Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Það var alveg hægt að gera miðviku- dag að sunnudegi og sunnudag að miðvikudegi ef það hentaði betur.“ Tekur með sér góða bragðið A Italíu kynntist Guðjón hinni miklu matannenningu Itala og líkaði hún stórvel. „Hér heima hafði ég aldrei velt fyrir mér matarmenningu sérstakiega sem slíkri. Ég hafði bara eins og flest fólk gaman af því af og til að fara á veitingahús og borða góðan mat. Úti er maturinn hins veg- ar einhvern veginn miklu inngreypt- ari í þjóðarsálina. Hann er miklu meiri hluti af menningunni. Það er t.d. erfitt að tala lengi við ítala án þess að komið sé inn á mat eða mat- armenningu. Maður smitaðist af þessu svona smátt og smátt. A Italíu finnur maður hvað það er í rauninni stórkostleg upplifun að sitja í góðum vinahópi og borða góðan mat, hvort sem það er í heimahúsi eða á veitingastöðunum. ítalir hafa þróað með sér í gegnum aldirnar listina að borða rétt. Þeir eru miklir matarmenn og borða mik- ið en eru samt alls ekki feitlagið fólk. Ég held að hluti af skýringunni sé að þeir eru ekki sínartandi í eitthvað á milli mála. Þeir halda sig við sínar máltíðir, sem eru mjög heilagar. It- ala dettur t.d. ekki í hug að fá sér sælgæti klukkutíma fyrir máltíð því þá er hann bara að spilla fyrir sér þeirri upplifun sem máltíðin sjálf er. Þegar þeir borða hins vegar þá borða þeir vel og jafnvel margréttað. Máltíðir á Itah'u enda yfirleitt á espressókaffi, sem þeir kalla kaffi. Þeir fá sér aldrei cappuccino eða kaffi með mjólk eftir máltíð, einfald- lega vegna þess að þeir segja að mjólkin fari Ula í saddan maga. Þeir halda því hins vegar fram að kaffið eitt og sér geri meltingunni einungis gott. I öðru lagi ef þú ert einhvers staðar úti að borða og færð þér mjólkurblandað kaffi á eftir máltíð þá ertu í leiðinni að segja við gest- gjafann - hvort sem það er veitinga- maðurinn eða húsfreyjan, ef þú ert í heimahúsi - að þú sért ennþá svang- ur. Þú hafir ekki fengið nóg að borða og þurfir mjólk í magann. Þannig að það er bara hreinasta ókurteisi. Ég drakk ekki kaffi áður en ég fór til Ítalíu. Mér varð einfaldlega ekk- ert gott af því. Mér fannst ég hins vegar verða að prófa þetta ítalska kaffi og fann strax að mér varð ekki meint af því. Ég tók strax eftir því að ef maður drekkur espressókaffi á kvöldin eftir mat finnst manni bara mjög þægilegt að sofna á eftir. Ef ég hins vegar, sem ég hef gert eftir að ég kom heim, geri það sama hér, þ.e. fæ mér íslenskt kaffi, þá get ég átt í mestu vandræðum með að sofna. Espressókaffið virðist vera miklu hollara en íslenska kaffið. Einhvers staðar las ég að skýringin væri að hluta til sú að vatnið í espressókönnu fer miklu hraðar í gegnum kaffið en í venjulegri uppáhellingu hér í Norð- ur-Evrópu og þar af leiðandi tekur það með sér góða bragðið en sleppir öllum þeim eiturefnum sem eru í kaffinu. Margir halda að espressó- kaffið sé miklu sterkara en annað kaffi en svo er ekki. Því miður er sjaldgæft að maður fái gott espressó- lagað kaffi á íslandi." Fjölskrúðug veitinga- húsamenning ítalir fara mikið út að borða og Guðjóni fannst veitingahúsamenn- ingin á Itahu mjög fjölskrúðug. „Veitingahúsamenningin er lagskipt, þú getur fundið staði þar sem þú get- ur nánast einungis fundið pizzur, eða svokallaðai- pizzeríur. Síðan ei'u venjuleg veitingahús sem bjóða upp á mjög alþjóðlegan mat og síðast en ekki síst má finna hinar svokölluðu „trattoríur", en það eru staðir sem þjóða upp á mjög heimilislegan mat. A góðri trattoríu geturðu því fengið mjög góðan ekta ítalskan mat. Borð- in eru yfirleitt dúkuð með köflóttum dúkum, rauðum og hvítum eða svört- um og hvítum, og matseðillinn liggur ekki fyrir skriflega heldur kemur kokkurinn eða þjónninn til þín og segir þér hvað sé á boðstólum í dag. Það er þá oftast búið til úr fersku