Morgunblaðið - 13.02.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 13.02.2000, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ p I o «.r ^nT'ii.rTm/rvr^ 12 B SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 Kristján Kristjánsson í friðarstóli. Orðstír deyr aldregi... KK-sextettinn var um árabil ein vinsælasta hljómsveit landsins. Hljómsveitarst.iórínn Kristján Kristjánsson stjórnaði sextett sem verður lengi í minnum hafður sem ein besta hljómsveit sinnar tegundar hér á landi. Kristján stofnaði hljómsveitina þegar hann kom heim frá námi í Bandaríkjunum 1947. Ólafur Ormsson ræddi við Kristján Krist- jánsson um tónlistarferil hans og kynni hans af ýmsu tónlistarmönnum og margt fleira frá minnisstæðum árum. Iupphafi þorra, á bóndadaginn, heimsótti ég Kristján Krist- jánsson, fyrrverandi hljóm- sveitastjóra og tónlistarmann á heimili hans í Reykjavík. Um ára- bil var Kristján Kristjánsson í sviðsljósinu og stjórnaði hljómsveit sinni, KK-sextettinum, eða allt frá stofnun hljómsveitarinnar 1947 og þar til hún hætti að koma fram op- inberlega í árslok 1961. í KK-sext- ettinum voru helstu hljóðfæraleik- arar landsins og með hljómsveitinni sungu frábærir dægurlagasöngvar- ar. Arið 1984 komu út tveir safndisk- ar með tuttugu og fjórum lögum með KK-sextettinum og helstu söngvurum hljómsveitarinnar. Peg- ar lögin voru tekin upp var upp- tökutæknin ekki neitt í líkingu við það sem hún er í dag og nánast ein- göngu tekið upp á segulband. Disk- arnir eru einstök heimild um hljóm- sveit sem var í fremstu röð hljómsveita á Islandi á fimmta og sjötta áratug tuttugustu aldarinnar og þótt víðar væri leitað. Kristján er rúmlega sjötugur. Hann er virðulegur í fasi, hávaxinn og myndarlegur á velli og á marg- vísleg áhugamál. Pó að Kristján sé löngu hættur að spila opinberlega á hljóðfæri sitt, saxófóninn, er tónl- istaráhuginn enn fyrir hendi og hann fylgist grannt með því sem fram fer í tónlistarlífinu hverju sinni. Uppruni og æskuár „Ég er fæddur í Syðstakoti í Mið- neshreppi 5. september árið 1925. Ég ólst upp hjá móðurömmu og móðurafa. Móðuramma mín var ljósmóðir. Ég var hjá þeim til fimm- tán ára aldurs. Foreldrar mínir voru Sigrún Elínborg Guðjónsdótt- ir og Kristján Karl Kristjánsson prentari." Ertu alinn upp í stórum systkina- hópi? „Nei, ég er einbirni. Afi minn var sjómaður og gerði út tvo áttæringa þegar ég var sex eða sjö ára og hann var með átta kýr, svolítinn bú- skap. Hann hætti sjómennsku og var bátasmiður, smíðaði smábáta. Hann byggði tveggja hæða hús, Syðstakot. Hann hét Guðjón Þor- kelsson. Honum féll aldrei verk úr hendi. Hann var dugnaðarforkur og hann var afskaplega iðinn, gamli maðurinn. Hann seldi mjólk á bát- ana og einnig mjólk til mjólkurfé- lagins á hverjum morgni. Hann gerði einnig við báta sem komu alls staðar að, t.d. frá Austfjörðum. í Sandgerði var töluverð útgerð og þar voru t.d. með útgerð tveir kunnir útgerðarmenn hér fyrr á ár- um, Haraldur Böðvarsson og Loft- ur Loftsson. Amma mín, Þorbjörg Benónýsdóttir, var gríðarlega dug- leg kona og geriðst ljósmóðir sam- kvæmt ósk samfélagsins og var af- skaplega heppin sem ljósmóðir. Hún var systir Friðriks, föður Ben- ónýs Friðrikssonar „Binna í Gröf “, sem var kunnur aflamaður hér á ár- um áður og Benónýs sem var lengi með verslun í Hafnarstæti í Reykjavík. Móðir mín var berkla- veik og dvaldi langtímum saman á berklahæli. Ég var oft á sumrin þama suður frá eða fram á unglingsár, en dvaldi stundum í Reykjavík yfir vetrar- mánuðina. Ég jauk bamaskólaprófi í Sandgerði. Ég