Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR M ATARLIS T/Fœr vínið ostinn til að syngja? Sólargeislar sálarinnar I SÍÐASTA pistli var ég að velta aðeins fyrir mér nautninni og hinum „lærðu“ hvötum mannanna. Eg held hér áfram á ekki ólíkum nótum og velti fyrir mér hugtakinu matargerðarlist. Matargerðarlist felur vitanlega í sér allan mat og drykk, eða réttara sagt upplifunina sem fæst af neyslu hans. Rétt samsetning, vel til fundnar andstæð- ur, litur, lykt og bragð geta gert máltíð að sannkall- aðri veislu fyrir skilningarvitin og stórkostlegri upp- lifun. I seinni tíð hefur borðvín verið að skapa sér fastan sess a.m.k. með „betri“ máltíðum fólks, og það jafnvel hér á norður- hjaranum. Menn skála nú orðið ekki mikið í gamla íslenska brennivíninu nema ef vera skyldi á þorrablótum Eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur og hestamótum. Með fullri virðingu fyrir þeirri ágætu bijóstbirtu og hóf- legri neyslu hennar fínnst mér ánægjulegt hvað „vínmenning" hef- ur aukist hér á landi. Með því á ég við að fólk er í ríkara mæli farið að velja sér borðvín með tilliti til þess matar sem á borðum er og í þeim tilgangi að göfga með víninu bragð matarins. í svona víndrykkju eru það gæðin en ekki magnið sem skipta máli, það er einungis verið að dekra við skilning- arvitin og reyndar hjartað og æðarn- ar líka. Það er nefnilega margsannað að léttvín (sé þess neytt í hófi) eykur hið svonefnda „góða“ kólesteról eða HDL í blóði. Það er engin tilviljun að hjá Suður-Evrópubúum er tíðni hjarta- og æðasjúkdóma með þeirri lægstu í heimi. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR / ekki ör- nggara að geyma skýrslumar undir koddanum? Stóri-Kláus kominn á stjá? ÞEGAR ég var barn þóttu sögupersónumar Litli-Kláus og Stóri-Kláus tölu- vert merkilegar á íslandi. Ekki síst þótti frásagnarvert þegar Stóri-Kláus seldi dána ömmu sína - sú háttsemi mælist ekki vel fyrir hérlendis þótt eng- um manni dytti í hug í alvöru að það gæti verið ábatasamur atvinnuvegur að selja látin ættmenni. Nú eru hins vegar runnir upp þeir tímar að menn geta í ákveðnum skilningi selt látnar ömmur sínar og gera sig meira að segja lík- lega til að gera það. Það eru þó ekki líkamsleifamar sjálfar sem eiga að ganga kaupum og sölum heldur ýmis lífsýni og trúnaðarmál um heilsufar og lífshætti sem hin látna amma ræddi við lækni sinn í áranna rás. Þetta hefði nú einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar á íslandi. n eflir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Eg get ekki að því gert að ég hef dálitlar áhyggjur af sjúkra- skýrslum um mig. Eg kann ekki við að þær séu lesnar af óviðkomandi fólki og upplýsing- ar úr þeim síðan færðar inn í mið- lægan gagna- gmnn. A fæðingar- deildinni las ég einu sinni sjúkra- skýrslu um sjálfa mig og varð alveg hissa, þar var nefnilega margt nefnt af armæðu hversdagsins sem ég hafði fyrir löngu verið búin að kasta yfir öxlina. Eg myndi alls ekki vilja að einhver óviðkomandi kæm- ist í þá lesningu. Eg hef verið svo lánsöm að hafa sérlega góðan heim- ilislækni sem ég og mínir höfum get- að snúið okkur til og rætt við um alls kyns mál sem sannarlega hafa ekki verið ætluð óviðkomandi eyrum. Ég hef sagt lækninum mínum margt vegna þess að ég veit að ég get treyst honum - enda hafa þessar upplýsingar verið honum einum ætl- aðar. Mér hnykkti hins vegar við um daginn þegar heilsugæslulæknir einn gekk fram fyrir skjöldu og kvaðst ekki mundu brjóta trúnað og afhenda skýrslur um sjúklinga sína en var svarað um hæl af einhverjum heilbrigðisyfirvöldum að viðkom- andi heiisugæslustöð ætti þessar skýrslur og þær upplýsingar sem þar eru og gæti að því er virtist farið með þær að vild. Ég trúi ekki að þetta geti staðist. Sjúklingurinn hlýtur að hafa ein- hvern rétt í þessu máli. Ég sem sjúklingur hef aldrei ætlað mér að afhenda mína heilsufarssögu til eignar og umráða einhverri heilsu- gæslustöð, ég hef hins vegar treyst lækninum mínum fyrir trúnaðar- málum - á þessu er mikill munur. Að gefnu tilefni vildi ég gjaman vita hvort sjúklingur geti ekki ef hann vill fengið að varðveita sínar sjúkraskýrslur sjálfur. Eftir