Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 B 21 ! ; i Algengt var að sjá eftirlaunakarlana á Sikiley eyða deginum á torgum við spjall og spil. Horft yfír fjörðinn hjá Portofíno á ítölsku rívíerunni, tekið í jantíar að loknum ritgerðarskilum. Á fískmarkaði í Palermo á Sikiley í morgunsárið. borða á trattoríu. Hver fjölskylda á sér þá sinn sérstaka eða uppáhalds veitingastað. Fjölskyldan fer öll sam- an, mamman, pabbinn, börnin, afinn og amman. Þá er ekkert verið að hafa áhyggjur af því hvað hlutirnir kosta heldur pantar hver það sem hann langar í. Þama á fólk góða stund saman jafnvel í svona tvo tíma. Menn eru líka fyrir löngu orðnir góðkunn- ingjar eiganda staðarins. Svo borgar heimilisfaðirinn reikninginn og allir eru ánægðir. ítalir fara jafnframt mjög mikið út að borða morgunverð. Þeir eiga sér þá sinn sérstaka morgunverðarbar sem þeir fara alltaf á og fá sér café, cappuecino eða café latte og sæta- brauð. Fyrst fannst mér mjög skrýt- ið að borða sætabrauð á morgnana en svo vandist maður því og fannst loksins ekkert eðlilegra. Þeir sem vinna á skrifstofum, t.d. lögfræðing- ar, fara í jakkafötin og skutlast með stresstöskurnar upp á vespurnar á leið í vinnu. Þeir koma síðan við á sín- um uppáhaldsbar og grípa með sér kaffibollann og sætabrauðið, eiga kannski fimm mínútna spjall við fé- lagana, sem eru fastagestir á barn- Táknræn mynd frá fátækra- hverfum Naptílí, en Naptílí-liðið var þá nýfallið tír efstu deild. um, áður en þeir þjóta af stað til vinnu. Þetta er örstutt en hefur samt ákveðið félagslegt gildi.“ Stolt ítölsk veitingahtísamadonna. Bannað að taka myndir í þorpi Guðföðurins Guðjón ferðaðist mikið um Ítalíu og hann hafði meira gaman af því að heimsækja staði þar sem lítið var um ferðamenn. Á þessum ferðalögum fann hann ótrúlega staði þar sem varla nokkur ferðamaður hafði kom- ið. „Ég ferðaðist bæði með lestum og bílum en þegar tók að vora uppgötv- aði ég hvað það getur verið dásam- legt að hjóla um sveitimar. Maður upplifir menninguna til hins ýtrasta. Eg hjólaði um Toscanahérað í kring- um Flórens. Maður kemst ágætlega hratt yfir á hjólinu en upplifunin er allt öðruvísi en að vera í bíl, maður sér betur og heyrir og finnur lyktina líka. Fyrst fór maður í styttri ferðir en svo voru þær farnar að verða hátt í 100 kílómetrar. Maður fann ekkert íyrir því í sjálfu sér vegna þess að upplifunin var svo stórkostleg. Svo stoppaði ég inni í litlu bæjunum og þar voru brunnar þar sem maður gat birgt sig upp af vatni, sem er mikil- vægt þegar maður er að hjóla. Komið við í ísbúðinni í bænum til að fá sér ís, safnað orku og horft á mannlífið en þess á milli bara hjólað um hémðin í Toscana. Landslagið var náttúrulega alveg eins og klippt út úr málverki. Ég kom á marga staði sem fáir ferðamenn koma tál. Staði sem fólk hefur kannski ekki uppgötvað ennþá. í Napólíflóanum eru t.d. þijár eyjar, Caprí er þeirra frægust. Hún er mjög falleg en hins vegar verður þar varla þverfótað fyrir ferðamönnum. Hinar eyjamar em ekki síður falleg- ar en ekki eins þekktar. Þær eru Ischia, sem mun færri ferðamenn koma til en Caprí. Þriðja eyjan er svo Proscito og em sárafáir ferðamenn sem leggja leið sína þangað. Hún er í dag meðal annars þekkt fyrir það að á henni