Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 61 FRÉTTIR i|M Úr dagbók lögreglunnar ——— 11 —— Talsvert um átök meðal manna Helgin 3. til 6. mars UM helgina urðu 68 umferðaró- höpp og 22 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur, m.a. einn sem ók á 125 km hraða á Miklu- brautinni. Talsvert var um átök í miðbænum þótt fáir væru á ferli. Unglingar undir 16 ára aldri voru ekki áberandi úti á lífinu að næturlagi. Tilkynnt var um tvö þjófnaðar- mál á veitingahúsum og einnig hópslagsmál fyrir utan veitinga- stað í miðbæ Reykjavíkur. Þar tókust á tveir hópar manna og var maður fluttur á slysadeild með minniháttar áverka. Ráðist á tnann á dansgólfi Tilkynning barst um slasaðan mann er hafði verið á dansgólfi skemmtistaðar þegar annar mað- ur réðst að honum og sló hann í læri og maga. Þegar sá slasaði kannaði áverkana komu í ljós skurðir á maga hans og læri ann- aðhvort eftir hníf eða gler. Hann var fluttur á slysadeild af lög- reglu. Var maður handtekinn sem svaraði til lýsingar á árásar- manninum. Aðfaranótt sunnudagsins er talið að 500 manns hafi verið í miðborginni þegar mest var. Fjórir menn komu á lögreglustöð allir ölvaðir og æstir og var í fyrstu ekki unnt að átta sig á til- gangi þeirra nema til að gera óskunda. Þeim var vísað frá en sló þá einn þeirra lögreglumann hnefahögg í andlitið, sem fluttur var á slysadeild. Aðilinn er veitt- ist að lögreglumanninum var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu í fangageymslu. Síð- ar kom í ljós að mennirnir höfðu ætlað að koma gi-eiðslukorti sem þeir fundu til lögreglu. Tilkynning barst til lögreglu um 68 umferðaróhöpp yfir helg- ina, ríflega helmingur þeirra átti sér stað á föstudeginum. Að morgni föstudags varð árekstur tveggja bifreiða á Hringbraut. Annar ökumanna var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til að- hlynningar. Umferðaróhapp varð á Vestur- landsvegi á föstudag þar sem langferðabifreið var ekið aftan á lögreglubifreið sem var við akst- ursþjálfun lögreglunema í for- gangsakstri. Síðdegis á laugardag var bif- reið ekið á ljósastaur á Vestur- landsvegi og hlaut ökumaður minniháttar meiðsli og er bifreið- in talin óökuhæf. Maður kom að máli við annan á aðfaranótt laugardagsins á Laugavegi og bað hann um að gefa sér peninga. Sá tók upp veski sitt og afhenti smápeninga, en þá hrifsaði hinn veskið af hon- um og hljóp á brott með 10-12 þúsund krónur sem hann hafði upp úr krafsinu. Pizzasendill rændur Aðfaranótt laugardagsins var pizzasendill rændur. Hann hafði verið sendur með pizzu í hús í austurborginni en þar kannaðist enginn við að hafa pantað pizzuna. Þegar hann var á leið aftur að bifreið sinni réðust tveir menn að honum og sneri annar hann niður og hótaði lífláti. Síðan tóku þeir pizzuna og 1.000 kr í peningum. 18 ára piltur var handtekinn um helgina og hefur hann játað að hafa pantað pizzuna og síðan ráðist á pizza- sendilinn. Brotist var inn í verslun á að- fararnótt mánudagsins og rúða brotin og stolið hljómflutnings- og myndbandstækjum. Ráðist var að ökumanni bif- reiðar í Árbæ á íaugardag og honum veittur áverki á gagn- auga. Hafði hann flautað á aðra bifreið og virtist það hafa farið í skapið á ökumanni og farþega í hinni bifreiðinni með þeim afleið- ingum að þeir réðust að honum. Tilkynnt var um tvo aðila á bif- reið sem otuðu kúbeini að fólki á Vesturlandsvegi. Þeir fundust ekki þrátt fyrir eftirgrennslan. Til stympinga kom við verslun í austurborginni þegar átti að loka versluninni á sunnudags- kvöld. Starfsmaður verslunarinn- ar varð