Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST FIONA APPLE vakti mikla athygli þegar hún sendi frá sér sína fyrstu skífu fyrir rúmum þremur árum, enda stúlkan ekki nema rétt orðin átján ára. Fiona Apple var þegar skipað á bekk með öðr- um söngkonum áþekkum sem komu fram um svipað leyti; Paula Cole og Jewel, allar inn- hverfir laga- eftir Arna smiðirog Matthíasson lágstemmd- ir. Platan, Tidal, seldist bráðvel en í kjölfarið var sem Apple gufaði upp, utan að hún söng bítlaslagarann Across the Universe í kvik- myndinni Pleasantville. Fyrir skemmstu kom svo loks út ný skífa með Fiona Apple, sem hefur fengið enn betri dóma en fyrri platan. Platan nýja, sem almennt kallast When the Pawn..., en fullur titill er birtur í meðfylgjandi ramma, er öllu Qölbreyttari en fyrri verk Apple og skín í gegn að hún veit hvað hún vill og er ófeimin við að reyna að ná markinu. Samstarfsmað- ur hennar við gerö plötunn- ar er Jon Brion, en margir fleiri koma við sögu. Fiona Apple er rétt skriðin á þrítugsaldurinn en hefur þó verið lengi að í tónlist, enda var hún farin að leika á píanó átta ára gömul og byrjuð að semja lög sem mest hún mátti að- eins tólf ára. Það mátti og merkja á fyrstu plötunni, því lagasmíðar þar þóttu framúrskarandi, ekki síst í ljósi aldurs höfundarins, en á When the Pawn... hefur hún enn tekið skref framáviö í lagasmíðum. Apple er enn að syngja um ást.ina, líkt og á fyrri plötunni, og þá óendur- goldna og brostna ást, en ekki má skilja það sem svo að þar sé einhver við- kvæmni á ferð. Á títt- nefndri fyrstu plötu Apple var tónlistin rólyndisleg og innhverf, en á nýju skífunni er íjölbreytt keyrsla nánast all- sráðandi og meira lagt, í útsetningar og frágang. Fyrir vikið eldist platan mun betur. Apple lét þau orð falla í viðtali fyrir skemmstu að tímanum f hljóðverinu hefði verið varið í að fá útrás og að að- alvinnan hefði falist í því að tryggja að einlægnin réði ferðinni. Reynt að gleyma HART HRÁTT rokk að hætti Victory-útgáfunnar sækir enn í sig veðrið og mjakast í átt að meiri dýpt og pælingum eins og heyra má meðal annars í verkum New York sveitarinnar Snapcase. Fyrir skemmstu kom út fjórða breiðskífa þeirra Snapcase-félaga, Designs for Automotion, sem beðið hefur ver- ið með mikilli eftirvæntingu. Síðasta plata Snapcase, Progression Through Un- leaming, þótti magnað verk og seldist að auki bráðvel. Eft- ir að hafa þvælst um heiminn til að fylgja þeirri skífu eftir lögðust þeir Snapcase-liðar í að endurskoða tónlist sína og lagasmíðar og skilar sér í Designs for Automotion. Að sögn Snapcase-manna eru þeir ekki síst í baráttu við að breyta hugsunarhætti fólks og áherslum. „Allur okkar tími fer í að gleyma því sem samfélagið hefur kennt okkur um kjmþætti, kynferði, neysluvenjur, auðsöfnun og hegðan til þess að gera okkur kleift að hugsa sjálfstætt og mynda sjálfstæðar skoðanir," segir Tim Redmond, trymbill sveitarinnar, en aðrir í henni eru söngvarinn Daryl Ta- berski, gítarleikararnir Frank Vicario og John Salemi og bassaleikarinn Dustin Perry. Taberski segir að eftir að Progression Through Un- leaming kom út hafi þeim fé- lögum þótt sem þeir væm að taka of mikið mið af vænting- um fólks og því rétt að stíga skref í aðra átt. „Fyrir vikið verða sumir eflaust undrandi er þeir heyra plötuna," segir hann, en á Designs for Auto- motion gerir sveitin ýmsar til- raunir með takt- og hraða- breytingar í lögum, meðal annars til að undirstrika inni- hald textanna að því þeir segja sjálfir. „Sumum finnst við ef- laust hafa gengið of langt,“ segir Redmond, „en aðrir kunna örugglega að meta það. Málið er bara að ef maður er ekki að reyna að miða tónlist sinni áfram er enginn tilgang- ur með því að fást við tónlist." ÞEIR félagar Prince Paul og Dan „The Automator" Nakamura hafa lagt gjörva hönd á margt í rapp- og danstónlist og ekki seinna vænna að þeir legðu saman í púkk. Fyrir stuttu kom út breiðskífa þeirra félaga þar sem þeir fá til liðs við sig grúa góðra gesta í einskonar söngleik. í plötunni taka þeir sér A nöfnin Nathaniel Merri- weather og Chest Rockwell en söngleikurinn er meðal annars byggður á atviki úr sjónvarpsþáttaröðinni Get a Life sem sýnd var vestan- hafs. í þáttunúm fer ein * söguhetjan