Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 18
’ i 8 ÞRIÐ JUDÁGÚR 7. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ V LANDIÐ Morgunblaðið/ Sigurður Jónsson María Katr- ín fegurðar- drottning Suðurlands Forsvarsmenn nýrrar fjármálaþjónustu á Selfossi og eigendur hússins; Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Vestmannaeyja, Hafliði Kristjánsson, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi hf., Hjalti Krist- jánsson, forstöðumaður SP fjármögnunar hf., Olafur Elísson, spari- sjóðsstjóri Vestmannaeyjum, Pétur Hjaltason, forstöðumaður þjónust- unnar á Selfossi og Steinar Arnason og Guðmundur Sigurðsson, eigendur Duganda. Sérhæfð fjármálaþjónusta Selfossi - Pétur Hjaltason hefur ver- ið ráðinn forstöðumaður fyrir starf- semi sérhæfðrar fjármála- og banka- þjónustu sem hefur starfsemi á Austurvegi 6 á Selfossi nú í vor þeg- ar húsnæði fyrir starfsemina verður fullbúið. Þar mun fara saman almenn og sérhæfð fjármálaþjónusta í sam- rekstri Kaupþings, SP fjármögnun- ar og Sparisjóðs Vestmannaeyja. Auk þess verður í húsnæðinu boðið upp á þjónustu Alþjóða líftrygginga- félagsins. „Þetta er ákveðið braut- ryðjendastarf sem hér fer af stað og við væntum mikils af þeirri starfsemi sem hér verður,“ sagði Ólafur Elís- son, sparisjóðsstjóri í Vestmanna- eyjum, á kynningarfundi 3. mars í húsnæáinu varðandi starfsemina. Sparisjóður Vestmannaeyja hefur forgöngu um opnun þessarar sér- hæfðu fjármála- og bankaþjónustu á Selfossi. Akvörðun um það var tekin í kjölfar vinnu við stefnumótun og framtíðarsýn fyrir Sparisjóðinn. I framhaldi af því var gengið til samn- inga við Kaupþing hf. og SP fjár- mögnun hf. um að standa sameigin- lega að rekstrinum á Selfossi. Á vettvangi sparisjóðanna hefur um árabil verið rætt um þörfina á að koma upp fjármálaþjónustu á Suður- landi en enginn sparisjóður er starf- andi á Suðurlandi allt austur að Höfn í Homafirði að frátöldum Sparisjóði Vestmannaeyja. Starfsemin á Sel- fossi verður í nýbyggingu bygginga- félagsins Duganda á Austun/egi 6 á Selfossi, í miðbæ Selfoss. Fjármálaþjónustan verður í nýbyggingunni á Austurvegi 6 á Selfossi. Fram til þess að starfsemin hefst í vor verður starfsfólk í þjálfun og kynningu hjá rekstraraðilum, sam- hliða því að koma sér fyrir í húsnæð- inu við Austurveginn á Selfossi. Selfossi - María Katrín Jósefsdótt- ir frá Selfossi var kjörin fegurðar- drottning Suðurlands á glæsilegri samkomu í Hótel Selfoss þar sem 12 stúlkur komu fram. I öðru sæti varð Hugborg Kjart- ansdóttir úr Ölfusi og þriðja sætið hreppti Sif Jónsdóttir frá Hvera- gerði. Sylvía Karen Heimisdóttir frá Selfossi hlaut tilnefninguna Or- oblu-stúlka keppninnar og Hildur María Valgarðsdóttir frá Hvera- gerði var valin vinsælasta stúlkan og einnig Netstúlka Heimsmyndar. Ljósmyndafyrirsæta var valin Kat- rín Dögg Pálsdóttir frá Hvera- gerði. Það voru um 400 manns sem tóku þátt í vali Netstúlkunnar á heima- síðu keppninnar. Þrjár efstu stúlk- urnar taka þátt í keppninni um titil- inn Fegurðardrottning íslands. Egill Ólafsson var kynnir keppn- innar ásamt því að hann skemmti gestum með söng og líflegri sviðs- framkomu. Hann náði ásamt stúlk- unum að laða fram þægilega og lif- Morgunblaðið/GPV Færeyski