómurinn er lesinn yfii- Rad- ames af æðsta prestinum og enn reynir Amneris að biðja Radamesi griða sem er dæmdur svikari. Loka- atriðið er einn áhrifamesti þáttur óp- erunnar og kveðjusöngurinn O terra addio, er ein frægasta tónhending ópembókmenntanna og hefst á stórri sjöund, sem tákn sársaukans. í heild var flutningur ópemnnar Aidu áhrifamikill. Einsöngvaramir glæsilegir, sérstaklega Guðjón Ósk- arsson í hlutverki konungsins, þá var ekki síður mikilfenglegur söngur Larissu Diadkovu í hlutverki Amner- isar. Aida var vel sungin af Lucia Mazzariu og faðir Aidu var stórkost- lega sunginn af Giancarlo Pasquetto. Micail Ryssov var góður sem Ramfis æðsti prestur og Kristján, sem átti erfiðan dag vegna veikinda, stóð sig með prýði. Kóramir, Kór íslensku ópemnnar, og Söngskólans og Karlakórinn Fóstbræður sungu vel og hljómsveitin, undir stjóm Saccani lék með milkum tilþrifum. Allur umbúnaður, sem hafði verið endurbættur frá fyrri óperaupp- færslum í Laugardalshöllinni, var furðanlega vel heppnaður, svo að í heild var flutningurinn mjög góður og á köflum áhrifamikill og er söng- fólki og ekki síst hljómsveitarstjór- anum Rico Saccani svo fyrir að þakka, Jón Ásgeirsson Ver doktorsritgerð sína í bókmenntum SVEINN Yngvi Egils- son mun verja doktors- ritgerð sína, „Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík", við heimsgekideild Há- skóla íslands í dag kl. 14. Andmælendur verða dr. Njörður P. Njarðvík og dr. Andrew Wawn. Vömin mun fara fram í stofu 101 í Odda. Rannsóknartilgáta ritgerðarinnar, segir í kynningu, er í stuttu máli sú, að arfur mið- alda og samtíð skáld- anna séu í gagnvirkum tengslum í íslenskri rómantík. Fram eftir 19. öld var bók- menntaarfur íslendinga notadrjúgur rómantískum ljóðskáldum og upp- spretta ýmissa nýjunga. Jónas Hall- grímsson sótti einkum í fornan sjóð eddukvæða í því skyni að endumýja bragarhætti og skáldamál samtím- ans. Hann og aðrir Fjölnismenn tóku sér fomöldina til fyrirmyndar og að mörgu leyti vildu þeir endurvekja stjómskipulag hennar og menningu. Jónas vann auk þess á fmmlegan hátt úr bókmenntagreinum fyrri alda, en skilningur á því skiptir máli fyrir túlkun á kvæðum hans. Ljóð- skáldið Grímur Thomsen endurvakti gömul minni og form sem best verða skilin í ljósi fyrirlestra og skrifa hans sjálfs um hlutverk miðalda- arfsins í þjóðlegri end- urreisn Norðurlanda. Benedikt Gröndal end- urvakti gamlar bók- menntagreinar og fom minni í ljóðagerð sinni eins og sjá má á Freyjusögninni í ljóð- um hans. Gröndal og Gísli Brynjúlfsson tengdu fornan arf á nýstárleg- an hátt við samtíma- pólitík í Evrópu. Þetta má greina í Napóleonskvæðum Gröndals og ljóðum Gísla um ung- verska frelsisbaráttu 19. aldar. Arfurinn samofinn sögu og samtíð í bókinni er því haldið fram að bókmenntaarfurinn sé samofinn sögu og samtíð skáldanna. Arfurinn tengist íslenskri sjálfstæðisbaráttu hjá Jónasi, norrænni þjóðernisbar- áttu hjá Grími, alþjóðlegri frelsisbar- áttu hjá Gísla og sögulegri mikil- mennishugsjón hjá Gísla og Gröndal. Skáldin eiga í ljóðrænum skoðana- skiptum við innlenda og erlenda höf- unda þar sem arfur miðalda er notað- ur til að skilgreina hugmyndir 19. aldar um svo ólík efni sem ást, pólitík og heimspeki. En þegar líða tekur á öldina missir fomi arfurinn að nokkra Ieyti þessa skírskotun sína í samtímann. Bæði fer nýjabramið af því að endurvinna arfinn á þennan hátt og einnig rennur hann að nokkra leyti saman við verk þeirra skálda sem á undan komu. Það verður æ erfiðara að komast fi'amhjá íyrirrennuranum að bók- menntum miðalda eins og sjá má á því hvemig ljóðum Gísla Brynjúlfs- sonar var tekið á sínum tíma. Arfurinn fer að taka á sig fastari mynd í ýmsum kvæðum á ofanverðri öldinni. í ljóðum skáldanna til Jóns Sigurðssonar má greina hvernig til- vísanir í arf og sögu verða þáttur í upphafningu hins mikla manns. Um leið era þau til marks um að arfur og saga birtist í skáldskapnum sem ein- ræð allegoría, en þar er um að ræða afturhvarf til skáldskaparhefðar fyrri alda sem markar endalok sögu- legrar Ijóðagerðar á 19. öld. „Arfúr 0g umbylting" kom út 1999 og er fyrsta ritið í ritröðinni íslensk menning, sem ReykjavíkurAkade- mían og Hið íslenska bókmenntafé- lag standa að í sameiningu. Ritstjór- ar ritraðarinnar era Adolf Friðriksson og Jón Karl Helgason. Sveinn Yngvi Egilsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.