Morgunblaðið - 12.02.2000, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 12.02.2000, Qupperneq 76
76 LAUGAKDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 >-------------------------- MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM Breytingar á dagskrá Skjás eins Morgunblaðið/Ásdís Bjarni Haukur ásamt tíkinni sinni henni Sölku. Tek á móti landsliðinu í gríni Nú stendur yfír talsverð endurnýjun á dagskrá Skjás eins. Nokkrir þættir kveðja en aðrir heilsa. Leikarinn Bjarni Haukur Þórsson er einn þeirra sem boð- að hefur komu sína og upplýsir Skarp- héðin Guðmundsson um erindi sitt. ÞÆR breytingarnar sem fyrir dyr- um standa á Skjá einum eru m.a. þær að „Nonni sprengja" hverfur af skjánum að sinni og stjdrnandi r-«ans, Gunnar Helgason, þ.e. Nonni, mun taka við þættinum „Axel og félagar“, sem af rökrétt- um ástæðum skiptir um nafn og mun framvegis kallast „Gunni og félagar“. Reynum að létta lundina Sú nýjung sem hvað mestu for- vitnu vekur er hins vegar glænýr þáttur í umsjén Bjarna Hauks Þórssonar leikara, fyrrverandi út- varpsmanns og hellisbúa. Þáttur- inn hefur hlotið nafnið „Kómíski klukkutíminn" og verður sendur út á besta tíma á laugardagskvöld- um. „Þetta er léttur og aflappaður jgrínþáttur þar sem ég kem til með að spjalla við áhorfendur á kímn- um nótum, taka á móti hressum og skemmtilegum gestum og að lok- um bjóða helstu grínurum landsins í uppistand eða annað sprell," seg- ir Bjarni Haukur. „Þetta leggjum við upp með í fyrstu en síðan getur þátturinn breyst og þróast í aðrar áttir þegar hann hefur farið af stað. Eitt er víst að þetta verður þáttur sem er ætlað að skemmta fólki, létta því lundina." Bjarni Haukur ætlar sér að vera með stutt spjall í upphafi hvers þáttar, nokkurs konar uppistand: „Þar ætla ég að velta upp kómísk- um hliðum á daglega lffínu, frétt- um líðandi stundar og hinu mann- lega eðli.“ Bjarni Haukur segist ekki hafa haft neinar sérstakar fyrirmyndir í huga þegar hann þróaði hug- r^nynd sína að þættinum: „Það má ’*ó kannski segja að eins og hug- myndin lítur út á pappírnum í dag þá rekur hún ættir til sígildra þátta Johnny Carson, Dave Allen og fleiri skemmtikrafta. Ég er alls ekki að reyna að finna upp hjólið. En vissulega á þátturinn eftir að halda áfram að þróast eftir að hann er farinn af stað og mun þá vonandi mótast minn eigin stíll, séreinkenni þáttarins.“ Vantar íslenskt skemmtiefni Bjarni Haukur segist gera sér fulla grein fyrir að á litla íslandi sé alls ekki um auðugan garð að gresja hvað úrval af góðum grín- urum varðar. Hann sé hins vegar alveg viðbúinn því að þurfa að gera breytingar á áherslum þátt- arins þegar framboð hinna fyndnu er á þrotum: „Þá finnum við bara upp á einhverju öðru sniðugu til að gera, spilum þetta eftir eyranu.“ Bjarni Haukur leggur ríka áherslu á að andrúmsloft þáttarins verði afslappað og óþvingað: „Þó munum við hafa í huga að tapa okkur ekki í vitleysunni, að þáttur- inn leiðist ekki út í neitt bull. Þetta verður svona hæfilega skipulögð óreiða.“ Bjarni Haukur segist að lokum vonast til þess að með „Kómíska klukkutímanum" takist að fylla ákveðið tómarúm sem myndast hafi í íslensku sjónvarpi. „Það vantar hreinlega fslenskt skemmti- efni á sjónvarpsskjáinn. Eftir að „Spaugstofan" hvarf af skjánum þá hefur fátt verið um fi'na drætti. „Fóstbræður" hafa vissulega boðið annað slagið upp á sínar vinsælu syrpur en spaugið þeirra er ein- ungis ein tegund af stærri grín- flóru og ég lít svo á að framlag okkar sé einfaldlega viðbót þar við, viðbót af allt öðrum toga.“ Eins og að fá góðan vin í heimsókn Viðhafnarútgáfa á plötu John Lennon, Imagine, kemur út næsta mánu- dag. Jónatan Garðars- son hlustaði á plötuna og rifjaði upp gamla tíma. ÞAÐ ERU liðin nokkuð mörg ár síð- an ég hlustaði síðast á Imagine í heild sinni, þó það séu til þrjú gatslit- in eintök á heimilinu og fjórða platan nánast óspiluð. Gamli vínillinn hefur einfaldlega rykfallið síðustu árin og nýrri listamenn haft forgang, enda koma árlega út fjölmargir nýir áhugaverðir geisladiskar. Þegar maður fær tækifæri til að endurnýja kynnin við gömlu uppáhaldsplötum- ar er það eins og að fá skyndilega góðan vin í heimsókn sem maður hefur ekki séð lengi. Þessi endur- hljóðblandaða hátíðarútgáfa Imagi- ne er sannarlega í þeim hópi. Allt kemur mjög kunnuglega fyrir sjónir, en samt er ýmislegt öðruvísi en mað- ur hélt að það væri. Það fyrsta sem ég hnaut um var að Imagine er mun sundurleitari plata en mig minnti og ég átta mig ekki alveg á því af hverju gagnrýnendur settu hana skör ofar en John Lennon/Plastic Ono Band sem kom út 1970. Það má vera að hið opinskáa uppgjör John við æskuna, uppvöxtinn og