fyrir aðkasti unglinga sem fyrir utan voru. Veittust þeir að honum og veittu honum áverka á andliti. Unglingunum var ekið heim og rætt við for- eldra. Kerti brann niður á sjónvarps- tæki í húsi í austurbænum á laugardag með þeim afleiðingum að kviknaði í sjónvarpinu og nokkrar skemmdir hlutust af völdum reyks. Fjórir voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Svo virðist sem kveikt hafi verið í dagblöðum við leikskóla í Grafarvogi, svo af hlutust skemmdir á klæðningu. Aðfaranótt mánudags kviknaði í bifreið á bifreiðastæði í Grafar- vogi og er bifreiðin talin ónýt ásamt því að skemmdir urðu á hlið nærliggjandi bifreiðar. Um helgina var haft sérstakt eftirlit með unglingum og úti- vistartíma. Sérstakt eftirlit var í Mosfellsbæ en þar var nokkrum unglingum vísað heim. Ekki varð vart við neina ölvun meðal ung- linga. Foreldrarölt var einnig mjög virkt í borginni. PtMmm Ufier þ ÞÓR HF Reykjavfk - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sfmi 461-1070 Fermingarmyndatökur Svipmyndir Hverfisgötu 18, sími 552 2690. -c Tölvtinámskeið Internetið og tölvupóstur 10 kennslustundir Word og Windows fyrir byrjendur 20 kennslustundir Word II 20 kennslustundir EXCEL fyrir byrjendur 20 kennslustundir TMngumálanámskeið - ferðafólk Hraðnámskeið fyrir ferðafólk Enska - Franska — Spænska — ítalska - Sænska - Norska 3ja vikna námskeið 12 kennslustundir Körfugerð Melónukarfa 5 kennslustundir Garðyrkjunámskeið Heimilisgarðurinn 8 kennslustundir Innritun í simunu564 1507 og 564 1527vjílfyÍ8-21 Fimm unnu sér þátttökurétt á Islandsmoti í backgammon FIMM manns unnu sér rétt til þátt- töku á íslandsmóti í backgammon á fyrsta úrtökumóti af fjórum sem fram fór á laugardag á veitingahús- inu Sirkus við Klapparstíg. Back- gammonfélag Reykjavíkur stóð fyrir úrtökumótinu en keppt var í fimm riðlum og hlaut sigurvegari hvers rið- ils þátttökurétt á Islandsmótinu. Þeir eru Einar Einarsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Róbert Harðarson, Sig- rún Baldvinsdóttir og Vilma Björk Ágústsdóttir. Næsta úrtökumót fer fram á laugardaginn á veitingahúsinu Grand Rokk við Smiðjustíg. Mjög mikil aðsókn var að úrtöku- mótinu og þurfti að vísa fólki frá þar sem fullt var orðið í alla riðlana, að sögn Gríms Grímssonar, formanns Backgammonfélags Reykjavíkur. Veitingahúsið Sirkus gaf þremur efstu keppendum mótsins rauðvíns- flösku. Álls munu 16 manns taka þátt í íslandsmótinu svo enn á eftir að spila um þátttökurétt í ellefu sæti. Næsta úrtökumót verður á veit- ingastaðnum Grand Rokk við Smiðjustíg og hefst það klukkan tvö. Þátttakendur eru hvattir til að mæta tímanlega til að skrá sig, ekki seinna en kl. 13:45. Einnig er hægt að senda ósk um skráningu á netfangið back- gammonfelag@yahoo.com. Auk þess sem keppt verður um sæti á íslandsmótinu mun Grand Rokk gefa þeim sem skipa þrjú efstu sætin viskíflösku Ertu á aldrinum 15-18 ára? Þyrstir þig í nýja reynslu og ævintýri? Viltu öðruvísi menntun? Meiri víðsýni? Ef þú gerist skiptinemi á vegum AFS lærir þú nýtt tungumál, kynnist ólíkri menningu, eignast nýja vini og öðlast dýrmæta reynslu sem endist þér ævilangt. ••• en tíminn er að renna út! Ennþá er möguleiki á ársdvöl í Hong Kong og nokkrum öðrum löndum í Suður-Ameríku og Evrópu, hálfsársdvöl í Brasilíu, Japan, Frakklandi og Þýskalandi og sumardvöl í Bretlandi, ítaliu, Kanada og Sviss. Brottfarir í júní til september. Umsóknarfrestur fer að renna út. AFS á Íslandí Ingólfsstræti 3 I 2. hæð I s(mi 552 5450 I www.afs.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.