Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ * r VIGDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR + Vigdís Þórðar- dóttir fæddist á Vogsósum í Selvogi 5. október 1902. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 28. febr- úar síðastliðinn. Vig- dís var dóttir Þórðar Eyjólfssonar bónda og Guðrúnar Sæ- mundsdóttur konu hans. Systkini henn- ar voru Guðrún, f. 1901, Sæmundur, f. 1903, og Guðmundur Þórarinn, f. 1905. Einnig átti hún hálf- systur, Kristrúnu, samfeðra og uppeldissystur, Rebekku Lúth- ersdóttur. Vigdís lifði öll systkini sín en Rebekka er á lífi. Árið 1925 giftist Vigdís Sæ- mundi Elíasi Ólafssyni stýri- manni og síðar framkvæmda- stjóra. Frá árinu 1931 bjuggu þau á Sjafnargötu 2 í Reykjavík. Þau eignuðust ijögur börn: Ólaf, f. 26.2.1926, d. 13.2.1935, Guðrúnu Guðmundu, f. 21.7.1932, Ólaf Þórð, f. 22. 3. 1940, og Ernu, f. 4.10. 1942, d. 17.4.1992. Guðrún er húsfreyja í Reykjavík, gift Þor- steini Bjarnasyni og eiga þau þrjá syni, Sæmund Elías, f. 1958, Óla Agúst. f. 1963, og Jón Viðar, f. 1971. Ólafur Þórður er rafvirki í Reykjavík, kvæntur Jónínu Sig- urðardóttur og eiga þau tvö börn, Sigurð Hallgrím, f. 1971, og Haf- di'si, f. 1974. Áður eignaðist Ólaf- ur dóttur, Vigdísi Sjöfn, f. 1968, með Þuríði Guðna- dóttur. Erna giftist Bandaríkjamanni, John B. Ley, en þau skildu. Þau eiga eina dóttur, Eliza- beth, f. 1967. Sæ- mundur Elías er verkfræðingur á Seltjarnarnesi, kvæntur Svönu Hel- en Björnsdóttur. Synir þeirra eru Björn Orri, f. 1993, Sigurður Finnbogi, og Þorsteinn, f. 1996. ÓIi Ágúst er rekstrarhagfræðingur í Reykja- vík, kvæntur Sólveigu Níelsdótt- ur og eiga þau eina dóttur, Rakel Guðrúnu, f. 1995. Jón Viðar er kerfisfræðingur í Kópavogi. Vig- dís Sjöfn er viðskiptafræðingur í Reykjavik, gift Tómasi Ottó Hanssyni. Þau eiga dótturina Tinnu Þuríði, f. 1999. Sigurður Hallgrímur er rafeindavirki í Reykjavík og býr með Guðfinnu Hákonardóttur. Hafdís er hjúkr- unarfræðinemi í Reykjavík. El- izabeth er húsfreyja í Reykjavík, gift Grétari Erlingssyni. I byrjun 6. áratugarins höfðu þau hjón Vigdís og Sæmundur í fóstri El- ínu Sjöfn Sverrisdóttur um nokk- urra ára skeið. Elín er húsfreyja í Reykjavík, gift Gunnari Þór Indr- iðasyni. Utför Vigdísar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Við fráfall ömmu minnar, Vigdísar Þórðardóttur, vil ég minnast hennar í nokkrum orðum. Hún fæddist á Vogsósum í Selvogi árið 1902. Fjöl- skyldan bjó að Vogsósum til ársins 1908 þegar hún neyddist til að flytja til Hafnarfjarðar vegna heilsuleysis fjölskylduföðurins. Síðan tók Þórður við búi í Hvassahrauni á Vatnsleysu- strönd og bjó þar til ársins 1912 þeg- ar þau fluttu að Vindheimum í Öfiúsi. Þar bjuggu þau til 1921 þegar þau settust að í Reykjavík. Árið 1925 gift- ist Vigdís Sæmundi Elíasi Ólafssyni frá Breiðabólstað í Ölfusi sem er næsti bær við Vindheima. Sæmund- ur var stýrimaður á togurum og stundaði síldveiðar á sumrum. Hann hætti sjómennsku árið 1939. Á árum tilhugalífsins og fyrstu hjúskaparár- unum vann Vigdís oft við síldarverk- un á helstu sfldveiðistöðum á Norð- urlandi. Þessi ár einkenndust af Blómábúöin öarðshom v/ Fossvogskirkjwgarð Sini'. 