Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ -> % % m Utangarðs í undraveröld Tim Burton ætlaði að gera mynd um hasar- blaðahetjuna Ofurmennið en hún komst ekki á koppinn svo hann sneri sér að „Sleepy Hollow“, að sögn Arnaldar Indriða- sonar. Burton er einn sérstæðasti leikstjóri Bandaríkjanna því enginn gerir myndir eins og hann. „SLEEPY Hollow" hefur hlotið góða dóma vestra og sagt er að Tim Burton hafi aftur náð áttum eftir Marsmyndina vondu, dæmalausa bruðlmynd sem aðeins getur orðið til í Hollywood. Hún hét Innrásin frá Mars en Burton má eiga það að hún er eina virkilega vonda myndin sem hann hefur gert á sérstaklega frjó- sömum ferli. Allar aðrar vitna um óþrjótandi hugmyndaauðgi og myndrænan stíl, sem er einstakur. Og allar eru myndir Burtons um einhverskonar utangarðsfólk, fólk sem fellur ekki inn í mynstrið ef taka má svo félagslega til orða. Hvort sem það er Pee Wee Herman í leit að reiðhjólinu sínu, Leður- blökumaðurinn, sem flúið hefur samfélag mannanna inn í dimman helli, eða kvikmyndaleikstjórinn Ed Wood, sem gerði vondar B-myndir og átti sér aldrei viðreisnar von í draumaborginni. Gott að vinna með Depp Sjálfur er Burton einskonar utan- garðsmaður í Hollywood og vel má vera að hann sé að einhverju leyti að fjalla um sjálfan sig í myndum sín- um. Myndir hans eru hreinlega ein- stakar bæði hvað varðar útlit og um- fjöllunarefni en einnig að því leyti að þær eru, svo furðulega mótsagna- kennt sem það er, listrænar met- sölumyndir. Hann er einn af örfáum sem tekst að sameina listrænt gildi og lögmál fjöldamarkaðarins; það er ekki aðeins vegna þess að fólki finnst myndir hans skemmtilega skrítnar sem það flykkist á þær, heldur hafa þær líka eitthvað fram að færa sem kemur því við. Breska kvikmyndatímaritið Empire átti nýlega viðtal við Tim Burton en það er ekki oft sem hann gefur færi á sér. Hann er lítið fyrir sviðsljósið. í viðtalinu er hann spurður m.a. út í samstarf sitt við Johnny Depp, en „Sleepy Hollow“ er þriðja Burton-myndin sem Depp leikur í (hinar eru Eddi klippi- krumla og Ed Wood). „Það er svo frábært að vinna með Johnny og hann er til í að gera hvað sem er,“ segir Burton. „Þess vegna finnst mér svo ágætt að vinna með honum. Ég hef gaman að kameljón- um, fólki sem vill reyna fyrir sér á mismunandi sviðum. Við vinnum hlutina í samstarfi og það líkar mér ... Ég sé ákveðin líkindi með þeim persónum sem Johnny hefur leikið, en samt eru þær allar mjög ólíkar.“ Nokkuð hefur verið gert úr því að Depp leiki annað sjálf Burtons í myndum þeirra en leikstjórinn gef- ur ekki mikið fyrir það. „Það er ekki fyrir mig að spá í slíkt. Mér hefur alltaf fundist betra að skapa út frá tilfinningum mínum fremur en að þurfa að hugsa mikið um hvað ég er að gera. Ég er ekki svo mikill hugsuður að ég ráði við það. Ég kemst bara í vandræði. Mér finnst miklu öruggara að fara eftir því sem undirmeðvitundin segir mér. En allir sem vinna við sköpun setja eitthvað af sjálfum sér í hana vegna þess að þannig fær hún tilg- ang. Þannig reyni ég að hafa það þegar ég fæst við persónur og leik- endur.“ Christina Ricci fer með aðalkven- hlutverkið í „Sleepy Hollow", en Burton líkir henni við kvikmyndast- jörnur þögla skeiðsins og segir að hún hafi sem slík passað vel í mynd- ina. Aftur til upprunans Ástæðan fyrir því að hann réðst í gerð „Sleepy Hollow" er sú að önnur mynd sem hann vann að, „Super- Hin undarlega veröld „Sleepy Hollow. Burton stýrir gamla hrollvekjugoðinu Christopher Lee og Johnny Deep í „Sleepy Hollow. Tim Burton ætlaði að gera mynd um Ofurmennið; ef við hefðum getað komist ígegnum þetta kjaftæði allt hefðum við getað gert áhugaverða mynd. man“, varð ekki að veruleika. „Ég hafði unnið við „Superman" í meira en ár og vissi ekki hvað ég átti að taka mér fyrir hendur. Ég fékk sent þetta handrit og féll fyrir því. Ég hafði ekki gert mynd áður sem var meira í líkingu við hryllingsmynd sem er skondið þegar