hráefni sem þeir hafa fengið á mark- aðnum um morguninn. Þú getur kannski valið á milli tveggja og þriggja rétta. Það er mun ódýrara að fara á þessa staði. ítölsk fjölskylda fer yfirleitt að minnsta kosti einu sinni í viku út að lögfræði. Steinunn Björk Sigurðardóttir ~ hitti hann til að fræðast lítið eitt um ítalska mennmgu. EFTIR að stigið hefur verið inn fyrir þröskuldinn á heimili Guðjóns er ekki hægt að vera í nokkrum vafa um að hann hefur tekið meira með sér heim til íslands en sjálft námið. íbúðin er innréttuð á mjög ítalskan máta og í glerskáp í stofunni má sjá fjöldann allan af matreiðslubókum á ítölsku. ítalskar kaffikönnur og ólífu- olíur verða svo 'á vegi manns í eldhús- > inu. Angurvær tónlist frá Napóh Ijær umhverfinu ennþá ítalskara yfir- bragð og það er undir þessum tónum sem við hefjum viðtalið. Guðjón byrj- ar á því að rekja aðdragandann að því að hann hélt utan til náms. „Ég var að vinna sem lögfræðing- ur hjá nefndasviði Alþingis í að að- stoða við þingmálagerð en var lengi Guðjón í einni af hjólreiðaferðum sfnum um Toskana. búinn að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki að drífa mig í framhalds- nám, sem ég lét svo verða af haustið 1997. Námið sem ég fór í var eins árs nám og lauk með mastersgráðu. Skólinn er rekinn af aðildarríkjum Evrópusambandsins og er fjöldi nemenda frá hverju ríki í samræmi við styrk landsins innan sambands- ins. Það er svo samkeppni á milli nemenda innan hvers lands um að fá inngöngu í skólann. Þeir sem komast að fá styrk til námsins. Ég þurfti hins vegar að borga skólagjöld því Islend- ingar eru ekki beinir aðilar að Evrópusambandinu. Námið fer nær eingöngu fram á ensku en einhver námskeið eru jafn- framt kennd á frönsku. Það að skól- inn er á Ítalíu er eingöngu tilviljun. Fjögur fög eru í boði, lögfræði, hag- fræði, stjórnmálafræði og saga, og er nám í þessum fögum nær eingöngu á doktorsstigi nema í lögfræðinni, en þar geturðu tekið mastersgráðu. Það er dálítið sérstakt að vera í skóla sem er í raun og veru í því að unga út doktorum. Aður en ég fór út hafði ég alltaf ímyndað mér að það væru yfir- leitt aðeins örfáir í doktorsnámi í sínu fagi en þama varstu annaðhvort á fyrsta, öðru eða þriðja ári í dokt- orsnámi. Það að skólinn er mjög virt- ur var stór hluti af þeirri ákvörðun hjá mér að sækja um í honum, en staðsetning hans skipti mig jafn- framt miklu máli. Aðildarríki Evrópusambandsins reka annan skóla í Belgíu en menning Ítalíu heillaði mig einfaldlega meira. Þó að námið væri talsvert stíft lagði ég mig fram við það, um leið og ég kom út, að kynnast landinu og þjóðinni. Ég reyndi að skipuleggja tímann þannig að ég gæti líka ferðast dálítið. Ég held að fyrir flesta sem fara svona út sé ekki síður mikilvæg- ur hluti að vera í öðru landi, kynnast ólíkri menningu og sjá sitt eigið land dálítið utan frá. Það er að minnsta kosti jafn mikilvægt ef ekki mikil- vægari hluti en sjálft námið sem maður fer í. Skóhnn sem ég var í var byggður upp eins og rannsóknar- stofnun og því var tímasókn kannski minni en í öðrum skólum og maður gat skipulagt námið á annan hátt. hafði þetta í huga er hann var að velja sér land til framhaldsnáms, en hann hélt haust- ið 1998 til Flórens á Ítalíu í mastersnám í Morgunblaðið/Porkell Guðjón Rúnarsson getur á köldum íslenskum vetrardegi yljað sér við Toskana-daga í Perlunni. Á Etnu í júní 1998. Það lá við að maður fengi heimþrá. í landi hins ljúfa lífs A undanförnum árum hefur heimurinn ver- ið að opnast ungu fólki og það hefur getað sótt í æ ríkari mæli til framandi landa í ► framhaldsnám. Margir telja þessa þróun góða þar sem unga fólkið fái ekki aðeins menntunina sjálfa heldur njóti land og þjóð góðs af þeirri lífsreynslu sem það ber heim með sér. Guðjón Rúnarsson lögfræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.