allar þessar umræður um illa varðveittar og söluvænar sjúklingaskýrslur er ég helst að hugsa um að fá mínar skýrslur og geyma þær undir kodd- anum hjá mér. Svona skýrslur eru um einkamál fólks sem það vill ekki opinbera og væru því sennilega best komnar heima hjá því sjálfu. Við- komandi gæti svo komið með sínar skýrslur með sér í læknaheimsóknir eða á sjúkrahús. Fram undir þetta hefur hvorki mér né öðrum dottið í hug að þagn- arheitið sem læknar gefa og þeir hafa flestir virt í samskiptum við sjúklinga geti heilbrigðisyfirvöld rofið að vild á þeirri forsendu að heilsugæslustöðin eigi þær upplýs- ingar sem þar eru gefnar í trausti á hinn margfræga Hippokratesareið lækna. Mér finnst satt að segja fyrirhug- uð sala á sjúkraskýrslum enn ótrú- legra fyrirbæri en mér þótti á sínum tíma sagan af sölunni á hinni dauðu ömmu Stóra-Kláusar. Heilbrigðisyf- irvöld geta samkvæmt ofansögðu ákveðið að setja alls konar upplýs- ingar sem þeim berast og hefur bor- ist af sjúklingum inn í gagnagrunn svo framarlega sem sjúklingamir leggja ekki blátt bann við því með yfirlýsingu sem þeir senda land- lækni. Þetta gæti hugsanlega geng- ið ef verið væri að byrja að safna þessum upplýsingum hér og nú og allir hefðu verið aðvaraðir áður svo ekki flyti neitt með sem þeir ekki vilja að komi fram. En að taka gaml- ar skýrslur látins fólks, manna sem ekki hafa dómgreind vegna sjúk- dóms síns, barna og annarra sem ekki geta varið sitt einkalíf er að mínu mati siðleysi. Þær upplýsingar sem í þessum skýrslum eru voru gefnar með tilliti til þagnareiðs læknisins sem hlustaði á þær og skráði þær, margir hefðu vitanlega talað mun varlegar um sig og sína ef þeir hefðu rennt grun í að til stæði að gera þagnareiðinn markingarlít- inn og skýrslurnar upptækar. Pers- ónulega hef ég ekki á móti því að taka þátt í skipulögðum rannsókn- um af læknisfræðilegu tagi, en ég vil vera spurð áður og ekki láta nota nein gögn frá mér í aðrar rannsókn- ir en þær sem ég hef gefið skriflega yfirlýsingu um að ég vilji taka þátt í. Árstíðirnar hafa dálítið um það að segja hvernig matseðillinn er hjá okkur. Bæði eru sumar vörur dýrari á vissum tímum og eins kallar líkam- inn á þá fæðu sem hann þarfnast eft- ir því hvort kalt eða heitt er í veðri, þurrt eða rakt. Á vetuma borða flestir þyngri mat, þ.e. meira af kjöt- meti, rjómalöguðum grænmetissúp- um- og sósum og fleiru í þeim dúr. Með slíkum mat hæfir yfirleitt að velja frekar kraftmikil rauðvín eða þurr hvítvín með góðri fyllingu. Einn uppáhalds „vetrarmunaðurinn" minn eru ostar og gott rauðvín snæddir við kertaljós. Það er eins og þreyta vikunnar leysist upp á föstu- dagseftirmiðdegi eftir góðan sund- sprett og gufubað og rauðvínsosta- veislu heima í kotinu á eftir. Maður fær sólskin inn í sálina úr þrúgum vínsins og þegar maður rennir væn- um ostbita niður með víninu ráða skilningarvitin sér ekki af kæti. Frakkar orða þetta ástarsamband mjög skemmtilega og segja að vínið fái ostinn til að syngja. Á sama hátt og vínið getur kórón- að góða máltíð getur það einnig varpað skugga á hana sé þess ekki neytt í hófi. Hver og einn verður að meta fyrir sig hve mikið hann drekk- ur og öll þolum við áfengi mjög mis- jafnlega. í hæfilegu magni getur áf- engi virkað afslappandi, en drekki maður of mikið missir maður ein- beitinguna, dómgreindin slæfist, maður gerir sig jafnvel að ftfli eða einfaldlega sofnar. Enginn vill lenda í slíkum hremmingum í matarboði í góðra vina hópi. Heimspekingurinn Konfúsíus sagði fyrir 2500 árum að „allar manneskjur neyttu matar og drykks, en það væri á fárra færi að uppgötva bragð“. Matar- og drykkj- arhefðir okkar byggjast á gömlum grunni og hafa verið að ftnslípast í gegnum aldirnar, en alltaf má gera betur. Nýir réttir og nýtt bragð gefa okkur nýjar upplifanir og e.t.v. er mikið til í orðum franska matarheim- spekingsins Brillat Savarin sem hélt því fram að uppgötvun nýs réttar væri mannkyninu mikilvægara held- ur en uppgötvun nýrrar stjörnu. Matur og drykkur hefur alltaf leikið stórt hlutverk sem gleðigjafi og andleg jafnt sem líkamleg upp- lyfting okkar manna og mun halda áfram að gera svo um ókomna tíð. Réttirnir verða bara æ meira spenn- andi og fjölbreytilegri, þökk sé hin- um alþjóðlegu menningaráhrifum sem streyma þjóða í millum og sem betur fer einnig upp á Frón. Hér fylgir uppskrift að ljúfum kálfakjötsrétti (kálfakjöt er sem bet- ur fer farið að fást víða). Kálfalserissneiðar í feluleik Uppskrift fyrir 4 4 kálfalærissneiðar (u.