Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Önjgg blöndunartæki með brunavörn Hitastilltu Mora Mega blöndunartækin fyrir bað og sturtu tryggja öryggi og þægindi. Mora Mega er árangur margra ára vöruþróunar og betrumbóta. Mora - Sænsk gæðavara TCfÍGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 KK-sextettinn á árunum 1947-48 í samkomusal Mjólkurstöðvarimiar. í fremri röð eru frá vinstri KK sjálfur, Gunn- ar Ormslev, Guðmundur Vilbergsson, Steinþór Steingrímsson. í aftari röð Savar Gests og Hallur Súnonarson. Myndin er tekin eftir að Gunnar Ormslev kom í stað Trausta Thorberg, gítarleikara, en áður en Krislján Magnússon tók sæti Steinþórs við píanóið. Myndin er úr bæklingi sem fylgdi geisladiski með úrvali Iaga KK-sextettsins. Fást í byggingavöruverslunum um land alll láta eins og vitleysingur." Kristján hló þegar hann minntist þessa tímabils. „Ragnar var kominn áður sem söngvari hjá KK. Hann byrjaði með okkur í gamla Þórsk- affi. Síðan varð Ellý söngkona með hljómsveitinni þegar við byrjuðum í nýja Þórskaffi. Eg held að ég geti fullyrt að vinsældir hljómsveitar- innar hafi verið hvað mestar einmitt þegar Ellý og Ragnar sungu með hljómsveitinni. Eyþór Þorláksson og Gunnar Reynir hættu eftir að við komum frá Þýskalandi og inn í hljómsveitina komu að nýju Ólafur Gaukur og Jón Sigurðsson og nýr maður, ungur og efnilegur hljóm- listarmaður, Árni Scheving." NAMSTEFNA STJÖRNUNARFÉLAGS ISLANDS FIMMTUDAGINN 24. FEBRÚAR NETVIÐSKIPTI Etm belri markaðsstjórmm - ekki missa af lestinni! Fimmtudagur, 24. febrúar kl. 09:00-12:30 á Hótel Sögu Leiðbeinandi: Alan Melkman Alan Melkman er vel þekktur ráðgjafi á sviði markaðs- og starfs- þróunarmála. Melkman sem er verkfræðingur og viðskiptafræðingur að mennt, er framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Market Dynamics Ltd. í Bretlandi. Hann hefur starfað sem ráðgjafi í yfir 30 ár um heim allan og á fjölmörgum markaðssvæðum. Meðal viðskiþtavina Melkman eru Unilever, Electrolux.Walt Disney International, BBC, Cap Gemini, Dow Chemicals, London Stock Exchange, Management Centre Europe, Hawksmere og Eimskipafélag íslands. Inntak: Gríðarlegur vöxtur er nú á flestum sviðum netviðskipta, allt stefnir í að flestar vörutegundir og þjónusta verði innan skamms fáanlegar á netinu. Upplýsingar verða aðgengi- legar og markaðir verða nær „fullkomnir", þ.e. framboð og eftirspurn munu stjórna verðmyndun. Milliliðir milli endakaupenda og frumseljenda munu hverfa og beintenging mun komast á. Sem dæmi hefur Ford nú í samstarfi við Oracle hug á að koma upp rafrænni kauphöll þar sem birgjar þeirra geta boðið hráefni og vörur til framleiðslu og reksturs. Samskonar áform eru upþi hjá General Motors. Ljóst er að þær breytingar sem að ofan eru nefndar munu hafa mikil áhrif á stjórnskipulag fyrirtækja, sér í lagi ytri deildir svo sem innkaupa- og markaðsdeildir. Hvert verður hlutverk markaðsstjóra og starfsmanna markaðs- og söludeilda í þessu nýja umhverfi? Hvernig geta fyrirtæki nýtt netviðskipti til nýrra landvinninga? Alan Melkman mun fjalla um stöðu viðskiptavinarins og tengsl fyrirtækja við viðskiptavini á tímum netviðskipta. Einnig hvernig þróa megi vinnuferla sem leiða til sparnaðar, veltuaukningar og bættrar samkeppnisstöðu. Efni: Mælanleiki í viðskiptasamböndum Viðskiptatengsl og þróun þeirra Áhrif internetsins á markaðs- og söluferla Rafræn viðskipti TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLD! - TRYGGÐU ÞÉR SÆTí NÚNAÍ Fyrir hverja: Alla sem koma að sölu og markaösmálum, sölustjóra, markaðsstjóra, innkaupastjóra, starfsmannastjóra og alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér það nýjasta á sviði rafrænna viðskipta. SFÍ verð: 15.900.- Afmennt verð: 21.900.