tekið er tillit til þess að þegar ég var að alast upp voru hryllingsmyndir í mestu upp- haldi hjá mér. Og sagan er óborgan- leg. Það er eitthvað dramatískt við mann sem er höfuðlaus (myndin segir af höfuðlausum reiðmanni sem veldur usla í bænum Sleepy Hollow og er lögreglumaðurinn Ichabod Crane fenginn til að rannsaka mál- ið). Og það er mjög freistandi að gera mynd um slíkan mann þegar tæknin bíður upp á svo frábæra Christopher Walken í nýjustu mynd Burtons. möguleika. Nú þarf ekki að fela höf- uðið undir skyrtukraganum lengur. Einnig veitti „Hollow" mér tækifæri til þess að gera mynd með einfaldari hætti en nú tíðkast, smíða leikmynd- ir, leita aftur til upprunans.11 Höfundur handritsins er Andew Kevin Walker en framleiðandi myndarinnar, Scott Rudin, fékk breska leikritaskáldið Tom Stopp- ard til þess að fara yfir það og lag- færa. „Andinn í handritinu var kom- inn frá Andrew," segir Burton, „og það var vegna hans sem ég vildi gera myndina og ég vann mikið með hon- um, en það sem ég held að hafi gerst er að hann hafi farið eins langt með það og hann komst og það þurfti svolitla viðbót. Það getur verið hollt að fá nýtt sjónarhorn á handrit eins og þetta og Stoppard er mjög hæfi- leikaríkur. Hann segir ekki, það sem ég skrifa er gull... Það var gaman að vinna með honum og hann er klár.“ Burton er spurður að því hvers vegna síðasta mynd hans, Innrásin frá Mars, hafi ekki gengið í áhorf- endur og hann segir: „Ég held að ég hafi ruglað fólk of mikið í ríminu vegna þess að ég horfði á hana frá svo mörgum og ólíkum sjónarhorn- um, öllum í einu. Fólk vissi ekki hvernig það átti að taka henni. Ég hafði gaman af henni. Hver og ein mynd sem ég geri gefur mér eitt- hvað og mér fannst gaman að gera þessa mynd. Þegar ég gerði hana hugsaði ég með mér að ég væri að gera teiknimynd með fjölda hug- mynda sem gengu ekki endilega upp. Evrópskir áhorfendur virtust taka henni betur en þeir banda- rísku.“ Ofurmennið Það hefði sannarlega verið akkur í því að fá mynd um Ofurmennið í meðhöndlun Tim Burtons, en óvíst er hvort af því verður nokkurn tíma. Burton er spurður betur út í „Sup- erman“-myndina, en eitt af því sem sagt er að einkenni myndir leik- stjórans er tvöfeldni persónanna og þykir sagan um Ofurmennið passa mjög við þær athugasemdir. „Hug- mynd okkar var að leggja meiri áherslu en gert hefur verið á þá staðreynd að hann er geimvera," segir Burton, „og komast að því í fyrsta skipti hvemig það er í raun- inni að vera Ofurmennið. Tvöfeldni hans, það sem maður sér og það sem er falið undir niðri, hefur að mínu viti ekki verið gerð nein skil. Hann er þessi náungi sem kemur til Jarð- ar frá annarri plánetu og hann er verulega sterkur og hann verður að fela það. Hvað ef hann reiðist? Hvernig felur hann það? Hann verð- ur að fara varlega. Og Nic Cage (sem átti að leika Ofurmennið) er þannig leikari að hann getur náð því.“ En hvað var það þá sem fór úr- skeiðis? „Samvinnan á milli mín Warner Bros.-kvikmyndaversins og fram- leiðandans Jon Peters var ekki góð. Það fór heilt ár í súginn hjá mér. Ég ætti kannski ekki að vera að segja þetta, en það er langur tími að vinna í heilt ár með einhverjum sem þú vilt í rauninni ekki starfa með. Það er allt í lagi svo sem ef eitthvað kemur út úr því, en að leggja sig svona fram í þetta langan tíma til einskis er hroðalegt vegna þess að ég er fyrst og fremst í þessu til þess að skapa eitthvað, verða ágengt. Ég er ekkert fyrir alla þessa bjánalegu fundi.“ Aðeins Nic Cage hafði fengið hlut- verk í myndinni, en Burton átti í samræðum við aðra leikara, m.a. Kevin Spacey í hlutverk óþokkans Lex Luthors, sem Gene Hackman lék á sínum tíma. „Ef við hefðum getað komist í gegnum þetta kjaft- æði allt hefðum við getað gert áhugaverða mynd,“ segir Burton. Það er eftirsjá að Ofurmenninu, sannarlega, en „Sleepy Hollow" er kannski ekki svo slæm sárabót."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.