554 0500 jxxxxxxixrixxxxxjj H H H H *-H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur ■*- P E R L A N Sími 562 0200 : x x x x: vinnuþrælkun alþýðunnar og bágum kjörum. Þarna mótuðust stjórnmála- skoðanir hjónanna til lífstíðar. Þau urðu bæði eindregnir stuðningsmenn jafnaðarstefnunnar og stóðu saman sem einn maður í þeim efnum. Yrði manni á að gagnrýna störf eða stefnu Alþýðuflokksins í þeirra eyru var því annaðhvort mætt með góðlátlegum hlátri eða þeim rökum sannfæringar- innar sem ekkert andsvar leyfa. Fyrstu hjúskaparárin áttu þau heima á nokkrum stöðum í Reykjavík en árið 1931 fluttu þau inn í nýbyggt hús sitt við Sjafnargötu 2. Þar komu þau sér upp vistlegu og góðu heimili og höfðu oft á því orð hve gott þeim hefði reynst húsið. Eftir að Sæmund- ur féll frá árið 1983 bjó Vigdís ein á neðri hæð en Erna dóttir hennar og Elizabeth dótturdóttir hennar bjuggu á efri hæð. Ema dó aðeins tæplega fimmtug árið 1992. Vigdís hélt sitt heimili til nærri 97 ára aldurs á Sjafnargötu 2 en fluttist á Hrafn- istu í Reykjavík í byrjun sumars 1999. Þó að hjónin væru heimakær höfðu þau yndi af ferðalögum, einkum inn- anlands. Þau voru fróð um landið og söguna og var Sæmundur einn af frumkvöðlum í óbyggðaferðum af því tagi sem nú tíðkast. Saman fóru þau í margar slíkar ferðir. Þær voru einnig ófáar ferðimar sem þau fóni með okkur bamabömin austur í Ölfus á bemskuslóðirnar og suður á Reykja- nesskaga. Var þá alltaf tekið með nesti og áð í fögmm lautum. Þessar ferðir teljast til bestu bemskuminn- inga. Vigdís lét sér mjög annt um lífíð í kringum sig. Gilti þar einu hvort væru börn, fuglar í garðinum, úti- gangskettir eða kindurnar þeirra. Hún hafði taugar til þessa alls og reyndi eftir mætti að gefa og miðla. Þau hjón ráku sauðfjárbú, seinast í Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd þar sem eitt af æskuheimilum Vig- dísar hafði verið. Þau voru með flest um 100 fjár og hættu ekki búska- pnum fyrr en um áttræðisaldur. Um sauðburðinn fluttu þau í Hvas- sahraun og stóðu vaktir yfir fénu. Vigdís hafði yndi af köttum og hef ég ekki tölu á öllum þeim köttum sem hafa átt heimili á Sjafnargötu 2. Þetta var mikið aðdráttarafl fyrir yngstu kynslóðina. Synir mínir ungir stungu oft upp á að heimsækja lan- gömmu Vigdísi því hún átti kött. Vig- dís naut góðrar heilsu nærri alla ævi. Hún var í reynd stálminnug þótt henni fyndist það ekki sjálfri. Hún gat þulið heilu samtölin sem höfðu átt sér stað fyrir 80 eða 90 árum. Hún áttaði sig einnig furðulega vel á stað- reyndum nútímans. Hún var bók- hneigð og gat alla tíð lesið. Hún átti sterka trú sem var henni mjög til huggunar. Vigdís og Sæmundur misstu elsta son sinn Olaf í febrúar árið 1935. Hann hefði orðið níu ára gamall þremur dögum eftir að útför hans var gerð. Ólafur og systir hans Guðrún fengu bæði barnaveiki. Bamaveiki- faraldur hafði ekki geisað í bænum um tíu ára skeið og greindist veikin ekki nægjanlega snemma svo unnt væri að lækna drenginn. Stuttu eftir dauða hans greindist veikin og var þá hægt að bjarga Guðrúnu á seinustu stundu. Sæmundur var á sjó þegar þetta dundi yfir. Vigdís og systir hennar Guðrún ásamt Guðrúnu litlu voru af varúðarástæðum settar í ein- angrun og voru því ekki viðstaddar útförina. Þessir atburðir settu mjög mark sitt á Vigdísi og sagði hún mér ekki fyrir alls löngu að enginn dagur hefði liðið síðan að hún kenndi þeirra ekki. Vigdís var mannblendin og gestr- isin. Heimsóknirnar til hennar urðu að kaffiveislum og alþtaf