var byrjaður að spila mjög snemma. Uppeldisfaðir minn, Eiríkur Karl Eiríksson, raf- virkjameistari gaf mér tvöfalda harmonikku þegar ég tíu ára. Hann kenndi mér nótur á þessa litlu nikku. Síðar eignaðist ég fimmfalda harmonikku og fór í harmonikku- nám hjá Sigurði Briem. Einnig var ég um tíma í harmonikkunámi hjá Svend Viking Guðjohnsen, sem var dansk-íslenskur maður og vann hjá Hojegor og Sjultzs þegar var verið að leggja hitaveitulögnina hér um árið. Ég var í tíma hjá honum tvisv- ar í viku. Hann lét mig fara yfir nokkur lög af sérstökum ástæðum. Hann átti að spila í Tjarnarkaffi fyrir eitthvert átthagafélag. Hann sagði: - Því miður kemst ég ekki, þú verður að fara og spila! - Ég lét mig nú hafa það að gera þetta. Ég hafði aldrei spilað opinberlega, ekki á virkilegum konsert. Ég hafði spil- að sem strákur á tvöfalda harmon- ikku á böllum með öðrum suður á Hvalsnesi. Ég átti þarna þrjú, eða fjögur konsertlög. Ég var auðvitað mjög taugaóstyrkur, en um leið og ég byrjaði að spila hvarf öll feimni og ég var ekki lengur taugaóstyrk- ur og ég spilaði þarna þrjú lög og Morgunblaðið/Jim Smart ég var klappaður upp og spilaði þá fjórða lagið. Þá fór ég í einkatíma hjá Vil- hjálmi Guðjónssyni á klarinett og þaðan í Tónlistarskólann." í þekktum tónlistarskóla í Bandaríkjunum Hver var aðdragandi þess að þið Svavar Gests fóruð í nám í Juilliard School of Music í New York árið 1946? „Við höfðum báðir haft áhuga á því að læra meira og að kynnast betur bandarískri tónlist. Juilliard School of Music var frábær tónlist- arskóli á þessum árum. Við vorum í skólanum í rúmt ár eða þar til í lok ágústmánaðar 1947. Við komum til New York um mitt ár 1946 og um líkt leyti komu þangað tónlistar- menn víða að úr heiminum, t.d. frá Evrópu og Suður-Ameríku. Við fór- um út með Butline Hits leiguskipi hjá Eimskipafélagi íslands." Var þetta ekki dýrt nám? „Jú, þetta var nokkuð dýrt nám. Það var lítið um peninga á þeim ár- um, t.d. hjá minni fjölskyldu. Svav- ar hefði getað verið þarna lengur, en hann vildi það ekki. Ég hefði gjaman viljað vera lengur eða í fjögur ár og ljúka þar námi, eins og Magnús Blöndal Jóhannsson, sem var í skólanum á sama tíma og við Svavar og útskrifaðist frá skólan- um.“ Var þetta þá alhliða tónlistar- nám? Eða varstu fyrst og sem fremst í námi í klarinettleik og saxófónleik? „Mér var ráðlagt í skólanum að fara í prívattíma í klarinettnám af því að ég hafði svo stuttan tíma og námið var dýrt. Ég gerði mér grein fyrir því að ég yrði aldrei lengur en tólf til fjórtán mánuði í námi við skólann, það voru allir peningar búnir og það var ekki hægt að sækja um nein námslán á þeim ár- um.“ Var ekki Juilliard School of Mus- ic einn þekktasti tónlistarskólinn á þessum árum? „Jú, og mjög góður tónlistarskóli og líklega sá besti sem völ var á. Ég skrifaði þeim fyrir okkar hönd og við fengum strax svar. - Gjörið þið svo vel og komið. Þeir höfðu góða reynslu af Islendingum sem höfðu verið við nám í skólanum. Vilhjálm- ur Guðjónsson hafði verið þar við nám og Einar B. Waage og jafnvel fleiri. Við fengum þarna mjög góða menntun. Við vorum í tímum alla daga, sex til átta tíma á dag. Það var ómetanleg reynsla að fá að spila með stórhljómsveitum þar sem menn voru kannski á þriðja ári að spila. Hljómsveitin spilaði alls kon- ar músík, meira að segja lúðra- sveitamúsík. Ég man að það var mjög mikill agi í lúðrasveitinni sem ég spilaði með. Stjórnandinn var alltaf að finna að ýmsu, tóni, eða einhverju öðru.