- Innifalið: Námsgögn og léttar kaffiveitingar A SSjárpurmféiag HsS&ndb Komuð þið ekki einmitt á þessum árum fram á tónleikum í Austur- bæjarbíói? „Jú, og oft hálfsmánaðarlega. Ég man t.d. eftir hljómleikum með Laure London sem varð heims- frægur á þeim árum fyrir lagið, „He’s got a hole world“ og við spil- um einnig undir hjá Tannie-systr- um sem voru einstaklega skemmti- legar söngkonur." KK-sextettinn hélt upp á tíu ára afmæli hljómsveitarinnar árið 1957 með hljómleikum í Austurbæjarbíó. I blaðadómi um hljómleikana í AI- þýðublaðinu sunnudaginnn 13. okt 57 skrifar KG. „Hljómleikar þessir tókust í fáum orðum sagt svo vel, að eftir þá getur enginn verið í vafa um að KK-sextettinn er nú ein fremsta danshljómsveit á íslandi og þótt víðar væri leitað, þótt hún hafi enn ekki hlotið nein gullverðlaun. Með látlausu geislandi fjöri lék hún sig inn í hug áheyranda, sem fögnuði henni ákaflega. Hinir vin- sælu dægurlagasöngvarar, Sigrún Jónsdóttir og Ragnar Bjarnason, stóðu sig einnig með hinni mestu prýði og áttu ekki hvað minnstan þátt í að vekja fögnuð áheyrenda.“ Og þið hafið auðvitað verið með fjölda laga á efnisskránni? „Já, og á þessum tíma voru Jón „bassi“ Sigurðsson og Ólafur Gauk- ur aðalútsetjarar hljómsveitarinn- ar. Við vorum með gífurlega mörg lög á efnisskránni og stöðugt voru að koma inn ný lög. Eg sá það mjög fljótt að það var þó ekki aðallega vegna þeirra sem fólk kom til að heyra í hljómsveitinni, heldur vegna hljómsveitarinnar og til þess að menn fengju ekki leið á því sem þeir voru að gera, var þetta leiðin. Þetta var mikill vinna í fjöldamörg ár og auðvitað höfðum við góðar tekjur. Við spilum þá mikið á Kefla- víkurflugvelli í klúbbum þar og sú vinna var vel borguð." Undir lok sjötta áratugarins komu fram með hljómsveitinni Silki-damask í metratali í úrvali nokkrir ungir og efnilegir söngvar- ar. Eru einhverjir úr þeim hópi þér öðrum fremur minnisstæðir? „Það sungu með okkur margir ungir og efnilegir dægurlagasöngv- arar. Óðinn Valdimarsson söng t.d. með hljómsveitinni í heilt ár frá 1959-60. Þá söng Harald G. Har- aldss. með okkur um tíma, einnig Díana Magnúsdóttir, og t.d. Guð- bergur Auðunsson og Þorsteinn Eggertsson. Einmitt á þessum ár- um og svo undir lokin komu nýir menn í hljómsveitina, fjórir frábær- ir hljóðfæraleikarar, Gunnar Orms- lev saxófónleikari, Jón Páll Bjarna- son gítarleikari, Andrés heitinn Ingólfsson saxófónleikari og Þórar- inn Ólafsson píanóleikari. Ég var farinn að spila aðeins á flautu undir lok tímabilsins. Ég kom eitt sinn á æfingu og ég var svo ógurlega pirraður út í hann Þóra- rin. Hann reykti alltaf svo mikið uppi á senu. Ég skildi ekki af hverju hann tók upp á þessum ósið, en þá kom í ljós að hann ágirntist flautuna mína. Ég sagði við hann: - Þóra- rinn! Ef þú hættir að reykja á sen- unni þá máttu eiga þessa flautu! Hann gekkst inn á það og hefur aldrei reykt síðan! Hann varð mjög góður flautuleikari." Hvað er þér svo minnisstæðast frá þessum árum þegar þú lítur nú til baka? „Það er svo margt sem er minnis- stætt frá þessum árum, t.d. bara það að hafa getað haldið strákunum edrú, það er eiginlega eitt af því merkilegasta því sumir voru virki- lega tæpir. Einn úr hljómsveitinni líkti mér við harðstjóra eða einræð- isherra, ég hélt auðvitað uppi nokk- uð ströngum aga, annað var ekki hægt, því freistingarnar voru marg- ar. Þá er það minnisstætt hvað okk- ur var vel tekið í Noregi og í Þýska- landi. Ég var alltaf með úrvalsmenn í hljómsveitinni, eiginlega alveg frá byrjun." En af hverju hættir þú að spila? „Ég sá framtíðina í öðrum hlut- um. Þarna undir lokin var ég orðinn þreyttur. Þetta hafði verið mikil vinna öll þessi ár. Ég vildi einfald- lega breyta til og fara að fást við annað. Ég vildi fara út í verslunar- Póstsendum Skólavördustíg 21, Reykjavík, 8Ími 551 4050. SKIPAPL0TUR - INNRETTINGAR PLÖTUR í LESTAR J1 . SERVANT PLÖTUR 11,411 SALERNISHÓLF HOJ BAÐÞILJUR ELDSHÚSBORÐPLÖTUR Á LAGER-N0RSK HÁGÆÐAVARA PÞ &CO Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: S53 8640 8 568 6100 .Skraning og nánari upplysingar: 7 533 4567 og wwvv.stjornuri.is TILBOÐSDAGAR GLERAUGNABÚDIN Hdmout Kreidier Laugavegi 36 Umgjarðir, gler og snertilinsur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.