átti hún gott handa þeim yngstu. Á seinustu árum naut hún mikils stuðnings sonar síns Ólafs Þórðar og góðra nágranna. Er á engan hallað þótt nefndar séu þær Katrín heitin Júlíusdóttir og Edda Ófeigsdóttir sem voru henni miklir vinir. Á Hrafnistu naut hún hlýju og umhyggju starfsfólks. Öllu þessu fólki eru færðar bestu þakkir. Bless- uð sé minning Vigdísar Þórðardótt- ur. Sæmundur E. Þorsteinsson. Vigdís Þórðardóttir er látin í hárri elli. Hún var langamma bamanna minna og kær vinkona mín. Fyrir tæplega tuttugu ámm kom ég fyrst á heimili þeirra hjóna Vigdfsar og Sæ- mundar Elíasar Ólafssonar við Sjafn- argötu 2. Eg hafði þá nýlega kynnst mannsefninu mínu, Sæmundi Elíasi Þorsteinssyni, dóttursyni þeirra hjóna. Mér var tekið opnum örmum. Eins og títt var um fólk af þeirra kynslóð spurðu þau um ættir mínar. Þau þekktu lítið til foreldra minn en þeim mun betur langafa og lan- gömmur sem ég mundi ekki. Þessi fyrstu kynni færðu mér strax ýmsa vitneskju um skyldfólk mitt sem ég annars hefði orðið af. Þegar lokið hafði verið við að rekja ættir mínar allt aftur til 19. aldar og ræða um framtíðaráform ungu elskendanna tók við stjórnmálaumræða. Stjóm- mál voru alltaf til umræðu á heimili þeirra hjóna. Vigdís var alla tíð fylgj- andi jafnaðarstefnu og verkalýðsbar- átta var henni afar hugleikin. Þegar von var á fyrsta langömm- ubaminu kynntist ég þeirri um- hyggju og hlýju sem eftir það ein- kenndi samband okkar Vigdísar. Hún hringdi reglulega til að fregna af líðan fjölskyldunnar og spyrja um langömmusynina þrjá. Hún gladdist með okkur foreldrunum yfir vexti þeirra og þroska. Jafnframt var hún ófeimin við að gefa góð ráð og minnti ósjaldan á gildi þess að borða hollan mat og drekka mjólk. Það var alltaf tilhlökkunarefni fyrir langömmusyn- ina að heimsækja langömmu Vigdísi. Hún hastaði aldrei á þá þótt gaura- gangurinn yrði allnokkur. Öllu frem- ur hafði hún gaman af lífsgleði og kátínu drengjanna, ekki síst þegar þeir eltust við ketti sem hún tók að sér um lengri eða skemmri tíma. Ástvinnamissi verða þeir að reyna sem lengi lifa, en missi barna sinna harmaði Vigdís mjög. Hún syrgði alla tíð ungan son sinn sem dó úr bama- veiki 1935, en honum hefði mátt bjarga ef barnaveikin hefði greinst. Guðrún dóttir hennar og tengdamóð- ir mín, þá 2ja ára, smitaðist einnig af barnaveikinni og var vart hugað líf. Henni var þó bjargað á síðustu stundu. Vigdís gat ekki fylgt syni sín- um til grafar því hún var þá í ein- angrun. Erna, yngsta dóttir hennar, lést einnig langt um aldur fram árið 1992 eftir erfið veikindi. Áður hafði hún misst Sæmund eiginmann sinn 1983. Löngu síðar, þegar elsti sonur okkar Sæmundar var kominn vel á fyrsta ár, lét hún mig hafa kvæðabálk eftir ókunnan höfund sem hún hafði sjálf skrifað upp eftir minni. Það var eftirlætiskvæði elsta sonar hennar sem hún kenndi honum. Vigdís var mjög ern og heilsu- hraust alveg fram undir andlátið. Eftir að Sæmundur lést bjó hún áfram á Sjafnargötu 2 ásamt Ernu dóttur sinni og Elizabeth dóttur hennar. Eftir að Erna lést bjó hún ein til ársins 1999 en þá ákvað hún loks að mál væri komið til að draga saman seglin og þáði vist á Hrafn- istu. Þegar hún komst yfir miðjan al- dur gerðist hún þó brotgjörn og lær- brotnaði t.d. tvisvar. Fram að því var hún sporlétt en brotin greru illa og urðu til þess að hún varð að