Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 *----------------------- MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Nýir tímar hjá hafn- firskum hestamönnum Mikið var um að vera í Hafnarfírði á laugar- dag þegar íshestar opnuðu með viðhöfn nýja aðstöðu, hesthús, mótttöku og skrif- stofur. Stundu áður var undirritaður samn- ingur milli Hafnarfjarðar og Hestamanna- félagsins Sörla um enduruppbyggingu félagssvæðisins. Yaldimar Kristinssyni þótti ærið tilefni að bregða sér í Hafnar- fjörð og fylgjast með þessum merku tímamótum. Mikið vatn hefur til sjávar runnið síð- an íshestar fóru sína fyrstu ferð norður yfír Kjöl 1983 með fjóra við- skiptavini og komu til baka með fímm viðskiptavini en fylgdarhópurinn var 25 manns. A þessum sautján árum .^hefur starfsemin vaxið og dafnað samfara aðlögun og þróun og á laug- ardag tók fyrirtækið sem nú er orðið öflugt hlutafélag í notkun glæsilega miðstöð fyrir starfsemina. Þar inni í er hesthús fyrir 54 hross og má hik- laust fullyrða að þar sé um að ræða besta og vandaðasta hesthús lands- ins. Hey- og reiðtygjageymslur eru sömuleiðis vel úr garði gerðar. Hinir fjölmörgu hnakkar fyrirtækisins eru á sérstökum trillum á hjólum sem hægt er að fara með inn í sal þar sem lagt er á og reiðtúramir hefjast. Þá ^ýfu í byggingunni búningsaðstaða iyrir viðskiptavini og starfsmenn en hægt er að mæta í sínu fínasta pússi á staðinn, Ishestar leggja til hlífðar- fatnað, - já og meira segja stígvélin. I enda byggingarinnar er svo veit- ingaaðstaða sem rúmar um hundrað manns og skrifstofa, allt mjög vandað og veglegt. MR-búðin er með útibú í einu homi veitingasalarins þar sem seldir era minjagripir ýmiskonar auk reiðtygja og annars sem tilheyrir hestamennskunni. I hófinu sem íshestar héldu við þetta tækifæri voru mættir meðal annarra, forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra, Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri Hafnar- ~Tjarðar, en allir fluttu þeir erindi, en Asgeir Thoroddsen, formaður stjóm- ar íshesta, bauð menn velkomna og lýsti aðdraganda og uppbyggingu að- stöðunnar. Endurspeglun þróunar Með þessari glæsilegu aðstöðu má segja að hestaleigurekstur sé kominn upp á nýtt og nútímalegt plan. Þessi vígsla endurspeglar vel þá þróun sem átt hefur sér stað á síðustu áratugum í hesthúsbyggingum og allri aðstöðu til iðkunar hestamennsku á landinu. Eru hestamenn komnir af kassafjala- kofatímabilinu yfir í vönduð hús þar sem vel er búið að hestum og mönn- um, hátt tU lofts og vítt til veggja. Aukin áhersla á styttri ferðir Á þessu ári verður boðið upp á fjórtán lengri ferðaleiðir á vegum ís- hesta, alls 68 ferðir yfir sumarið og þá verða 15 ferðir í tengslum við landsmótið. í Hafnarfirði verður boð- ið upp á femskonar ferðir allt árið og tvennskonar ferðum bætt við yfir sumarið. Þá eru í boði ferðir fyrir sér- hópa eins og tU dæmis fyrirtæki eða starfsmannafélög. Með tilkomu að- stöðunnar í Hafnarfirði verður lögð aukin áhersla á styttri ferðir um höf- uðborgarsvæðið og fram kom í máli Einars Bollasonar, sem segja má að sé persónugervingur Ishesta, að nú verði stfiað í ríkari mæli en áður á ís- lenskan markað en stærstur hluti viðskiptavina íshesta hafa verið út- lendingar