var óskarsverðlaunamyndin Póstmaðurinn eða „II postino“ tekin upp. Hún hefur þennan sjarma sem skilar sér ágætlega í myndinni. Það var mjög gaman að ferðast um Sikiley en þar má finna mörg þorp þar sem lífið er bara í allt öðmm takti en annars staðar. Ef ég væri læknir og væri að gefa einhveijum lyfseðil upp á afslöppun myndi ég mun frek- ar skrifa upp á viku- eða mánaðar- dvöl í slíku þorpi en að senda fólk á rándýrar heilsustöðvar. Þegar ég var að ferðast um Sikiley með félögum mínum var staldrað við í þorpi sem kennt er við söguna um Guðföðurinn eftir Mario Puzo og heitir Corleone. Þar voram við nán- ast spurðir að því, af lögreglu staðar- ins, hvað við værum að þvælast þarna og það var bannað að taka myndir. Kannski hafa þeir verið orðnir eitthvað hvekktir á þeirri Imynd sem bókin hefur skapað staðnum. Við komum síðan við í litlu þorpi sem ekki er getið í neinni ferðahandbók. Við fómm inn á bæj- arkrána og fengum okkur kaffi. Gömlu mennimir í þorpinu sátu fyrir utan og vom að spila á spil og tala saman. Okkur var tekið opnum örm- um og ég hugsaði með mér að þangað langaði mig til að koma aftur og eyða kannski nokkmm vikum í afslöppun, bara til að hlaða batteríin.“ Þar sem torgin eru elliheimili Guðjón tók eftir því að mikil virð- ing er borin fyrir eldra fólki og það virðist eiga ágætt ævikvöld á Italíu. ítalir fara fyrr á eftirlaun en íslend- ingar, það er meðal annars vegna þess að atvinnuleysi er mikið á Italíu, sérstaklega á Suður-Ítalíu, og það þarf að skapa pláss fyrir unga fólkið. Það var stórkostlegt að sjá á Sikiley gömlu mennina sitjandi úti á þessum stóm torgum, kannski tugum eða hundmðum saman. Það era aðallega karlmennirnir sem sitja úti, konum- ar em meira heima að sjá um matinn og annað slíkt. Þeir sitja þama, spjalla saman og láta daginn líða. Svo fara þeir elstu heim svona upp úr klukkan sex, sjö á kvöldin en þeir yngri, sem em svona um fimmtugt eða sextugt, sitja lengur fram eftir kvöldi. Það er að mörgu leyti þægi- legra að eldast á Ítalíu en á íslandi því það er mikil virðing borin fyrir þessu fólki. Það finnur ekki fyrir því að það sé fyrir. ítalir leggja áherslu á að þú sért á meðal þeirra og inni á heimilunum sem allra lengst. Maður tekur líka eftir því að ungt fólk ber mikla virðingu fyrir eldra fólki.“ Guðjóni fannst mjög gaman að kynnast vínmenningu Itala, en hún er gjörólík þeirri hér heima. „ítalir drekka mikið rauðvín með mat en yf- irleitt bara með mat. ítölsk rauðvín era yfírleitt mildari en t.d. spænsk og frönsk rauðvín. Þeir leggja áherslu á að þau renni ljúft ofan í þig með mál- tíðinni en séu ekki að yfirspila mat- inn. Mér fannst áberandi að ég _sá sárasjaldan eða aldrei drakkinn ít- ala. I miðborg Flórens sá ég t.d. aldrei dmkkið ungt fólk með bjórf- lösku í hendi, ráfandi um strætin. Hins vegar sá ég svolítið sem myndi aldrei koma fyrir hér heima á fostudagskvöldi. Frá miðnætti til klukkan tvö og þrjú á nóttunni hittist unga fólkið um og upp úr tvítugu í ís- búðinni og fékk sér ís, uppáklætt, og spjallaði saman langt fram á nótt, á meðan unga fólkið hér heima er á bömnum. Það má jafnframt taka það fram að ítalir búa til þann besta ís sem ég hef smakkað.“ r >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.