styðjast við staf og hækjur upp frá því. Þetta hindraði hana þó ekki í að fara á ætt- armót að Hrauni í Ölfusi fyrir nokkr- um árum, þaðan sem Sæmundur var ættaður. Þetta ættarmót er mér sér- lega minnisstætt. Eg var svo heppin að Vigdís þáði far með okkur Sæ- mundi. Á leiðinni austur í Ölfus sagði hún okkur frá skyldfólki, lifandi og liðnu. Frásögn hennar var ljóslifandi og skemmtileg. Hún dró upp skýrar myndir af fólki og atburðum, mundi orðrétt ýmis samtöl og tilsvör allt frá frá frumbemsku sinni á Vindheim- um. Það var eins og að ganga inn í löngu liðinn tíma. Vigdís hafði mikla ánægju af ættarmóti þessu og hitti þar margt fólk sem hún gat deilt minningum sínum með. Á leiðinni til baka bað hún okkur um að koma við í kirkjugarðinum á Hjalla í Ölfusi. Garðurinn er ekki stór og gengum við um hann allan. Hún þekkti alla sem þar liggja grafnir og gat frætt okkur um ævi þeirra og örlög. Nú skilja leiðir okkar Vigdísar. Hún var södd lífdaga og horfði með gleði til þeirrar breytingar sem í vændum var. Við leiðarlok er mér efst í huga þakklæti fyrir umhyggju oghlýju. Svana Helen Bjömsdóttir. Elskuleg amma mín, Vigdís Þórð- ardóttir, hefur nú lokið æviskeiði sínu. Ævi hennar var bæði löng og viðburðarík enda var hún á 98. ald- ursári þegar hún lést. Þótt árin væru orðin mörg var hún ótrúlega skýr og ern allt til síðasta dags. Hún bjó ein í stóra húsinu sínu á Sjafnargötu þar til fyrir tæpu ári þegar hún datt og slasaði sig sem gerði það að verkum að hún gat ekki séð um sig lengur. Minningarnar um ömmu eru margar og hlýjar og munu ylja mér um ókomna tíð. Það var einstaklega notalegt að sitja með henni í eldhús- inu og rabba um daginn og veginn og hlusta á sögur af liðnum tímum. Einnig man ég eftir því hvað mér þótti alltaf gaman að fá að gista hjá ömmu og afa þegar ég var lítil stelpa því það var svo gott að vera hjá þeim. Þau kepptust við að dekra barna- bamið sitt og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að láta mér líða vel. Þau vöktu hjá mér áhuga á lestri góðra bóka því sjálf voru þau mjög bók- hneigð og áttu gott safn bóka. Amma var mikil kostakona og al- veg sérstakur dýravinur. Enda laðaði hún að sér alla ketti hverfisins og bjargaði mörgum villikettinum frá vosbúð. Ekkert bágt mátti hún sjá og var ávallt fyrst að bjóða fram hjálp- arhönd þegar einhver átti um sárt að binda. Margir eiga henni gott að gjalda og þar á meðal var móðir mín sem gat fullseint þakkað ömmu og afa alla þá hjálp og góðmennsku sem þau sýndu henni þegar hún var ein- stæð móðir með mig og eldri bróður minn. Amma var ung að árum þegar hún kynntist afa í sveitinni og voru þau alla tíð alveg einstaklega samstiga hjón og miklir vinir. Bæði voru þau mjög ljóðelsk og settist afi aldrei til borðs án þess að fara með vísu eða tvær og kunnu þau bæði ógrynnin öll af vísum og ljóðum. Þau voru bæði mikil náttúrubörn og ferðuðust um allt landið á jeppan- um sínum bæði um óbyggðir Islands sem byggðir. Saman voru þau með kindabúskap í Hvassahrauni og dró amma ekkert af sér í þeim efnum og vann eins og hver annar karlmaður enda var hún með eindæmum dugleg kona. Ein lítil saga sem amma sagði mér nýlega lýsir dugnaði þeirra beggja og baráttuhug en um það leyti sem þau voru að draga sig saman fór amma sem kaupakona norður í land. Afa gekk ekki eins vel að fá vinnu enda var