þ.b. 400 g) VISINDI Hvernig myndast þungir kjamar? Fiseindir og sprengistjömur ÞUNG frumefni, eins og gull og úran, verða til þegar risamiklar stjörnur springa og þeyta efnislögum sínum út í rúmið. Ljósstyrkur sprengistjama er gífurlegur, allt að því 100 milljón sinum meiri en Ijósstyrkur sólarinnar. Sprengistjömur mynda mikið magn nifteinda. Talið er að skothríð þessara nifteinda úr meðalþungum frumefnum, eins og jámi, leiði til myndunar enn þyngri fmmeinda eins og gulls og úrans. Þessi ferill nefnist nifteindagrip (neutron capture process) og þarfnast að jafnaði 100 nifteinda fyrir hvern at- ómkjarna. Vandamálið sem kjarneðlisfræðingar glíma við er að ekki er auð- velt að skýra tilvist allra þeirra nifteinda sem þurfti til að mynda þau þungu framefni sem þekkt era í dag. Eins og ævinlega þegar þeir lenda í svipaðri aðstöðu, segja eðlisfræðingar einfaldlega fyrir um tilvist nýrrar eindar, sem í þessu tilfelli er talin vera skyld fiseindum. Það var austum'ski eðlisfræðing- urinn Wolfgang Pauli sem sagði fyrstur manna fyrir um tilvist fis- einda til þess að bjarga lögmálinu um viðhald ork- unnar. Nú er talið nokkuð víst að fis- eindir komi fyrir í þremur afbrigðum, sem nefnastraf-fis- eftir Sverri Olafsson eindir, muon-fis- eindir og tau-fiseindir. Raf-fiseindim- ar gegna mikilvægu hlutverki innan sprengistjama og nú er talið að það sé einmitt virkni þeirra sem hefur það í för með sér að ekki er nóg af nift- eindum til að koma af stað nifteinda- gripi. Raf-fiseindirvíxlverkaveiklega við nifteindir og breyta þeim í rót- eindir. Róteindimar geta síðan sam- einast öðrum nifteindum til að mynda svo kallaðar alfaeindir. Eftir þessa ferlaröð er h'tið eftir af fijálsum nift- eindum til að orsaka nifteindagripið. Tii að leysa þetta vandamál hafa eðlisfræðingar sagt fyrir um tilvist enn einnar gerðar fiseinda sem þeir nefna einfara-fiseindir. Þrátt fyrir að nýja eindin nefnist „fiseind", er hún á margan hátt gjörólík öðrum fiseind- um. Merkilegasti mismunurinn virð- ist sá, að einfara-fiseindin víxlverkar ekki, eins og aðrar fiseindir, sam- kvæmt veika kjarnakraftinum við aðrar eindir. Þetta hefur komið í Ijós við rannsóknir sem gerðar voru á splundrun svokaliaðra ZO-einda. Að öðra leyti er ekkert vitað um eigin- leika þessarrar eindar, þó þeir sem trúa á tilvist hennar telji að um sé að ræða einstaklega undarlega og for- vitnilega eind sem eigi eftir að gegna mikilvægu hlutverki í eindarannsókn- um komandi ára. En hvernig bjargar einfara-fis- eindin nifteindagripinu? Talið er að rétt eftir myndun sprengistjama verði til mikið magn muon- og tau- fiseinda, sem í stað þess að breytast í raf-fiseindir breytist nú í einfara-fis- eindir. Nokkra síðar á æviskeiði sprengistjömunnar ummyndast raf- fiseindir í muon- og tau-fiseindir. Heildamiðurstaðan af þessu er ein- faldlega sú að lítið er eftir af raf-fis- eindum, sem þar af leiðandi ná ekki að breyta nifteindum í róteindir. Nift- eindirnar geta því rekist saman við jámkjama og aðra meðalþunga at- ómkjarna til að mynda enn þyngri framefni eins og gull og úran. Eðlisfræðingamir sem sagt hafa fyrir um tilvist einfara-fiseindarinnar telja að þeir hafi komið fram með bestu hugmyndina til að skýra mynd- un þungra frumefna, án þess að þurfa að fóma tilvist þegar þekktra einda. Vandamálið er hins vegar að enn er engin leið til að fella einfara-fiseind- ina inn í hefðbundið líkan frameinda, sem hingað til hefur tekist að skýra flesta eiginieika þekktra einda. Þó eindaeðlisfræðingar séu ef til vill nýj- ungagjamari en flestir aðrir starfs- hópar er trúlegt að meiri staðfestingu þurfi á tilvist einfara-fiseinda áður en þeir fóma hefðbundna líkaninu. * * i1 Wlml J£ mtml V Sprengistjaman Cassiopeia A. Myndin er fengin með útvarpsgeislum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.