tU þessa. Umhverfishyggja fshesta Áhersla verður lögð á gott sam- Morgunblaðið/Valdimar Kristínsson Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti opnunarræðuna en sjálf- ur hefur hann stundað útreiðar hjá Ishestum og hefur þar aðgang að einum hesti sem að sjálfsögðu er kallaður Forseta-Blesi. Hesthúseining byggingarinnar er mjög glæsileg, vel fer um hestana í rúmgdðum stium og vinnuaðstaða eins og best verður á kosið. Þeir voru kampakátir með nýj- an samning, formaður Sörla, Vilhjálmur Ólafsson og bæjar- stjórinn í Hafnarfirði, Magnús Gunnarsson. starf við Náttúravernd rfldsins og Landgræðsluna og farið í einu og öllu eftir ábendingum þeirra um leiðaval. Allt sorp frá fyrirtækinu verður flokkað og pappír enduranninn. Tað- ið frá hrossunum verður notað til moltugerðar og fyrirtækið verður í nánu samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Innan tíðar verður svo kynnt sérstök umhverfisstefna íshesta. Nýir vellir hjá Sörla En það var fleira að gerast í Hafn- arfirði því í reiðskemmu Sörla var undirritaður samningur við bæjar- stjóm Hafnarfjarðar um endurapp- byggingu valla félagsins. Er samn- ingurinn byggður á samstarfs- samningi bæjarins og íþróttafélaga í bænum. Er í samningum gert ráð fyrir byggingu tveggja hringvalla, skeiðbraut, áhorfendabrekku og frágangi á svæðinu þar í kring og mun bærinn greiða 80% af áætluðum kostnaði en hestamannafélagið greiðir 20%. Fyrirliggjandi kostnað- aráætlun hljóðar upp á tæpar 28 milljónir króna sem þýðir að bærinn mun greiða rúmar 22 milljónir króna en Sörli greiðir rúmlega 5,5 milljónir króna. Á þessu ári hafa 10 milljónir króna verið áætlaðar til verksins af hálfu bæjarins en afgangurinn verð- ur greiddur á næstu tveimur árum. I samningnum segir að verði fram- kvæmdahraði meiri en hraði fjárveit- inga frá bænum til verksins er félag- inu heimilt að fjármagna fram- kvæmdir með lántöku með veð- heimild í mannvirkjunum. Þarf félagið þá að bera allan fjármagn- skostnað en allar lántökur sem kunna að eiga sér stað verða gerðar í sam- ráði við bæjarfélagið. Samkvæmt því sem fram kom við þetta tækifæri er fyrirhugað að svæðið sem nú er eitt flakandi sár eftir umfangsmikla ýtuv- innu verði nothæft fyrir íþróttamót Sörla um miðjan maí og tilbúið þrem- ur vikum síðar þegar gæðingamót fé- lagsins verður haldið. Það er því eng- in hálfvelgja í þeim Sörlamönnum um þessar mundir, svæðið tekið með ís- lensku aðferðinni eins og það er gjaman kallað þegar hlutir era hrist- ir fram úr erminni með undrahraða. Nýtt hesthúsahverfi Með þessum framkvæmdum verð- ui' mikil bragarbót í aðstöðu Sörlafé- laga. Gamli völlurinn var barns síns tíma, löngu orðinn úreltur og úr sér genginn. Nýju vellirnir verða á sama stað og gamli völlurinn að hluta norð- an við reiðskemmuna Sörlastaði. Skeiðbraut og áhorfendabrekka verða staðsettar milli hringvallanna og reiðskemmunnar þannig að af- staðan verður mjög sviguð og hún var. Áðurnefnt hús Ishesta er skammt austan við reiðskemmuna og er fyrirhugað að byggja þyrpingu hesthúsa sunnan og austan við reið- skemmuna. En það er meiri upp- bygging þarna í gangi því Sveinn Jónsson tamningamaður hefur nú þegar byggt og tekið í notkun glæsi- legt hesthús á þessu