Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 3 5 ári og því er nauðsynlegt að þeir geti látið fara vel um sig og sætt sig vel við þann aðbúnað sem í boði er. Valgerður segir að kostnaður við dvöl á heimavistum sé mun lægri en herbergi á almennum leigumarkaði í þéttbýli. Auk þessa eru á heimavist- um húsbændur sem hafa eftirlit og til þeirra geta nemendur leitað hve- nær sem er. Þetta skapar ákveðið öryggi og foreldrar eru mjög ánægð- ir með fyrirkomulagið. Fór í skólann vegna íþrótta Það skiptir miklu máli að allir nemendur fá tækifæri til að leggja stund á það nám sem hentar áhuga þeirra og sem tengist þar að auki framtíðaráformum hvers og eins. Framhaldsskólinn á að vera sveigj- anlegur og valfög geta verið leið til þess að koma á móts við ólíka getu og veita menntun við hæfi. A Laug- um er íþróttaaðstaðan betri en víða gerist. Þar er stórt íþróttahús sem nemendur geta haft afnot af utan hefðbundins skólatíma á virkum dögum og einnig um helgar. Sólberg Asgeirsson, nemandi er einn af sex Bolvíkingum við skólann, en hann stundar starfsnám í íþrótta- fræði og íþróttagreinum. Hann seg- ist. gagngert hafa komið vegna íþróttaaðstöðunnar. Hann á sæti í íþróttafélagsstjórn skólans ásamt fimm öðrum nemendum og mesta kostinn telur hann vera að geta not- að íþróttahúsið alla daga án þess að borga fyrir það sérstaklega og það að geta haft áhrif á skipulag æfinga. Sólberg æfir fótbolta og svig á skíð- um, en skólinn fer 1-2 sinnum á vetri í skíðaferðalag eftir aðstæðum. íþróttasálfræði er uppáhaldsfag Sól- bergs en þar læra menn að undirbúa íþróttafólk fyrir keppni og styðja það andlega, ef allt gengur ekki eins og áætlað er. Sólberg hyggur á framhaldsnám erlendis í þessum fræðum að stúdentsprófi loknu. Aðdráttarafl leik- og tónlistar Félagslíf hvers skóla er talið ómissandi hlekkur í náminu og teng- ist því beint og óbeint. Það eflir frumkvæði og sjálfstraust og þjálfar nemendur oft í öguðum vinnubrögð- um. A Laugum er stutt í tón- listarskólann og þar stundar Hanna Þórsteinsdóttir, á öðru ári, nám í fiðluleik og söng. Það fær hún metið sem tvær einingar, en æfingar heima taka tíma, þannig að viðbótin er töluverð. Auk þessa tekur Hanna þátt í uppfærslu leikdeildar ung- mennafélagsins í hreppnum á Síld- inni eftir Kristínu og Iðunni Steins- dætur. Leiklistaráhuginn byrjaði fyrir tveimur árum eða þegar Hanna var í 10. bekk og tók þátt í sýningu á Kabarett. Það gekk mjög vel og nú er Hanna í þriðja sinn á sviðinu á Breiðumýri sem er samkomuhús sveitarinnar. „Það er svo gaman, að það finnst engin þreyta, en auðvitað þarf að skipuleggja tíma sinn mun betur, og þá er þetta ekkert mál,“ segir hún. Starfið með leikdeildinni fær Hanna metið sem einingar en hún staðfestir að allt þetta komi ekki niður á bóknáminu, áhuginn sé svo mikill. Persónuleg tengsl skapa öryggi í Laugaskóla er rúmgott og nýuppgert bókasafn og í tengslum við það er mjög góð vinnuaðstaða. Safnið er tölvutengt og þar geta nemendur sótt sér fróðleik og upp- lýsingar af öllu tagi. Að sögn Val- gerðar aðstoðar skólinn nemendur við heimanám og eru bæði bókavörð- ur og kennari á staðnum ákveðinn tíma á dag. Það skiptir máli hvort nemendur eru þúsund eða hundrað við skóla og ljóst er að samvinna kennara, starfs- fólks og nemenda er mun nánari en gengur og gerist í fámennari skóla- stofnunum. Þessi nánd skapar ákveðið öryggi og vellíðan og Val- gerður segir að þetta þjappi fólki saman félagslega. skólar/námskeið nudd Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál Umsóknargerð í 5. rammaáætlun ESB: Námstefna um gerð umsókna og fjármögnun til rannsókna- og tækniþróunarverkefna úr rannsókn- arsjóðum Evrópusambandsins verð- ur haldin mánudaginn 13. mars kl. 10:00 - 17:00 í Tæknigarði, Dunhaga 5. Fyrirlesari verður Oskar Einars- son, sérfræðingur hjá DG Informa- tion Society hjá ESB. Skráning er hjá Rannsóknaþjón- ustu Háskóla Islands í síma 525- 4900. Nánari upplýsingar: ee@rthj.hi.is Upplýsingatækniáætlun 4. rammaáætlunar ESB: Upplýsingafundur um 3. verkefna- útboð í Upplýsingatækniáætlun ESB verður haldinn þriðjudaginn 14. mars kl. 8:15-10:00 í Borgartúni 6. Auglýst eftir umsóknum í eftirfar- andi svið: 1. Upplýsingakerfi og þjónusta fyrir þegnana. 2. Nýir vinnuhættir og rafræn viðskipti. 3. Margmiðl- unarefni og tól. 4. Nauðsynleg grunntækni og innviðir. 5. Rann- sóknarnet. 6. Framtíðar- og upp- rennandi tækni. 7. Sértækar stuðn- ingsaðgerðir. Fundurinn er öllum opinn og að- gangur ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram í síma 525- 4900 eða með tölvupósti: ee@rthj.hi- .is. Einnig gefst kostur á viðtali við Óskar Einarsson, sérfræðing Upp- lýsinga-tækniáætlunar 15 SB. Þeir sem hafa áhuga á viðtali eru beðnir um að hafa samband við Rannsókna- þjónustu H.í. í síma 525-4900. Erasmus skiptinemastyrkir Stúdentar á háskólastigi geta tek- ið hluta af námi sínu við erlenda há- skóla og fengið námið að fullu metið hér heima. ERASMUS nemar fá ferða- og dvalarstyrk, auk styrks til tungu- málanáms. Til þess að geta sótt um ERASMUS styrk, þurfa nemendur að hafa lokið a.m.k. eins árs háskóla- námi (30 einingar). Kynningarfundur um Erasmus styrkina verður haldinn á Alþjóða- skrifstofu háskólastigsins að Nes- haga 16, fimmtudaginn 9. mars kl. 16.00. Umsóknarfrestur rennur út 15. mars 2000. Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins veitir upplýsingar í síma 525-4311 og á heimasíðu: www.ask.hi.is Leonardo da Vinci II Fyrsti umsóknarfrestur í Leonar- dó da Vinci II rennur út 27. mars. Lýst er eftir umsóknum í alla flokka áætlunarinnar en þeir eru: 1. Mannaskipti. 2. Tilraunaverk- efni. 3. Færni í tungumálum. 4. Gagnasöfn. 5. Fjölþjóðleg net. Umsóknareyðublöð og nánari upp- lýsingar fást á heimasíðu Lands- skrifstofu Leonardó: www.rthj.hi.is/leonardo Bylting í postulínshúðun fná Vllleroy & Boch Hrindir óhreinindum frá sér Opið öll kvöld til kl. 21 #1\ METRO Skeifan 7 • Sími 525 0800 ULL Veistu hvei að jeppi sé ir eru kostir þess Úlfar Hinriksson Framkvæmdastjóri sr|ir eru é byggður ó grínd? Vitara er eini 5 dyra grindarbyggði jeppin'n með hátt og lágt drif í sínum verðflokki. Grindarbyggingin eykur styrk bílsins veru- lega og einangrar hann jafnframt frá veg- hljóði. Það er mikið lagt í hann, staðalbún- í búnaður. Sumir láta hækka Vitara upp um 4 cm fyrir 30 tommu dekk sem kostar 120 þúsund krónur en þá ertu kominn með bíl sem ræður við jafnvel erfiðustu aðstæður. SUZUKI Vitara er auk þess alveg fullkominn fjölskyldu- bíll, rúmgóður og öruggur. Vitara - Þægilegi jeppinn TEGUND: JLXSE 5d Sjálfskipting VERÐ: 1.840.000 KR. 150.000 KR. $ SUZUKI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slml 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörðun Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, simi S55 15 50. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavfk: BG bllakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, simi 482 37 00. ■ www.nudd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.