mikið atvinnuleysi í þá dag- ana svo hann brá á það ráð að fara í Brynjudal og slá akra og selja svo bændum heyið. Amma undi sér ekki í kaupavinnunni sökum saknaðar til afa svo hún sagði upp vistinni og fór til hans fótgangandi og saman slógu þau akrana um sumarið og bjuggu í tjaldi og lifðu á silungi sem þau veiddu í ánni. Þetta er sveitaróman- tflí eins og hún gerist best. Þau byggðu húsið sitt á Sjafnar- götunni snemma á 4. áratugnum í kreppunni miklu við ótrúlega lítil efni og á tímabili þurftu þau að leigja út nánast allt húsið fyrir utan eitt her- bergi sem fjölskyldan bjó í. Ömmu og afa varð fjögurra barna auðið og lifði amma tvö þeirra. Óli, sem var elstur, dó á níunda ári úr barnaveiki og gat amma ekki fylgt barninu sínu til grafar vegna þess að hún ásamt öðr- um var höfð í einangrun sökum smit- hættu. Eflaust geta allir sem eiga böm gert sér í hugarlund hversu erf- itt það hefur reynst henni. Erna dó fyrir átta árum úr krabbameini, þá tæplega fimmtug. Eftirlifandi börn ömmu og afa eru Guðrún Guðmunda og Ólafur Þórður. Amma missti afa fyrir tæpum 17 árum og var það henni þungur miss- ir. Hún trúði því að við myndum öll hittast aftur handan móðunnar miklu og ég vona að hún hafi haft rétt fyrir sér og sé nú með ástkærum eigin- manni sínum og börnum. Ég kveð þig, elsku amma mín, með ljóðinu sem þér þótti svo vænt um. Minningin um góða konu lifir. Og nú fór sól að nálgast æginn, og nú var gott að hvíla sig, og vakna upp ungur einhvem daginn með eilífð glaða kringum þig. Nú opnar fangið fóstran góða og faðmar þreytta bamið sitt; hún býr þar hlýtt um bijóstið móða og blessar lokað augað þitt. Hún veit, hve bjartur bjarminn var, þótt brosin glöðu sofi þar. ^Þorsteinn Erl.) Vigdís Sjöfn Ólafsdóttir. Mig langar að kveðja kæra mág- konu og vin. Ég á margar góðar minningar um þig sem ég geymi. En ein er mér minnisstæðust. Ég var í einangrun með þrjú lítil börn sem voru með mænuveiki. Enginn mátti koma til mín en þú komst í gættina með eitthvað gott sem þú vissir að myndi gleðja mig. Þessu gleymi ég aldrei. Nú þegar kemur að kveðju- stund ætla ég að kveðja með ljóði eft- ir skáldið sem þú varst svo hrifin af: Gott er sjúkum að sofna, meðan sóhn er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgbh'ðvögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem engirrn í vöku sér. (Davíð Stef.) Guðlaug Karlsdóttir. Elskuleg frænka mín, Vigdís Þórð- ardóttir, er látin á nítugasta og átt- unda aldursári. Hún ólst upp í Vind- heimum í Ölfusi samt íjórum systkinum, þar á meðal ömmu minni Guðrúnu. Ung fluttist hún til Reykja- víkur og giftist þar æskuástinni, Sæ- mundi E. Ólafssyni. Þau byggðu Sjafnargötu 2 fyrir næstum 70 árum, þar sem hún átti heima þangað til það varð henni of erfitt að búa ein í stóru húsi í íyrravor. Þau Vigdís og Sæ- mundur áttu fjögur börn, Óla, sem þau misstu úr barnaveiki, Guðrúnu Guðmundu, Ólaf Þórð og Emu. Sæ- mundur lést fyrir tæpum 17 árum, og Erna, sem var yngst barna þeirra, lést fyrir átta ámm. Vigdís lifði löngu og góðu lífi, og ótalmargt gott leiddi frá henni til vina og vandamanna sem og til vandalausra manna og dýra. Ég átti heima á Smáragötunni fýrstu níu ár ævinnar og þá var nú stutt að stökkva til Vigdísar frænku á Sjafn- argötunni. Þar var heill ævintýra-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.