“ Spilarðu þá bæði á klarinett og saxófón? „Nei, svo til eingöngu á klarinett. En ég var líka í einkatímum á altó- saxófóninn." Atvinnutónlistarmaður með eigin hljómsveit Hvar og hvenær kom KK-sext- ettinn fyrst fram opinberlega? „Vinur minn Guðmundur Krist- jánsson í versluninni Krónunni fékk mig til þess að vera með sex manna hljómsveit í Mjólkurstöðinni. Þar kom KK-sextettinn fyrst fram opin- berlega 3. október 1947. Svavar Gests fann upp á þvi að nefna hljómsveitina KK-sextett.“ Hverjir voru í þessari fyrstu hljómsveit þinni? „Það voru Hallur Símonarson, Svavar Gests, Steinþór Steingríms- son, Trausti Thorberg og Guð- mundur Vilbergsson. Trausti var ekki lengi með hljómsveitinni, að- eins í nokkra mánuði og Gunnar Ormslev kom í hans stað. Ég hafði áður en ég fór til Bandaríkjanna spilað um tíma í Mjólkurstöðinni með Róbert Þórðarsyni harmon- ikkuleikara og Kristjáni Hanssyni, „Bósi“ var hann kallaður og spilaði á píanó. KK-sextettinn spilaði sex kvöld í viku í Mjólkurstöðinni, í sex eða sjö mánuði. Ég var komin með nýjan mannskap þegar hljómsveitin hætti að spila í Mjólkurstöðinni. Veturinn 1949-50 spilaði KK-sext- ettinn í Listamannaskálanum. Þá fékk ég með mér í hljómsveitina tvo menn að norðan, Jón Sigurðsson trompetleikara og Einar Jónsson trommuleikara og aðrir í hljóm- sveitinni voru Ólafur Pétursson á harmonikku og saxófón, Baldur Kristjánsson á píanó og Vilhjálmur Guðjónsson á klarinett og saxófón. Við spiluðum einnig á gamla Röðli og víða úti á landsbyggðinni." Síðan komu nýir menn í hljóm- sveitina árið 1950, sem áttu eftir spila me_ð þér næstu árin? „Já, Ólafur Gaukur gítarleikari og síðar útsetjari hljómsveitarinn- ar, ,Jón Sigurðsson bassaleikari og einnig síðar útsetjari og Kristján Magnússon píanóleikari. Ólafur Gaukur og Jón Sigurðsson voru síð- an í hljómsveitinni meira eða minna allan sjötta áratuginn og reyndar einnig Kristján og allt þar til hún hætti að spila 1961.“ Voruð þið ekki með söngvara þarna í upphafi? „Þegar við vorum í Mjólkurstöð- inni 1947 vorum við á æfingum meira eða minna á hverjum einasta degi. Forstjórinn vildi allt í einu að fækkað yrði um einn mann í hljóm- sveitinni og tekinn inn söngvari. Við höfðum æft þarna í þrjár vikur, mánuð og það var mikið mál að láta allt í einu einn hætta í hljómsveit- inni. Það var auðvitað ekki hægt. Ég var búinn að útsetja alla tónlist- ina fyrir þessa hljómsveit. Ég ákv- að samt að ræða málið við gítarleik- arann, Trausta, gítarleikarar syngja oft í hljómsveitum.Trausti var fljótur að pakka niður þegar ég bar undir hann erindið og var næst- um horfinn út úr húsinu þegar ég náði loks í hann. Ég ræddi málið við strákana í hljómsveitinni. Þá varð niðurstaðan sú að ég ætti sjálfur að syngja! Það var meiriháttar áfall! Eg hafði aldrei sungið neitt opin- berlega! Jæja, ég lét mig hafa það og valdi nokkur lög þar sem það var ekki mikið úrval sem ég treysti mér til að syngja og þá lét ég prenta fyr- ir vikuna texta af einu lagi, og hann var á öllum borðum." Og hvaða lag var það? „Anna í Hlíð, amerískt lag sem ég fékk Eirík Karl Eiríksson, til að gera texta við. Ég skal nú viður- kenna það að ég var nú svolítið sniðugur. Ég fór að hugsa til fólks- ins sem var úti í sal; það langaði svo marga til að syngja! Ég fór að taka einn og einn upp á dansleikjum og prófa hvað þeir kynnu og í þeim til- gangi að létta á mér, þannig að ég þyrfti ekki að vera að raula þetta, kvöld eftir kvöld! Þessar tilraunir báru þann árangur að þegar við auglýstum að við tækjum söngvara- efni til prufu í Tjarnarkaffi, þá gáfu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.