Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 B 11 mæðu og stundum til mikillar skelf- ingar, því fólk var alltaf að festast í henni. Asgeir Þorsteinsson var tékkn- eskur konsúll fyrir stríð. Hann hætti þegar Þjóðverjar hernámu Tékkóslóvakíu en tók aftur við titl- inum eftir stríð og sinnti því starfi allt þar til kommarnir tóku yfir í landinu. Sendiherrann, dr. Walter, sat í Svíþjóð. Sá ég mikið til um allar bréfaskriftir, tók á móti „bissness- mönnum“ frá Tékkóslóvakíu o.s.frv., var meira að segja farinn að læra tékknesku. Við fengum að flagga á tékkneskum tyllidögum á næsta húsi, 12a, húsi Júlíusar Björnssonar, þar sem engin flagg- stöng var á númer 12. Oft var hringt og kvartað yfir því að fáninn sneri vitlaust, en það voru þrír litir sem lágu lóðrétt og ekki var ég alltaf minnugur á hvaða litur ætti að vera efst og hvaða litur neðst. Sólskinsbarnið hans Kjarvals Fljótlega eftii' að ég kom í húsið komst ég í kunningsskap við Jó- hannes Kjarval. Hann kom oft í kaffi til okkar. í fyrstu fannst mér hann fremur sérkennilegur, smá- skrítinn en skemmtilegur og tók oft skringilega til orða. Hann tók fljót- lega miklu ástfóstri við mig, kallaði mig sólskinsbarnið, og sagði að ég væri alltaf í svo góðu skapi er við hittumst í stiganum. í kringum 1950 var mér falið að kaupa málverk af Kjarval til brúðargjafar. Hann tók því vel en áður en af kaupum yrði var keypt málverk af öðrum listmál- ara svo mér var falið að afþakka hjá Kjarval. Hann var sáttur við það en næstu vikur og mánuði, í hverst skipti sem við hittumst í stiganum minntist hann á „málverkið mitt“; hann væri með það í vinnslu, það kæmi bráðumÉg þorði ekki að malda í móinn, hugsaði sem svo: Ég verð bara að slá einhvers staðar fyr- ir því, enda efnin lítil, nýlega kvænt- ur, en ég vildi alls ekki „móðga“ Kjarval. Einn góðan veðurdag, sólin skein inn um gluggann þar sem ég sat við skriftir, bankaði hann upp á: „Komdu hérna, sólskinsbarnið mitt“, sagði hann. Ég kom og þar stóð hann með þetta fallega mál- verk. „Taktu í hornin á geitinni", kallaði hann það og sagði: „Veskú“. Ég bauð borgun, ekki var við það komandi, ekki einu sinni að borga rammann. Það var aðeins eitt sem hann bað um, ljósmynd af málverk- inu. Hann sagðist hafa verið lengi að dunda við þetta málverk og þætti vænt um það. Varð ég að sjálfsögðu við þeirri ósk með glöðu geði. Kjarval var alltaf að senda mér kort með alls konar teikingum, t.d. á jólum og eiginlega hvenær sem hon- um datt það í hug. Bækurnar sínar, Grjót og Meira grjót og Hvalasaga sendi hann mér og alltaf voru þær skreyttar. Konan mín bjargaði ein- hverju af þessum sendingum Kjar- vals undan tortímingu, sem ég er í dag ákaflega þakklátur fyrir. Eitt sumarið var hitinn óvenju- mikill og fór þá að berast mikil fýla ofan af efstu hæðinni þar sem Kjar- val bjó og vann. Er þetta ágerðist og enginn hafði orðið var við Kjarval í nokkrar vikur, ekki einu sinni þeir á BSR, fór okkur að gruna margt og óttuðumst við hið versta. Kallað var á lögreglu og með hennar fulltingi var farið inn til Kjarvals. Enginn Kjarval, ekkert lík, en meistarinn hafði gleymt þremur lengjum af skreið í vatnsfötu á gólfinu; hafði líklegast verið að undirbúa næstu máltíð en gleymt því, er hann fór snögglega út á land að mála. Kjar- val snæddi mikið af slíkum mat. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynast meistara Kjarval svo náið og vera samtíma honum undir sama þaki. Öllum þótti vænt um hann, enda var hann mikill mannvinur. Kom hann oft í kaffi til okkar eins og ég gat um áðan, var hann þá stundum með koníakspela og eitt staup, sem var oftar en ekki ansi kámugt og bauð upp á einn. Engum datt í hug að neita þrátt fyrir kám- ugt glas því allir urðu að drekka úr sama glasinu. Svokallaðir „rónar“ voru miklir vinir hans og hann þeim oft hjálp- legur. Sem dæmi um tillitssemi hans má geta þess, að einhverju sinni blöskraði honum, hversu „rón- arnir“ þurftu að leggja mikið á sig til