nýja hesthúsa- svæði og er því með réttu hægt að segja nýir tímar séu að ganga í garð hjá hafnfirskum hestamönnum. Ekki er neinum blöðum um að fletta að þetta þrennt sem hér er sagt frá mun styrkja mjög þetta svæði sem útivist- arvettvang, ekki einvörðungu til hestamennsku því þai-na era nú þeg- ar göngustígar vítt og breitt, skóg- ræktin hefur lagt sitt af mörkum til að fegra umhverfið í úfnu hrauninu og ekki er að efa að þarna muni þróast fjölskrúðugt mannlíf í góðri sátt við náttúruna. Æskan og hesturinn í Reiðhöllinni Tíu þúsund lítrar af vatni töfðu sýninguna „Æskan og hesturinn" er afrakst- ur samstarfs hestamannafélag- anna á suðvesturhorninu þar sem unga fólkið í félögunum býður upp á sýningaratriði á hestum og hafa þessar samkomur verið haldnar í ‘"tÁ'iðhölIum á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Nú í annað sinn var sýningin haldin í Reiðhöliinni í Víðidai og tókst með miklum ágæt- um þrátt fyrir smávandræði. Leys- ingavatn hafði lekið inn um norð- vesturdyr haliarinnar inn á völlinn og þurfti að dæla upp hátt í 10 þús- und lítrum af vatni og setja spæni til að þurrka gólfið áður en sjálf sýningin gæti hafíst. Varð af þessu þriggja kortera seinkun en allt gekk vel að þessari uppákomu afstaðinni. Þetta mun i annað skiptið í tæplega fimmtán ára sögu Reiðhallarinnar í Víðidal sem þetta gerist. Sýningaratriðin voru nokkuð fjölbreytileg þar sem ungu knap- arnir kiæddust ýmsum búningum. Bæði var um bein sýningaratriði að ræða og eins keppni í léttum NÝTT-NÝTT Ný sterk fljótandi bíótínblanda flSTuno FREMSTIR FYRIR GÆÐI Morgunblaðið/Valdimar Kristínsson Stelpurnar tóku vöidin í hinni viðurkenndu strákakeppni „dekkjaralli" og var atgangurinn oft mikill þegar barist var um dekkin. Margir góðir hestar fóru um sal Reiðhallarinnar í Víðidal eins og þessi sem vantar því miður nafnið á og knapanum einnig. dúr þar sem nokkur hundruð áhorfendur voru dómarar og gáfu einkunnir með fagnaðarlátum. Sá sem fékk mestar undirtektir tald- ist sigurvegari. Þá var keppt í því sem kallað hefur verið dekkjarall og felst keppnin í að nokkrir knap- ar á hestum stilla sér upp í öðrum enda hallarinnar en í hinum end- anum eru dekk sem eru einum færri en knaparnir. Kúnstin felst í því að hleypa yfir völlinn, stökkva af baki og koma öðrum fætinum inn í miðju dekksins. Sá sem sfðast- ur er stendur út af þar sem dekkin eru einu færra en tala knapanna. Þessi íþrótt hefur verið stunduð í Reiðhöliinni frá upphafi og er óhætt að segja að fram að þessu hafi hún talist strákagrein. Nú vildi hins vegar svo til að það voru tvær stelpur sem stóðu einar eftir og kepptu um sigurinn og ljóst að veldi strákanna er á undanhaldi. Óhætt er að segja að krakkarnir hafi verið vel ríðandi og mátti sjá mjög góða hesta í bland. Hrossin eru að sjálfsögðu ekki komin í fulla þjálfun ennþá, enda veturinn rétt hálfnaður, en vist má ætla að víða muni að sjá vel ríðandi knapa í yngri flokkunum í vor, eins og reyndar þau fáu mót sem haldin hafa verið hafa gefið fyrirheit um. Frítt var inn á sýninguna og gott betur en það, því allir sýningar- gestir af yngri kynslóð fengu ís í boði Emmess og Búnaðarbankinn gaf merkta boli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.