Bítlaárin, sem birtist í textum hans á fyrri plötunni hafi far- ið í taugarnar á gagnrýnendum á sínum tíma, en persónulega finnst mér JL/POB vera besta plata Lenn- on fyrr og síðar, en það er annað mál. Það er greinilegt að samstarf Lennon og upptökustjórans Phil Spector skilar sér vel á Imagine. Þeir tóku þá ákvörðun að láta hinn einfalda og hráa hljóm Plastic Ono Band vera ríkjandi þátt í stað þess að ofhlaða tónlistina. Fyrir bragðið njóta hljóðfæraleikaramir sín mjög vel, einkum Lennon sjálfur, Klaus Voormann og Nicky Hopkins að George Harrison ógleymdum en hans hlutur í plötunni er mjög merkilegur. Harrison litar lög Lenn- ons með ljóðrænum leik sínum á dobro- og slide-gítar að ekki sé minnst á skemmtilegan blæ sem gít- arsóló hans setur á Gimme Some Truth. Það eru þrír trommarar sem skipta með sér hlutverkum á plöt- unni og er hlutur Alan White mestur þó Jim Keltner og Jim Gordon eigi einnig hlut að máli. Aðrir hljóðfæra- leikarar koma einnig við sögu en óþarfi er að fjölyrða frekar um þá. A seinni árum hefur lagið Imagine öðlast heiðurssess sem besta lag Lennon og ekki að ósekju, en hér eru einnig hin frábæru lög I Don’t Wanna Be A Soldier, Oh My Love, How og Jealous Guy sem varð reyndar ekki vinsælt fyrr en Bryan Ferry söng það inn á plötu. Þegar hlustað er á Imagine rifjast ýmislegt upp, eins óg sú einkenni- lega ákvörðun John að leggja aðal- áherslu á lagið Gimme Some Truth í stað titillagsins Imagine, sem kom ekki út á smáskífu í Bretlandi fyrr en í nóvember 1975. Reyndar hélt John því fram að fulltrúar EMI hefðu ekki viljað gefa lagið út á smáskífu til að tryggja söluna á breiðskífunni. Það má vera að þetta sé rétt en lagið kom engu að síður strax út á smáskífu hjá Capitol Records í Bandaríkjunum, þannig að sú skýring er sérkennileg. Því hefur verið haldið fram að John hafi alla tíð verið hálf skömmustu- legur yfir því að skrifa sjálfan sig fyrir textanum því hann var í raun- inni unninn uppúr bókinni Grape- fruit sem Yoko gaf út árið 1963. Eftir á að hyggja var það kannski meistaraleg flétta að leggja svona litla áherslu á þetta einfalda lag með heimspekilega textanum í upphafi, því það hefur öðl- ast sjálfstætt líf á mjög áreynslu- lausan hátt. John Lennon var alltaf mjög taugaóstyrk- ur þegar hann hafði lokið við plöt- ur sínar. Hann var ekki í rónni, átti von á ákúrum frá gagnrýnendum og aðdáendum og þessu var eins far- ið þegar upptökum á Imagine lauk. Hann vissi sem var að lagið How Do You Sleep ætti eft- ir að valda usla því hann skýtur föst- um skotum á Paul McCartney í text- anum og segir m.a.: „The only thing you done was yesterday, and since you’ve gone you’re just another day.“ og „The sound you make is muzak to my ears, you must have learned something in all those years.“ John taldi sig vera að svara Paul sem hafði sent honum tóninn á plöt- unni Ram sem kom út nokkru áður. Trúlega hefur John verið heitt í hamsi því þessir gömlu fóstbræður höfðu átt í erfiðum málaferlum vegna samstarfsslitanna um nokkurt skeið og John hélt einfaldlega upp- teknum hætti og lét allt flakka í text- um sínum í því skyni að hreinsa til í sálarkistunni. John vissi svosem að þessari bersögli hans yrði ekki vel tekið heima fyrir og þessvegna er merkilegt að hugsa til þess að mán- uði áður en platan kom út fluttist hann búferlum ásamt Yoko til Bandaríkjanna og sneri aldrei aftur til Bretlands. Þessi nýja útgáfa af Imagine var endurhljóðblönduð í Abbey Road hljóðverinu haustið 1999 af Peter Cobbin og félögum undir leiðsögn Yoko Ono. Það er ætíð vandaverk að endurhljóðblanda gömul meistara- verk svo vel líki. Til að hafa saman- burðinn á hreinu byijaði ég á því að hlusta á vínilinn áður en ég brá geislaplötunni í spilarann. Það verð- ur að segjast eins og er að endur- vinnslan hefur tekist mjög vel. Hljómurinn er skýr og greinilegur án þess að verða vélrænn eins og stundum vill brenna við þegar plötur eru yfirfærðar á geisladiska. Það hefur tekist að viðhalda hinum hlýja vínilhljómi sem maður saknar svo oft - og er það mikill kostur. Á gömlu plötunni voru textarnir á annarri hlið innra hulstursins, en á hinni hliðinni voru nöfn þeirra sem skip- uðu Plastic Ono Band á þessum tíma og passamyndir af þeim. Á nýju út- gáfunni eru textarnir í geislabækl- ingnum auk ljósmynda af John og Yoko frá þeim tíma er þau bjuggu í Tittenhurst Park þar sem platan var tekin upp sumarið 1971. Þær segja mun meira um þessa plötu og að- stæðumar í Tittenhurst Park en gömlu passamyndirnar gerðu og eiga þvi mjög vel við. Þegar á heild- ina er litið er þetta hin ágætasta út- gáfa og er óhætt að mæla með henni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.