Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 ■ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR BLAÐ Beckham vinsælli en Karl príns DAVID Bcckham og ciginkona hans, Victoria Principal, hafa tekið við hlutverki kóngafólksins á forsíðum enskra dagblaða. Karl prins er fallinn í skuggann fyrir frægasta pari Bretlandseyja, og líkar það eflaust ágætlega en fréttir og slúður- sögur af parinu þykja einfaldlega meira spenn- andi lesefni um þessar mundir. „Þetta er mjög eðlilegt. Victoria er sæt poppstjarna sem klæðir sig skrautlega og Beckham er strákurinn sem hefur séð drauma sína um að verða fótbolta- stjarna rætast. Þau lifa hátt, en samt borða þau bakaðar baunir og dýrka son sinn, Brooklyn,“ segir Susan Rozsnyal, ritstjóri tímaritsins Hello og sérfræðingur í enska kóngafólkinu. Guðrún mætir Manuela Bosco GUÐRÚN Amardóttir, sem sigraði m.a. á stórmóti ÍR í fyrra í 50 m grindahlaupi, fær mun erfiðari andstæðinga að glíma við á mótinu um aðra helgi í Laugardalshöll- inni. Manuela Bosco, besti grindahlaupari Finna, mætir til leiks, en hún er í 16. sæti heimslistans í 60 m grindahlaupi - 8,12 sek. Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Ingólfsson, vinstrihandarskytta Hauka, sækir hér að marki Víkinga í gærkvöldi - hann skoraði þrjú mörk í leiknum sem endaði með jafntefli í Víkinni, 27:27. Valdimar æfir með Brentford VALDIMAR Kristófersson, fyrirliði knattspymuliðs Stjörnunnar, hefur æft með enska 2. deildarliðinu Brentford í vetur, en hann hefur verið búsettur í London sfðan í október. Með Brentford leika þeir ívar Ingimarsson og Gunnar Einarsson. „Þetta hefur verið ágæt- is tilbreyting en ég hef reyndar ekkert getað æft frá árainótum því ég fór í aðgerð á hné. Eg fer að verða góður af því og þá æfi ég væntanlega áfram með Brentford, en kem svo heim í maíbyrjun og spila eins og áður með Stjörnunni," sagði Valdi- mar í spjalli við Morgun- blaðið. Sigurður líklega frá Dundee Utd. Sigurður Jónsson, leikmaður Dundee United í Skotlandi, seg- ir ólíklegt að hann verði áfram hjá fé- laginu á næsta tímabili. Samningi Sigurðar, sem hefur leikið með Dundee Utd. frá 1998, lýkur í maí en hann segir ekki loku fyrir það skotið að hann haldi með fjölskyldu sína til íslands og leiki þar eitt tímabil. Hann segist ekkert hafa ákveðið hvert hann muni fara ef hann komi heim. Hann segir að einnig komi til greina að leika annars staðar eitt tímabil. Sigurður hyggst gefa Paul Sturrock, knattspymustjóra liðsins, endanlegt svar í mars um hvort það komi til greina að leika áfram með liðinu. „En æfingaálagið er mikið hjá liðinu og ég hef verið meiddur í vetur og því ekki líkur á að ég geti haldið áfram.“ Aðspurður sagði Sigurður að hann hefði ekkert velt fyrir sér hvort hann leiki áfram með landsliðinu, en hefði rætt um það eftir leikinn gegn Úkra- ínu að það yrði hans síðasti leikur. „Ég held að ég sé búinn að leika minn síðasta landsleik, enda ungir og sprækir strákar sem geta tekið við.“ Eskfirdingur vekur athygli í Svíþjód GUÐMUNDUR Mete, 18 ára unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu frá Eskifirði, hefur vakið talsverða athygli í æfingaleikjum með sænska 1. deildarliðinu Malmö FF að undanförnu. Guðmundur hefur verið búsett- ur í Svíþjóð í nokkur ár og leikið með unglingaliðum Malmö, og hampað þar sænskum meistara- titlum. Hann er nú kominn í aðal- liðshóp Malmö og lék sinn fyrsta leik í 2:1 sigri á úrvalsliði af svæð- inu í kring og síðan í 0:2 ósigri gegn Lyngby frá Danmörku. „Guðmundur spilaði mjög vel og ég er ánægðastur með hann af ungu leikmönnunum okkar. Hann sýndi að hann er ekki bara sterkur varnarmaður, heldur getur hann einnig tekið virkan þátt í sóknar- leiknum," sagði Mikael Andersson, þjálfari Malmö, við blaðið Kvalls- posten eftir leikinn gegn úrvals- liðinu. Frammistaða Guðmundar var einnig aðalmálið í umfjöllun fleiri staðarblaða um leikinn. „Guðmundur á bjarta framtíð fyrir sér, hann er sterkur og kraft- mikill varnarmaður, og ég hreifst mjög af honum þegar ég sá hann með unglingalandsliðinu í fyrra,“ sagði Olafur Garðarsson, umboðs- maður, við Morgunblaðið en hann er með samning við Guðmund. Guðmundur hefur leikið 18 leiki með yngri landsliðum íslands en hann spilaði alla leiki unglinga- landsliðsins á síðasta ári. SAGAN ENDURTEKUR SIG - 18 ÁRA GREIN JÓHANNSINGA ENN í GILDI / B2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.