í fyrirsætuskóla fyrir myndarlega pilta, Handsome Boy Modeling School, og það heitir platan einmitt. Meðal annars eru bútar úr þáttunum í nokkr- um laganna. Gestir þeirra félaga eru ' j^margir og merkilegir, því við sögu koma Del the Funkee Homosapien, Miho Hatori, Grand Puba, Sadat X, J-Live, DJ Shadow, De La Soul, Sean Lennon, Alec Empire, Roisin úr Moloko, Encore, Mide D, Money Mark og fleiri. Sjálfir hafa stjórarnir komið víða við eins og getið er, Prince Paul meðal annars starfað með Stetsasonie, Boogie Down Productions, Gravediggaz, MC Lyte, Big Daddy Kane og De La Soul, en Dan Nakamura er líkastil þekktastur fyrir framlag sitt til Doctor Octagon. Sýruskotin nýbylöja EKKI RATA allar plötur hingað til lands og gildir einu þó þær séu lofaðar ytra. í þeim hópi er platan H.M.S. Fable með Liverpool- sveitinni Shack sem var víða valin með helstu og bestu plötum ársins. Sú kom út um mitt síðasta ár, en er loks fá- anleg hér á landi um þessar mundir. -»*ichael Head er leiðtogi ifl Shack og tónlistarferill hans undirstrikar að það er sitthvað gæfa og gjörvileiki. Head, sem er frá Liverpool, stofnaði sína fyrstu hljómsveit seint á síðasta áratug. Sú hét The Pale Fountains, lét sýrða nýbylgju og komst á samning hjá Virgin. Tvær plötur komu út á þeim samningi, en síðan lentu þeir félagar í uppstokk- un innan útgáfunnar og út í kuldanum. The Pale Fount- ains lognaðist út af í kjölfai'ið en eftir nokkurt hlé stofnaði Head nýja sveit, Shack, með John bróður sínum. Fyrsta platan kom út 1988 og kallaðist Zilch. Hún fékk frekar dræmar undirtektir en þrátt fyrir það var haldið í hljóðver aftur og tekin upp breiðskífa, Waterpistol. Um það leyti sem platan var til- búin kviknaði aftur á móti í hljóðverinu og allar upptökur og frumeintök brunnu inni. Fyrir hálfgerða tilviljun gerði upptökustjórinn DAT-afrit af frumeintakinu sem hann ætl- aði að hlusta á í ferðatæki sínu enda hélt hann til Bandaríkj- anna um leið og platan var til- búin. Þegar þangað var komið gleymdi hann spólunni í bfla- leigubfl og ekki annað að sjá en platan væri að eilífu glötuð. Fyrir glópalán tókst þó að hafa upp á spólunni þar sem hún var enn í bflnum en þá var það orðið um seinan, útgáfan hafði misst áhugann á að gefa plötuna út og enn liðu nokkur ár þar til hún kom loks út á þýsku smámerki 1995. Þegai’ þar var komið sögu var Shack óstarfhæf vegna heróíneyslu Mike Heads og al- menns þunglyndis. Það ýtti þó við þeim bræðrum að platan væri loks komin út, þeir tóku upp plötuna The Magical World of the Strands 1997 og endurreistu sveitina í kjölfarið með þeim Ren Parry, sem leikur á bassa, og Iain Templeton, sem leikur á trommur, en Michael Head syngur og leikur á gítar, en John bróðir hans leikur á gít- ar. Á síðasta ári kom svo út fjórða Shack skífan sem margir telja þá bestu sem Head-bræður hafa sent frá sér. Reyndar er erfitt að segja af eða á um það, því fyrri plöt- ur þeirra félaga hafa, eðli málsins samkvæmt, verið ill- eða ófáanlegar. Það verður þó ekki af sveitinni skafið að plat- an nýja er með bestu skífum sem út komu á síðasta ári, fjöl- breytt sýruskotin nýbylgja með grípandi viðlögum og hæfilega íburðarmiklum út- setningum. Þrátt fyrir erfiða daga sýn- ist Michael Head laus við beiskju, enda lýsti hann því í viðtali fyrir skemmstu að hann hafi ekki yfir neinu að kvarta, hann framfleyti sér með því sem honum þyki gam- an, „en fjöldi æskufélaga minna er atvinnulaus í Liver- pool og hefur verið í á annan áratug. Víst tók ég það nærri mér þegar Waterpistol kom ekki út, en það gleymdist allt þegar hún kom loks út, ekki síst vegna þess að ég vissi ekk- ert af því að það stæði til að gefa hana út og komst ekki að því fyrr en fólk sem ég hitti fór að þakka mér fyrir plötuna.“ Velgengnin sem H.M.S. Fable hefur notið og sú stað- reynd að hún er víða á topp- listum tónlistpælara um heim allan er Head eðlilega mikið gleðiefni. „Fyrir nokkrum ár- um komst ekkert annað að en að öllum átti að líka það sem við vorum að gera og ef þeim líkaði það ekki voru þeir heimskingjar. Núorðið erum við bara þakklátir ef einhver lætur svo lítið sem að hlusta á plötuna að ekki sé talað um ef honum líkar hún.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.