hópurinn ásamt gestgjöfum í Grindavík. I iii(lsl).mki Islnnds Mrtti f»óHf»Í Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Linda Björk Sigmundsdóttir, fegurðardrottning Suðurlands frá í fyrra, krýndi Maríu Katrínu. Frá vinstri eru Hugborg Kjartansdóttir, Hildur • María Valgarðsdóttir, Sylvía Karen Heimisdóttir og Sif Jónsdóttir. andi stemmningu. Einnig skemmti Helgi Valur sem nýlega sigraði í söngvakeppni Fjölbrautaskóla Suð- urlands. Keppnin á Hótel Selfossi þótti takast einkar vel, hún var með nýju sniði, nýrri umgjörð og öðrum áherslum en undanfarin ár. Það var Kadri-Hint Dagbjartsson sem ann- aðist þjálfun og hannaði umgjörð keppninnar. Stúlkurnar komu fyrst fram í föt- um sem þær völdu sjálfar. Sx'ðan komu þær fram á bikini og loks í samkvæmiskjólum og svöruðu spurningum sem kynnirinn lagði fyrir þær. Fyrri hluta kvöldsins var sýnt myndband af stúlkunum þar sem undirbúningsferillinn kom fram. Húsfyllir var í Hótel Selfossi á Feg- urðarsamkeppninni. Færeyingar í heimsókn Kynna sér almannavarnir Grindavík - Það var opinber sendi- nefnd frá Færeyjum sem kom við í Gi-indavík til að kynna sér fyrir- komulag á almannavörnum, sjúkra- flutningum, lögreglumálum og björgunarsveitum. Þessi heimsókn var fyrir tilstilli dómsmálaráðuneyt- isins. Greinilegt var að Færeyingunum leist vel á þetta fyrirkomulag og að sögn Gunnars Tómassonar, fulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar í Almannavarnaráði, er ekki ólíklegt að þeir byggi upp svipað kerfi hjá sér og er hér á íslandi. „Þeir fóru víða Færeyingarnir, m.a. í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni, Neyðarlínunni og Brunamálastofnun svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Gunnar. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Föngulegur hópur íþróttafólks frá Ungmennafélaginu Ásnum á Norð- ur-Héraði eftir íþróttamót á Fáskrúðsfirði. Myndarlegur stuðningur við æskulýðsmál Vaðbrekku, Hrafnkelsdal - Sveit- arsljórn Norður-Héraðs ákvað við afgreiðslu fjárhagsáætlunar að styðja vel við bakið á æskulýðs- starfi í sveitarfélaginu. Fyrir lá erindi frá Ungmennafélaginu Ásn- um um 200 þúsund króna styrk til íþróttastarfsemi félagsins og reksturs. Einnig lá fyrir tillaga frá Katrínu Ásgeirsdóttir um 500 þús- und króna styrk til íþróttastarf- semi félagsins og undirbúnings Landsmóts 2001 á Egilsstöðum. Þangað hafa nokkrir íþróttamenn á Norður-Héraði von um að kom- ast sé rétt staðið að málum. Niðurstaða sveitarstjórnar var að styrkja félagið um 355 þúsund á þessu ári og fyrirheit voru gefin um myndarlegan styrk á næsta ári. Auk þess fær félagið aðgang að íþróttasal við Brúarásskóla endurgjaldslaust. Ungmennafélagið Ásinn hugsar gott til glóðarinnar að undirbúa sitt íþróttafólk sem best svo það eigi möguleika til að verða valið í keppnislið UIA á Landsmóti 2001. Nokkurrar bjartsýni gætir um að það gangi eftir þar sem íþrótta- fólk frá félaginu er nýkomið af ís- landsmóti 15-18 ára innanhúss þar sem þetta fólk vann 4 gullverð- laun. Einnig keppti hópur 30 ung- menna frá félaginu nýverið á Austurlandsmóti 10-18 ára innan- húss á Fáskrúðsfirði nýverið og stóð sig með afbrigðum vel og vann til fjölda verðlauna. :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.