að ná á hans fund. Þá var engin lyfta £ húsinu og þeir þurftu að ganga upp á 5. hæð, erfiða marm- arastiga. Hann setti því peninga í umslög og bað Bjarna „beauty", verslunarstjóra hjá Skóverslun Stefáns Gunnarssonar að „skipta þessu á milli greyjanna svo þeir þyrftu ekki að ómaka sig upp á fimmtu hæð“. Þannig var Kjarval. Einhver á sveimi Hús eins og Austurstræti 12, sem hefur hýst svo margt og er þar að auki byggt á rústum Hótels Reykja- víkur, hlýtur að búa yfir einhveiju leyndardómsfullu. Varð ég vissu- lega var við það. Uppi á fjórðu hæð þar sem Asgeir Þorsteinsson hafði sína einkaskrifstofu heyrðust oft stunur og sog, eins og einhver væri að kafna. Sagt var að á þessum stað hafi áður verið kvistherbergi, þ.e. í Hótel Reykjavík, þar sem eini mað- urinn sem fórst í þeim bruna hafi sofið. Get ég staðfest að ég heyrði þetta stundum er ég var einn að vinna frameftir og var mér mjög illa við að vera þarna einn eftir myrkur. Ein af þvottakonunum (nefndar ræstitæknar í dag) sem unnu þarna eftir skrifstofutíma varð bráðkvödd inni á snyrtingu á sömu hæð. Var þetta einnig fyrir minn tima. Voru þessi tvö stundum á sveimi, gerðu engum mein en sköpuðu smáónot stundum. Kjarval minntist stundum á þetta við mig, en ég varð aldrei var við þvottakonuna. Þeir sem vinna þarna í dag telja sig stundum verða vara við „eitthvað". Kannske ein- hverjir hafi bæst við eftir því sem árin hafa liðið. Ætli ég eigi ekki eftir að kíkja þarna inn þegar þar að kemur. Eftir að Stefán Gunnarsson dó fór svolítið að halla undan fæti hjá skóversluninni, bæði út af ytri að- stæðum, skömmtun og annarri óár- an. Það kom síðan að því að verslun- in var lögð niður. Hluti af húsnæðinu var síðan nýttur undir aðra skóbúð þar sem einvörðungu var seldur barnaskófatnaður. Sig- urður, sem áður var hjá Óla í Skó- búð Reykjavíkur rak hana í nokkur ár með miklum glæsibrag. Hinn helmingurinn var gerður að skyndi- bitastað, hamborgarasjoppu; franskar, bleika sósan o.s.frv. okkur hinum í húsinu til mikillar armæðu vegna steikarfýlu sem því fylgdi. Sá sem rak hana var Leó, kallaður „ljónið frá Selfossi", en eigandinn var Pálmi, síðar kallaður Pálmi í Hagkaup. Ætli hann hafi ekki grundvallað sitt veldi þarna við steikarpottinn. Það væri hægt að skrifa síðu eftir síðu um Austurstræti 12 og fólkið sem þar bjó og starfaði, t.d. má geta þess að það gætti flóðs og fjöru í kjallara hússins, því urðu stundum skemmdir á birgðum verslunarinn- ar ef gleymdist að taka vörur úr neðstu hillunum. Breyttir tímar Hér skal staðar numið að sinni, en að lokum vil ég aðeins tæpa á þróun mála frá þeim tíma sem ég þekkti best til. Fjölskylda Stefáns Gunn- arssonar og Sigríðar Benedikts- dóttur, konu hans, varð aldrei stór. Sonurinn Gunnar, dæturnar Ses- selja og Guðríður, tengdasonurinn Green. Fleiri urðu þau ekki, engin barnabörn. Samkvæmt því sem ég veit best hafa þau öll kvatt þennan heim. Bjarni „beauty" hélt áfram að vera sama prúðmennið hvar sem hann fór. Hann náði sér í konu og lifðu þau hamingjusamlega saman þar til dauðinn þau skildi að, en þau munu bæði vera látin. Listasafn rík- isins fékk húsið í arf, sem síðan hafði makaskipti á Herðubreið og Austurstræti 12 við Húsbyggingar- sjóð Framsóknarflokksins. Fram- sóknarflokkurinn seldi það aftur Samvinnutryggingum sem síðan seldi það Endurtryggingarfélagi Samvinnutrygginga hf., sem aftur seldi það Samvinnuferðum- Landsýn og eru höfuðstöðvar þeirra þar í dag. Ný lyfta, sem nær alveg niður á jarðhæð, er komin í húsið. Margt er orðið nýtískulegra, en þeir framliðnu reika að öllum líkindum enn um stiga og ganga. Líklega skiptir það þá engu máli hvar lyftan byrjar og hvar hún endar. Höfundur er fyrrverandi deildar- sljóri og núverandi ellilífeyrisþegi. Götumarkaösstemmning frá föstudegi til sunnudags. Allar verslanir opnar. Þ H R S E M Jf H J H R T fl 6 5 L (EI UPPLÝ5IN6H5IMI 5BB 77BB SKRIFSTOFIISlMI 5 6 B 9 2 0 U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.