Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ A AKUREYHI Starf forstöðumanns Ferðamálaseturs íslands Stjórn Ferðamálaseturs íslands auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns Ferða- málaseturs til þriggja ára. Forstöðumaðurinn verður starfsmaður Háskólans á Akureyri og mun hafa starfsaðstöðu þar. í upphafi er gert ráð fyrir hálfu starfi, en síðar gæti orðið um fullt starf að ræða. Forstöðumaðurinn hefur umsjón með dagleg- um rekstri Ferðamálasetursins, annast áætl- anagerð, hefur yfirsumsjón með fjáröflun og samræmir fjáröflunarleiðir. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólapróf í ferðamálafræðum, þekki til ferðaþjónustu á íslandi og hafi stundað rannsóknir á sviði ferðamála. Umsóknum skal skila fyrir 22. mars 2000 til Háskólans á Akureyri, Sólborg, 600 Akureyri, merktar „Umsókn um starf forstöðumanns Ferðamálaseturs íslands". Með umsókn skal fylgja greinargerð um menntun og starfs- reynslu. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjár- málaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Háskóli íslands og Háskólinn á Akureyri starf- rækja sameiginlega Ferðamálasetur íslands, sem er miðstöð rannsókna, fræðslu og sam- starfs í greinum sem tengjast ferðamálum. Markmið setursins er að efla og samhæfa rann- sóknir í ferðamálum á íslandi, stuðla að sam- starfi við innlenda og erlenda rannsóknaaðila á sviði ferðamála, gefa út fræðirit og kynna niðurstöður rannsókna í ferðamálafræðum, veita upplýsingar og ráðgjöf í ferðamálafræð- um og gangast fyrir námskeiðum, ráðstefnum og fyrirlestrum í ferðamálafræðum. Nánari upplýsingar gefur formaður stjórnar Ferðamálaseturs, dr. Ingjaldur Hannibalsson, prófessor, í símum 525 4538 og 525 4500, net- fang ingjald@hi.is. Skrifstofustarf — launabókhald Stórt fyrirtæki, með um 100 starfsmenn, óskar eftir starfsmanni til almennra skrifstofustarfa. Starfið felur meðal annars í sér: • Útreikning á launum starfsmanna, öll umsjá sjóða o.þ.h. • Innslátt bókhalds. • Símavörslu og móttöku. • Skjalagerð í Word og Excel. Leitað er að starfsmanni með góða almenna tölvukunnáttu, innsýn í bókhald og helst reynslu af launaútreikningi. 'í boði er framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki á skrifstofu með innan við 10 starfsmenn. Umsækjandi þarf að geta byrjað sem fyrst. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist til auglýsingadeildar Mbl., merkt- ar: „K — 9349", í síðasta lagi 9. mars. HEIMSFERÐIR óska eftir íslenskum flugfreyjum/ flugþjónum Heimsferðir óska eftir íslenskum flug- freyjum og -þjónum til að fljúga frá íslandi í sumar á Boeing 727-300 þotum Inter Charter flugfélagsins. Flugfélagið mun annast þjálfun viðkom- andi. Viðkomandi verða staðsettir á íslandi í sumar. Fyrsta flug hefst þann 18. maí og lýkur í lok september. Við- komandi verða að geta unnið allt tíma- bilið. Umsækjendur eru beðnir um að skila skriflegum umsóknum á ensku með mynd til Heimsferða með upplýsingum um málakunnáttu, menntun og fyrri störf. Æskilegt er að viðkomandi hafi unnið sem flugfreyja eða -þjónn áður. Eingöngu er tekið við skriflegum umsóknum. Um er að ræða 6 störf. Öllum umsóknum verður svarað og farið með sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist til: Heimsferðir, b.t. Tómas Gestsson, Austurstræti 17, 101 Reykjavík, merkt: „Flugfreyja/flugþjónn". TRÉSMIÐJAN II I < 60% starf í innréttingaverslun Óskum eftir að ráða tækniteiknara með brenn- andi áhuga á hönnun og fallegum innrétting- um í 60% starf eftir hádegi. Viðkomandi þarf að vera þjónustuglaður og vera tilbúinn í ýmiss tilfallandi störf ásamt afgreiðslu og teikni- vinnu. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband í síma 588 5170 frá kl. 9 — 12 þriðjudag til fimmtu- dags. Trésmiðjan Borg ehf., Ármúla 10, 108 Reykjavík. Ljósmyndastofa Portrett Ijósmyndstofa óskar eftir að ráða Ijósmyndasvein í hlutastarf. Vinnutími eftir samkomulagi. Óskum einnig eftir aðstoðarmanni. Viðkomandi þurfa að vera áreiðanlegir og með góða þjónustulund. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „Ljósmyndastofa — 9348." Starfsmaður á upplýsingamiðstöð Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hafnarfirði óskar eftir starfsmanni til þjónustu og afgreiðslu. Leitað er að starfsmanni með tung- umálakunnáttu, þekkingu á ferðamálum, tölvu- kunnáttu og staðkunnugleiki er kostur sem vegur við mat á umsækjendum. Um er að ræða sumarstarf og mögulega af- leysingar í vetur. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en í maí eða eftir nánara samkomulagi. í sumar er einnig um helgar- vinnu að ræða. Til greina kemur að ráða fólk til hlutastarfa. Kaup og kjör eru skv. samningi Hafnarfjarðar- bæjar og Starfsmannafélags Hafnarfjarðar. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Hall- dór Jónasson, ferðamálafulltrúi, og Fanney Gunnarsdóttir, rekstrarfulltrúi. Umsóknir skulu berast fyrir 13. mars nk. Ferðamálafulitrúi Hafnarfjarðar, Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hafnarfirði, Vesturgötu 8, 220 Hafnarfirði, sími 5650661, fax 5652914. Netfang: ferdamal@hafnarfjordur.is Sportvöru- og reiðhjólaverslun Afgreidsla. Óskum eftirað ráða duglegan og hressan starfsmann til afgreiðslu í verslun okkar. Verkstæði. Okkur vantar einnig laghentan og duglegan starfsmann á verkstæði okkar til samsetningar og viðhalds á reiðhjólum og skíðum. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Góð laun eru í boði fyrir góða starfs- menn. Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslun okkar í Ármúla 40. Verslunin | /V14RI<K> Ármúla 40, sími 553 5320. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund Aðstoðarmanneskja sjúkraþjálfara Laus er staða aðstoðamanneskju sjúkraþjálf- ara. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Á Grund er gott og þægilegt starfsumhverfi með full- kominni aðstöðu til sjúkraþjálfunar. Allar nánari upplýsingar veitir Ágústa í síma 552 6222. ÝMISLEGT Ekki missa af sólinni! Nú er rétti tíminn til grisjunar og klippinga á stórum trjám. Skrúðgardyrkjumeistari. Leigjum einnig út smágröfur, hentugar í snjómokstur o.fl. Gevmið auqlvsinquna. Jóhann Helgi & Co ehf., s. 565 1048 og 894 0087. www.johannhetgi.is HÚSIMÆQI ÓSKA5T Þingholtin Leita að úrvalsgóðu íbúðarhúsi í Þingholtunum. Staðgreiðsla. Ragnar Tómasson, gsm 896 2222. TILKYNNINGAR Til viðskiptavina Lögmannsstofan Landslög ehf. hefurflutt skrif- stofur sínar í Reykjavík frá Barónsstíg 5 í stærra og betra húsnæði ÍTryggvagötu 11 (Hafnar- hvoli), 6. hæð. Síma- og faxnúmer eru óbreytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.